Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 Þ EMA alþjóðlega rithöfundaþings- ins í Lahti í ár var með snúnara móti, eins og sumir urðu snemma til þess að benda á. Yfirskriftin var „Hvað er heilagt?“ og voru þátttakendur hvattir til þess að velta spurningunni fyrir sér áður en til Finnlands kom – í síðasta lagi í flugvélinni á leið þangað. Skyldi bæði rætt um helg vé á almennum grundvelli, en einnig um það hvort rithöfundum sé eða skuli vera eitthvað heilagt í efnistökum sínum. Formlegir þátttakendur að þessu sinni voru 88 talsins, rithöfundar, skáld og þýðendur allt frá Kúbu til Ástralíu, frá Svíþjóð til Kanada, en auk þess voru umræður opnar almenningi á grænum völlum sumarhótelsins í Mukkula, rétt utan við Lahti. Þingið var skipulagt af aðdáun- arverðri finnskri röggsemi, sem sást t.a.m. á því að nægur tími gafst til umræðna, tímasetningar stóðust nær allar og síðast en ekki síst var meiri- hluta þátttakenda gert kleift að tala sitt eigið tungumál, en túlkar voru til taks allan tímann og snöruðu umræðum milli finnsku, spænsku, ensku, rússnesku, frönsku og þýsku. Að þinginu stóðu að vanda bæjaryfirvöld í Lahti ásamt Kynningarmiðstöð finnskra bókmennta (FILI), með fulltingi nokkurra alþjóðlegra menningar- samtaka. Fegurðin og myrtar konur Þátttakendur sendu flestir hugleiðingar sínar til fundarstjóranna tveggja fyrirfram, til þess að búa í haginn fyrir frjóar umræður, og um tut- tugu frummælendurnir mættu með undirbúin erindi. Örfáir voru enn að brjóta heilann þegar þing var sett. Heilagleikinn var skoðaður út frá öllum hugs- anlegum sjónarhornum; sumir skilgreindu hann persónulega, aðrir út frá viðteknum sannindum, trú eða hefð, og enn aðrir í samhengi við valda- mynstur á hverjum tíma. Þá kom í ljós tals- verður hugmyndamunur milli mælenda með kaþólskan bakgrunn og annarra, auk þess sem höfundar sem þola hafa mátt ritskoðun, til dæm- is í Argentínu og Litháen, sáu aðrar hliðar á málum en aðrir. Óhætt er að segja að umræðuefnið – afstætt sem það var – hafi reynt á hugmyndaflug og þol- inmæði þátttakenda, en um leið spunnust á köfl- um athyglisverðar umræður um brýn málefni samtímans, svo sem heilagt stríð, kynferðislega misnotkun, trúleysi, náttúruspjöll og líf eftir dauðann. Finnski rithöfundurinn og leikstjórinn Pirkko Saiso tók dæmi úr dægurmenningunni í nálgun sinni. Hún rifjaði upp kvikmynd Lars Von Triers, Brimbrot (Breaking the Waves), þar sem einföld og góðhjörtuð stúlka fórnar sér á masókískan hátt í kynferðisathafnir til þess að bjarga sál unnusta síns. „Bjölluhljómurinn frá himnum í lok myndar gefur til kynna að það hafi tekist, þar hljóma bjöllur miskunnarinnar,“ sagði Saiso en hafði sitthvað við efnistökin að at- huga. „Myndin var djörf en um leið misheppnuð tilraun til þess að miðla því sem er ósnertan- legt,“ sagð hún og áréttaði að tilfinningasemi, melódrama og jafnvel frásögn í sjálfu sér væri heilagleikanum framandi. „Heilagleikinn verður að vitja manns sem óvæntur gestur, það er ekki hægt að miðla honum í sögu.“ Það næsta sem hún kvaðst hafa komist heil- agleika upp á síðkastið var þegar hún sá mynd í dagblaði af tétneskum konum sem nauðgað hafði verið af rússneskum hermönnum, áður en þær voru teknar af lífi. Þar hafi grimmd og frið- ur mæst með óvæntum hætti. „Þær lágu þarna, líkt og sofandi. Myndin var svo falleg, rétt eins og ekkert væri að. Þessi sýn fyllti mig tilfinn- ingu sem ég get einna helst líkt sem helgri. Ég á tvennu hvort er í raun hættulegra, ritskoðun eða upphafning, hvort sem er ákveðinnar hug- myndafræði eða ákveðinna höfunda. Dýrkun getur valdið einangrun og dregið tennurnar úr hinum óþægu. Heilagleikinn er sem sagt að mínu viti alltaf kennisetning sem smíðuð er af valdhöfum hverju sinni.“ Og Pirkko Saiso lagði fram þá skilgreiningu að „hið heilaga“ væri andstæða „hins illa“. „Hvort þarf á hinu að halda, segjum við hér á kristnum Vesturlöndum að minnsta kosti. Við þurfum ekki endilega að losa okkur við hið illa, heldur læra að lifa með því. Þegar samræmi kemst á milli góðs og ills, þá fyrst mun ríkja frið- ur hér á jörðu.