Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 EDINBORG í Skotlandi iðar bókstaflega af lífi og fjöri allan ágústmánuð, en þá stendur yfir fjöldi hátíða í borginni og má nefna, auk alþjóðlegrar listahá- tíðar, bókahátíð, djasshátíð, kvikmyndahátíð og jaðarhátíð- ina Edinburgh Fringe Festival sem ekki er hvað síst þekkt fyrir uppistand og gamanleiki. En meðal þeirra sem þar koma fram þetta árið er Aaron Barschak „gamansami hryðjuverkamað- urinn“ sem vakti mikla athygi er hann gerðist boðflenna í afmæl- isveislu Vilhjálms Bretaprins nú fyrr í sumar. Alþjóðlega listahátíðin, hin svo nefnda Edinborgarhátíð, hefst á morgun sunnudag og stendur til 30. ágúst. Að venju verður fjöldi viðburða í boði og má nefna sem dæmi flutning á Niflungahring og Lohengrin Wagners, Mávinum eftir Tsjek- hov, sinfóníum Brahms og hefð- bundinni kínverskri, japanskri og indverskri tónlist. Þá mun Fílharmóníusveit Los Angeles- borgar koma fram á hátíðinni og einnig verður þar í boði sýningin Picasso og dansinn, en verkið er óður til frumlegra og byltingar- kenndra dansverka rússneska dansahöfundarins Serge Diaghi- lev og þeirra áhrif sem verk listamanna á borð við Pablo Picasso höfðu á þróun dansins. Breytingar hjá Kon- unglega leikhúsinu UM þriðjungur leikara við kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn missir vinnuna er Mikkel Harder Munck-Hansen tekur við stafi leiklistarstjóra í júlí á næsta ári að því er greint var frá í danska dagblaðinu Politiken á dögunum. Þegar hefur sjö leikurum ver- ið sagt upp störfum, en þeir eiga allt frá 6 og upp í 16 ára feril að baki hjá leikhúsinu. Hvorki Munck-Hansen né leikhússtjór- inn Michael Christiansen hafa viljað tjá sig um málið en stað- festa þó að leikararnir verði ekki á launaskrá leikhússins frá og með næsta sumri. Þegar hafa þrír nýir leikarar, þau Sonja Richter, Maria Rossing og Helle Fagralid, hlotið fastráðningu við leikhúsið og eru nú uppi getgát- ur um hverjir aðrir muni fylla í skörðin. Hafa nöfn einna 20 leik- arar verið nefnd í því samhengi, m.a. þau Sofie Gråbøl, Nicolaj Lie Kaas, Anders W. Berthelsen og Trine Dyrholm. Að sögn Politiken ætla stjórn- endur leikhússins að stækka leikhópinn, sem í dag saman- stendur af 23 fastráðnum leik- urum, og hleypa einnig nýju lífi í leikhússtarfið með því að nota lausráðna leikara í auknum mæli. Líf og fjör í Edinborg ERLENT Morgunblaðið/Árni Sæberg Edinborg iðar af lífi í ágúst. Konunglega leikhúsið LISTASAFN Reykjanesbæjar virðist ætla að halda tryggð við málverkið í sýningum sínum en nú sýnir þar listakonan Sossa rúm þrjátíu mál- verk. Sossa, eða Soffía Margrét Björnsdóttir eins og hún heitir fullu nafni nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn en hún hefur einn- ig sýnt verk sín þó nokkrum sinnum þar í borg. Á síðustu árum hefur Sossa þróast frá fíg- úratífu málverki þar sem manneskjan var í fyrir- rúmi yfir í málverk sem eru einhvers staðar mitt á milli hins hlutbundna og hins óhlutbundna. Verk- in sem hún sýnir nú eru uppbyggð af ferhyrndum formum sem ýmist mynda sjálfstæða óhlut- bundna heild eða vísa til bygginga, húsaþyrpinga. Það er þó ljóst að hún hefur ekki stigið skrefið yfir í hið óhlutbundna til fulls, það má m.a. sjá af nöfn- um verkanna, eins og Jafndægur, Uppstytta, Kvöldsól, Hafís, Ljósaskipti osfrv. Litanotkun Sossu er heit og skrautleg og verk hennar eiga það flest sameiginlegt að vera falleg ásýndum. Sýning Sossu í Listasafni Reykjanesbæjar vek- ur spurningar. Hvernig á að skoða verk af þess- um toga og hvaða kröfur á að gera til listamanns- ins? Sossa fetar margtroðnar slóðir í verkum sínum. Persónulega er hún að færa sig frá fíg- úratífum myndum yfir í að nokkru leyti óhlut- bundnar. Það er visst skref í hennar þróun. Fyrir áhorfendur hefur þessi þróun kannski minni þýð- ingu, hér er unnið með allt að því aldargömul hug- tök innan málaralistarinnar. Það sem eitt sinn var hugsjón, lífsspursmál, það sem listamenn á borð við Svavar Guðnason og fleiri voru úthrópaðir fyr- ir á sínum tíma hér á landi, vel að merkja löngu eftir að óhlutbundin list ruddi sér til rúms, er nú orðið að vel þekktu tungumáli sem listamenn í dag geta leikið sér með að vild. Engan