Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 9
MIKAEL Niemi er fæddur
1959 í bænum Pajala sem
er í Tornedalen í norður-
byggðum Svíþjóðar við
landamæri Finnlands. Í Paj-
ala er töluð finnska en Mik-
eal Niemi skrifar þó bækur
sínar á sænsku og talar
um að hann hafi finnska
sál í sænskri tungu. Ljóða-
bókin Näsblod under hög-mässan frá 1988 er
hans fyrsta bók en hann hefur auk þess skrif-
að skáldsögur og leikrit.
Árið 2000 hlaut hann August-verðlaunin fyr-
ir skáldsögu sína Populärmusik från Vittula
eða Rokkað í Vittula og ári síðar var hún til-
nefnd til bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs. Í bókinni er sagt frá drengjunum
Matti og Niila sem alast upp í smábænum
Pajala við landamæri Svíþjóðar og Finnlands.
Þeir búa í hverfinu Vittula – eða Píkumýri –
nafngift sem á upptök sín í lítt dulinni frjó-
semisdýrkun þessa annars strangkristna
fólks. En þegar rokkið kemur í bæinn verða
gömul gildi undan að láta og nýir siðir halda
innreið sína.
Bókin vakti gríðarlega eftirtekt er hún kom
út í Svíþjóð og seldist í yfir hálfri milljón ein-
taka. Bókin kom út 2002 í íslenskri þýðingu
Páls Valssonar.
Mikael Niemi les úr verkum sínum í Iðnó á
fimmtudag kl. 20 og tekur þátt í pallborðs-
umræðum um miðju heimsins nær og fjær í
Norræna húsinu á föstudag kl. 15.
Mikael Niemi
DAVID Grossman er fæddur
1954 í Jerúsalem, Ísrael.
Faðir Grossmans og föð-
uramma fluttu frá Póllandi
til Jerúsalem um 1930 og
móðirin er fædd í Palestínu.
David Grossman er einn af
fremstu rithöfundum Ísraela
en hann hefur auk þess
starfað sem blaðamaður
fyrir bresk og bandarísk dagblöð. Árið 1983
gaf hann út sínar fyrstu bækur, smásagnasafn
og skáldsöguna The Smile of the Lamb sem
fjallar um lífið á Vesturbakkanum.
David Grossman hefur jafnframt skrifað
bækur er snerta stöðu Palestínumanna í Ísr-
ael. Hann vakti fyrst alþjóðlega athygli með
bókinni The Yellow Wind (1987) sem byggist á
greinaflokki sem hann skrifaði í tilefni af tutt-
ugu ára afmæli sex daga stríðsins og þótti
gera viðhorfum bæði Ísraelsmanna og Palest-
ínumanna góð og sanngjörn skil. Í annarri
skáldsögu sinni See Under: Love (1986) segir
hann frá Momik, barni manns sem lifði helför-
ina af og reynir að skilja og ímynda sér þær
hörmungar sem foreldrar hans og skyldmenni
þurftu að ganga í gegnum. Bókin hefur verið
þýdd á 22 tungumál.
Í nýjustu skáldsögu sinni leitar Grossman á
önnur mið. Bókin nefnist Be My Knife (2002)
og segir sögu feimins, taugastrekkts og ein-
mana bóksala sem sækist eftir félagsskap
ókunnrar konu sem hann sér á bekkjarmóti.
Grossman hefur samið nokkrar barna- og
unglingabækur. Árið 2001 hlaut hann Sapir-
verðlaunin í Ísrael fyrir unglingabókina So-
meone to Run with sem fjallar um götubörn í
Jerúsalem, sem skipta þúsundum.
David Grossman verður í opnu hádeg-
isspjalli við Hjálmar Sveinsson í Norræna hús-
inu á mánudaginn kl. 12 og les úr verkum sín-
um í Iðnó sama dag kl. 20.
David Grossman
BILL Holm, sem er af ís-
lenskum ættum, fæddist
1943 í Minnesota í Minne-
sotaríki, Bandaríkjunum.
