Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Side 5
og Ólafs saga Tryggvasonar og Kristni saga
greina, virðist fremur verið að lýsa undri og
stórmerkjum en raunverulegum atburðum.9
Hægt er að taka undir þau orð Sigurðar
Líndals að frásagnir nefndra heimilda af
kristnitökunni virðist fela í sér ósættanlegar
andstæður. Meginvandi rannsóknar á kristni-
tökunni á Íslandi hefur einmitt verið í því
fólginn að skýra andstæðar frásagnir og jafn-
framt hugsanlega að finna öllum fráleitum
lýsingum stað í heillegri, skiljanlegri, trúlegri
og rökréttri atburðarás. Hugmyndaheimur
tíundu aldar Íslendinga er okkur nútíma-
mönnum framandi, en frásagnirnar verður að
meta með hliðsjón af þeim gildum sem þá
voru í heiðri höfð.
Í Kristni á Íslandi birtir Hjalti Hugason
ræðu Hjalta Skeggjasonar úr Ólafs sögu
Tryggvasonar hinni mestu og segir síðan:
Frásaga þessi sýnir að menn hugsuðu sér
að tvö þing færu samtímis fram á Þingvöll-
um. Hún er þó um margt tortryggileg.
Mannblót hafa verið fátíð ef ekki óþekkt hér
á landi. Þá er ólíklegt að hugmyndir manna
um kristilegt líferni og jafnvel einsetulíf hafi
verið jafnmótaðar um aldamótin 1000 og
fram kemur í ræðu Hjalta. Sögnin sýnir aft-
ur á móti vel þá spennu sem miðaldahöf-
undar tengdu við trúarbragðaskiptin og þær
skörpu andstæður sem ríktu í hugum þeirra
milli heiðni og kristni.10
Að sjálfsögðu er ræða Hjalta Skeggjasonar
í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu fyrst
og fremst heimild um það hvernig kristnir
helgisagnaritarar hugsuðu og rituðu á fjór-
tándu öld, en sem heimild um atvik á kristni-
tökuþinginu hefur hún mjög takmarkað sjálf-
stætt gildi. Guðfræðihugmyndir nýskírðra
Íslendinga hafa trúlega ekki verið upp á
marga fiska eins og Hjalti Hugason tekur
réttilega fram, en þó má ekki gleyma séra
Þormóði, sem gat lagt sitthvað bitastætt til
mála á þeim vettvangi. Um mannblót á Ís-
landi í heiðnum sið verður nánar rætt hér á
eftir.
Þá er rétt að víkja að frásögn Kristni sögu
af atvikum. Magnús Már taldi á sínum tíma
litlum vafa undirorpið að Sturla Þórðarson
(d. 1284) hefði ritað Kristni sögu og hefðu
heimildir hans verið Íslendingabók og Ólafs
saga Tryggvasonar eftir Gunnlaug Leifsson
frá öndverðri þrettándu öld, eldri gerð Ólafs
sögu Tryggvasonar hinnar mestu, auk Lax-
dælu og rita sem nú eru glötuð.11
Í Kristni sögu sjálfri eru nokkur atriði sem
skipta máli þegar heimildin er metin:
1. Kristnir menn kalla viðbrögð sín sigur-
gjöf til Jesú Krists. Þetta minnir á hugtakið
sigurblót, heiti sem í heiðnum sið var haft um
blót til Óðins er gjarna var gripið til þegar
mikið lá við í blóðugum og örlagaríkum átök-
um. Þetta heiti, sigrgjöf, gæti því bent til
þess að frásögnin feli í sér fornan kjarna.12
2. Ingileif, sem hvergi er nefnd annars
staðar, mun hafa verið langamma Kolskeggs
fróða sem ritaði elstu gerð Landnámabókar
ásamt Ara. Þessi staðreynd bendir einnig til
gamals kjarna blótfrásagnarinnar í Kristni
sögu.
