Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Side 11
í frumparta sína; tréð hafði ekki lengur goð- sögulega merkingu, ekki steinninn, ekki fjall- ið, hellirinn eða fossinn. Heildarmynd náttúr- unnar var leyst upp í frumparta sína. Náttúran varð að andstæðu hinnar kristnu siðmenningar og öll fyrirbæri hennar voru svipt kyngimagni sínu og helgidómi; eina merking náttúrufyrirbæranna var að þjóna viðleitni mannsins til að umbreyta náttúrunni og láta hana lúta vilja sínum. Um leið var hin innri náttúra mannsins og „eðlishvöt“ hans kefluð og bundin í ímynd djöfulsins sem tók á sig mynd Pans með horn og klofinn fót. Í þeirri mynd var Pan vísað í hina neðri vist- arveru Vítis, og það varð tilgangur og mark- mið mannsins að frelsa sig úr viðjum þess helsis, sem birtist okkur í mynd Pans. Hinn yfirlýsti dauði hins mikla Pans markaði þau tímahvörf í sögunni þegar maðurinn taldi sig geta sigrast á náttúrunni, jafnt innri náttúru mannsins sem hinu náttúrulega umhverfi hans. Um leið var maðurinn í raun að glata þekkingu á grunnþáttum í eðli sínu er tengd- ust líkamanum og eðlishvötunum. Bæn Sókratesar til Pans, sem vitnað var til hér að framan, er lokasetningin í samtals- þættinum við Faedrus. Fyrr í þættinum spyr Faedrus lærimeistarann hvort hann trúi á goðsögur. Sókrates svarar því til, að áður en að slíkum spurningum komi sé mikilvægara fyrir manninn að þekkja sjálfan sig: „Er ég flóknari ófreskja og uppfullari af hömlulaus- um ástríðum en naðran Týfó, eða er ég skepna af einfaldari og mildari gerð, sem náttúran hefur úthlutað guðdómlegri og mildari örlögum?“ Spurning Sókratesar snýst um þekkinguna og skilninginn á hinu dýrslega í manninum, því sem hann á sam- eiginlegt með dýrunum og stundum er kallað eðlishvöt. Pan er guð ógna og skelfingar, en hann er líka guð frjósemi og nautna. Kyn- hvöt hans er óstöðvandi, hún er tortímandi og skapandi í senn, rétt eins og hin ytri nátt- úra. Hann er fulltrúi hins myrka og óþekkta í manninum og náttúrunni, og kjörstaðir hans voru hellar og gjótur í skóginum. Með því að loka þennan fulltrúa náttúruaflanna í vistarverum Vítis var maðurinn að fjarlægj- ast þá sjálfsþekkingu sem Sókrates sóttist eftir. Sú höfnun náttúrunnar, sem tilkoma ein- gyðistrúarinnar bar með sér, átti eftir að ganga enn lengra með þróun tækninnar. Með tilkomu kapítalískra framleiðsluhátta á for- sendum tækninnar urðu þau viðmið sem fólg- in voru í hugmyndinni um himnaríki og hel- víti óþörf. Yfirlýsing Nietzsches um dauða Guðs um aldamótin 1900 var í raun einungis staðfesting á aðstæðum sem löngu voru við- urkenndar í heimi tæknisamfélagsins. Pan var ekki lengur lokaður niðri í hinni óæðri vistarveru djöfulsins sem víti til varnaðar, því mynd hans hafði verið þurrkuð út fyrir fullt og allt. Hlutverk mannsins og sjálfs- mynd hafði verið skilgreind í nafni vísinda- legrar hlutlægni. Það var Karl Marx sem talaði um það á sínum tíma að hinir kapitalísku framleiðslu- hættir væru valdir að firringu mannsins: hann hefði ekki lengur beint og milliliðalaust samband við afurðir framleiðslu sinnar eða hina ytri náttúru, og þar með fjarlægðist hann um leið sína innri náttúru. Firringin í skilningi Marx merkti í raun að maðurinn missti