Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 15 Morgunblaðið/Jim Smart Sigurlaug Stefánsdóttir Knudsen og Blake Fischer, en á myndina vantar Martyn Parkes. SÖNGTÓNLEIKARverða í Norrænahúsinu á morgun,sunnudag, kl. 14.30. Þar koma fram Sig- urlaug Stefánsdóttir Knudsen sópran, Blake Fischer tenór og Martyn Parkes píanóleikari, en þau búa öll og starfa í Bretlandi. Nýverið var Fischer ráð- inn hjá Glyndbo- urne- óperunni og hefur hann störf í haust. Sigurlaug syngur um þess- ar mundir í Sumaróperu Reykjavíkur og fer þar með hlutverk Vallettos og Virtu í Krýningu Poppeu eftir Monteverdi. Parkes er mikils virtur meðleikari og hefur m.a. starfað með Hallé Symphony Orch- estra, BBC Symphony og er fastráðinn meðleikari hjá Royal Northern Coll- ege of Music. Að sögn Sig- urlaugar verður efnisskrá tónleikanna á morgun tví- skipt. Fyrir hlé verða fluttir ljóðaflokkarnir Fraun Lieben und Leben eftir Schumann og Op. 27 eftir Strauss, en eftir hlé verður dagskráin á léttari nótum og flutt þekktar óp- eruaríur og lög úr Broadway-söngleikjum. Hafið þið starfað lengi saman? „Já, við höfum haldið talsvert af tónleikum sam- an úti. En Blake og Martyn hafa starfað sér- staklega mikið saman því þeir halda tónleika nánast vikulega.“ Hvernig kom það til að þið ákváðuð að halda tón- leika hér heima? „Martyn hefur nú alltaf verið volgur fyrir því að koma til Íslands, en þetta er í fyrsta skiptið sem hann kemur hingað. Blake hefur hins vegar komið hingað áður, t.d. fyrir tveimur árum þegar við héldum tónleika saman. En í þetta skiptið sóttumst við sérstaklega eftir því að fá Martyn með okkur og hann reyndist afar spennt- ur fyrir því að koma, okk- ur til mikillar ánægju.“ Af hverju varð þessi ákveðni ljóðaflokkur Schu- manns fyrir valinu? „Sagan sjálf í þessum ljóðaflokki er svo falleg og talar sterkt til mín, enda þroskasaga konu frá því hún er áttavilltur ungling- ur og þar til hún verður að fullorðinni konu. Þar fyrir utan hefur ljóða- flokkurinn alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en það var amma mín sem kynnti mér hann fyrir mörgum árum. Síðan þá hefur mig alltaf langað til þess að syngja hann og hafði svo tækifæri til þess fyrir hálfum öðrum mán- uði, en þá söng ég hann á tónleikum úti. Óneitanlega er afskaplega gaman að geta sungið hann hérna heima líka.“ Hvað ætlið þið svo að bjóða upp á eftir hlé? „Við verðum með smá lagaflokk úr Töfraflaut- unni eftir Mozart og Sög- ur úr Vesturbænum eftir Bernstein, auk þess sem við flytjum nokkrar aríur t.d. úr Manon eftir Massenet. Að endingu verðum við með smá grín- lög á borð við Let́s call the whole thing off og fleiri gullmola.“ Hvers vegna völduð þið Norræna húsið? „Það er bara svo gott að syngja þar, því það hentar sérstaklega vel fyrir ljóðatónleika. Nálægðin við áheyrendur er mikil, en samt er hljómburð- urinn góður og allt berst svo vel. Í raun finnst mér frekar sérkennilegt að það sé ekki notað meira til söngs, því þetta er frábær salur.“ Þroska- saga konu STIKLA Söng- tónleikar í Norræna húsinu Næsta v ika Laugardagur Hafnarhúsið við Tryggva- götu Kl. 14 Smekkleysubíó: Björk Vespertine live at Royal Opera House. Kl. 16. Smekkleysubíó: Björk Live at Shepherds Bush. Kl. 18 Smekkleysukaraókí: Í samstarfi við Gay Pride. Kynnir og formaður dóm- nefndar er Rósa Ingólfsdóttir. Dómnefnd skipa einnig Bogomil Font og Margrét Örnólfs. Veitt verða verðlaun, geisladiskar að eigin vali frá Smekkleysu, fyrir frumlegustu sviðsframkomu, besta frumsamda textann og besta búninginn. Hallgrímskirkja kl. 12 Danski organistinn Christian Præstholm frumflytur orgel- verkið Mynstur (Patterns) eftir eitt af efnilegustu tónskáldum yngri kynslóðarinnar hér á Ís- landi, Gunnar Andreas Krist- insson. Hánefsstaðarreitur, Dalvík kl. 18 Leik- félagið Sýnir bregður sér í leikferð og sýnir eina sýningu af Draumi á Jónsmessunótt. Reykholtskirkja kl. 20.30 Marteinn H. Frið- riksson dómorg- anisti