Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 J OSÉ Saramago býr á eyjunni Lanzarote, sem er ein Kanaríeyja, ásamt eiginkonu sinni og þremur hundum. Þar skrifar hann ekki aðeins skáldsögur heldur líka dag- bækur með hugleiðingum og frá- sögnum af því sem á daga hans drífur (Cadernos de Lanzarote, Minnisbækur frá Lanzarote). Dagbækur hans eru orðnar a.m.k. fimm talsins og eru að ýmsu leyti fróðlegar. Í þeim kemur fram að Saramago er ákaflega upptekinn maður, hann ferðast mikið, sækir ráðstefnur og mannamót af ýmsu tagi, tekur á móti gest- um víðs vegar að úr heiminum, og nýtur þess að búa í kyrrðini á Lanzarote. Oft læt- ur hann falla ýmsa fróðleiksmola um skáld- sögurar sem hann er að vinna að hverju sinni, sömuleiðis um skoðanir sínar og við- horf til samferðafólksins. 6. júní 1993 „Þegar ég las Levantado de Chão (Upp af jörðu) sagði ég við sjálfa mig: „Þessi rithöfundur er öðruvísi en aðrir“.“ Hún hitti naglann á höfuðið. Hún sagði ekki „betri en aðrir“, hún sagði „öðru- vísi“, og getur ekki ímyndað sér hvað ég er henni þakklátur. Hún ætti að vita að þetta hef ég aldrei rekist á innan um þær þúsundir orða sem hingað til hafa verið skrifuð um mig. Öðruvísi. Þetta er rétt hjá henni, öðruvísi. Og ég sækist ekki eftir meira.“ Cuadernos de Lanzarote, I Orðin hér að ofan skrifaði José Saramago í fyrstu dagbókina sem hann hélt á Lanz- arote og vitnar í lesanda sinn. Þessi orð lýsa honum og verkum hans betur en ýmislegt annað sem um hann hefur verið sagt því að Saramago er höfundur sem sker sig úr, stíll hans er svo auðþekkjanlegur og rödd hans svo einstök og skýr. Hann hefur oft sagt að hann vilji að bækur sínar beri því ótvírætt vitni að í þessum heimi okkar hafi lifað mað- ur að nafni José Saramago, að lesendur hans finni að fremur en að lesa skáldsögur séu þeir að lesa höfund. Í dagbókunum birt- ir hann stundum bréf frá lesendunum, oft ástríðufull bréf með vangaveltum um lífið, dauðann, ástina og manninn, sprottnum af lestri einhverrar skáldsögu Saramagos. Ekki er óalgengt að bréfin hefjist á orð- unum, „Kæri vinur“, slík er nálægð höfund- arins við lesandann, enda segir Saramago að í þessum bréfaskriftum sé ekki um að ræða samræður höfundar og lesanda, heldur skoðanaskipti, þar sem maður ræðir við mann. Saramago er svo sterklega viðstadd- ur í verkum sínum af því að hann, höfund- urinn, er ævinlega sögumaðurinn. Hann hef- ur stundum sagt að það sé vafamál hvort hann eigi að kalla sig skáldsagnahöfund, eig- inlega sé hann ritgerðasmiður sem neyðist til að skrifa skáldsögur af því að hann kunni ekki að skrifa ritgerðir. Í ritgerðum talar rödd höfundarins skýrt um skilning sinn á heiminum, lífinu og mannlegri hegðun, rétt eins og á sér stað í skáldsögum Saramagos. Við þetta má bæta að skáldsögur sínar nefn- ir hann ekki alltaf skáldsögur heldur: Hand- bók, Ritgerð, Guðspjall, Minningar, Sögu … Langur aðdragandi José Saramago fæddist 16. nóvember árið 1922 í Azinhaga, litlu þorpi fyrir norðan Lissabon. Hans rétta nafn var José de Sousa, en þegar nafn hans var skráð í þjóð- skrána bætti skrifstofumaðurinn í þorpinu viðurnefni fjölskyldu föður hans við nafnið Sousa: Saramago. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en Saramago var að byrja í skóla, og frekar en að standa í stappi við skrifræðið í landinu ákvað faðir hans að halda nafninu. Foreldrar Saramagos voru fátækir leigu- liðar, og höfðu ekki ráð á að kosta son sinn til langskólanáms. Hann lærði lásasmíði í iðnskóla, en einnig frönsku og bókmenntir og kynntist því bæði portúgölskum bók- menntum og frönskum með þessu verknámi. Að öðru leyti er hann sjálfmenntaður, sótti bókasöfn á kvöldin eftir vinnu og las allt sem hann komst yfir, en fyrstu bókina sína eignaðist hann ekki fyrr en hann var orðinn 18 ára. Saramago vann ýmiss konar störf áður en hann fékk starf við bókaútgáfu, sem hann starfaði við í tæp 20 ár, og síðar varð hann aðstoðarritstjóri dagblaðsins Diario de Not- icias eftir byltinguna 1974, en missti starfið nokkrum mánuðum seinna í pólitískum hræringum í kjölfar hennar. Hann gekk í kommúnistaflokkinn árið 1969, sem þá var bannaður undir stjórn hins einræðissinnaða Salazars, og er enn sannfærður kommúnisti. Eftir að Saramago missti starf sitt á dag- blaðinu vann hann sem þýðandi og skrifaði stundum blaðagreinar, en tók líka að fást við skáldskap í frístundum. Þó hóf hann rithöf- undarferil sinn seint, var kominn hátt á sex- tugsaldurinn þegar hann ákvað að verða rit- höfundur. Aðspurður kveðst hann hafa verið of ungur til að byrja að skrifa fyrir alvöru fyrr á ævinni, og hefur reyndar sagt að lífi sínu megi skipta í tvö tímabil: árin fram að fimmtugu, lærdómsárin, og árin eftir fimm- tugt, þegar starfsárin tóku við. Reyndar gaf Saramago út skáldsögu árið 1947, undir nafninu Terra do pecado (Land syndarinnar), skáldsögu sem vakti enga at- hygli og varð hans eina skáldsaga í 30 ár. Nú hefur hún verið endurútgefin, en Sara- mago lítur ekki beinlínis á hana sem sitt verk, finnst að ungi maðurinn sem skrifaði þessa sögu sé annar maður með annan skilning á skáldskap. Á þessum 30 árum sem liðu þar til næsta skáldsaga kom út gaf Saramago þó eitthvað út, 2 ljóðabækur (1966, 1970) og smásagnasafn. Helstu verk Árið 1977 kom út fyrsta skáldsaga Sa- ramagos eftir 30 ára þögn. Sú heitir Manual de Pintura e Caligrafia (Handbók um mál- aralist og skrautskrift) og er að hans sögn ævisögulegasta bók hans. Hún segir frá mál- ara sem snýr sér að skriftum í leit sinni að þekkingu og er að því leytinu í anda síðari verka Saramagos, því að skáldsögur hans eru ævinlega þekkingarleit. En það er ekki fyrr en árið 1980, með skáldsögunni Levantado de Chão (Upp af jörðu) að rithöfundarferill þess Saramagos, sem við þekkjum, hefst í raun og veru. Í þessari skáldsögu segir frá þremur kyn- slóðum landbúnaðarverkamanna frá upphafi 20. aldar fram á miðjan 8. áratug, fábrotnu bændafólki, sem býr við erfið lífskjör en varðveitir þó reisn sína og skynsemi. Og hér, í þessari skáldsögu, kemur hinn sér- staki stíll Saramagos fyrir sjónir lesenda í fyrsta sinn. Hann hefur sjálfur lýst því hvernig það gerðist: Það var árið 1979 þegar hann var að glíma við að skrifa söguna, og gekk stirðlega að finna rétta tóninn. Þá var það að í miðjum skrifum, og alveg óvænt, að hann breytti um stíl, hvarf frá hefðbundinni frásögn og tók að skrifa eins og menn tala. Ástæðuna segir hann hafa verið viðfangs- efnið, sveitafólk í Portúgal, fólk sem kunni ekki að lesa, en sagði frá svo að allt í lífi þess var munnlegt. Til að vera söguefninu trúr fannst honum hann þurfa að segja frá á sama hátt og þetta fólk, sem hafði sagt hon- um frá lífi sínu. Með Memorial do Convento (Minningar úr klaustri, 1982) má segja að Saramago slái í gegn sem skáldsagnahöfundur á alþjóð- legum vettvangi. Sagan gerist á fyrri hluta 18. aldar og upp úr henni samdi ítalska tón- skáldið Azio Corghi óperu sem nefnist Bli- munda (frumsýnd í Mílanó 1990). Aðalper- sónur sögunnar eru elskendurnir Baltasar og Blimunda, skyggn kona sem getur skyggnst inn í hugskot annarra. Þau tvö slást í hóp þúsunda verkamanna sem strita við að reisa geysistórt klaustur í Mafra, sem konungurinn hét að reisa guði til