Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Side 9
om, sem var leikari í Hollywood, og bróðirinn
giftist þekktri, enskri leikhúsleikkonu.“
En þrátt fyrir nálægðina á Íslandi töluðust þær
systur ekki við. Því olli frásögn í Fjallkirkju
Gunnars Gunnarssonar af myndhöggvara og
konu hans. Gígja Björnsson segir að Anna hafi
verið mjög stíf út af þessu.
Anna Jónsson hefur verið trúuð, víðlesin og
framúrskarandi hannyrðakona eftir herbergi
hennar í Einarssafni að dæma. Þar eru bækur,
orgel og bænastóll og stólsessa og borðrefill, sem
hún hefur saumað út.
Júlíana Gottskálksdóttir, forstöðumaður Lista-
safns Einars Jónssonar, segir að mikið bréfasafn
sýni að Anna og Einar hafi stundað miklar bréfa-
skriftir til fólks erlendis. Margt sé í sambandi við
verk Einars, en einnig af persónulegum toga og í
þeim efnum sé Anna enginn eftirbátur manns
síns. Þau hafi greinilega átt góðan vinahóp er-
lendis og því ekki verið eins einangruð og oft var
látið að liggja.
Anna Jónsson fórnaði sér ekki fyrir mann sinn.
En hún vildi lifa fyrir hann.
„Hún var orðin fullorðin kona, þegar ég kynnt-
ist henni,“ segir Lilja Kristjánsdóttir, sem starf-
aði í Einarssafni í mörg ár. „Hún var afskaplega
góð kona manni sínum. Hún var í eðli sínu fé-
lagsvera og ég sá hana aldrei kátari og hressari
en með margt fólk í kringum sig. Það var því
aðdáunarvert, hvað hún lokaði sig og þau af til
þess að skapa honum vinnufrið.
Hún var langt í frá skaplaus kona og gat bein-
línis verið hvöss þegar henni mislíkaði.
Það man ég meðal annars í sambandi við af-
steypurnar af Ingólfi Arnarsyni, sem safnið lét
gera 1974. Hún hafði reyndar gefið samþykki sitt
fyrir þeim eftir mikla eftirgangsmuni, en var alla
tíð ósátt við þær.
Sambandsleysið milli þeirra systranna var
henni ábyggilega erfitt og því finnst mér gott að
geta sagt frá því, að þær sættust síðar. Ég man að
einu sinni heimsóttum við hjónin Önnu á Landa-
kot og þá sat Franzisca systir hennar við rúm-
stokkinn og þær héldust í hendur allan tímann.
Þetta var eitthvað svo fallegt eftir allt sem á
undan var gengið.“
Eftir að Einar lézt 1954 bjó Anna í garðhúsinu
og sinnti safninu meðan hún mátti.
Hún lézt á Landakoti 1975, níræð að aldri.
Elsie og Jón
Haustið 1908, þegar hann var 27 ára, hélt Jón
Stefánsson ásamt skandinavískum listaskóla-
bræðrum til Parísar og settist í einkaskóla Henri
Matisse. En Jóni varð fleira af París en listin, því
þar flaug ástin yfir og birtist honum í Elsie Dähr-
ing.
Hún var fædd 1883 í Danzig. Þau giftust 1909.
Nini dóttir þeirra segir m.a. svo í samtali við
Huldu Valtýsdóttur:
„Foreldrar mínir kynntust í París, þegar pabbi
var þar við nám í skóla Matisse. Hann stundaði
þar nám þau fjögur ár sem sá skóli starfaði. Móðir
mín var þá ung ekkja, aðeins 21 árs, hafði verið
gift miklu eldri manni. Sjálf var hún af efnuðu
fólki, ættuðu frá Danzig sem þá tilheyrði Póllandi.
Hún var við frönskunám og bjó á heimavistar-
skóla í París.“
Síðar í samtalinu segir Nini, að móðir hennar
hafi komið með Jóni til Íslands; „ á skipi til Sauð-
árkróks og þau riðu um Skagafjörð.
Hann vildi kynna fyrir henni landið og fólkið
sitt. Mér var sagt, að henni hefði verið tekið ákaf-
lega vel og sérstaklega var afi hrifinn af þessari
fallegu brúneygu tengdadóttur sinni.