sjónar á Pan. Firringarhugtakið vitn- aði um vitundina um tilvist innra sjálfs og upprunalegrar eðlishvatar, sem framleiðslu- hættirnir höfðu svipt eðlilegu sambandi við raunveruleikann. Nú á tímum er firring- arhugtakið hins vegar hætt að virka til greiningar á samfélagsveruleika okkar. Spurningin um sjálfið er orðin tæknilegt skil- greiningaratriði, um leið og hlutverk og virkni mannsins eru forrituð inn í fram- leiðsluferlið og öll frávik skilgreind sem sjúk- leg eða afbrigðileg. Sú leit að dýrinu í sjálf- um sér sem Sókrates ástundaði í samtalinu við Faedrus er í augum tækninnar jafn- sjúkleg og trúin á álfana í huldusteinunum. Í samtíma okkar er slík afbrigðileg hegðun læknuð með lyfjum á borð við prósak. Veróna Það barst ærandi og taktfastur sláttur frá opna rómverska hringleikahúsinu í Verónu. Þetta var í ljósaskiptunum og við vorum mætt á staðinn til að vera viðstödd tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur. Brátt var orðið þéttskipað á steinbekkjunum sem umlykja leiksviðið, og plötusnúðurinn sem stóð á svið- inu færðist allur í aukana, stóð dansandi yfir græjunum og framleiddi taktfastan hávaða og skruðning með stöku frammíköllum og söngtöktum. Þetta var eins og að sjá óðan satír úr leikhúsi Díonýsusar, og kannski var það ekki í fyrsta skipti sem slíkur tróð upp á þessu sviði, því leikhús þetta rekur sögu sína allt aftur til þess tíma þegar hið díonýsíska leikhús stóð með blóma með öllu sínu skraut- lega persónugalleríi: satírum, fánum, dísum, bakkynjum og villidýrum að ógleymdum að- alpersónunum, þeim Sílenusi, Díonýsosi og Pan. Þeir tróðu kannski ekki upp í Arenunni á dögum Rómverja, því hún var einkum ætl- uð fyrir skylmingaþræla og villidýr, en þeir voru örugglega til staðar í næsta nágrenni, á sviðinu í rómverska leikhúsinu sem stendur í slakkanum handan árinnar Adige með útsýni yfir ána og inn í sjálfa miðborg Verónu. Það var komið talsvert fram yfir auglýstan tónleikatíma þegar þessi hamslausi satír hætti að trylla græjur sínar og eftirvænting- arfull þögn færðist yfir leikhúsið. Áhorfendur voru um 12 þúsund, flestir innan við miðjan aldur. Náttmyrkrið var skollið á og allt í einu brutust sterkir ljósgeislar inn á sviðið og fram koma Björk, taktmeistararnir The Matmos, íslenski strengjaoktettinn og hörpu- leikarinn Zeena Parkins ásamt aðstoðar- manni. Björk er svartklædd, og umhverfið er svart og hún byrjar á heiðnum ljóðaseiði, „Pagan Poetry“: á leiðinni gegnum myrkvaða strauma finnur hún nákvæmt afrit af nautn- inni í sjálfri sér í mynd svartra liljublóma og hún vaknar úr vetrardvalanum og meðan einfaldleikinn blikar á yfirborðinu finnur hún að „the darkest pit in me is pagan poetry“. Tónlistin vindur áfram með ómstríðum og ástríðufullum trega strengjanna sem takast á við taktfastan áslátt elektrónískra hljóm- borðsmeistara sem kenna sig við Matmos, og röddin hverfist frá hárfínni ljóðrænu yfir í ögrandi ástríðuhita og leiðir okkur inn í neyðarástand: „the state of EMERG- ENCY … is where I want to be …“ og hún finnur „EMOTIONAL landscapes“ inni í sér og verður nú margt til að ýta undir þá til- finningu að við séum aftur komin í veröld Pans: það ríkir paník í þessari tónlist, bloss- ar kvikna á