Hann er skáld, ritgerða-
smiður og tónlistarmaður
og hefur kennt enskar bók-
menntir í bandarískum há-
skólum. Hann hefur
ferðast víða og kenndi
m.a. ensku við Háskóla Íslands um eins árs
skeið og um tíma við háskólann í Xian Jía-
tong í Kína. Meðal ritverka hans má nefna
Eccentric islands þar sem hann fjallar um ey-
lönd (þ.á m. Ísland) í landfræðilegum sem og
skáldlegum skilningi.
Bill Holm tekur þátt í pallborðsumræðum
um enskar heimsbókmenntir í Norræna hús-
inu á mánudaginn kl. 15 og les úr verkum
sínum í Iðnó á fimmtudaginn kl. 20.
Bill Holm
MURRAY Bail er fæddur
1941 í Adeleide, Ástralíu.
Hann kom fram á sjón-
arsvið bókmenntanna með
smásögunni Drover’s Wife
í smásagnasafninu Con-
temporary Portraits 1975.
Fimm árum síðar gaf hann
út fyrstu skáldsögu sína af
þremur, Homesickness, en
fyrir hana hlaut hann Áströlsku bókmennta-
verðlaunin.
Homesickness segir frá ferðalögum þrett-
án karla og kvenna vítt og breitt um heiminn.
Þau eru eins og hverjir aðrir ferðamenn –
fara á milli safna, hótela og búða – nema
hvað ekkert er eins og það sýnist þar sem
þau koma. Þau lenda í ýmsum vanda og
skilja oft ekki hvað snýr upp eða niður á því
sem fyrir augu ber. Viðbrögð þeirra eru því
blendin en ekkert þeirra snýr heim með
sömu sýn á sögu heimsins og sköp-
unarverkið.
Eins og seinni tvær skáldsögur Bail ein-
kennist sú fyrsta af súrrealískri fantasíu í
bland við ádeilu á ástralska samfélagið.
Önnur skáldsaga hans kom út árið 1987
og nefnist Holden’s Performance en sú
þriðja, Eucalyptus eða Myrtusviður, er þeirra
þekktust og kom út í íslenskri þýðingu Ólafar
Eldjárn árið 2002. Sagan segir frá æði sér-
stökum bónda í Ástralíu sem gróðursett hef-
ur fjölda tegunda myrtusviðar af öllum stærð-
um og gerðum á óðalsbýli sínu. Dóttir
bóndans er undurfögur og þegar hún kemst á
giftingaraldur mælir faðir hennar svo fyrir að
sá sem kunni að nefna nafn hvers myrtusv-
iðar á landareigninni skuli hljóta hönd henn-
ar. Hver karlinn á fætur öðrum reynir fyrir sér
en á ekki erindi sem erfiði uns hr. Cave,
heimskunnur sérfræðingur í myrtusviði, birt-
ist einn góðan veðurdag. Um svipað leyti hitt-
ir Ellen dularfullan ungan mann á milli
trjánna og næstu daga segir hann henni sög-
ur frá ýmsum tímum og stöðum fjær og nær.
Murray Bail tekur þátt í pallborðs-
umræðum um enskar heimsbókmenntir í
Norræna húsinu á mánudaginn kl. 15 og les
upp úr verkum sínum í Iðnó kl. 20 sama
dag.
Murray Bail
EMMANUEL Carrère er Par-
ísarbúi, fæddur 1957. Hann
er einn af þekktari rithöf-
undum Frakka og er stund-
um kallaður Stephen King
Frakklands. Fyrsta skáld-
saga hans, L’Arnie du Jag-
uar, kom út 1983.
Langþekktasta bók Carr-
ères er hins vegar skáldsag-
an L’Adversaire eða Óvinurinn sem byggir á
sannsögulegum atburðum um hinn virta lækni
Jean-Claude Romand sem myrti konu sína, börn
og foreldra með köldu blóði. Óvinurinn kom út
2002 í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar.