dýrðar. Blimunda og Baltasar eru fulltrúar þraut- seigs og skynsams alþýðufólks, ásamt presti nokkrum, sem er að smíða loftfar með að- stoð þeirra, og Domenico Scarlatti, vini þeirra og trúnaðarmanni, sem felur sig fyrir Rannsóknarréttinum í verkstæði þeirra og leikur á sembal. Fáviska og ofstæki ein- kennir aftur á móti kirkjuna og konungs- valdið. Í kjölfar þessarar skáldsögu var Saramago gerður að persona non grata í Mafra, en með Nóbelsverðlaununum mild- aðist afstaða ráðamanna borgarinnar til hans. O Ano da Morte de Ricardo Reis (Árið sem Ricardo Reis dó, 1982) er af mörgum talin ein mesta skáldsaga Saramagos. Eins og titillinn gefur til kynna er aðalpersónan Ricardo Reis, læknir og ljóðskáld, sem stíg- ur í land í Lissabon eftir margra ára dvöl í Brasilíu. En Ricardo Reis var aldrei maður af holdi og blóði, heldur er eitt af tilbúnu skáldunum hans Fernandos Pessoa (1888- 1935), sem orti mörg af sínum bestu ljóðum undir dulnefnum, en eitt þeirra var Ricardo Reis. Saramago var unglingur þegar hann rakst fyrst á ljóð eftir Ricardo Reis, og þau hrifu hann mjög. Það var ekki fyrr en löngu seinna að hann áttaði sig á því að Ricardo Reis var ekki til. Þegar Reis kemur til Lissabon með lang- ferðaskipinu Highland Brigade er Fernando Pessoa dáinn. Ricardo Reis kemst að því daginn eftir komuna til borgarinnar, þegar hann kaupir sér dagblað og les: „Fernando Pessoa var jarðaður í gær …“ Ricardo Reis ráfar um götur Lissabon í rigningu, stund- um með hinum látna höfundi sínum, Fern- ando Pessoa, og ræðir við hann um lífið og bókmenntirnar. Grundvallarspurningar vakna um skáldskap og veruleika. Argent- íska skáldið Jorge Luis Borges á sér eðlileg- an stað í bók sem þessari, það bendir Sara- mago sjálfur á, því að Ricardo Reis er að lesa bók Herberts Quains, The God of the Labyrinth, en um hann skrifaði Borges smá- söguna „Rannsókn á verkum Herberts Quains“ (Ficciones). Þar að auki eru tákn Borgesar á hverri síðu, speglar, skákborð, fljót tímans, slóttugir og spilltir guðir, að ógleymdu völundarhúsinu. A Changada de Pedra (Steinflekinn, 1986), segir frá því að Spánn og Portúgal rifna frá Pýrenneafjöllum og fljóta suður á bóginn þar til þau setjast að í grennd við Afríku. Spánverjar og Portúgalir eiga ekki heima með hinum voldugu og ríku Evr- ópulöndum, segir Saramago, og er þetta lík- lega sú skáldsaga hans sem kemst næst því að vera pólitísk. Historia do Cerco de Lisboa (Sagan af umsátrinu um Lissabon, 1988), segir frá miðaldra prófarkalesaranum Raimundo Silva, hlédrægum piparsveini, sem starfar við stórt útgáfufyrirtæki. Hann er að rann- saka gamalt handrit og breytir því, og breytir þar með mannkynssögunni. Um leið verða breytingar í lífi Raimundos sjálfs og ákveðnar hliðstæður skapast milli fortíðar og nútíðar, sagnfræði og skáldskapar. O Evangelhio segundo Jesus Cristo (Guð- spjall Jesú Krists, 1991), er umdeildasta bók Saramagos og þótti reyndar mörgum sem hún væri hreint guðlast. Kaþólskir víðs veg- ar um heim brugðust hart við henni og kröfðust þess að páfinn bannfærði Sara- mago. Portúgalska ríkisstjórnin ákvað að leggja hana ekki fram til bókmenntaverð- launa Evrópusambandsins, en hörð viðbrögð á alþjóðlegum vettvangi breyttu þeirri ákvörðun. Eins og við er að búast fjallar sagan um líf Jesú Krists á „ókristilegan“ hátt. Þó byggist hún að öllu leyti á guð- spjöllunum en höfundurinn bætir ýmsu við þau. Djöfullinn kemur fram sem fulltrúi skynseminnar og guð er guð hefndarinnar. Þegar Jesús deyr á krossinum gegn vilja sínum segir hann: „Menn, fyrirgefið honum, því hann veit ekki hvað hann gerir.