lýkur tón- leikaröð sumarsins við orgelið í Reyk- holtskirkju. Mar- teinn mun á laug- ardaginn leika verk eftir íslenska höfunda og J.S. Bach. Reykjahlíðarkirkja, Mý- vatni, kl. 21 Svava Kristín Ingólfsdóttir, mezzosópran, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, bás- úna, og Magnús Ragnarsson, píanó, flytja fjölbreytta efnis- skrá með íslenskri og norrænni tónlist. Þau hafa öll numið og starfað í Gautaborg og kynnt íslenska tónlist í Svíþjóð. Mörg verkanna sem þau flytja eru sérstaklega löguð að hljóð- færaskipan þeirra. Sunnudagur Hafnarhúsið, Tryggvagötu Kl. 14 Smekkleysubíó: Björk Vespertine live at Royal Opera House. Kl. 15 Ólafur Engilbertsson með leiðsögn um sýningu Smekkleysu, Humar eða frægð. Kl. 16 Smekkleysubíó: Björk Live at Shepherds Bush. Hallgrímskirkja kl. 20 Á sjöttu kvöldtónleikum Sumar- kvölds við orgelið þetta árið flytur þýski organistinn og stjórnandinn Johannes Skudlik þýska og franska orgeltónlist. Norræna húsið kl. 14.30 Sópransöngkonan Sigurlaug Stefánsdóttir Knudsen og ten- órsöngvarinn Blake Fischer frá Ástralíu halda söngtónleika. Undirleikari er Martyn Parkes frá Bretlandi. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Ash Gallerí, Lundi, Varma- hlíð, kl. 14 Stef við síldaræv- intýri. Ólafur Sveinsson mynd- listarmaður opnar sýningu á olíupastelmyndum sem allar eru unnar árið 2000. Þetta eru skissur sem unnar voru sama ár fyrir myndröð málverka frá Síldarverk- smiðjum Kveldúlfs á Hjalteyri. Sýningin stendur til 31. ágúst frá 10 til 18 alla daga. Allir eru velkomnir á opn- unina eða síðar. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 17.30 Eingöngu verða leikin verk eftir Franz Schubert. Við þetta tækifæri munu bandarískir og íslenskir hljóðfæraleikarar stilla saman strengi sína. Fyrst flytja Hlíf Sig- urjónsdóttir fiðluleikari, Robert La Rue sellóleikari og Adrienne Kim píanóleikari tríó í Es-dúr ópus 100 – D 929. Seinna verkið á efnisskrá er Píanó- kvintett í A dúr ópus 114 – D 667, Silungakvintettinn, og þá mæta einnig til leiks þau Guð- rún Þórarinsdóttir víóluleikari og Þórir Jóhannsson bassaleik- ari. Bandaríska sendiráðið á Ís- landi styrkir tónleikana. Listasafn Árnesinga kl. 16 Opnun á sýn- ingu í öllum söl- um safnsins, sem er hluti af stærra verkefni sem er styrkt af Menningar- borgarsjóði. Umsjón verkefn- isins er í höndum Birnu Kristj- ánsdóttur, forstöðumanns safnsins, og listamannanna Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og Melkorku Þ. Huldudóttur. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðluleikari, Robert La Rue sellóleikari og Adrienne Kim píanóleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Jónas Tómasson, Sjostakovítsj og Paul Schoen- feld. Föstudagur Norræna húsið kl. 21 Nor- ræna tríóið Koppel – And- ersson – Gunnarsson. Að- gangseyrir: Kr. 1.200. Tríóið Koppel – Anderson – Koppel spilaði í Norræna húsinu á menningarnótt 2001 fyrir troð- fullu húsi. Benjamin Koppel nýt- ur styrks frá Norræna menn- ingarsjóðnum til að ferðast á milli Norðurlandanna og spila með heimamönnum. Frá uppfærslu leikhópsins Sýnis. Marteinn H. Friðriksson Bogomil Font mun dæma keppnina. almenningssjónir. Til 1.9. Listasafn Reykjanes- bæjar: Sossa Björns- dóttir. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ás- mundur Sveinsson – Nú- tímamaðurinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í alþjóðlega myndlist á Ís- landi. Til 7.9. Erró – stríð er ný þemasýning úr Erró-safneigninni. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Nýir tímar í íslenskri sam- tímaljósmyndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Andlitsmyndir og afstraksjónir. Til 1.9. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Gróf- arhúsi: Claire Xuan. Til 1.9. Norræna húsið: Nor- ræn fílasýning. Til 17.8. Vestan við sól og norðan við mána. Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Ari Trausti Guð- mundsson rithöfundur og jarðeðlisfræðingur. Til 31.8. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyjafirði: Tíu úti- og innisýningar. Til 14.9. Safn – Laugavegi 37: Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk. Til 10. okt. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafn- arf.: Gripir úr Þjóð- fræðisafni Þjóðminja- safns Íslands. Til 15.9. Skálholtsskóli: Björg Þorsteinsdóttir er stað- arlistamaður Skálholts- skóla árið 2003. Til 1.9. Fjöruhúsið á Helln- um, Snæfellsnesi: Aðalheiður Ólöf Skarp- héðinsdóttir. Smámyndir unnar í þurrnál og vatnsliti. Til 31.8. Gallerí Dvergur: Geirþrúður Finn- bogadóttir Hjörvar: „The weight of signific- ance.“ Til 17.8. Hafnarborg: Guð- björg Lind. Anna Jóels- dóttir. Til 8.9. Nýlistasafnið: Sýn- ingar félaga Gjörn- ingakúbbsins, Heimis Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar. Til 7.9. Gallerí Skuggi: Val- garður Gunnarsson. Til 23.8. Kling og Bang: Danski ljósmyndarinn Peter Funch. Til 31.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfir- standandi myndlist- arsýningar í öllum helstu sýningarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Grease, mið., fim., lau., lau. Poppea, fös., sun., fös., lau. Loftkastalinn: Ain’t Misbehavin’, lau., sun., mán. MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratugurinn. Í tengslum við sýninguna eru einnig sýndar ljósmyndir eftir Hans Malmberg sem hann tók í Reykjavík ár- ið 1951. Til 1.9. Gerðarsafn: Sýning á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Sumarsýn- ingin „Hvað viltu vita?“ Þar eru til sýnis upplýs- ingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Til 5.9. Handverk og hönn- un, Aðalstræti 12: Á sumarsýningunni er bæði hefðbundinn list- iðnaður og hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Til 31.8. Hótel Edda Laug- arbakka: Teikningar Halldórs Péturssonar úr Grettis sögu. Til 17.8. Listasafn Borgarness: Gunnar Ingibergur Guð- jónsson: Málað fyrir Hallstein. Ný olíuverk. Til 13.8. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Sumarsýning – Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Hönnunarsafn Ís- lands, Garðatorgi: Úr eigu safnsins – Sýnishorn íslenskrar hönnunar 1952–2002. Að auki eru munir í eigu nokkurra hönnuða, sem sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir LISTASAFN Árnesinga opnar á morgun, sunnudag, 10. ágúst klukk- an 16 sýningu á safneign og sýn- inguna „Old but useful“ eftir Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og Mel- korku Þ. Huldudóttur. Verkið „Old but useful“ er unnið útfrá tveimur málverkum í eigu safnsins og er hluti af stærra verkefni styrktu af Menningarborgarsjóði. Sýningarstjórn er í höndum Hönnu og Melkorku en þær útskrifuðust báðar frá Listaháskóla Íslands vorið 2002 úr fjöltæknideild. Á opnuninni verða óvæntar uppákomur og Anonymous leikur tónlist. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 21. Sept- ember. Safnið er opið alla daga milli 13:30 og 18. Gamalt en gagnlegt Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Melkorka Þ. Huldudóttir. VALGARÐUR Gunnarsson opnar málverkasýningu í dag í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, kl. 16. Á sýningunni, sem stendur til 23. ágúst, eru u.þ.b. 20 nýleg verk, sem eru eins konar kvarkhugmyndir um innri og ytri veruleika eins og hann birtist lista- manninum. Gallerí Skuggi er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis. Kvarkhugmyndir Ein mynda Valgarðs Gunnarssonar. SAMBÖND Íslands er heiti á alþjóðlegri myndlistarsýningu sem opnuð verður í Safnahúsinu á Húsavík í dag, laugardaginn 9. ágúst kl. 14. Þetta er farandsýning á verkum er lýsa landi og þjóð. Sýnendur eru 73 frá 19 þjóðum og er stærstur hluti þeirra erlendir listamenn, sem heimsótt hafa Ísland, en einnig íslenskir listamenn búsettir erlendis. Sýningin stendur til 31. ágúst og verður opin daglega frá 10–18. „Sambönd Íslands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.