blysum í takt við tónlistina í Jóga og það landslag sálarinnar sem tónlistin dregur upp er allt í anda Pans: ferðalagið inn í myrkvaða hella og gjótur verður endalaus leit í ljóðinu um veiðimanninn þar sem hún uppgötvar að frelsið verður ekki skipulagt og hún segist brjóta allar brýr að baki sér er hún leggur í veiðiferðina miklu: „I am a Hunter“. Lifandi myndum er brugðið upp á stóran skerm bak við sviðið þar sem við sjáum út- frymi og mannfiska svífa í óskilgreindu út- hafi og leggja frá sér þræði sem fara í bylgj- um eins og sæðisfrumur. Og svo birtist Ingvar Sigurðsson leikari nakinn á skjánum og dansar trylltan dans. Myndir þessar eru áhrifamiklar og draga jafnvel stundum at- hyglina frá tónlistinni, sem einnig er rofin með flugeldasýningum í nokkrum tilfellum. Allt með virkri þátttöku viðstaddra sem ið- uðu í sætum sínum ef þeir voru ekki þegar staðnir upp og farnir að dansa. Á efstu áhorfendabekkjunum var ungt fólk sem dansaði alla tónleikana út, og það lagði reykský yfir leikhúsið, mettað af hassilmi. Lokalögin voru „It’s in our hands“ og „Human behavior“ og þegar þau voru flutt með tilheyrandi flugeldasýningu var þorri viðstaddra, um 12 þúsund manns, staðinn upp og farinn að dansa. Að njóta listar er alltaf að einhverju leyti fólgið í því að njóta nautnar annarra. Hvergi verður það augljósara en við aðstæður sem þessar. En hver var þessi kvenkyns Pan, sem þarna hoppaði um sviðið í svörtum kjól með engin horn og engar klaufir og seiddi þennan áhorfendaskara inn í myrkvaðan töfraheim sinn þar til allir voru farnir að dansa? Vísanir í goðsagnaheim Pans eru óteljandi í allri tónlist Bjarkar og birtast þar í ýmsum myndum. Þær vekja upp frumgerðir í lands- lagi sálarinnar samkvæmt skilgreiningu Jungs, og það eru þessar frumgerðir sálar- lífsins sem vekja áhorfendur að þessum tón- leikum til almennrar þátttöku í lokin. Tón- listin skapar samkennd, þar sem taktfastur rytminn gegnir lykilhlutverki. Þessi þungi rytmi er orðinn til úr óreiðu og kaosi, og óreiðan liggur til grundvallar honum. Það er óreiðan í náttúrunni, úthafið mikla þar sem enga haldfestu er að finna nema hægt sé að skapa áslátt og rytma. Rytminn skapar sam- kennd í gegnum líkamann og endurvekur vit- undina um líkamann í ólgusjó óreiðunnar. Óreiðan sem liggur á bak við þessa tónlist eins og bakgrunnur og undirtónn er hluti af þeim tíðaranda þar sem upplausnin ríkir og einu handfestuna er að finna í líkamlegri samkennd. Samkenndinni um Pan, þetta dýr í mannsmynd sem bæði tortímir og skapar. Samkenndin í gegnum líkamann er ekki kyn- bundin, og því er þessi svartklæddi Pan í stuttu pilsi bæði karl og kona, bæði grimmur og blíður, bæði skapandi og tortímandi. Sókrates vildi læra að þekkja dýrið í sjálfum sér, og hann ákallaði Pan. Leið hans var leið- in til aukins sjálfskilnings og þar með til bættrar geðheilsu. Með sambærilegum hætti á tónlist Bjarkar erindi við samtímann. Neðanmálsgreinar [1] James Hillman: Essay on Pan, 1972 [2] Platon: Phaedrus Höfundur er listfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 11 Hvernig er leysiljósið unnið? SVAR: Til þess að fá grófa mynd af því hvern- ig leysir vinnur skulum við taka samlíkingu við fyrirbæri sem flestir þekkja. Á rokktónleikum og útisamkomum eiga hátalarakerfin það til að væla af sjálfu sér. Hér erum við með hringrás; hljóðmerki berast til hljóðnema, sem breytir þeim í rafmerki og sendir til magnara. Magn- arinn eykur styrkinn í þessum merkjum og skilar til hátalara sem breytir þeim aftur í hljóðmerki. Hluti hljóðaflsins skilar sér síðan aftur til hljóðnema og þannig lokast hring- rásin. Hringrásin einkennist af þremur atrið- um: 1. Mögnun. 