veginn er hægt að gefa slíkum verkum vægi sem er nokkuð í líkingu við það sem slík verk höfðu á sínum tíma. Eftir stendur þá spurningin um hvernig ber að skoða verk eins og málverk Sossu. List hennar er á engan hátt framsækin innan samtímalistar og hefur þar af leiðandi lítið vægi í slíku samhengi. Þær kröfur sem þá standa eftir eru helst á grund- velli færni hennar í að fara með pensil og liti og þar stendur hún sig með ágætum. Ekki síst eru þær myndir sem hvað minnst vísa í þekktan hlut- veruleika áhugaverðar, þar sem hún leyfir sér að vinna frjálst með með liti og form. Saltfisksetur Íslands heitir eitt af nýrri söfnum á landsbyggðinni en það er staðsett í Grindavík og sýnir sögu saltfiskveiða og saltfiskvinnslu á land- inu. Í safninu er einnig að finna sal sem nota má fyrir listræna viðburði, fyrirlestra eða listsýning- ar eins og nú er gert. Nú sýnir Daði Guðbjörnsson málverk í salnum en þar er í boði einn sæmilegur veggur þar sem hengja má tvívíð verk og nokkuð gólfpláss þar sem koma mætti fyrir þrívíðum verkum. Þetta er ekki svo slæmur salur og for- vitnilegt að sjá hvort framhald verður þar á list- sýningum. Daða Guðbjörnsson þarf tæpast að kynna enda hefur hann fyrir löngu unnið sér sess sem einn af okkar vinsælustu málurum með skrautlegum og sérstökum myndverkum sínum sem öll bera höf- undareinkenni hans án þess að um verði villst. Hann sýnir nú ellefu málverk sem öll tengjast hafinu og djúpinu. Daði hefur alltaf verið frásagn- armálari og svo er einnig hér. Myndir hans segja sögu og fela gjarnan í sér húmor, en eru um leið hrein myndræn upplifun. Oft er myndflöturinn lagskiptur þar sem símynstur líkt og veggfóðurs- mynstur er að finna yfir allan flötinn, stundum er lögð enn meiri áhersla á mynstrið með samhverf- um eða þá að mynstrið dreifist yfir mynd sem að öðru leyti er einföld að gerð. Hér notar hann öld- ur sem spegla veggfóðursmynstrið og notfærir sér óspart möguleikana á heitum og skærum lit- um sem sýna djúpan bláma hafsins, rauða fiska, eða gullna sólargeisla á öldutoppum. Í verkum Daða sem eru mjög persónuleg má ávallt finna góðan skammt af íslenskum veruleika og sagnaheimi, skrautleg verk hans geta jafnvel minnt á verk Sölva Helgasonar og verk alþýðu- málara, þó er Daði aldrei bernskur, til þess eru myndir hans of fágaðar. Litanotkun hans og myndmál hafa líka yfir sér evrópskan, jafnvel suðrænan blæ. Daði er einn af þeim listamönnum sem snemma finna sér sitt myndmál og halda síðan sínu striki hvað sem á gengur. Slík vinnubrögð geta leitt til stöðnunar og endurtekningar en í þeim verkum sem Daði sýnir hér sem eru af stærri gerðinni og nokkuð kraftmikil vinnur hann af sköpunargleði og ástríðu sem forðar honum frá þeirri hættu. Daði hefur í gegnum árin fetað viðkvæma braut, sum verka hans má flokka undir skreytilist og það hefur gengið illa að setja hann á ákveðinn bás. Það er jafnan jákvætt þegar illa gengur að flokka fólk, það ber vott um sjálfstæða sýn sem gengur á skjön við viðteknar venjur. Því má held- ur ekki gleyma að hér á landi er hann einstæður í sinni list, hann hefur þróað sitt myndmál á per- sónulegan hátt og stendur fast á skoðunum sín- um. Honum er í mun að ná til almennings og það gerir hann svo sannarlega. En þó að myndir hans séu nú flestum kunnar og falli vel í geð hafa verk hans líka ögrað, í eina tíð þóttu myndir hans full erótískar og einmitt það hversu skrautlegar þær eru átti ekki upp á pallborðið í upphafi, það tók hann sinn tíma að ná til fólks. Daði sýnir hér með ágætum að hann er enn listamaður í þróun, innan síns persónulega mynd- heims heldur hann sínu striki. MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Til 31. ágúst. Safnið er opið alla daga frá kl. 13–18. MÁLVERK, SOSSA Ragna Sigurðardóttir Ljósmynd/Ragna Sigurðardóttir Leikur að litum og formum í málverki Sossu í Listasafni Reykjaness. Ljósmynd/Ragna Sigurðardóttir Bátur á blárri öldu. Daði Guðbjörnsson sækir innblástur í djúp hafsins. Listsýningarsalur Saltfiskseturs Íslands, Grindavík Til 31. ágúst. Saltfisksetrið er opið alla daga frá frá kl. 11–18. MÁLVERK, DAÐI GUÐBJÖRNSSON Málverk í sumarhita

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.