Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 5 session hálfa nótt og eftir það vildi hann endi- lega fá mig. Og ég þáði þetta ekki eins og fífl. En svo var ég fljótur að ráða mig þegar Stéphane Grappelli vildi fá mig í kvintettinn sinn. Þá sagði ég já eins og skot, – vildi ekki láta það gerast tvisvar að ég hafnaði tveimur bestu djassfiðlu- leikurum í heimi. Mér er eiginlega nákvæmlega sama hvað músíkin heitir sem ég hlusta á. Það getur eng- inn sungið um ástina jafn gasalega og Nat King Cole. Ég á alla geisladiska með honum sem ég hef fundið. Mér finnst ástin vera svo makalaust merkilegt fyrirbæri að það jafnast ekkert á við hana. Mér finnst alveg herfilegt hvernig látið er núna oft í poppinu. Það er hjakkað á tveimur þremur nótum í langan tíma og svo er skipt um frasa án þess að það sé nokkuð í þessu – hvorki fugl né fiskur. Þú lendir annaðhvort réttu megin eða vitlausu megin í poppinu. Ég hef alltaf hlustað mikið á popp og mikið af því hefur mér þótt ofsalega skemmtilegt, enda alinn upp í danshljómsveitum frá blautu barnsbeini. Ég á plötu með frönskum chansons, söngvum frá 12. og 13. öld, og þar heyrir maður að það voru eng- ar myrkar miðaldir. Það er bara eitthvað sem einhverjir Bretar hafa sett á bók, en það var ekkert svoleiðis. Fólk var bara að syngja og skemmta sér og elskast og hafa gaman af því að vera til. Aðgreiningin í tónlistinni í popp, djass, klass- ík og allt það skiptir engu máli. Sé þetta gott stöff sorterar músíkin sig sjálf. Fólk sem hlust- ar og finnur hvar þykkt er undir skynjar þetta. Það er bara eitt strik svona, öðrum megin er góð tónlist en hinum megin léleg. Ég get til dæmis ekki hugsað mér léttari músík en að heyra Glenn Gould spila frönsku svíturnar hans Bachs. Fyrir mér er þetta sú mesta gleði og hamingja sem til er. Og að heyra píanóleikarann umla einhverjar aukaraddir með, sem hann býr til – þetta er engu líkt. Það er svo merkilegt með músík, hún er ekki til nema á meðan maður er að hlusta. Um leið og maður slekkur er eins og ekkert hafi gerst, – nema það sem maður geymir í höfðinu.“ „Nemandi“ Lionels Hamptons Eftir því sem á samtal okkar Gunnars líður er eins og mannhafið á veggjunum verði ágengara og spurulla. Þetta er allt fólk sem Gunnar geym- ir líka í hjarta sínu. Lionel Hampton er þarna við hliðina á Bach, og hann er búinn að horfa stíft á okkur allan tímann. „Ég var fyrsti íslenski víbrafónleikarinn, og Lionel Hampton var minn lærimeistari. Ég hlustaði á hann spila með Benny Goodman- kvartettinum á plötum. Áður hafði ég æft mig með Benny Goodman á þann hátt að ég spilaði á trommur um leið og ég hlustaði. Ég lærði allar víbrafónsólóarnar í leiðinni. Þegar ég fór svo að læra á víbrafóninn spilaði ég sólóarnar með hon- um og við vorum eiginlega báðir á víbrafón í Benny Goodman-kvartettinum og -sextettinum heima í stofu þar sem ég æfði mig. Ég hafði eng- an kennara hér. Eins var það þegar ég var að byrja á trommurnar. Þá var Gene Krupa, sem líka spilaði með Benny Goodman, minn fyrsti kennari. Svo heyrði ég það í fréttum í hollenska rík- isútvarpinu einn morguninn kl. 7.00 að Benny Goodman myndi spila á einum tónleikum með gamla sextettinum sínum í Hamborg. Ég skellti mér upp í flugvél á leið til Hamborgar og var á flugvellinum þegar Benny Goodman kom og tók á móti þeim þegar þeir komu út úr vélinni. Þeir flugu frá Ameríku með Loftleiðum og ég hafði orðið mér úti um upplýsingar um það hvenær þeir myndu lenda. Í gamla daga var ég nefni- lega að læra flugvirkjun hjá Loftleiðum og þetta voru allt vinir mínir og auðvelt að komast að þessu. Núnú, þegar þeir komu niður landgang- inn og Hampton fremstur, þá var ekki um annað að ræða en að hlaupa á gæjann og knúskyssa hann. Hann sagði: „Heyrðu, hvað er þetta vin- ur?