Ég fæddist 1913 í Svíþjóð, en foreldrar mínir
bjuggu sinn búskap á Friðriksbergi í Kaup-
mannahöfn. Þau höfðu nóg fyrir sig að leggja í
nokkur ár; hún var efnuð og honum hafði tæmst
arfur. Þá var mikið um dýrðir í Kaupmannahöfn
og vinahópurinn stór.“
Nini nefnir svo til ýmsa vini foreldra sinna; ís-
lenzka og skandinavíska listamenn og segir þessi
ár „litrík í endurminningunni, hvort sem ég man
þau sjálf eða mér hefur verið sagt frá þeim.“
„Árið 1920 hélt pabbi sína fyrstu málverkasýn-
ingu í Kaupmannahöfn og brenndi þá öll þau mál-
verk sem hann hafði gert fyrir þann tíma svo ekki
eru til nein eldri málverk en þau sem voru á þeirri
sýningu. Foreldrar mínir höfðu þá slitið samvist-
um og skildu 1921.
Ég var hjá pabba á veturna en mömmu á sumr-
in. Seinna giftist hún lækni á Jótlandi. Alla tíð
hélst þó góð vinátta á milli þeirra; pabbi skrifaði
henni alltaf og hún heimsótti hann oft þegar hann
hafði vinnustofu í st. Kongensgade í Kaupmanna-
höfn á heimsstyrjaldarárunum síðari. Ef ég ætti
að lýsa henni með nokkrum orðum mundi ég
segja, að hún hafi alltaf verið mjög sjálfri sér sam-
kvæm, en hún átti erfitt með að laga sig að breytt-
um aðstæðum. Sjálf sagði hún oft, að hún væri
eins og ljóti andarunginn í ævintýri H.C. And-
ersens „som skulle kanöfles“ af því hann var öðru-
vísi en hinir.“
Í bókinni um Jón Stefánsson segir Poul Utten-
reitter svo, en Tómas Guðmundsson snéri orðum
hans á íslenzku:
„En það var þó kona Jóns frú Elsie sem hafði
meiri þýðingu fyrir hann en nokkur þeirra félag-
anna. Hún átti sér ríka og umsvifalausa fegurð-
argleði og var gersamlega laus við smáborgara-
lega afstöðu gagnvart umhverfi sínu. Hún var
heimsborgari og heimsdama – og þannig hefur
Jón líka kynnt hana í nokkrum af sínum fyrstu
myndum.
Hleypidómaleysi hennar og örugg eðlisávísun
fékk honum evrópskara viðhorfs en honum gat
áður hlotnast í félagsskap við skandinavíska vini
og hafði á hinum fyrstu erfiðu árum hina mestu
þýðingu fyrir listrænan vöxt hans.“
Í bréfi til mín segir Nini Andersen, að peninga-
málin hafi leikið samband foreldra sinna grátt og
hafi móður hennar mislíkað, þegar umsvifum
Jóns með arfinn lauk svo, að „alt fór“. Elsie fór þá
að heiman og fékk sér vinnu á skrifstofu „og pabbi
og ég erum orðin ein.
En mamma kom oft í heimsókn. Svo hitti hún
mann, sem var að læra læknisfræði og giftist hon-
um og ég fór að dvelja hjá þeim í sumarfríi og hjá
pabba á veturna.“
Seinna fluttu þau Elsie til Ameríku, en skildu
eftir nokkur ár. Hún flutti þá aftur til Danmerk-
ur; til Kaupmannahafnar og segir Nini að hún
hafi ættleitt litla telpu, Sussie.
Nini segir að foreldrar hennar hafi þrátt fyrir
allt verið vinir alla tíð og Elsie hafi oft heimsótt
Jón á vinnustofuna í Kaupmannahöfn og setið þar
fyrir hjá honum; síðast þegar hún var 75 ára.
„Hún gat setið grafkyrr tímunum saman, en var
orðin svo lítil, að hann fékk stóran stól, barokk, og
leiddi hana þar til sætis!“
Elsie andaðist 1963, fjórum mánuðum eftir lát
Jóns Stefánssonar.
Erna og Jón
Síðari konu sinni, Ernu Metu Grunth kynntist
Jón í Kaupmannahöfn á stríðsárunum og giftust
þau 20. febrúar 1952.
Erna Meta Grunth var fædd Lynge, 24. sept-
ember 1902. Hún var ekkja þegar þau Jón kynnt-
ust og rak fornmuna- og listaverkaverzlun í
hjarta Kaupmannahafnar.
Í Íslenzkri myndlist segir Björn Th. Björnsson
m.a. í kaflanum um Jón Stefánsson:
„Eftir að hann kom heim aftur að stríðslokum
bjó hann í húsinu er hann byggði forðum ásamt
með Ásgrími Jónssyni að Bergstaðastræti 74 og
naut þar umhyggju síðari konu sinnar, frú Ernu,
sem var auk þess hægri hönd hans í öllum verald-
arsökum.“
„Ég kynntist frú Ernu Stefánsson, þegar þau
Jón fluttu hingað heim. Hún var ekki ófríð kona,
en ströng á svip og ákaflega ráðrík“ segir Björn
Th. Björnsson, listfræðingur.
