Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 Andri Snær Magnason les úr verkum sínum í Iðnó á laugardag kl. 20. Arnaldur Indriðason les úr verkum sínum í Iðnó á föstudag kl. 20. Álfrún Gunnlaugsdóttir les úr verkum sínum í Iðnó á föstudag kl. 20. Árni Þórarinsson tekur þátt í pallborðsum- ræðum um glæpasögur í Norræna húsinu á fimmtudag kl. 15. Einar Már Guðmundsson tekur þátt í pall- borðsumræðum um miðju heimsins nær og fjær í Norræna húsinu á föstudag kl. 15. Einar Kárason tekur þátt í pallborðsumræð- um um innblásturinn í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 15. Gerður Kristný les úr verkum sínum í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 20. Guðmundur Andri Thorsson les úr verkum sínum í Iðnó á þriðjudag kl. 20. Guðrún Eva Mínervudóttir les úr verkum sínum í Norræna húsinu nk. laugardag kl. 13. Hallgrímur Helgason les úr verkum sínum í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 20. Huldar Breiðfjörð les úr verkum sínum í Iðnó á fimmtudag kl. 20. Jón Kalman Stefánsson les úr verkum sínum í Norræna húsinu nk. laugardag kl. 13. Kristín Steinsdóttir tekur þátt í pallborðs- umræðum um innblásturinn í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 15. Sigurbjörg Þrastardóttir les úr verkum sín- um í Norræna húsinu nk. laugardag kl. 13. Sigurður Pálsson les úr verkum sínum í Nor- ræna húsinu nk. laugardag kl. 13. Stefán Máni les úr verkum sínum í Norræna húsinu nk. laugardag kl. 13. Steinunn Sigurðardóttir tekur þátt í pall- borðsumræðum um miðju heimsins nær og fjær í Norræna húsinu á föstudag kl. 15. Vigdís Grímsdóttir les úr verkum sínum í Iðnó á mánudag kl. 20. Íslenskir höfundar á bókmenntahátíð Kristín Steinsdóttir Stefán Máni Álfrún Gunnlaugsdóttir Arnaldur Indriðason Jón Kalman Stefánsson Gerður Kristný Hallgrímur Helgason Einar Kárason Sigurbjörg Þrastardóttir Steinunn Sigurðardóttir Guðmundur Andri Thorsson Árni Þórarinsson Sigurður Pálsson Einar Már Guðmundsson Vigdís Grímsdóttir Huldar Breiðfjörð Guðrún Eva Mínervudóttir Andri Snær Magnason M enn segja að Svíþjóð hafi skipt um ásýnd hægt og sígandi án þess að nokkur yrði þess var. En ég er þeirrar skoð- unar að þetta hafi verið fyrirsjáanlegt og að það hafi gerst fyrir allra augum. Ef menn hefðu bara haft augun hjá sér.“ Kurt Wallander yfirlögregluþjónn í Bros- mildi maðurinn eftir Henning Mankell. Þýð.: Vigfús Geirdal. Útg. Mál og menning 2002. „Ógæfa R-rússlands er gömul og ný. Þar er allt á hvolfi. Fábjánar og illmenni verja hið góða, en píslarvottar og h-hetjur þjóna hinu illa.“ Erast Petrovitsj Fandorin ríkisráð í Ríkis- ráðið eftir Boris Akunin. Þýð.: Árni Bergmann. Útg. Mál og menning 2001. --- STRÆTI illskunnar sem Raymond Chandler skrifaði að söguhetja sakamálasagna þyrfti að ganga, maður sem sjálfur væri ekki illur, voru lengst af flest í bandarísku og bresku umhverfi. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er vagga saka- málasögunnar, en eftir að barnið prílaði uppúr vöggunni hefur það fjölgað sér og dreift vítt og breitt um hinn siðmenntaða og siðspillta heim. Ráðgátur um illsku mannsins eru rannsakaðar, og stundum ráðnar, á ólíkustu sögusviðum og sögutímum, allt frá Færeyjum samtímans að Kína til forna. Sakamálasögunni eru allir vegir færir, svo framarlega sem þar ganga breyskir menn. Og breyskir menn eru víst alls staðar þar sem á annað borð er mannabyggð. Eins og ráða má af tilvitnuðum orðum í bæk- ur Boris Akunin og Henning Mankell spretta sögur þeirra upp úr skýrum félagslegum og sögulegum jarðvegi. Mankell horfir gegnum augu Wallanders á breytta Svíþjóð, þar sem gömul gildi sænsks velferðarþjóðfélags hafa vikið fyrir eins konar stjórnleysi, sjálftöku- mönnum hins frjálsa markaðar, „silkiriddurun- um“, eins og það er orðað, hermdarverkamönn- um, kynþáttahatri, dópsölum og alhliða spillingu forréttindastéttarinnar. Svíþjóð nú- tímans er ekki þjóðfélag réttlætisins heldur ranglætisins