Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 15 SNORRI Heimissonfagottleikari heldursína fyrstu op-inberlegu tónleika á þriðjudagskvöldið kemur í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30. Á tónleik- unum verða flutt verk eftir Gabriel Pierné, Emil Petro- vics, Chick Corea, Roger Boutry og Heitor Villa- Lobos, en með Snorra spila Arne Jørgen Fæø píanó- leikari og Berglind María Tómasdóttir flautuleikari. – Hvernig leggst svo frumraunin í þig, Snorri? „Mjög vel, ég er mjög spenntur. Þar sem þetta eru mínir fyrstu tónleikar þá vil ég að áheyrendur hafi gaman af tónlistinni. Ég er ekki að spila tónlist- ina fyrir mig heldur fyrir fólkið. Öll verkin eru því frekar stutt, þetta eru eng- ar langlokur. Flest verk- anna eru í kringum fimm mínútur. Það má því segja að þetta sé stutt og áheyri- leg lítil fagottkynning.“ – Hvers konar verk eru þetta? „Þetta er allt tuttugustu aldar tónlist. Verkin eru flest samin í kringum 1920– 30 og öll eru þau fremur kraftmikil og um leið afar lagræn svo þau eru mjög hlustunarvæn og skemmti- leg. Verkið eftir Petrovics er svona blúsverk, svolítið poppað en voða létt og skemmtilegt. Þarna er verk fyrir flautu og fagott eftir Villa-Lobos og spennandi verk eftir Chick Corea fyrir flautu, fagott og píanó sem ég held að hafi ekki verið flutt á Íslandi áður. Svo eru þrjú fagottverk eftir Gabr- iel Pierné og Roger Boutry og Júgóslavann Emil Petro- vics. Verkið eftir Boutry er líklega hápunkturinn á tón- leikunum, en það hefur ekki verið mikið spilað.“ – Nú hefurðu einmitt lagt sérstaka áherslu á flutning nýrra verka, hvers vegna? „Ég er mjög spenntur fyrir nýrri tónlist því að mér finnst eitthvað svo spennandi við hana. Mér finnst búið að spila gömlu tónlistina nóg og kominn tími fyrir eitthvað nýtt. Auk þess þykir mér gaman að spila tónlist eftir fólk sem er enn á lífi því að þá finnst mér ég vera að gera eitthvað sem skiptir máli.“ Fyrir fólkið STIKLA Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Snorri Heimisson fagottleikari. Næsta v ika Sunnudagur Krókur á Garðaholti í Garðabæ kl. 13 til 17 Smábýlið verður opið á sunnudögum í sumar milli kl. 13 og 17. Krókur er lítill bárujárns- klæddur burstabær sem var end- urbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum lands- hluta á fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Krókur er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu á Garðaholti. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns kl. 20.30 Snorri Heimisson fa- gottleikari heldur debut- tónleika sína hér á landi ásamt Arne Jørgen Fæø og Berglindi Maríu Tómasdóttur. Þau munu leika verk fyrir fa- gott og píanó eftir Gabriel Pierné, Emil Petrovics, Chick Corea og Roger Boutry og einnig Bachianas Brasilieras fyrir flautu og fagott eftir Heitor Villa-Lobos. Tónleik- arnir standa í um það bil klukkustund. Miðvikudagur Hafnarborg kl. 20 Tón- leikar norskrar þjóðlaga- sveitar. Fé- lagar úr Bærum Spellemannslag, sem er norsk hljómsveit sem sérhæf- ir sig í spili á harðang- ursfiðlur. Með í för eru börn og fullorðnir og skiptast tón- leikarnir niður í samspil, ein- leik, dúetta og tríó. Einnig koma fram tvö danspör med hópnum. Stjórnandi sveit- arinnar er Hallvard Kvåle. Fimmtudagur Salurinn, Kópavogi kl. 20 Kammersveit Tübingen heldur tónleika. Á efnisskrá er Divertimento í F-dúr KV 138 eftir W. A. Mozart, Konsert fyrir tvær fiðlur í d- moll BWV 1043 eftir J. S. Bach, Rondo fyrir fiðlu og strengjasveit í A-dúr eftir Franz Schubert og Holbergs- vítan í G-dúr op. 40 eftir Edvard Grieg. Hafnarborg kl. 20 Duo Campanas halda tónleika. Dúettinn, sem þeir Eric Lammers frá Hollandi og Þórólfu Stefánsson mynda, var stofnaður árið 2001. Þeir hafa komið fram á tón- listarhátíðum víðs vegar og iðulega verið í samstarfi við tónskáld sem samið hafa verk fyrir tvo gítara. Á tón- leikunum verða flutt verk eftir Joaquin Rodrigo, Þorkel Atlason, Enric Granados og Mario Castelnuevo-Tedesco. Myndlist Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratug- urinn. Til 1.9. Lárus Sig- urbjörnsson, safnafaðir Reykvíkinga. Til 20.7. Gallerí Skuggi: Joris Rademaker. Til 14.7. Gerðuberg: Sumarsýn- ingin: Hvað viltu vita? Upp- lýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Til 5.9. Hafnarborg: Afmælissýn- ing Hafnarborgar – 1983- 2003. Til 4.8. Rambelta - Samsýning. Til 30.6. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Kristján Dav- íðsson og Þór Vigfússon. Til 31.7. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.-17. Listasafn Íslands: Sum- arsýning –Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn: Ásmundur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. 2004. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró - Stríð. Til 3.1. Humar eða frægð - Smekk- leysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: Nýir tímar í íslenskri samtímaljósmyndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýningin Andlitsmyndir og afstrak- sjónir. Til 1.9. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Claire Xuan. Til 1.9. Mokkakaffi: Katrín Elvars- dóttir. Til 5.7. Norræna húsið: Norræn fílasýning. Til 17.8. Ljós- myndir Ragnars Th. Sigurðs- sonar við texta Ara Trausta Guðmundssonar. Til 31.8. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýn- ingar. Til 14.9. JAZZVAKNING efndi til minningartón- leika um djassunnandann Jón Kaldal í Súlnasal Radisson SAS hótelsins við Haga- torg á fimmtudagskvöldið var. Aðsókn var mjög góð og öll tiltæk aukasæti hússins skipuð. Vegna anna Vernharðs Linnet tók undirritaður að sér að hlaupa í umfjöll- unarskarðið þrátt fyrir takmarkaða innsýn í synkóperuðum harksöng. Af þeim sökum verða dagskráratriðin reifuð með fyrirvara um mistök – sumpart líka vegna þess hvað umfjallandi sá lítið af sviðinu úr sæti sínu. Andrúmsloftið var mettað góðlátri at- hygli, og þó að meirihluti tónleikagesta væri á grönum að sjá af kynslóðinni sem efldi hérlenda endurvakningu djassins á 8. áratug, slæddust þónokkrir yngri með, einkum af fríðara kyninu. Bar nafn Jóns Kaldal, er lézt s.l. febrúar, oft á góma, og voru mörg lög leikin sem kváðu hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Tímasetning tónleikanna réðst ugglaust af skammri viðdvöl dansk-norska kvart- ettsins er var á leið til djasshátíðarinnar á Egilsstöðum. Þótti manni því ólíklegt að ge- fizt hefði mikill tími til samæfinga undir fyrri hluta kvöldsins (eins og t.d. hlutfalls- legur skortur á rödduðum „riffum“ bar með sér), en samt var samspilið oft furðulipurt. Í upphafi lék kvartett skipaður þeim Ólafi Jónssyni, Birni Thoroddsen, Gunnnari Hrafnssyni og Guðmundi Steingrímssyni „Cheesecake“ Dexters Gordon. Sérstök ánægja var að heyra aftur í Rúnari Georgssyni eftir óralanga fjarveru, er kom inn í öðru númerinu, „Au Privat“ (Charlie Parker) í þar með fullskipuðum Kvintett Jazzvakningar og Múlans. Tónninn var engu minna glansandi en í minningum und- irritaðs frá Íþökulofti MR fyrir fjörutíu ár- um, þó að sprækar hríðskotarunur létu nú sjaldnar á sér kræla. Parkerlagið endaði á hressu trommurondói með sólóinnskotum allra. Kvintettinn lauk síðan sinni syrpu með árrjóðri úttekt á „Softly As In The Morning Sunrise“ eftir Broadwayfrum- kvöðulinn Sigmund Romberg; að vísu með frekar loppnu sólói Björns Th. (er náði sér þó vel á strik síðar, þrátt fyrir að vera enn að jafna sig eftir handbrotsslys í vetur). Einnig hjó maður eftir skrælþurru skamm- lífi tóna á efsta sviði kontrabassans í rú- bertu Gunnars Hrafnssonar, er benti til full hálægra strengja og átti einkum eftir að verða bassadömu Sophisticated Ladies eftir hlé óþægur ljár í þúfu þegar hún fékk hljóð- færið að láni. Næst steig á stokk ARKO-loft kvintett- inn, kenndur við tónleikastaðinn sem Jón Kaldal og félagar ráku um árabil. Þeir Sig- urður Flosason altsax, Eyþór