„Hún vildi stjórna flestu í kringum Jón og það
svo, að stundum mislíkaði honum.
Einu sinni var ég að skrifa grein um hann fyrir
skandinavískt tímarit og fékk léðar myndir til að
birta með. Frú Erna hafði legið fyrir uppi meðan
við töluðum saman, en kom svo niður, leit á mynd-
irnar og sagði: Við lánum ekki þessar myndir
nema að fá viðtökukvittun. Síðan settist hún niður
og skrifaði kvittun, sem hún ætlaði mér að skrifa
undir, en Jón reiddist og sagði sem svo: Þessi
maður er að ræða við mig en ekki þig og ég lána
það sem ég á. Svo fleygði hann kvittuninni í hana
aftur.
Hún var líka mikil bísnissmanneskja og kunni
stundum ekki við það, sem Jón gerði. Það kom hjá
honum tímabil sem hann málaði litlar Þingvalla-
myndir og þeim var hún mótfallin, því hún taldi
þær ekki hafa neitt söluverðmæti.
Hún var eins og ljónynja að passa upp á ung-
ann sinn.“
Valtýr Stefánsson segir m.a. í grein um Jón sjö-
tugan: „Á síðustu árum hefir Jón hvað eftir annað
átt við þungbæra vanheilsu að stríða. Hann fjekk
t.d. illkynjaða æðabólgu seint á styrjaldarárunum
meðan Danmörk var hernumin. Það var honum
þá mikið lán að hann naut aðhlynningar frú Ernu
Grunth. Síðan hefir hún verið honum ómetanleg-
ur styrkur.“
Og í minningargrein um Jón Stefánsson vottar
Valtýr Pétursson ekkju hans samúð sína „og færi
henni þakkir fyrir ómetanlegan stuðning, er hún
veitti manni sínum, fyrir þá umönnun, er hún
sýndi hinum mikla málara.“
Björn Th. Björnsson segir ennfremur í kafl-
anum um Jón Stefánsson í Íslenzkri myndlist:
„Að honum látnum fluttist frú Stefánsson til síns
heima í Danmörku, en hús Jóns keypti vinur hans
og listbróðir, Gunnlaugur Scheving, sá íslenzkra
málara sem er honum hvað eðlisskyldastur um
marga hluti.“
Ég ræddi við fleira fólk, sem kynntist Ernu
persónulega, en enginn þeirra vildi koma fram
opinberlega í þessari grein. Af samtölum við þetta
fólk ræð ég, að hún hafi verið þeirrar gerðar, að
eignast ekki marga formælendur hér á landi.
Dætur Jóns Stefánssonar vilja fátt sem ekkert af
síðari konu föður síns segja. Bryndís Jónsdóttir,
dóttir Jóns og Sigríðar Zoega ljósmyndara, sagði
það eitt til birtingar, að samskipti þeirra feðg-
inanna hafa verið minni í seinni tíð hans, en hún
hefði viljað. Og Nini segir það hreint út í bréfi til
mín, að Erna hafi haldið Jóni að verki peninganna
vegna, hreinlega lokað hann inni á vinnustofunni
og selt afraksturinn!
Erna Grunth Stefánsson lifði Jón í rétt rúm
átta ár. Hún lézt 28. desember 1970.
Tove og Kjarval
Meðan Jóhannes Kjarval dvaldi á Íslandi sum-
arið 1914, þá 28 ára , og málaði altaristöflu í
Bakkagerðiskirkju fyrir kvenfélagskonurnar í
Borgarfirði eystra skrifaðist hann á við danska
stúlku, Tove Merrild, sem Indriði G. Þorsteinsson
segir í ævisögu Kjarvals að hafi verið „falleg
stúlka, há og grönn og stórgáfuð, enda varð hún
þekktur rithöfundur í Danmörku og víðar fyrir
skáldsögur sínar og ljóðræn leikrit.“ Ári seinna;
17. maí 1915, giftust þau.
Tove Merrild var fædd 24. október 1890. For-
eldrar hennar voru Mads Christian Merrild, mús-
íkliðsforingi – spilaði á trompet í hljómsveit
stórksotaliðs, og Franziska Katharina Hansen.
Tove vann á skrifstofu í Kaupmannahöfn, en hafði
skrifað fyrir sig og fjölskylduna frá tólf ára aldri.
Frásögn eftir hana birtist fyrst á prenti í Berl-
inske Tidende um nýár 1916.
En meðan Kjarval málaði uppi á Íslandi, þreyði
Tove í Kaupmannahöfn og skrifaði hugrenningar
sínar um lífið og tilveruna í litla rauða bók. Það
var „enginn viðvaningsbragur á rauðu bókinni.