“ Ég sagði bara: Þú ert meistarinn minn, ég er búinn að vera að læra hjá þér í mörg, mörg ár. Þá sagði hann: „Þetta kemur fyrir. Einhvers staðar úti í heimi er ég að hitta nemendur mína sem ég hef aldrei séð!“ Ég var svo með þeim á þessum einu tónleikum þeirra í Hamborg. Það kom á daginn að Gene Krupa átti bara þrjá mánuði ólifaða, dó úr krabbameini. En ég bað Hampton um að millilenda á Íslandi einhvern tíma, og fékk adressuna hjá agentinum hans. Við gætum komið því í kring að hann héldi tón- leika í Reykjavík. Þá sagði Hampton: „Ég samdi mitt besta lag, Midnight Sun, þegar ég var að fljúga yfir Ísland eina sumarnótt í ágúst. Ég vil endilega koma með bigbandið og spila í Reykja- vík.“ Nokkrum árum seinna varð þetta að raun- veruleika. Hann kom með bigbandið og tvær hjúkrunarkonur sem önnuðust hann, því hann var orðinn lélegur til heilsunnar. Hann spilaði samt eins og unglingur og það var svo gaman að horfa á strákana í hljómsveitnni, þeir voru allir ungir og hressir og dekruðu hreinlega við gamla manninn, – gerðu allt til að koma karlinum í stuð svo það rynni á hann æði. Og þegar hann var bú- inn að spila til klukkan þrjú um nóttina stoppaði hann og sagði: „Ég get alveg spilað til morguns, en þarf ekki einhver að fara að fara til vinnu?“ Þá var hann búinn að spila í hátt í fjóra tíma. Ég kynntist Benny Goodman líka þarna í Hamborg. Hann hafði mikinn áhuga á að koma hingað til að veiða lax – hafði frétt af því að fín- asti lax í heimi væri í ánum á Íslandi. Ég sagði: „Elsku drengurinn minn, við möndlum þetta. Ég klára námið mitt í Hollandi í vor og við redd- um þessu í sumar – ég fæ einhvern vin minn til að útvega þér veiði.“ Hann kom og komst í veiði. Hann kom líka að heimsækja mig. Þá átti ég heima á hæðinni hérna fyrir ofan. Hann kom auðvitað með klarinettið og við fórum að djamma saman okkur til skemmtunar, yndis og ánægju. Hann sagði: „Þú kannt bara allar út- setningar sem Benny Goodman-sextettinn hef- ur spilað á ferlinum.“ Ég sagði bara: „Já, þetta stimplaðist bara inn í mig þegar ég var að læra hjá honum Hampton!“ Hann vildi endilega fá mig í nýja sextettinn sem hann var þá að safna mönnum í, og ég vildi endilega fá starfið. Ég sótti um græna kortið, en var hafnað, og fékk ekki einu sinni leyfi að fara til Bandaríkjanna. Við Jón Múli ætluðum á Newport-djasshátíðina en fengum hvorugur passa, af því við höfðum verið á móti hernum. Þetta var kaldastríðstím- inn og mikil vitleysa í gangi. Ég fékk semsagt ekki græna kortið og það þýddi það að ég gekk heldur ekki í Benny Goodman-sextettinn.