Sagan hefst á þessari óhuggulegu málsgrein:
„Að morgni laugardagsins 9. janúar 1993, á
sama tíma og Jean-Claude Romand var að myrða
konu sína og börn, var ég með fjölskyldu minni á
foreldrafundi í skólanum hjá Gabríel, elsta syni
okkar hjóna.“ Carrère heldur áfram og segir að
sonur sinn hafi verið jafngamall syni Romands.
Eftir foreldrafundinn fór Carrère í mat heima hjá
foreldrum sínum og Romand fór heim til sinna
foreldra og drap þau eftir matinn. Um þessa
helgi vann Carrère að því að klára ævisögu Phil-
ips K. Dicks sem skrifaði vísindaskáldsögur.
Hann lauk við bókina á þriðjudagskvöldinu og á
miðvikudagsmorgni las hann í dagblaðinu Lib-
ération fyrstu greinina um Romandmálið. Og það
varð ekki aftur snúið, Carrère varð að kynna sér
sögu þessa manns til þess að reyna að skilja
hvað rak hann til þess að fremja þessa óhugn-
anlegu glæpi.
Romand var manna ólíklegastur til voðaverka.
Hann var virtur læknir hjá Alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni, mikilsmetinn vísindamaður og
heimagangur hjá heimsfrægum mannvinum.
Hann var fyrirmyndarsonur í daglegu sambandi
við aldraða foreldra, snjall peningamaður með
fjármál fjölskyldu og tengdafólks á sinni könnu.
Allt virtist því í sóma. En í raun var Romand lygari
af verstu gerð. Líf hans var lygi frá upphafi til
enda. Hann laug að konu sinni og börnum, for-
eldrum og vinum. Hann hafði logið í átján ár.
Hann hafði aldrei tekið læknapróf, hann var ekki
í neinu starfi, hann þekkti engar frægar persónur
og hann hafði sólundað sparifé tengdaforeldr-
anna. Þegar segja átti foreldrum hans tíðindin
fundust þau í blóði sínu, myrt af framandi manni,
syni sínum.
Carrère reynir að finna svör við því hvers vegna
Romand varð að þessu skrímsli. Hann leitar í
æsku hans og umhverfi. Svörin eru hins vegar
ekki einföld. Í ritdómi um bókina í Morgunblaðinu
sagði Hrund Ólafsdóttir að bókin væri mjög erfið
aflestrar „því Carrère sýnir okkur skýrt hvað eðli
mannsins er flókið og neyðir okkur til þess að
viðurkenna það“.
Emmanuel Carrère les úr verkum sínum í Iðnó
á morgun, sunnudag, kl. 20 og tekur þátt í pall-
borðsumræðum um það hvaðan innblásturinn
kemur í Norræna húsinu á þriðjudaginn kl. 15.
Emmanuel
Carrère
INGVAR Ambjørnsen er
fæddur 1956 í Larvík í Nor-
egi en er nú búsettur í
Þýskalandi. Fyrsta bók hans,
23-salen, kom út 1981 og er
ádeilusaga um meðferð geð-
sjúkra á stofnunum í Noregi
nútímans. Og allar götur síð-
an Ambjørnsen sendi frá sér
sína fyrstu bók hefur aðal-
umfjöllunarefni hans verið hinir undirokuðu í
samfélaginu, fólkið á jaðrinum. Persónur hans
eru iðulega örvæntingarfullar yfir stöðu sinni,
þær eru vænisjúkar og helteknar af tilvistarang-
ist en frá þessu er sagt í kaldhömruðum og
slangurskotnum stíl sem hæfir efninu vel. Am-
bjørnsen er mjög afkastamikill rithöfundur og
hefur skrifað jafnt fyrir börn sem fullorðna. Bæk-
ur hans hafa selst í meira en milljón eintökum í
Noregi en þær eru einnig allar gefnar út í Þýska-
landi og að auki fjölda annarra landa. Hér á
landi er hann ekki hvað síst þekktur fyrir bækur
sínar um Elling en samnefnd kvikmynd var til-
nefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda
kvikmyndin 2002. Fyrsta bókin af þremur um
Elling er væntanleg í íslenskri þýðingu í haust.