Þar birtust hugrenningar óvenju þroskaðrar
konu sem gæddi skrif sín skáldlegu innsæi, enda
liðu ekki nema þrjú ár þangað til fyrsta skáldsaga
hennar var komin á prent og þótti tíðindum sæta í
heimi bókmenntanna.“
Tove gerði hlé á rauðu bókinni þegar Kjarval
kom aftur til Hafnar og síðasta færslan er frá 16.
febrúar 1916. Hún gaf svo Kjarval bókina og
geymdi hann hana meðan hann lifði. - Skömmu
fyrir andlát sitt sendi Tove honum aðra bók með
hugsunum sínum, „sem hann átti að líta á sem
framhald eða annað bindi stórbrotinnar ástar-
játningar.“-
Aðalsteinn Ingólfsson segir m.a. í bók um Kjar-
val, að á þessum fyrsta tíma þeirra hafi Tove
stundum getað selt blöðum greinar eftir sig og
dönsku riti nokkrar teikningar manns síns til
birtingar, sem hjálpaði upp á bágan fjárhaginn.
Námsdvöl Kjarvals í Höfn lauk 1919 og næstu
tvo vetur eftir Ítalíuferð 1920, þar sem þau skoð-
uðu; hann málaði og hún hófst handa við fjórðu
skáldsögu sína, bjuggu þau með börnin sín tvö,
Ásu og Svein, í Kaupmannahöfn.
Þriðja skáldsaga Tove fékk ekki eins góðar við-
tökur í Danmörku og fyrstu tvær, en aftur á móti
fékk hún góðar móttökur í Noregi og á Íslandi. „Í
blaðaumsögn var Tove lýst þannig að mitt í há-
vaða og ónæði stórborgarinnar fylgdi því þægileg
friðartilfinning að tala við höfundinn. „Orð henn-
ar falla kyrrlát og hæg, eins og sú sem talar búi
yfir djúpum hugsunum og rósemi sálarinnar.“
Trúarlegt og heimspekilegt ívaf skáldsagna
hennar féll í góðan jarðveg, en þau atriði felldi
hún að mannlegum þáttum lífsins.“
Árin eftir Ítalíuferðina voru fjölskyldunni
þröng; Kjarval seldi lítið í Kaupmannahöfn og
Tove gekk ekkert að koma fjórðu skáldsögu sinni
á framfæri; reyndar kom hún ekki út fyrr en 1928
og þá mjög umskrifuð. Ljósi punkturinn var Ís-
landsferð málarans, sýningasigrar og góð sala í
Reykjavík.
Reyndar stefndi hugur Kjarvals alltaf heim til
Íslands, en vera má að það hafi ekki verið auðveld
hugsun fyrir rithöfundinn Tove að flytja. „Fram-
tíðin varð ekki ráðin nema með samþykki beggja,
og vegna aðdáunar og ástar sinnar á Kjarval
hlaut svo að fara að Tove samþykkti búsetuskipt-
in,“ segir Indriði G. Þorsteinsson.
Vorið ’22 kom fjölskyldan til Íslands og flutti í
litla íbúð við Freyjugötu. Indriði segir að þótt
íbúðin hafi verið sögð þröng hafi þeir sem þangað
komu minnzt þess hversu Tove tókst að gera
hana vistlega með litlum eignum. Fjölskyldan
dvaldist sumartíma á æskustöðvum listamanns-
ins í Borgarfirði eystri. Í ævisögu Kjarvals vitnar
Indriði í bréf Björns Jónssonar um þröngan hag
fjölskyldunnar og Anna G. Helgadóttir segir í
bréfi, að Kjarval uni hvergi nema á Íslandi og hún
ekki nema úti. „Og þá urðu bæði að skilja. Það var
samkomulag á báðar hliðar og þá er vel þegar svo
tekst til.“
Aðalsteinn Ingólfsson segir að það hafi komið
sem reiðarslag þegar Tove fór fram á skilnað árið
1925. „Sár fátækt þeirra hjóna réð þar nokkru
um, en auk þess skildi Tove það manna best að
hvorki hjónaband né önnur náin fjölskyldubönd
áttu við mann sem hrærðist svo mjög í eigin heimi
eins og Kjarval gerði. Og þótt Kjarval hafi e.t.v.
gert sér grein fyrir þeirri staðreynd sjálfur, lagð-
ist skilnaðurinn þungt á hann. Þrátt fyrir hann,
ARAÐARINNAR
Elsie 1918. Málverk eftir Jón Stefánsson. Erna Grunth
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jón Stefánsson á vinnustofu sinni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 9