“ Þrátt fyrir gífurlega hörð viðbrögð vann Sara- mago Portúgölsku rithöfundaverðlaunin fyr- ir skáldsöguna. En úlfúðin og illdeilurnar sem bókin olli í heimalandi hans urðu til þess að Saramago fluttist úr landi og settist að á Lanzarote. Ensaio sobre a Cegueira (Blinda, 1995, orðrétt þýðing er Ritgerð um blindu, í anda Saramagos) er eina skáldsaga þessa mikla höfundar sem hefur komið út á íslensku (2000). Persónurnar sem fram koma í sög- unni bera engin nöfn og eru nefndar eftir sínum ytri einkennum, s.s. fyrsti blinding- inn, gamli maðurinn með augnleppinn, unga stúlkan með sólgleraugun, hundur táranna o.s.frv. Blinda segir frá skelfilegri farsótt sem herjar á heilt þjóðfélag og veldur alls- herjarblindu. Aðeins ein persóna sleppur, læknisfrúin, og verður hennar hlutskipti verst allra í bókinni því að hún neyðist til að horfa á niðurlægingu og skelfilega hnignun siðmenningarinnar í kjölfar blindunnar (þess má geta að kvenpersónur Saramagos eru ævinlega sterkar og aðdáunarverðar manneskjur). Blindingjarnir sjá ekki annað en „mjólkurhvítan sjó“, sem er í hróplegu ósamræmi við skítinn og viðbjóðinn sem hleðst upp í hinni nafnlausu borg þar sem sagan gerist. Í upphafi sögunnar er að finna tilvitnun í Heilræðabókina (sem Saramago fann upp, í anda Borgesar) þar sem segir: „Ef þú sérð skaltu horfa. Ef þú horfir skaltu taka eftir“. Í Todos os Nomes (Öll nöfnin, 1997) eru persónurnar og borgin aftur nafnlaus, að að- alpersónunni undanskilinni, herra José, skrifstofublók á skráningarstofu, sem bítur það í sig að leita uppi konu, þegar hann rekst á nafn hennar í spjaldskrá á skráning- arstofunni þar sem hann vinnur. Sagan öll fjallar um þessa leit hans. Það rignir mikið í þessari sögu rétt eins og í Ricardo Reis, og í henni er mikið myrkur. Atburðirnir gerast að kvöld- og næturlagi, í dimmum eða lok- uðum byggingum og umhverfið líkist allt völundarhúsi, m.a.s. kemur við sögu þráður Aríadne. Saramago hefur lýst tilurð þess- arar skáldsögu, hann átti bróður, sem var 2 árum eldri en hann og dó 4 ára, og ákvað sem fullorðinn maður að finna gröf hans. Þá komst hann að því að andlát hans hafði aldr- ei verið skráð, að opinberlega var bróðir hans enn á lífi. A Caverna (Hellirinn, 2000), er fyrsta skáldsagan sem kom út eftir að Saramago hlaut Nóbelsverðlaunin. Hún gerist í ná- lægri framtíð, í þorpi leirkerasmiðsins Cip- rianos Algors sem býr til leirvörur og selur í Miðstöðina, lokað, tæknivætt samfélag, fjarri náttúrunni, með stórri verslunarmið- stöð, skemmtanamiðstöð, sjúkraþjónustu og fleira í þeim dúr, og er smám saman að leggja undir sig allt umhverfið og gleypa í sig alla íbúa sveitarinnar. Nafn skáldsög- unnar vísar í helli Platóns, enda líf nútíma- mannsins meiri sýndarveruleiki en nokkru sinni fyrr. Í miðstöðinni hafa náttúran og raunveruleikinn verið þurrkuð út, menn hætta að kaupa leirvörur Ciprianos af því að þeir vilja heldur plast, og menn geta ferðast um allan heim án þess nokkurn tíma að þurfa að yfirgefa Miðstöðina. Á stóru skilti við Miðstöðina stendur letrað: „VIÐ GÆT- UM SELT YÐUR ALLT SEM ÞÉR ÞARFNIST EF VIÐ KYSUM EKKI Öðruvísi rithöfundur „Hann hefur oft sagt að hann vilji að bækur sín- ar beri því ótvírætt vitni að í þessum heimi okk- ar hafi lifað maður að nafni José Saramago.“ José Saramago hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1998. Hann er höfundur sem sker sig úr, stíll hans er svo auðþekkjanlegur og rödd hans svo einstök og skýr. Hér er fjallað um ævi hans og verk. E f t i r S i g r ú n u Á s t r í ð i E i r í k s d ó t t u r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.