2. Styrkjandi afturverkun, merki sem magn- arinn sendir frá sér skila sér til hans aftur á inngangshliðinni. 3. Tapi, aðeins hluti hljóðaflsins frá hátal- aranum skilar sér til hljóðnema. Ef mögnunin er meiri en tapið, stækkar merkið við hverja hringferð þar til magnarinn mettast og ræður ekki við meira. Kerfið vælir á ákveðnum tóni. Einkunnarorðið „styrkjandi“ í lið 2 kallar á skýringar. Tvær bylgjur sem skarast og sveifl- ast í takt þannig að bylgjutoppar þeirra falli saman eru sagðar hafa styrkjandi samliðun. Lendi bylgjutoppur annarrar á bylgjubotni hinnar er samliðunin hinsvegar eyðandi og bylgjurnar eyða hvor annarri. Þetta atriði ákveður tíðnina á vælutóninum í hljóðkerfinu sem rætt var um hér að ofan. Umferðartíminn í hringrásinni þarf að vera heilt margfeldi af lotu sveiflunnar svo að sam- liðun bylgna úr mismunandi umferðum verði styrkjandi. Umferðartímanum, og þar með líka sveiflutíðninni, má breyta með því að breyta fjarlægð milli hátalara og hljóðnema, svo að ferðatími hljóðbylgjunnar breytist. Þetta nota gítarleikarar sér stundum þegar þeir stilla sér með rafmagnsgítar fyrir framan hátalara og rugga sér fram og til baka. Leysar eru að grunni til magnarar með styrkjandi afturverkun eins og allir aðrir sveiflugjafar. Leysirinn er að því leyti einfald- ari en hljóðkerfið að sveiflurnar halda formi sínu sem ljóseindir í gegnum alla hringrásina en sveiflurnar í hljóðkerfinu eru ýmist raf- merki eða hljóðbylgjur. Grunnhlutar leysisins eru ljósmagnari og speglar við báða enda hans. Speglarnir sjá um styrkjandi afturverkun með því að beina því sem kemur eða stefnir út úr ljósmagnaranum inn í hann aftur. Annar spegillinn er hafður svolítið lekur til að tappa geislanum af tækinu. Sveiflutíðnin (eða öldulengdin) ræðst af tíðni- bilinu sem magnarinn ræður við og fjarlægð milli speglanna. Enska orðið „LASER“ sem er skammstöfun á „Light Amplification by Stimulated Emiss- ion of Radiation“ er í raun rangnefni þar sem leysirinn er annað og meira en magnari; hann er um leið sveiflugjafi vegna speglanna. Í stað „Amplification“ (mögnun) hefði átt að standa „Oscillator“ (sveiflugjafi), en við það yrði skammstöfunin LOSER, sem þótti ekki við hæfi. Til að skilja hvernig ljósmögnunin fer fram þurfum við þekkingu á skammtafræði og orku- stigum efniseindanna (frumeinda eða sam- einda). Þó getum við komist langt með hugtak- inu „örvuð geislun“ sem Einstein sagði fyrir um fyrir tæpri öld. Ljóseind sem rekst á örv- aða efniseind getur „klónað“ sjálfa sig ef orka hennar passar við orkubil efniseindarinnar. Við þetta minnkar innri orka efniseindarinnar um orkuskammt ljóseindarinnar. Ljóseind- irnar tvær eru eins í öllu tilliti; tíðni, fasa og út- breiðslustefnu. En svokölluð klónun er því engan veginn ný bóla