og gæslumenn laga og réttar fyrir hönd almennings, lögreglan, verða æ vanbúnari til að leiðrétta skekkjuna. Akunin skoðar hins vegar rússneska fortíð með augum nútímans; hann er „vitur eftirá“, eins og sagt er. En vita- skuld segja bækur hans um leið sitt af hverju um afleiðingar þeirra orsaka sem hann greinir í Rússlandi keisararaveldisins á árunum 1876 til 1900. Fandorin ríkisráð er í senn fulltrúi valda- kerfisins og þeirrar réttlætiskenndar sem æv- inlega þarf að einkenna söguhetjur sakamála- sagna af þessu tagi og það er einmitt hún sem fær hann til að segja skilið við embætti sitt í lok Ríkisráðsins. Paradísarmissir Henning Mankell hefur frá 1989 sent frá sér níu sögur um Kurt Wallander rannsóknarlög- reglumann í bænum Ystad. Þær hafa borið hróður hans um heim allan, verið þýddar á um tuttugu tungumál og orðið að sjónvarpssyrpum og væntanlega bíómyndum áður en langt um líður. Wallander er miðaldra, fráskilinn, ein- mana, þunglyndur, á köflum drykkfelldur og þjakaður af starfs- og lífsþreytu, vonleysi og sektarkennd yfir ýmsum afleikjum í fortíðinni. En Wallander hefur jafnframt djúpstæða þörf fyrir að réttlætið nái fram að ganga; seigla hans og mannlegt innsæi frekar en nútímaleg kunn- átta í rannsóknartækni leiða hann jafnan að lausn mála. Og þá tekur tómleikinn við á nýjan leik. Wallander er rekald í einkalífinu. Hann á í erfiðum samskiptum eða skorti á samskiptum við föður sinn og dóttur og konur yfirleitt. Hann er í eðli sínu „gamaldags“, firrtur í nútímaum- hverfi, sem hann botnar æ minna í og hefur ímu- gust á. Svíþjóð hefur glatað sakleysi sínu. Þjóf- ur hefur komist í paradís og stolið henni. Kurt Wallander á því marga sálufélaga í sakamálasögum okkar tíma, einkum evrópsk- um, enda fátt ömurlegra en hamingjusöm krimmahetja. Upp í hugann koma Morse og Dalziel í Englandi, Rebus í Skotlandi, Martin Beck hjá fyrirrennurum Mankells í Svíþjóð Sjö- wall og Wahlöö, Erlendur Sveinsson hjá Arn- aldi Indriðasyni hérlendis, svo aðeins örfá dæmi séu tekin. Wallander er engu að síður flókinn og sterkur og lifandi persónuleiki, sem lesandi tek- ur ástfóstri við. Sjálfur hefur Henning Mankell sagt að þótt þeir Wallander deili sýn sagnanna á sænskan nútíma sé persónuleiki hans sér ekk- ert sérlega að skapi. „Ef við hittumst myndi okkur koma illa saman.“ Mankell, sem núna er 55 ára að aldri, öðlaðist þessa sýn á Svíþjóð með því að fara burt í lang- an tíma. Þegar hann sneri aftur sá hann óhugn- anlegar breytingar á þjóðfélaginu sem urðu til þess að hann skrifaði fyrstu bókina um Wall- ander, Morðingi án andlits. Hann hafði áður skrifað bækur af öðru tagi en þarna sótti á hann efni sem kallaði á sakamálasögu. Mankell hefur síðan staðfest þörf sína fyrir fjarlægð á sögusviðið með því að flytjast til Moz- ambique, þar sem hann býr helminginn af árinu og gegnir starfi leikhússtjóra, en hinn helming- inn býr hann í Svíþjóð, „hefur augun hjá sér“ og nemur breytingar á ásýnd föðurlandsins. „Ég er eins og listmálari sem þarf að standa nærri léreftinu til að mála, en stígur svo til baka svo hann megi sjá hvað hann hefur málað. Líf mitt er sú hreyfing.“ Rússneska rúllettan Undir dulnefninu Boris Akunin leynist Grig- orij Tjkhartisjvili, nú 47 ára, virtur og vel met- inn bókmenntafræðingur og sagnfræðingur, sérfræðingur í japönskum bókmenntum og þýð- andi þeirra, og ekki síst aðstoðarritstjóri tíma- ritsins Inostrannaja Literatura eða Erlendar bókmenntir, sem mikilvægu hlutverki gegndi á tímum sovétstjórnarinnar við að kynna alþjóð- lega bókmenntastrauma fyrir þarlendum les- endum – og gerir reyndar enn. Þegar hann hóf að skrifa sakamálasögur fyrir aðeins fimm árum ákvað hann að gera það undir dulnefni vegna þess að greinin var þá enn ekki háttskrifuð í rússneskum bókmenntaheimi og hann vildi ekki taka þá áhættu að önnur og fræðilegri ritstörf sín myndu gjalda þess. Núna er Boris Akunin ekki aðeins mest seldi rithöfundur Rússlands – sagt