3. Blótfrásögnin sjálf er hlutlaus og for-
dómalaus. Heiðingjum er ekki lagt til lasts að
þeir skuli blóta, heldur einungis bent á að
þeir færi guðum sínum að fórn hina „verstu
menn“, sem munu hafa verið sakamenn.
Hvað hlutlæga framsetningu snertir, þá svip-
ar frásögunni allri mjög til blótfrásagna sem
skráðar voru hér á landi fyrir miðja tólftu
öld. Annars staðar hefur komið fram, að
Sturla Þórðarson, líklegasti höfundur Kristni
sögu, hefur markvisst fjarlægt blótfrásagnir
úr sinni gerð Landnámabókar og einungis
tekið með þær blótsögur sem ætla má að hafi
verið skráðar af Ara fróða eða öðrum álíka
traustum sagnariturum. Sturla virðist sam-
kvæmt þessu tvímælalaust hafa litið á mann-
blótið á Þingvöllum sem sögulega staðreynd.
4. Sérkennilegir útúrdúrar í frásögn af við-
brögðum kristinna manna viö mannblóti heið-
ingja hafa yfir sér ótvíræðan sennileikablæ
og minna auk þess mjög á rithátt Ara fróða.
Að samanlögðu benda öll þessi atriði til
þess að frásögnin um mannblótið á Þingvöll-
um sé gömul og gild.13
Mannblót á Íslandi
Frásagnir fornra heimilda um mannblót á
Íslandi í heiðnum sið eru fáar og brota-
kenndar, svo sem að líkum lætur, enda
skráðar eftir að landið hafði verið kristið svo
öldum skipti. Sem menningarsögulegar heim-
ildir eru þessar blótsögur þó margar hverjar
ótvíræðar og haldgóðar. Samanburðarrann-
sóknir hafa einnig reynst þess umkomnar að
varpa nýju ljósi á eðli og inntak umræddra
blótsagna og þannig hefur fengist furðugóð
mynd af því hvernig mannblót fóru fram hér
á landi og hver tilgangur þeirra var.
Í ritgerð sem birtist í Skírni árið 1999 dró
ég fram áþekk atriði í blótsiðum Semnóna
sem Tacítus greinir frá að sögn staðkunn-
ugra samtímamanna og blótsiðum á Þórs-
nesþingi á Snæfellsnesi sem Ari fróði hefur
að líkindum skráð. Það sem að minni hyggju
skar úr um skyldleika í blótsiðum á þessum
stöðum var að traustar heimildir voru fyrir
því að á báðum stöðum hafi verið brotin bein
þeirra manna sem blótað var.14
Sama aðferð, að bein fórnarmannsins eða
fórnarlíksins hafi verið brotin, blasir við í
fleiri íslenskum blótfrásögnum. Þannig bað
heiðið skáld, Þorvaldur veili, Úlf Uggason í
vísu að senda Þangbrand trúboða og hjálpar-
hellu hans, Guðleif Arason, fyrir gnýskúta
Geitis (hamra). Um þessa vísu sagði Ólafur
Lárusson:
Örlögin sem Þorvaldur ætlaði Þangbrandi
og Guðleifi geta verið hvorttveggja í senn,
refsing og blót, því dauðarefsing var blót.15
Í umfjöllun sinni um vísu Þorvalds veila
vék Ólafur Lárusson að því sem segir í Við-
auka Skarðsárbókar um óaldarvetur í heiðni:
… sumir letu drepa gamalmenni oc omaga.
oc hrinda fyrir hamra.16
og segir í framhaldi:
Að hér er sérstakri líflátsaðferð beitt, sýn-
ir það og, að um meira en það eitt er að
ræða, að létta ómögum af fóðrunum. Hér
hefur líka verið um helgisið að ræða, mann-
blót til árs.17
Mat Ólafs Lárussonar á frásögn Viðauka
Skarðsárbókar fær stuðning í frásögn Reyk-
dæla sögu ok Víga-Skúta af sviplíkum að-
gerðum. Þar segir:
Þá gerði vetr mikinn þar eptir inn næsta,
ok eigu þeir fund, Reykdælir at Þverá, at
Ljóts hofgoða. Ok þat sýndisk mönnum ráð á
samkomunni, at heita til veðrbata. En um þat
urðu menn varla ásáttir, hverju heita skyldi.