“ Nýir dýrlingar í smíðum Leif Salmén, sænskumælandi rithöfundur og samfélagsrýnir í Finnlandi, benti á að guðirnir væru fluttir og hefðu skipt um föt – samtíma- samfélag væri ekki það sama og þegar trúar- setningar urðu til. „Og vísindamenn eru orðnir venjulegir launþegar, verk þeirra eru ekki leng- ur álitin kraftaverk. Þegar slíkir stormar breyt- inga ganga yfir er nauðsynlegt að fylgjast vel með því hvaða fyrirbæri taka við. Fáninn, skrúð- göngur og þjóðerniskenndin höfðu yfir sér helgiblæ í vitund okkar til skamms tíma en hafa kannski ekki lengur,“ sagði Salmén og brýndi fyrir hverjum og einum að taka afstöðu til hinna nýju „helgidóma“. „Ef ekki, verður einstaklingurinn að vélmenni sem bráðnar inn í kerfi trúar, tækni og sam- félags þar sem hin nýju helgu vé eru átta-frétt- irnar og markaðurinn.“ Fundarstjóri, Tuomas Nevanlinna, efaðist um að fólk liti í alvöru á tæknina sem heilaga. Salmén útskýrði þá nánar: „Ég var einfaldlega að meina að við þekkjum ekki alltaf undirliggjandi gangverk samfélagsins sem við búum í, hvort sem samfélagið heitir póstmódernískt, trans- módernískt eða hvaðeina annað. Það er stöðugt verið að skipta út „dýrlingum“ án þess að við tökum eftir því,“ sagði hann og vísaði í var auðvitað ekki glöð, en eitthvað undarlegt gerðist innra með mér.“ Má halda að jörðin sé flöt? Síðar á fyrsta degi þings fór talið að snúast talsvert um bannhelgi og tabú, andstæður þess sem er heilagt. „Við samtímamenn höfum varla nein trúarleg eða félagsleg tabú lengur, við get- um gert grín að trúnni, hæðst að stjórnmála- mönnum og svo framvegis. En kannski segir það ekki alla söguna um heilagleikann, kannski er ekki hægt að skilgreina hann og þar með er ekki hægt að brjóta gegn honum,“ sagði einn gesta. Annar var aftur á móti þeirrar skoðunar að vestræn menning geymdi enn mörg bannorð. „Til dæmis að jörðin sé flöt. Hvers vegna má maður ekki hafa þá skoðun?“ Saiso áréttaði að tabúin væru ekki horfin, þótt þeim hefði fækkað. „Ég get nefnt barnaníðinga; um þá er varla hægt að skrifa, hvað þá að hafa í flimtingum. En sem rithöfundar höfum við að öðru leyti brotið flest tabú sem til eru. Hin hliðin á þeirri þróun er sú að okkur finnst ekkert sér- lega tilkomumikið lengur.“ Federico Andahazi frá Argentínu, höfundur Líffærameistarans sem út hefur komið á ís- lensku, var hissa á umræðunum: „Það er ótrúlegt ef pedófílía er eina tabúið hér. Í fjölmörgum löndum þurfa höfundar að berjast með kjafti og klóm fyrir hverjum þuml- ungi síns rýmis. Meðlimir í PEN-samtökunum vita að aldrei hafa fleiri höfundar verið ofsóttir og fangelsaðir en á okkar tímum. Þannig að ég óska Finnum til hamingju með að hafa byggt upp þetta lýðræðisríki.“ Miklar umræður spunnust um það hvort tungumálið sem slíkt væri helgidómur. Ind- verskum höfundum þótti svo vera, en hinir finnsku vildu meina að ákveðnar setningar gætu kannski fallið undir skilgreininguna – ekki tján- ingarmátinn sjálfur. Fundarmenn urðu reyndar sammála um að það afl sem leysir úr læðingi innri kraft einstaklingsins hafi yfir sér ákveðna helgi. Voru nefnd ýmis dæmi í því sambandi. „En talandi um kraftaverk, þá er það mesta kraftaverkið að við skulum öll sitja hér, að við höfum fæðst. Fyrir mér er lífið sjálft, hvers- dagslífið, meira kraftaverk en handayfirlagning, hugsanaflutningur eða skrímslið Loch Ness,“ sagði Pirkko Saiso. Guð heldur að fólkið sé dáið Annar tveggja fundarstjóra, Tuomas Nev- anlinna, benti á að erfitt væri að finna heild- stæðar hugmyndir eða gildi lengur, taldi að samtímafólk hefði aðeins brot til þess að spila úr, afganga úr fortíðinni. Undir orð hans tók rússneska leikskáldið Timur Zulifikarov, til- nefndur til Nóbelsverðlauna árið 1991: „Maður nokkur ferðast á asna og snýr öfugt á baki hans. Vegfarandi spyr: Hvers vegna horfirðu sífellt til baka? Og maðurinn svarar: Nú, allir meiriháttar atburðir hafa gerst í fortíðinni,“ sagði Zulifik- arov og gerði því skóna að við værum sífellt að horfa aftur. Það mætti svo túlka jákvætt eða nei- kvætt, eftir því hvort