í heimi ljóseindanna. Eiginleikar leysigeisla eru mjög sérstæðir vegna þess að ljóseindirnar eru allar afsteypur af sömu frummyndinni. Þær sveiflast allar í takt og stefna í sömu átt. Þaðan er stefnu- virknin ættuð og leysigeislanum má safna í brennipunkt sem er miklu minni en hægt er að mynda með venjulegum ljósgeisla. Takmörk- unin liggur við einnar öldulengdar þvermál. Þannig mætti taka 5W leysigeisla frá CO2- leysi (slíkir leysar geta í stærri útgáfum skilað tugum kílóvatta) með öldulengdina 10 míkró- metrar og safna geislanum í brennipunkt með aflþéttleikann 50 GW/m2. Þessi aflþéttleiki svarar til þess að beina allri rafaflsframleiðslu Íslendinga að lítilli eldavélarhellu. Leysar eru mikið notaðir til efnisskurðar, bæði í iðnaði og til lækninga á sjúkrahúsum. Þetta er oftast gert með stuttum en kröftugum ljósblossum og afrakstrinum má líkja við litlar sprengingar. Efnið snögghitnar á litlu svæði, í sumum tilfellum brennur það, í öðrum verður fasabreyting yfir á gasform. Upp frá hitunar- staðnum myndast gas- og agnastrókar og eftir verður hola í efninu þar sem geislablossinn lenti. Yfirborðshitastig ræðst af orkuinnihaldi blossans og efniseiginleikum yfirborðsins. Við lágt hitastig er það varmaleiðni sem tak- markar hitastigul þannig að hitunin verður mjög staðbundin. Við meiri hita tekur varma- geislun við og fasabreytingar (uppgufun) þeg- ar enn ofar dregur. Myndbreytingar efnisins geta líka gert það speglandi svo að efnið drekkur minna í sig af orku geislans. Sem dæmi um hitun með leysi má nefna að með nokkurra vatta geisla má hita lítinn blett á múrsteini í 2.000 til 2.500 gráður. Bletturinn verður hvítglóandi og er í raun á fljótandi formi. Til uppskurða á blóðríkum vefjum eru notaðir geislar þar sem meðalafl nemur nokkr- um tugum vatta en toppafl í blossum getur numið kílóvöttum. Til að skera í málma og ker- amísk efni eru notaðir kílóvatta-geislar. Þróun kröftugustu leysanna er drifin af von- inni um orkuvinnslu með kjarnasamruna og ómældu fjármagni. Aflmesti leysirinn skilar ríflega 100 teravatta (tera- táknar 10 í tólfta veldi eða milljón milljónir) toppafli í nokkrar nanósekúndur (nanó er 10 í mínus níunda veldi eða einn milljarðasti). Þetta toppafl samsvarar 100.000-faldri rafaflsframleiðslu Íslendinga. En ekki eru allar kennistærðir leysa svona tröllauknar. Þeir eru líka notaðir til nákvæmn- ismælinga á fjarlægðum og tíma. Þessar mæl- ingar byggja á hreintóna-eiginleika geislanna. Hreinustu geislar hafa hlutfallslega sveiflu- tíðni sem er stöðug upp á 10 í þrettánda veldi. Þetta þýðir að tíðnina má tilgreina með 13 marktækum stöfum. Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við HÍ. Hvernig er leysi- ljósið unnið? Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi? Hvað er „spam“? Hver er saga myndbandavæð- ingarinnar og hverju breytti hún? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að nálgast svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Reuters Leysar eru að grunni til magnarar með styrkj- andi afturverkun eins og allir aðrir sveiflu- gjafar. Myndin er frá sýningu sem Disney hélt í vor í brasilísku höfuðborginni Rio de Janeiro.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.