Vill Ljótr því láta heita, at gefa til hofs, en
bera út börn ok drepa gamalmenni. En Ás-
katli þótti þat ómæliligt ok kvað engan hlut
batna mundu við þat heit, …sagði, at ráðligra
var at gefa skaparanum tign 18
Auðvelt er að taka undir þau rök Ólafs
Lárussonar að tilfærð dæmi sýni svo ekki
verði um villst, að mannblót hafi verið framin
á Íslandi í norrænum sið og hinum fórnfærðu
mönnum varpað fyrir björg eða hamra. Virð-
ist þar um hliðstæða aðferð að ræða við
mannblót þau sem fyrr var að vikið í
Semnónalundi og á Þórsnesþingi þar sem
bein fórnfærðra manna voru brotin. Þessi
síðustu samanburðardæmi renna styrkum
stoðum undir þá ályktun að raunverleg
mannblót hafi verið framin á kristnitöku-
þinginu.
Hárrétt viðbrögð heiðingja
Í þeim dæmum sem tilfærð hafa verið hér
að framan hafa birst sterkar vísbendingar
um að mannblót hafi í raun verið framið á
Þingvöllum á síðasta degi heiðninnar. Í því
ljósi er rétt að varpa fram þeirri spurningu
hvort slíkt mannblót hafi getað þjónað sér-
stökum tilgangi að skilningi heiðinna tíundu
aldar Íslendinga. Saga trúarbragðanna hefur
svar við þessu.
Í hugmyndaheimi fjölgyðistrúarbragða var
mannblót gjarna talið æðst blóta. Sú hug-
mynd á rætur að rekja til sköpunarblóts sem
heimildir eru um að víða hafi verið framin í
grárri forneskju. Sköpunargoðsögur sem lýsa
nánar þessum blótum hafa verið dregnar
fram í mörgum löndum. Þær greina að jafn-
aði frá því að fyrstu mannveru eða einhverri
annarri lífveru hafi verið fórnað, líkaminn
hlutaður sundur og jörð og himinn gerð úr
hlutunum. Einn allrafremsti goðsagnafræð-
ingur síðustu aldar, Mircea Eliade, hefur
fjallað sérstaklega um fjölda dæma um þess-
ar sköpunarsögur árdaga sem greina frá
fórninni sem færð var í heimssköpunar-
blótinu. Í þeim flokki er goðsagan um ger-
manska frummanninn Tvistó, sem Tacítus
greinir frá að Mannus, sonur Tvistós, hafi
fórnað, og einnig goðsagan um Ými sem syn-
ir Bors fórnuðu. En þar með er sagan ekki
öll sögð. Óskapnaðaröflin voru álitin vinna
stöðugt gegn viðgangi og framþróun hins
skapaða heims og því varð jafnan á
ákveðnum fresti að endurtaka eftirlíkingu
upprunalegs sköpunarblóts til að tryggja til
frambúðar sigur sköpunar yfir óskapnaði. Af
þessum sökum var mannblót til eflingar hinni
sköpuðu tilveru árviss athöfn í fjölgyðistrúar-
brögðum hvarvetna þar sem mannveru hafði
verið fórnað í sköpunarblótinu.19
Þá vík ég aftur að magnþrunginni atburða-
rás á Þingvöllum, þar sem kristnir menn og
heiðnir höfðu sagt sig úr lögum hvorir við
aðra.20 Þeir höfðu með þeim gjörningi leyst
upp lögbundið samfélag sem menn eins og
Þórólfur Mostrarskegg höfðu grundvallað, að
öllum líkindum með mannblóti, í upphafi
byggðar á landnámsöld og Þórður gellir og
hans samtímamenn eflt og magnað, vænt-
anlega með nýjum mannblótum, á tíundu öld-
inni.21 Við úrsögn úr lögum höfðu óskapnað-
aröflin hins vegar náð undirtökunum á
Íslandi í svipinn. Ringulreið var brostin á.