við lærðum af fortíðinni eða ekki. Litháíska skáldkonan Jurga Ivanauskaite tók við og átti fallega innkomu: „Sumir segja að guðdómurinn sé á hverfanda hveli líkt og auðlindir heimsins. Gullið, demant- arnir, regnskógarnir, allt minnki með degi hverjum og Guð líka. Aðrir segja að guðdóm- urinn og heilagleikinn séu í uppsveiflu. Hvorir hafa rétt fyrir sér? Sumir telja Guð dauðan – en fimm ára dóttir vinar míns segir að Guð haldi að fólkið sé dáið og þess vegna sinni hann því ekki lengur. Hver hef- ur rétt fyrir sér? Kannski bæði Nietzsche og litla stúlkan,“ sagði skáldkonan í framsögu sinni. „Sum trúarbrögð tengja skírlífi við heilagleika. Önnur boða að kynlíf sendi fólk inn í trúarlegt algleymi. Hvorir hafa rétt fyrir sér? Þannig eru samræður um helgidóminn eins og róla, upp og niður, fram og aftur.“ Ivanauskaite greindi frá skáldsögu sem hún skrifaði fyrir tíu árum og tókst á við eðli líkama og sálar. „Bókin var kölluð klám og var fyrsta – og vonandi síðasta – skáldsagan sem bönnuð var í okkar nýja, frjálsa lýðveldi,“ sagði Ivanausk- aite, sem í kjölfar ritbannsins hélt til Asíu að kynna sér búddísk fræði. „En nýir tímar geta af sér ný bannorð. Nú megum við til dæmis ekki birta á prenti gagnrýni á Bush Bandaríkjafor- seta.“ Maria Grech Ganado frá Möltu sagðist ráða af umræðunum að mannlegt eðli myndi seint breytast. „Við munum sprengja hvert annað upp á endanum, en það þýðir ekki að við getum ekki notið dagsins í dag og skógarins og veðurblíð- unnar. Þegar allt kemur til alls er hið fábrotna fallegast og við sjáum glitta í guðdóminn í sköp- unargleði barnanna.“ Hinn fundarstjórinn, Juha Siltanen, greip umræðuna um einfaldleikann á lofti: „Þegar ég var lítill kunni ég ekki að skauta. Vinur minn þaut framhjá og kallaði: Þetta er mjög einfalt, þú gerir bara svona! Þá uppgötvaði ég að ein- faldleikinn er eitt af því flóknasta í heimi.“ Og Ivanauskaite bætti við: „Í tilraunum okkar til þess að lýsa heilagleikanum erum við eins og tíu blindingjar að lýsa fíl. Við þurfum að þreifa okkur áfram í svartamyrkri og hvert okkar lýsir þeim líkamsparti sem hann lendir á.“ Þjóðarmorð í nafni hins heilaga Suður-afríski höfundurinn Lewis Nkosi benti á að heilagleikinn væri menningarbundinn. „Okkur hefur verið kennt að líta á ólík fyrirbæri sem helg, hvort sem það eru englar, ástin, for- feður okkar, landið eða annað.“ Og hann tók skondið dæmi: „Sumir, til dæmis kaþólikkar, hrópa upp yfir sig þegar þeir verða hissa eða hræddir: Holy Mother of God! En einu sinni heyrði ég hvítan mann í Suður-Afríku hrópa við svipað tækifæri: Holy shit! Sem segir okkur að menn hafa mis- munandi hugmyndir um hvað er heilagt.“ Framsaga Nkosi vakti lukku, enda honum lagið að flétta gamanmál við alvarleika. Og hann gerði fleiri atrennur að spurningunni um hið heilaga: „Eitt svarið gæti verið ástarleikur, full- kominn samruni tveggja einstaklinga í leitinni að merkingu þess að vera manneskja. Nú, eða snæðingur í félagsskap góðra vina – það er líka birtingarmynd mennskunnar. Ég trúi sem sé á Guð hins smáa í leitinni að heilagleikanum.“ Fundarmenn voru ekki allir sammála um hvort hægt væri að skilja heilagleikann frá trú- arumræðum. Þá var því velt upp hvort heilag- leiki gæti haft neikvæðar hliðar, t.d. var bent á að bænum og trúaráróðri væri ekki alltaf beitt í fögrum tilgangi. Federico Andahazi kom mönnum niður á jörð- ina sem fyrr: „Í Argentínu og víðar hafa þjóðarmorð verið framin í nafni heilagleikans, og þá ekki í óhlut- bundinni merkingu heldur áþreifanlegri. Ég á því erfitt með að líta „heilagleikann“ jákvæðum augum. Ég nefndi ritskoðun áðan, en það leikur HVAÐ ER HEILAGT? Rithöfundar frá öllum heimshornum koma árlega saman í Lahti í Finnlandi til skrafs og ráðagerða um tíðarandann. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR tók þátt í þinginu í júní og greinir hér frá umræðunum sem fram fóru undir berum himni. Jurga Ivanauskaite Fe „Ef ég felli tré, finnur tréð þá til?“ var spurt á þinginu. Guðsgræn náttúran í Mukk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.