Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 ÁRLEG óperuhátíð finnska bæj- arins Savonlinna stendur yfir frá lokum júlímánaðar og fram í byrjun ágúst ár hvert. Hátíðin, sem haldin hefur verið frá því 1967, er þekkt innan tónlistar- heimsins og tekur fjöldi söngv- ara og tónlistarfólks þátt í hátíð- arhöldunum í ár líkt og endra- nær. Meðal þeirra verka sem sett eru upp í ár eru Turandot eftir Puccini og Tristan og Ísold eftir Wagner, þar sem hinn þekkti Matti Salminen fór með hlutverk konungsins og komust aðrir yngri söngvarar, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende, ekki með tærnar þar sem þessi aldraði söngvari hefur hælana. Diaghilev hylltur RÚSSNESKI Kirov-ballettinn sýndi nú í vikunni í Lundúnum verkin Vorblótið og Les Noces eftir rússneska ballethöfundinn Serge Diaghilev. Diaghilev og Ballet Russes, dansflokkur hans, voru á sínum tíma taldir lið- hlaupar af sovéskum stjórnvöld- um og þau áhrif sem Diaghilev hafði á þróun ballettsins með öllu útilokuð frá sovéskum dans- skólum í ein 70 ár. Með sýningu sinni nú vill Kirov-ballettinn hins vegar sýna þessum meist- ara dansins þá virðingu sem hann á skilið. Það tekst þó ekki fyllilega að mati gagnrýnanda Daily Telegraph, sem segir þá byltingarkenndu tækni sem ein- kennir nútímadansinn klassísku dönsurunum einfaldlega ofviða og stíf þjálfun þeirra nái ekki að skila þeim mikla krafti sem verk Diaghilev búi yfir. Ekki prinsum hæf RISAVAXIN stytta af nöktum karlmanni sem rís hold hefur vakið töluvert uppnám í Salz- burg, en styttan var afhjúpuð á sama tíma og hin árlega Salz- burgarlistahátíð fer fram. Upp- setning styttunnar, sem komið var fyrir fyrir framan Rupert- inum-nútímalistasafnið, fór mjög svo fyrir brjóst borg- arstjórans, Heinz Schaden, sem krafðist þess að styttan yrði tek- in niður samstundis. „Það bað enginn borgarskrifstofurnar um leyfi fyrir þessu og ef svo hefði verið þá hefðum við sagt nei. Ég get ekki ítrekað nægjanlega hversu smekklaust þetta er,“ sagði Schaden sem ekki var í minna uppnámi yfir að Karl Bretaprins liti styttuna augum í heimsókn sinni á listahátíðina. Styttan er verk listamannanna Ali Janka, Wolfgang Gantner, Tobias Urban og Florian Reither og nefnist „Sigurboginn“ og vís- ar heitið til þess að maðurinn beygir sig aftur á bak svo getn- aðarlimur hans vísar til himins. Að sögn listamannanna er verk- ið óður til lyfsins Viagra og því er á engan hátt ætlað að hrella prinsinn. „Okkur þykir verkið fallegt og í raun eitthvað konunglegt við það, sérstaklega í ljósi bogans sem baklína mannsins myndar,“ sagði Janka í viðtali við netmiðil BBC. ERLENT Bjartar óperunætur Kirov-ballettinn sýnir Diaghilev. YFIR hásumarið leggst doði yfir sýningarsali í Reykjavík. Sömu sýningarnar rúlla allan sum- artímann hjá söfnunum, sumir sýningarsalirnir loka en minni galleríin viðhalda þó lífsglætunni. Listalífið á landsbyggðinni tekur aftur á móti að blómstra og tilkynningar og viðtöl birtast í dag- blöðunum við listamenn sem sýna á Skagafirði, Siglufirði, Höfn, Egilsstöðum, Ísafirði, Djúpavík, Húsavík, Varmahlíð og Eyrarbakka svo eitthvað sé nefnt. Einhver athyglisverðasti staðurinn, hvað myndlist snertir, er Seyðisfjörður. Þar gætir heilmikillar vitundar um mikilvægi mynd- listar, þökk sé meistara Dieter Roth sem átti þar hús og dvaldi oft í firðinum. Á Seyðisfirði er starfrækt menningarmiðstöð- in Skaftfell. Þar er kaffihús og sýningarsalur á efri hæðinni. Salurinn er rekinn af miklum metn- aði allt árið um kring, en í tilefni af listahátíð Seyðisfjarðar, Á seyði, er lögð sérstök áhersla hjá sýningarnefndinni að hafa markverða