“ Þegar ég spyr Gunnar hvort þessi niðurstaða hafi ekki verið honum sársaukafull svarar hann með langri þögn. Og talið berst að öðru. Þrjú ár í Concertgebouw „Það kom hingað hljómsveitarstjóri og tón- skáld, Gunther Schuller. Hann samdi tónlist einmitt af sömu tegund og ég var að semja. Hún kallaðist third stream, – eða þriðja aðferðin, þar sem maður tengir saman svokallaða klassíska músík og djass. Ég samdi verk sem ég kallaði Samstæður í þessum stíl. Ég kalla þetta kamm- erdjass. Gunther Schuller bauðst til að kenna mér ókeypis í New York gegn því að ég yrði slagverksleikari með honum í hljóðritunum. Mér þótti það fín vöruskipti. En af því að ég fékk ekki græna kortið gat ekki heldur orðið af þessu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég sneri mér alveg að Evrópu. Ég þekkti sjálfan mig svo vel að ég vissi að það myndi aldrei ganga fyrir mig að læra í London. Ef það var hringt og kallað: Það er sím- inn til þín Gunni, það er Ronnie Scott! – þá vissi ég að hann myndi segja: Gunni minn, þú verður að koma að spila í kvöld. Ég hefði mætt með víbrafóninn minn samstundis. Þannig hefði ég aldrei losnað úr spilamennskunni með þessa stóru djassklíku að kunningjum og vinum og ekki fengið frið til að læra. En að fara til Hol- lands, það var allt annað líf. Þar gat maður byrj- að nýtt líf og ég skildi meira að segja víbrafón- inn minn eftir í Reykjavík. Ég var þó ekki alveg laus við slagverkið, – því ég fór að læra á pákur hjá aðalpákuleikaranum í skólanum og hann var pákuleikari með Concertgebouw-hljómsveit- inni, sem er álitin ein af þremur bestu sinfón- íuhljómsveitum í heimi. Þegar ég var að spila hér heima með Sinfóníuhljómsveitinni voru fimm æfingar fyrir hverja tónleika, en hjá Conc- ertgebouw var bara ein – generalprufan og svo tónleikar. Ég var fljótt farinn að spila með Concertgebouw og það var þannig að 1. sept- ember fékk maður nótnabunkann fyrir allan veturinn – til 30. júní næsta árs. Hér heima fékk maður nóturnar alltaf á síðasta snúningi. Úti varð maður að vera hundrað prósent klár á öllu á þessari einu æfingu. Ég var slagverksleikari með Concertgebouw í þrjú ár.“ Ekkert getur verið jafn gaman Enn hefur Gunnar nánast ekkert viljað segja mér frá tónsmíðum sínum sem eru ærið margar og fjölbreyttar eftir því. Þar er að finna allt frá kaþólskum messum til djassverka og söngmús- ík jafnt sem hljóðfæramúsík. Þeir sem leggja leið sína í Skálholt í dag fá að heyra eina hlið þessa fjölhæfa tónskálds, í andlegu tónlistinni hans. Gunnar hristir bara höfuðið þegar ég nefni alla fjölbreytnina, – fyrir honum er tónlist bara tónlist, – skiptir engu máli í hvað skúffu hún er. Það er bara þessi lína sem hann talaði um, – sem skiptir henni í gott og vont. En eitt- hvað hlýtur honum þó að þykja vænna um en annað af því sem hann hefur gert í tónlistinni. Hann svarar því hiklaust. „Mér þykir vænst um að hafa sungið í Pólý- fónkórnum. Það er óborganlegt að vera alveg yfir sig ástfanginn og vera að syngja í sama kór og sú heittelskaða, og vera um leið að syngja þessa dásamlegu músík eftir gömlu meistarana. Æ, það getur ekkert verið eins gaman. En svo er líka gott að lenda í góðri djammsessjón með úrvals spilurum. Eftir því sem spilararnir eru betri eru þeir líka blíðari á manninn.“ Ég kveð Gunnar. Hann er á leiðinni í Skál- holt. Þar ætlar hann að gista og meira að segja með gamla herbergisfélaga sínum úr KK, – þeir deildu herbergi þá Gunnar og Guðmundur Steingrímsson trommari á ferðalögum sextetts- ins, og ætla að gera það núna. Þar verður örugg- lega talið í nokkur sóló á borðbrúnir, – og kannski steina. begga@mbl.is M AÐUR skyldi alltaf telja dýrlinga seka uns sann- að er að þeir séu sak- lausir,“ skrifaði George Orwell árið 1949. Hann átti við Mohandas Gandhi, sem þá hafði nýlega verið ráðinn af dögum, en núna mætti eins segja þetta um Or- well sjálfan, því að á þeim 53 árum sem liðin eru frá dauða hans er hann