er að „Erastomania“ hafi gripið um sig þar í landi – heldur þýddur og dáður víða um lönd fyrir að flétta eiginleikum spennu- og sakamála- sögunnar inn í rússneska bókmenntahefð eins og hún birtist í verkum höfunda á borð við Dost- ojevski, Tolstoj og jafnvel Gogol. Kvikmyndir eftir bókum hans eru á teikniborðum, m.a. hjá Paul Verhoeven (Basic Instinct), sem tryggt hefur sér réttinn á bókinni Vetrardrottningin, en hún er enn óútkomin hérlendis. Erast Petrovitsj Fandorin, „slyngasti rann- sóknarlögreglumaður Rússlands“, á sér ekki beinar og augljósar hliðstæður í sakamála- sagnahefðinni en er frekar eins konar blanda af James Bond, spæjaramunkinum Vilhjálmi af Baskerville í Nafni rósarinnar eftir Eco og ein- hverri ungri söguhetju Dostojevskis, Mysjkin fursta segja sumir. Jafnvel örlar á vísun í Clous- eau lögregluforingja úr gamanmyndunum sem kenndar eru við Bleika pardusinn þegar Fand- orin fer að ólmast með japanska einkaþjóninum sínum. Hann er gjörólíkur Wallander, mynd- arlegur á velli og kvennabósi drjúgur, en í bók- um Akunins er mikill fjöldi af sexí háskakvend- um, „femmes fatales“, sem Fandorin á stundum erfitt með að standast. Þótt Fandorin sé hug- aður og snjall er hann fjarri því að vera full- komin „hetja“; hann á það til að vera trúgjarn og hégómlegur, gerir mistök og viðurkennir þau, og Akunin undirstrikar galla hans og breyskleika með því að láta hann stama, eins og fram kemur í tilvitnuninni í upphafi þessarar greinar. Ekki ósvipað Wallander er hollusta Fandorins umfram allt við réttlætið og þjóð sína en ekki kerfið, hvort heldur hann glímir við valdabrölt og spillingu innan þess eða þau stjórnleysisöfl sem sækja að því og grafa undan því. Milljónaeintaka sala á bókunum um Fandorin hefur ekki raskað ró Akunins, sem sinnir áfram undir sínu rétta og illframberanlega nafni fyrri hugðarefnum og störfum. En sem Boris Akunin hefur hann skipulagt syrpuna um Fandorin út í hörgul þannig að sérhver ný saga er öðruvísi formglíma en þær sem á undan komu. Þar að auki hefur hann byrjað á nýrri syrpu, sem einn- ig gerist fyrir öld en er með annarri aðalper- sónu, nunnunni Pelagiu, sem rétt eins og munk- ur Ecos fæst við rannsóknir á sakamálum. Akunin segir að þessi syrpa líkist þeirri fyrri „á yfirborðinu… En bókmenntaleg stílfærsla hennar er skýrari og hún er betri frá bók- menntalegu sjónarmiði.“ Akunin segir að nunnusyrpan gerist í dreifbýli en sögurnar um Fandorin í borgarumhverfi. „Ég lít á sveitina sem kvenlega en höfuðborgina sem karlmann- lega,“ segir hann. Henning Mankell og Boris Akunin eru báðir í hópi fremstu fulltrúa spennu- og sakamála- sagna nútímans. Þeir eru afar ólíkir höfundar; t.d. er húmor Mankells þurr og kaldhæðinn en paródískur gáski einkennir oft frásögn Akunins. Hvorugur þeirra er höfundur hinnar útsmognu og ævinlega trúverðugu fléttu; útbreiddur er sá misskilningur að góð saga af þessum meiði standi og falli með slíkri fléttu, þótt hún sé jafn- an vel þegin líka. Mankell og Akunin hafa mest- an áhuga á manneskjunni og þjóðfélagslegum jarðvegi hennar, hvernig samspilið þar á milli getur leitt persónurnar út á ystu nöf og stund- um fram af henni, hvernig og hvers vegna fólk segir sig úr lögum við umhverfi sitt. Og hvernig fólk það er sem leggur allt í sölurnar til að ráða þessa mannlegu ráðgátu. Boris Akunin og Henning Mankell taka þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur í Nor- ræna húsinu á fimmtudag kl. 15 og lesa úr verkum sínum í Iðnó á föstudag kl. 20. ath@mbl.is Svíþjóð í samtíð og Rússland í fortíð eru viðfangsefni Hennings Mankell og Boris Akunov, tveggja af helstu krimmahöfundum samtímans. Henning Mankell sló í gegn sem spennusagna- höfundur árið 1991. Boris Akunin heitir í raun Grigorij Tjkhart- isjvili og er sérfræð- ingur í japönskum bók- menntum. Ráðgátan um Svíann og Rússann E f t i r Á r n a Þ ó r a r i n s s o n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.