mynd- listarsýningu. Í fyrrasumar var það samsýning Georgs Guðna Haukssonar og Peters Frie, en nú er það þýski listamaðurinn Lothar Baumgarten sem hefur skapað staðbundna rýmis-innsetn- ingu í sýningarsalinn. Lothar Baumgarten er vel þekktur og alþjóð- lega virtur myndlistarmaður. Hann nam listir við akademíuna í Karsrhue og tók svo fram- haldsnám í Dusseldorf-akademíunni undir leið- sögn Joseph Beuys á árunum 1969–71. Hann vakti undireins athygli í heimalandi sínu að námi loknu og var m.a. valinn á Documenta árið 1972, en Documenta er alþjóðleg myndlistarsýning sem er haldin á 4–5 ára fresti í borginni Kassel í Þýskalandi og er ásamt Feneyjar-tvíæringnum stærsti myndlistarviðburður sem um getur. Alls hefur Lothar Baumgarten verið fjórum sinnum þátttakandi á Documenta-sýningum og hann var einnig fulltrúi Vestur-Þýskalands árið 1984 á Feneyjar-tvíæringnum og hlaut þá Gullljónið, sem er viðurkenning fyrir bestu eða áhrifamestu sýninguna á tvíæringnum. Hann hefur sýnt í mörgum af helstu söfnum heims eins og Guggen- heim, MOMA, Listhöllinni í Hamborg, Whitney- safninu, Steedelijk-safninu og Tate Gallery. Og nú sýnir hann á Seyðisfirði. Myndlist og mannfræði Baumgarten á margt skylt með lærimeistara sínum, Joseph Beuys, varðandi notkun á efni og hugmyndina um skúlptúr sem félagslegu fyr- irbæri. Hann nálgast myndlist út frá mannfræði og þjóðfræði og hefur síðan á sjöunda áratugn- um rannsakað „hinn kúltúrinn“, þ.e. ekki þann evrópska. Aðallega hefur hann rannsakað menn- ingu frumbyggja Suður- og Norður-Ameríku og sem dæmi þá var framlag hans á Documenta X árið 1997, ljósmyndir og textar er greindu frá ársdvöl hans á meðal Yanománi-indíána í Ven- esúela. „Hina“ menninguna setur hann gjarnan í samhengi við þá vestrænu á ýmsan hátt, jafnvel staðbundið eins og verðlaunaverk hans í Fen- eyjum er til marks um, en þar skapaði hann inn- setningu sem byggðist á ár-kerfi Amazon- og Orinoco-fljótanna sem hann tengdi svo við síkin í Feneyjum. Innsetningin í Skaftfelli nefnist „Fogelvlug“ (Flug fuglanna). Á gólfinu liggja tvö stór kort, annað er landakort sem nær frá Rússlandi til Ír- an og hitt er fuglakort. Væntanlega spannar landakortið það landsvæði sem þessir fuglar suð- ursins sækja á sumrin. Yfir kortin og mikinn hluta af gólfinu liggur svo „camoflage“-net sem ég túlka sem myndlíkingu fyrir suðrænt regn- skógasvæði fuglanna. Áhorfandinn horfir því yf- ir verkið líkt og hann sé á flugi yfir skógarlendi. Í horni salarins er lítill pýramídi formaður úr bláu litardufti, en slíkir pýramídar hafa birst í innsetningum Baumgartens í rúm 30 ár. Pýra- mídarnir eru afar viðkvæmir og duftið molnar úr þeim yfir sýningartímann og þeir skemmast, venjulega af mannavöldum eins og raunin er með hin mörgu náttúrusvæði, ekki síst regn- skógana. Textar spila mikilvæga rullu í innsetningunni, sýningar á 40 dögum í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Þetta er orkumikið verkefni sem listakonan hefur tekið sér fyrir hendur og virðist hún vera að leysa það með ágætum. Verkið í Skaftfelli er skúlptúr er sýnir roskinn karlmann samsettan úr viðarbútum sitja við eitt kaffiborðið og er að teikna. Hann er gróflega smíðaður og hefur naíft yfirbragð án þess að hægt sé að kalla verkið naíf. Anatómían er ekki þessleg og listakonan er jafn- framt að vinna með staðinn í listsögulegu sam- hengi sem er afar fjarri næfum hugsunarhætti. Hér er nefnilega sjálfur Dieter Roth mættur á svæðið. Dieter Roth var allþekktur listamaður og var um tíma álitinn einhver mikilvægasti listamaður Þýskalands. Hann nýtur mikilla vin- sælda í alþjóðlegum myndlistarheimi um