Gunnarsson píanó, Jóhann Ásmundsson rafbassi, Pétur Grétarsson kongótrommur og Jóhann Hjörleifsson trommur ýttu úr vör með „Turnaround“ Ornettes Coleman við dún- lipran einleik Sigurðar og ljóðrænt fram- sækið píanósóló Eyþórs en heldur hornótt- an kongóslátt. Eftir St. Thomas (Sonny Rollins) söng Ellen Kristjánsdóttir lötur- hægt en ljúflega Summertime Gershwins (að sögn, og harla ótrúlegt, í fyrsta skipti á ferlinum). Bandið lauk síðan hrinunni með andríkri spiritual-ballöðu Cörlu Bley, „Lord, Listen To Ya, Hallelujah“. Seinni helmingur tónleikanna skartaði norrænum kvennadjassi í líkamningu danska tríósins Sophisticated Ladies og norsku söngkonunnar Hilde Hefte. Fyrst var leikin útgáfa af „Some Day My Prince Will Come“ úr Mjallhvíti Disneys (harla ófemínísk ósk á þessum síðustu og verstu) er sýndi impressjónískt-ljóðræna æð pían- istans. Með dönsku stöllum sínum söng Hilde síðan Chet Baker lögin „The Thrill Is Gone“ og „My Buddy“, og virtist ljúfsár söngstíllinn ekki síður undir áhrifum frá Billie Holiday en svölum barka Bakers. Í seinna laginu vakti – auk þokkafulls „scat“- söngskafla Hilde – athygli kraftmikið trommusóló Benitu Haastrup, er lauk sér af í glettinni samvinnu við Helle Marstrand. Rödd og kontrabassi voru ein saman í hinu meinfyndna „Easy Money“, þó að raddbeit- ingin væri ekki jafnbiksvört og lagið krafð- ist. Annars hefði verið gaman – og ólíkt persónulegra – að fá líka að heyra eitthvað á syngjandi norsku, en því var ekki að heilsa þetta kvöld. Eftir lúshæga og vankynnta ballöðu end- aði fereykið með Round Midnight eftir meistara Monk, þar sem söngurinn höfðaði kannski hvað sízt til manns, en spilið því meira; sérstaklega fjölskrúðugar hljóm- borðsbaldýringar Schmidts er héldu ágætri athygli án þess að þurfa að reiða sig á súð- væðustu hraðatækni. Kvöldinu lauk með samstilltu átaki innfæddra sem erlendra í „Freddie Freeloader“ Miles Davis við al- menna ánægju og hlýjustu undirtektir. Minjadjass og kvennadjass TÓNLIST Súlnasalur Minningartónleikar Jazzvakningar um Jón Kaldal. Ellen Kristjánsdóttir söngur, Sigurður Flosason A- sax, Rúnar Georgsson T-sax, Ólafur Jónsson T-sax, Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafnsson kontra- bassi, Guðmundur Steingrímsson trommur, Eyþór Gunnarsson píanó, Jóhann Ásmundsson rafbassi, Jóhann Hjörleifsson trommur, Pétur Grétarsson kongótrommur. Hilde Hefte söngur ásamt tríóinu Sophisticated Ladies (Marie Schmidt píanó, Helle Marstrand bassi og Benita Haastrup trommur). Kynnir: Vernharður Linnet. Fimmtudaginn 26. júní kl. 20:30. DJASSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Leikhús Borgarleikhúsið Grease, sun., fim., fös., sun. PÉTUR Már Gunnarsson heldur sína fyrstu einkasýn- ingu í Kling og Bang galleríi á Laugavegi 23 og hefst hún í dag, laugardag- inn 28. júní, kl. 17. Pétur útskrif- aðist úr Listaháskóla Ís- lands árið 2002 og hefur tekið þátt í og staðið fyrir fjölda sýn- inga hérlendis síðan. Pétur mun að eigin sögn sýna vand- aða skúlptúra og fallegar mynd- ir sem unnar hafa verið upp úr klisjukenndum hugmyndum sem umbreytast í eitthvað nýtt. Sýningin stendur til og með 13. júlí. Gallerí Kling & Bang, Laugavegi 23, er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14– 18. Umbreyttar klisjur Tvífari lista- mannsins, Vest- ur-Íslending- urinn Þórður Diðriksson. Af sögusýningu um Breiðholtið. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir. Til 1.9. Þjóðmenningarhúsið: Ís- landsmynd í mótun - áfangar í kortagerð. Til 8.8. Hand- ritin. Landafundir. Íslend- ingasögur á erlendum mál- um. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12, 2 hæð: Sumarsýning Handverks og hönnunar. Til 31.8. Hótel Djúpavík: Sýning Tolla Morthens. Til 6.9. Sólon Íslandus: Rósa Matt. Til 25.7. Kirkjuhvolur, Akranesi: Áslaug Woudstra Finsen og Rebekka Gunnarsdóttir. til 6.7. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.