orðinn að einskonar póli- tískum dýrlingi sem bæði vinstri- og hægri- menn, og allir þar á milli, hafa í heiðri. En einhvers staðar í allri þessari hetjudýrkun virðist Orwell sjálfur – sérvitri Englendingur- inn með skræku röddina, berklana, fátæklegu fötin sín, barnalegan sósíalisma og allt sitt kvennafar – hafa glatast, og kannski um leið sá rithöfundur sem hann var. Orwell hafa hlotnast örlög margra frægra rithöfunda: Hann er meira dýrkaður og umtalaður en lesinn. Á miðvikudaginn voru eitt hundrað ár liðin frá því hann fæddist og er mikið um að vera í til- efni afmælisins. Tvær nýjar ævisögur eru ný- komnar út, auk nýrrar útgáfu af 1984 með for- mála eftir Thomas Pynchon, og í síðasta mánuði komu um 300 fræðingar saman í Bretlandi til þriggja daga ráðstefnu þar sem rætt var um verk Orwells og arfleifð. Konunglega efnafræði- félagið hélt upp á daginn með því að birta hina fullkomnu uppskrift að tei, sem var eitt helsta áhugamál Orwells og viðfangsefni blaðagreinar sem hann skrifaði 1946. En þó er ekki úr vegi að staldra við og huga að Orwell sjálfum og byrja á öllum göllunum sem gerðu hann mannlegan. Ef marka má sjálfsgagnrýnin skrif hans og frásagnir þeirra er þekktu hann var Orwell undarlegur og erf- iður maður sem átti fáa vini, treysti ekki útlend- ingum og var ekki laus við sjálfumgleði. Persón- urnar í bókum hans eru stífar og ósannfærandi, umfjöllun hans um konur er einhliða og ber greinilegan vott um kvenhatur og þá sjaldan hann minnist á gyðinga er það ekki of geðfellt. „Á friðartímum hefði ég líklega skrifað skrúð- yrtar frásagnabækur og ef til vill aldrei orðið var við að ég hefði einhverja pólitíska sannfær- ingu,“ skrifaði Orwell. „En málin hafa æxlast þannig að ég hef nauðugur viljugur lent í að skrifa einskonar bæklinga.“ Og mikið rétt, það voru ytri aðstæður sem áttu sterkan þátt í því hvernig Orwell varð. Áhrifamestu verk sín skrifaði hann á tíu ára tímabili, frá 1938 til 1949, þegar Hitler og Stalín létu til sín taka í heim- inum. Skrif Orwells veita góða hugmynd um það hverjir þessir menn voru, hvaða tök þeir höfðu á öðru fólki og hversu margt þeir áttu sameig- inlegt. Sjálfur leit hann á líf sitt sem endalausa bar- áttu við að komast hjá niðurlægingu og ein- strengingslegur áhugi hans á skrifum var eins og langvinnt sturlunarástand. „Allir rithöfundar eru hégómlegir, sjálfselskir og latir, og það sem fyrir þeim vakir er á endanum óútskýranlegt,“ skrifaði hann árið 1947. „Það er hræðilega þreytandi raun að skrifa bók, líkt og að liggja lengi fársjúkur. Maður ætti aldrei að taka sér slíkt fyrir hendur nema maður sé rekinn áfram af einhverjum skolla sem maður hvorki getur staðist snúning né áttað sig á.“ Orwell hét réttu nafni Eric Arthur Blair og fæddist í Motihari í Bengalhéraði á Indlandi. Faðir hans var opinber starfsmaður þar og hafði umsjón með því sem eftir var af ópíumversl- uninni. Eric gekk í tvo fínustu skólana á Eng- landi, St. Cyprian’s og Eton. Síðan hélt hann aft- ur til Austurlanda og var lögreglumaður í Búrma, sem þá var bresk nýlenda. Einhvern tíma á þessum árum varð hann sér úti um minnimáttarkennd sem hann bæði þjáðist af og nýtti sér sem rithöfundur. „Alveg frá byrjun var bókmenntametnaður minn blandinn þeirri til- finningu að ég væri einangraður og nyti ekki sannmælis,“ skrifaði hann. Fyrstu skáldsögurnar hans fengu dræmar viðtökur, en hann haslaði sér völl með tveim frá- sögnum