þessar mundir. Yfirlitssýningar á verkum hans eru nú víða um heim, margar greinar um listamanninn í listtímaritum og jafnvel má sjá verk eftir Dieter á sýningum sem eiga að greina frá því helsta sem er í gangi í myndlist samtímans þótt hann hafi verið látinn í fimm ár. En þrátt fyrir al- þjóðlega athyglina svífur andi Dieters samt sem áður yfir Seyðisfirði og er skúlptúrinn því afar heimakær þarna við borðið. Eiginlega svo heimakær að mér heyrðist einn starfsmaður kaffihússins biðja hann afsökunar er hann gekk framhjá honum til að þjóna til borðs líkt og hann mætti færa sig ögn til hliðar. Leifturskot af leifturskoti Verk Ingarafns Steinssonar nefnist „Space eitt“ og „Space tvö“ og saman stendur af tveim- ur litskyggnum sem er varpað á vegg í skugg- sælu skoti kaffihússins. Í báðum myndunum má sjá þegar eldingu slær niður í skýjunum. Þetta eru tilfallandi ljósmyndir, nokkurs konar leift- urskotsmyndir af leifturskoti, sem listamaðurinn tók út um gluggann á flugvél, annars vegar á leið frá Documenta XI í fyrrasumar og hins vegar frá Feneyja-tvíæringnum í hitteðfyrra. Í ljósmyndunum fangar listamaðurinn augna- blik sem við þekkjum í raunveruleikanum sem kröftugt og ógnvekjandi en virkar aftur á móti sefandi og rómantískt í myndunum líkt og mist- ur í morgunsárið. Þetta segir auðvitað ýmislegt um trúverðugleika hins skrásetta augnabliks, þ.e. myndinni af raunveruleikanum, sem menn hafa deilt um síðan á tímum Platós og Aristótel- esar. Þetta er nokkuð vel heppnað verk hjá Inga- rafni sem á einfaldan og skemmtilegan hátt tekst að draga upplifun sína eftir tvo stórvið- burði myndlistarheimsins til Seyðisfjarðar í formi himneskra eldglæringa. en á veggjunum má lesa ljóðrænar setningar eins og „Þolgæði & bauja ryðgandi í vatninu“, „Rekið á land - tínt upp - þagnað“ og „Vindur yf- ir vatninu sker tárið“. Textarnir valda nokkrum heilabrotum hjá mér, en ég geng þó út frá því vísu að listamaðurinn hugsi þá að einhverju leyti út frá firðinum og sögu hans sbr. sjómennsku, og/eða ferð fuglanna yfir hafið, sbr. „þolgæði“, „vindur yfir vatni“ o.s.frv. Listaverk Baumgart- ens eru annars ekki auðskilin og þótt ýmislegt megi lesa út úr efnisvali og efnismeðferð hans, þá tekst honum samt sem áður að leiða mann burt frá nokkurri niðurstöðu eða endanlegri túlkun. Hann á það sammerkt með lærimeistara sínum að maður „fattar“ ekki verkin heldur skynjar þau umtalsvert dýpra en það og þrátt fyrir mjög skýra vísindalega nálgun þá lifa þau með manni sem líkamleg tilfinning ekki síður en hugmyndalegar vangaveltur. Þannig hef ég alla- vega upplifað þau verk sem ég hef áður séð eftir listamanninn og er innsetningin í Skaftfelli engin undantekning á því. Dieter mættur Á kaffihúsinu eru einnig tvær smærri innsetn- ingar eftir íslenska myndlistarmenn. Önnur er eftir ungan listamann, Inga Rafn Steinsson að nafni, en hin er eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur sem um þessar mundir hefur verið að opna 40 Margt á seyði MYNDLIST Skaftfell – Sýningarsalur Lothar Baumgarten Sýningin er aðgengileg á afgreiðslutíma kaffihússins. Henni lýkur 17. ágúst. INNSETNING Í RÝMI Skaftfell – Kaffihús Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ingi Rafn Steinsson Sýningarnar eru aðgengilegar á afgreiðslutíma kaffi- hússins. Þeim lýkur 5. ágúst. INNSETNING Í RÝMI Lofteldar á leið Ingarafns Steinssonar frá Kassel og Feneyjum. Ljósmynd/Ransu Dieter Roth í túlkun Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Ljósmynd/Ransu Hluti af innsetningu Lothars Baumgartens í Skaftfelli. Jón B. K. Ransu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.