Heimasíða höfundar: http://www.kjent-
folk.no/forfattere/ambjørnsen.
Ambjørnsen les úr verkum sínum í Iðnó á
þriðjudaginn kl. 20.
Ingvar
Ambjørnsen
PER Olov Enquist er fæddur
1934 í Vesturbotni, Sví-
þjóð. Hans fyrsta skáld-
saga, Kristalögat, kom út
1961 og þremur árum síðar
sló hann í gegn með sögu-
legu skáldsögunni Magn-
etisörens femte vinter. Það
var síðan skáldsagan Le-
gionärerna sem færði hon-
um alþjóðlega viðurkenningu en fyrir hana
hlaut hann bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs. Tvær síðastnefndu sögurnar hafa
verið færðar upp á hvíta tjaldinu. Ýmislegt hef-
ur verið þýtt eftir Enquist á íslensku, þar á
meðal skáldsagan Livläkarens besök eða Líf-
læknirinn sem kom út 2002 í þýðingu Höllu
Kjartansdóttur.
Líflæknirinn segir frá Struensetímanum svo-
kallaða sem kenndur er við þýska lækninn og
hugsjónamanninn Struense sem kom til Dan-
merkur og vann trúnað hins geðsjúka konungs
en jafnframt hjarta Karólínu Matthildar, drottn-
ingarinnar ungu. Hann komst til valda og inn-
leiddi ýmsar róttækar breytingar á stjórn
danska ríkisins í anda frönsku byltingarinnar,
nema hvað hann var tuttugu árum fyrr á ferð-
inni. Danski aðallinn tók þessa innrás óstinnt
upp eins og gefur að skilja og harðvítug bar-
átta fór fram við hirðina.
Líflæknirinn sópaði að sér verðlaunum á
Norðurlöndum og hefur síðan verið þýdd á
fjölda mála, var meðal annars valin besta er-
lenda skáldsaga ársins 2001 í Frakklandi og
er metsölubók í Þýskalandi.
Í ritdómi um bókina í Morgunblaðinu sagði
Steinunn Inga Óttarsdóttir: „Líflæknirinn er
þaulhugsuð og spennandi skáldsaga sem end-
urskapar raunverulegar manneskjur og baksvið
þeirra – dómur mannkynssögunnar yfir þeim er
harður ef marka má ummælin í Öldinni
átjándu en í skáldskapnum ræður ástin, mild-
in og skilningurinn.“
Per Olov Enquist les úr verkum sínum í
Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 20 og Halla
Kjartansdóttir mun eiga við hann opið hádeg-
isspjall í Norræna húsinu á þriðjudaginn kl.
12.
Per Olov Enquist
ANDRES Ehin er fæddur
1940 í Tallinn, Eistlandi.
Hann er einkum þekktur
fyrir ljóð sín en fyrsta
ljóðasafn hans, The Wolf’s
Oak, kom út 1968. Ljóð
hans einkennast öðru
fremur af súrrealisma en
Andres Ehin er einn af
„gömlu módernistunum“ í
eistneskum bókmenntum. Auk ljóðagerðar
hefur hann unnið við bókmenntaþýðingar úr
ensku, rússnesku, finnsku, þýsku og
frönsku.
Andres Ehin les úr verkum sínum í Iðnó á
föstudag kl. 20.
Andres Ehin
KRISTIINA Ehin er fædd
1977 í Eistlandi og er ein af
þremur dætrum ljóðskálds-
ins Andres Ehin. Hún gaf út
sína fyrstu ljóðabók árið
2000 og önnur ljóðabók
hennar leit dagsins ljós nú í
aprílmánuði. Í námi sínu við
háskólann í Tartu hefur hún
m.a. skoðað gamla eist-
neska alþýðusöngva sem hafa haft mikil áhrif á
ljóðagerð hennar.