af lífi fátæklinga á kreppuárunum í Evrópu, Down and Out in Paris and London (Örbjarga í París og London) og The Road to Wigan Pier (Leiðin til Wigan-bryggju). Síðan fór hann til Spánar og barðist þar með andstæð- ingum fasista og gaf út Homage to Catalonia (Katalóníu vottuð virðing) er hann kom þaðan. Í þeirri bók tók hann afdráttarlausa afstöðu gegn Stalínisma, en er hún kom út hlaut hún litlar undirtektir. Nú telst hún klassík. En það var í þessari bók sem tvíbent grundvallarafstaða hans kom fullmótuð fram. Hann leit á sig sem sósíalista og vinstrimann, en samt voru áhrifa- ríkustu skrif hans hörð gagnrýni á vinstrimenn sem annað hvort voru fylgjandi alræði eða litu framhjá því. Orwell gegndi stöðu bókmenntaritstjóra á vikuritinu Tribune, sem Verkamannaflokkurinn gaf út, og skrifaði þar vikulegan dálk, „As I Please“ (Eins og mér sýnist), um stjórnmál, dægurmenningu og allt sem honum datt í hug og fékk greidd heil tíu pund á viku – sem var minna en byrjendur í blaðamennsku höfðu í laun á venjulegu, bresku dagblaði á þessum ár- um. Auk þessara dálka eru tvær síðustu skáldsög- urnar hans, Dýrabær og Nítján hundruð áttatíu og fjögur, eftirminnilegustu skrif hans. Sú fyrr- nefnda kom út 1944 eftir að fjórir útgefendur, eins og frægt er orðið, höfðu hafnað henni, þar á meðal T.S. Eliot hjá forlaginu Faber og Faber. Sumum fannst bókin of furðuleg, öðrum fannst ekki viðeigandi að Stalín væri gagnrýndur, þar sem hann væri dyggur bandamaður Breta og Bandaríkjamanna í stríðinu við Hitler. En Dýrabær seldist vel, og þá fyrst eignaðist Orwell einhverja peninga að ráði. Hann notaði þá til að ráða barnfóstru fyrir son sinn (eftir að eignkona Orwells hafði látist skyndilega) og leigja sér bóndabæ á lítilli, afskekktri eyju úti fyrir vesturströnd Skotlands. Þar skrifaði hann megnið af 1984. Hann leit á bókina sem satíru, en fyrst og fremst er hún útlistun á alræðisvaldi og sálrænu hliðinni á því, sem Orwell útskýrir svona: „Að vita og að vita ekki, að vita hið sanna um leið og maður lýgur yfirvegað, að hafa sam- tímis tvær skoðanir sem gera hvor aðra að engu, vita að þær stangast á en trúa því að báðar séu sannar.“ Í 1984 segir kerfiskarlinn O’Brien við aðal- söguhetjuna, Smith, sem gómuð hefur verið fyr- ir andófshugsanir: „Flokkurinn sækist eftir valdi einungis valdsins vegna. Við höfum engan áhuga á velferð annarra; við höfum einungis áhuga á valdi. Þýsku nasistarnir og rússnesku kommúnistarnir fóru ekki ósvipað að og við, en þá skorti hugrekki til að horfast í augu við hvað fyrir þeim í rauninni vakti. Markmiðið með of- sóknum er ofsóknir. Markmiðið með pyntingum er pyntingar. Markmiðið með valdi er vald.“ Sem rithöfundur var Orwell lengi að taka út þroska, sagði góður vinur hans, rithöfundurinn Julian Symons. Fyrstu skáldsögurnar skorti það sem Orwell sjálfan skorti: Mannlega þátt- inn. „Sannleikurinn er sá, að hann hafði ekki þann áhuga á persónum og flækjunum í mann- legum samskiptum sem einkennir sanna skáld- sagnahöfunda,“ skrifaði Symons í inngangi að Dýrabæ 1993. Orwell hafði einfaldlega ekki mikinn áhuga. Hann gat verið rausnarlegur, hjálplegur og jafnvel fundið til samúðar með þeim sem hann taldi vera bjargarlausa. En hann var aldrei fyllilega skuldbundinn þeim. „MARKMIÐIÐ MEÐ VALDI ER VALD“ 100 ÁR FRÁ FÆÐINGU GEORGE ORWELLS London. The Washington Post. George Orwell

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.