Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Qupperneq 7
Reykjavík, þar sem hann kenndi, til húsa þarna, þar byrjuðu útisýningarnar á Skóla- vörðuholtinu sem hann var hvatamaður að og haldnar voru á vegum Myndlistarskólans og á tímabili var hann með vinnustofu í húsinu. Þannig að allt líf hans tengist í rauninni þessu húsi og því mjög viðeigandi og skemmtilegt að sýna þar. Sjálfur hélt hann að minnsta kosti tvær stórar sýningar í þessu húsi auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga,“ segir Inga. Verkum bjargað úr ruslinu Að sögn Ingu er ein aðalástæða þess að ákveðið var að minnast 80 ára afmælis Ragn- ars með sýningunni í Ásmundarsal sú að ker- amík þessa tíma hefur viljað falla í gleymsku. „Það var Ragnar Kjartansson, sonarsonur verið bjargað úr ruslinu. „Þannig er það t.d. með stærsta listaverkið á sýningunni, sem er ofsalega fallegur leirvasi. Honum hafði verið hent en sem betur fer bjargaði núverandi eig- andi, Magnea Hallmundardóttir, vasanum. Þegar kemur að nytjahlutum þá virðast marg- ir eiga létt með að henda þeim þegar þeir fara úr tísku og þykja kannski hallærislegir. Þessu er yfirleitt allt öðruvísi farið með myndlist því þá þykja verkin hafa gildi þó þau falli ef til vill úr tísku í einhvern tíma. Engum dytti þannig í hug að henda listaverkum þó þau þættu ekki smart þá stundina,“ segir Inga. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga milli kl. 13:30 og 17. silja@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Kaffistell eftir Ragnar frá árinu 1960 í eigu Ingunnar Valtýsdóttur. Ragnar ásamt samstarfsfólki sínu á vinnustofunni í Glit árið 1965. Frá vinstri má sjá Ragnar, Jónínu Guðnadóttur, Sigurjón Jóhannsson, Eddu Óskarsdóttur og Hring Jóhannesson. Morgunblaðið/Arnaldur Stóri leirvasinn eftir Ragnar sem Magnea Hallmundardóttir bjargaði úr ruslinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 7 Ragnars, sem sjálfur er starfandi myndlistar- maður sem nefndi það fyrst að gaman gæti verið að safna munum hans saman á einn stað og leyfa ungu fólki í dag að kynnast verkum Ragnars og samstarfsmanna hans. Margir hafa vafalaust séð muni frá Glit og hrifist af og því ágæt hugmynd að safna öllu á einn stað svo hægt væri að sjá þá í stærra samhengi. Fyrst í stað fannst okkur þetta ógerlegt verkefni, enda margir munanna 30–40 ára gamlir og mikið af þessu löngu brotið eða því verið hent. En eftir að við hófum leitina höfum við fundið alveg ótrúlega mikið. Við auglýstum til dæmis eftir munum í Morgunblaðinu síðastliðið vor og fengum óskaplega góð viðbrögð.“ Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sumum mununum, sem eru til sýnis í Ásmundarsal, STEINUNN Marteinsdóttir myndlistarkona vann á vinnustofunni í Glit frá 1960–1961. „Ég var nýkomin heim úr námi erlendis þeg- ar ég var svo heppin að fá vinnu hjá Ragnari í Glit. Ég hafði verið tvö og hálft ár við Listaháskóla Berlínar þar sem keramikin var mitt aðalfag, en ég hafði náttúrlega ekki enn náð neinni fullkominni færni í keramik- vinnslu þegar ég hóf störf hjá Glit, en það jókst mikið við það að vinna með Ragnari,“ segir Steinunn í samtali við Morgunblaðið. „Það var alveg ómetanlegt að fá vinnu hjá Ragnari í Glit. Ég kom náttúrlega skítblönk heim úr námi og fékk þarna tækifæri til þess að öðlast meiri reynslu og læra, bæði tækni- lega og listrænt, þannig að fyrir mig var af- skaplega gott að fá þarna vinnu.