Andspænis þessum válegu atvikum var að-
eins eitt úrræði að skilningi heiðinna Íslend-
inga: Mannblót. Mannblót í líkingu uppruna-
legs sköpunarblóts. Mannblót, þar sem bein
fórnarmannanna voru brotin. Mannblót sem
tók mið af stjórnskipan í hinu forna lög-
bundna samfélagi og fórnaði tveimur mönn-
um úr hverjum fjórðungi landsins. Mannblót
í líkingu við það sem Kristni saga og Ólafs
saga Tryggvasonar hin mesta greina frá.
Mannblótið á Þingvöllum er því skóladæmi
um hárrétt viðbrögð heiðinna manna á ör-
lagaríkri úrslitastund.
Heimildir:
1 Hjalti Hugason 2000. Kristni á Íslandi I. „Frum-
kristni og upphaf kirkju“.
2 Sigurður Líndal 1974: „Upphaf kristni og kirkju“,
Saga Íslands I. Ritstj. Sigurður Líndal, 227-288. Ström-
bäck, Dag, 1975: The Conversion of Iceland.
3 Jón Hnefill Aðalsteinsson 1971 (1999): Kristnitakan á
Íslandi. Sami 1978 (1999): Under the Cloak.
4ÍF I 1968, 16-17.
5 „Kristnisaga“ í ASB 11, 38-41. Útg. B. Kahle 1905.
6Ólafs saga Tryggvasonar en mesta 1961, 191-4.
7 Björn M. Ólsen 1900: Um kristnitökuna árið 1000 og
tildrög hennar, 86. Jón Jóhannesson 1956: Íslendinga-
saga I. Þjóðveldisöld, 160-166.
8 Halldór Laxness 1973: „Forneskjutaut“, Skírnir, 23-
24.
9 Sigurður Líndal 1974, 248.
10 Hjalti Hugason 2000: Kristni á Íslandi I, 94. Í at-
hugagrein um mannblótið segir neðanmáls: Sjá þó Ólaf-
ur Lárusson 1958b: 137-141.
11 Magnús Már Lárusson 1964: KHL IX, 356.
12 Ég þakka Terry Gunnell fyrir að hafa vakið athygli
mína á þessu atriði.
13 Sjá ennfremur Jón Hnefill Aðalsteinsson 1999:
Kristnitakan á Íslandi, 209-246 og tilv. rit.
14 Jón Hnefill Aðalsteinsson: „Mannblót í Semnóna-
lundi og á Þórsnesþingi“. Skírnir 1999, 370-371 og tilv.
rit. Sami 2001: „Mannblót í norrænum sið“. Kontinuität
und Brüche in der Religionsgeschichte, Festschrift für
Anders Hultgård, 1-11. Sami: Kristnitakan á Íslandi
1999, 219 og tilv. rit.
15 Ólafur Lárusson 1958: „Vísa Þorvalds veila“. Lög og
saga, 141.
16Skarðsárbók 1958, 189.
17 Ólafur Lárusson 1958: „Vísa Þorvalds veila“. Lög og
saga, 138.
18ÍF X, 169-170.
19 Eliade, Mircea, 1959: The Sacred and the Profane.
The Nature of Religion, 100-102. Sami 1974: The Myth
of the Eternal Return, 21-27 og tilv. rit. Sami 1983: Patt-
erns in Comparative Religion, 97: 400-401 og tilv. rit.
20 Ég leyfi mér að vekja sérstaka athygli á því, að
ágreiningslaust er meðal fræðimanna að umrædd upp-
lausn hins lögbundna samfélags hafi raunverulega átt
sér stað.
21 Sbr. Jón Hnefill Aðalsteinsson 1999: „Mannblót í
Semnónalundi og á Þórsnesþingi“. Skírnir, 371 og tilv.
rit.
Á ÞINGVÖLLUM
Morgunblaðið/Ómar
Höfundur er prófessor.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 5