“ Að sögn Steinunnar nutu listamennirnir hjá Glit mikils frelsis undir handleiðslu Ragn- ars. „Í raun gat maður fengið að gera það sem mann langaði til því að Ragnar gaf okk- ur nokkuð frjálsar hendur. Fyrst var ég sett í að skreyta keramik, en Glit hafði þá þegar þróað sérstæðan skreytistíl og við vorum náttúrlega sett í það að halda áfram að vinna í þeim stíl. En síðan fengum við að breyta út af því og koma með okkar eigin hugmyndir og Ragnar var mjög opinn fyrir öllu slíku. Ef hann fann að fólk vildi hafa frumkvæðið þá leyfði hann það og lagði ætíð mikla áherslu á að hver og einn fengi að njóta sín. Ég vann mest við skreytingar, en Ragnar lét mig líka vinna við að þróa nýja glerunga sem voru síð- an notaðir samhliða glerungunum sem hann var þá þegar með,“ segir Steinunn, sem fékk líka að æfa sig í að renna og hanna ný form. „Ragnar hvatti menn óspart til dáða og var duglegur að miðla af eigin þekkingu.“ Góður andi Aðspurð segir Steinunn mjög sérstakan anda hafa ríkt á vinnustofunni. „Þangað komu, fyrir utan þá sem þar unnu, mikið af listamönnum til þess að ræða málin. Slíkt fólk var mjög velkomið og að því leyti var af- skaplega gaman að vinna þarna, því maður kynntist öðrum listamönnum. Ragnar reyndi að hafa alltaf toppfólk í kringum sig og sótt- ist auðvitað eftir því að vinna með góðu fólki. Það voru náttúrlega ýmsir menn búnir að koma á undan mér og vinna með Ragnari. Þannig höfðu Magnús Pálsson, Dieter Roth og Ragnheiður Jónsdóttir verið þarna á und- an mér og á eftir komu Jónína Guðnadóttir, Edda Óskarsdóttir, Sigurjón Jóhannsson og Hringur Jóhannesson. Óneitanlega örvast maður til dáða af því að vera í svona nánu samstarfi við annað fólk í faginu. Það er allt- af hvetjandi að umgangast annað listafólk og kynnast þeirra viðhorfum.“ HVER OG EINN FÉKK AÐ NJÓTA SÍN Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Marteinsdóttir myndlistarkona. Sjá friðarbogi í skýjum skín svo skartar Íslands fáni. Þitt geislar útlit – ásýnd þín, hljótt eins og sól og máni. Svo fagurbláinn, helgar hann eins hvítt og rautt krossmerkið. Næst jökulísnum eldhraun brann er Íslands kraftaverkið. Hann þjóðartákn er það til sanns – að því vér skulum hyggja. Á kristnum grunni Guðs og manns er gott að mega byggja. Ein er fánans leið ei löng sú leið er hugsvið þegna, í hálfa eða heila stöng er hafinn upp þess vegna. Skín yfir fáni Alþingis og æðst þar vakt hann standi, með forsjón þings til fulltingis hér fyrir þjóð og landi. Í musterum og menntasal á miðum – landsbyggð yfir á ystu strönd sem innst í dal þar eins þjóðfáninn lifir. Hann ruddi braut Jón Sigurðs- son á sigurgöngu þjóðar, og frelsið kom, hans fremsta von! Nýr fáni’ að hún sveif óðar. Ó, vernda Drottinn borg og byggð, já bæði loft og sæinn. Heill! innsýn fánans – ást og tryggð sem Íslands blessar daginn. PÉTUR SIGURGEIRSSON á 85. afmælisári hins frjálsa og fullvalda íslenska ríkis Höfundur er biskup. TIL ÞJÓÐ- FÁNANS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.