Kristiina Ehin les úr verkum sínum í Iðnó á
þriðjudaginn kl. 20.
Kristiina Ehin
ARTO Paasilinna er fæddur
1942 í Kittilä, Finnlandi.
Hann er metsöluhöfundur í
Finnlandi og er einn af fáum
núlifandi finnskum rithöf-
undum sem hafa skapað sér
nafn á alþjóðlegum vettvangi.
Vinsælasta bók hans er án
efa Jäniksen vuosi eða Ár
hérans frá 1977 en hún kom
út 1999 í íslenskri þýðingu Guðrúnar Sigurð-
ardóttur. Hún hefur nú einnig þýtt skáldsöguna
Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Paasilinna sem
kom út á frummálinu árið 1990 (þýð. 2003). Í
henni er sagt frá því er tveir menn hittast af til-
viljun í gamalli hlöðu þar sem þeir ætla báðir að
binda enda á líf sitt. En þeir fresta verkinu og
ákveða að auglýsa eftir öðru fólki í sömu hugleið-
ingum svo að til verður kostulegur hópur sem
sammælist um að stefna að dýrðlegasta fjölda-
sjálfsmorði sögunnar. Þrátt fyrir alvöruþrungið
markmið verður ferðin á vit dauðans hin ærsla-
fyllsta – og lífsþorstinn er drjúgur þegar á reynir.
Arto Paasilinna les úr verkum sínum í Iðnó á
fimmtudag kl. 20.
Arto Paasilinna
JOHANNA Sinisalo fæddist
1958 í Sodankylä í finnska
hluta Lapplands. Hún hefur
getið sér gott orð sem höf-
undur vísinda- og fantasíu-
skáldsagna og hefur sex
sinnum hlotið Atorox-
verðlaunin fyrir bestu vís-
indaskáldsögu ársins í Finn-
landi. Auk ritstarfanna fæst
Johanna við kennslu í auglýsingagerð og skáld-
skaparskrifum. Fyrsta skáldsaga Sinisalo af al-
mennum toga, Bara sedan solen sjunkit, hlaut
Finlandia-verðlaunin árið 2000.
Johanna Sinisalo les úr verkum sínum í Iðnó
á mánudag kl. 20 og tekur þátt í pallborðs-
umræðum um miðju heimsins nær og fjær í Nor-
ræna húsinu á föstudag kl. 15.
Johanna Sinisalo
JAN Sonnergaard er fæddur
1963 í Kaupmannhöfn.
Hann hefur vakið athygli fyrir
róttækan stíl sem hann
sjálfur lýsir sem félagslegum
súrrealisma. Fyrsta bók
hans, smásagnasafnið Rad-
iator eða Ristavél frá 1997,
fjallar um hversdagslegt og
innantómt líf ungs undir-
málsfólks í Danmörku og hlaut góðar viðtökur
jafnt hjá dönskum gagnrýnendum sem og les-
endum. Bókin er nýkomin út í íslenskri þýðingu
Hjalta Rögnvaldssonar. Sonnergaard hefur gefið
út tvö önnur smásagnasöfn sem mynda þríleik
með því fyrsta. Önnur bókin nefnist Sidste søn-
dag i oktober og kom út árið 2000 og síðasta
bókin kom út í fyrra og heitir Jeg er stadig bange
for Caspar Michael Petersen.
Jan Sonnergaard hefur um árabil verið ötull
við að skrifa greinar og pistla í dönsk dagblöð
um ýmis pólitísk málefni.
Jan Sonnergaard tekur þátt í pallborðs-
umræðum um hvaðan innblásturinn kemur í
Norræna húsinu á þirðjudag kl. 15 og les úr
verkum sínum í Iðnó á miðvikudag kl. 20.
Jan Sonnergaard
PETER Zilahy er fæddur
1970 í Búdapest, Ungverja-
landi. Hann er einkum
þekktur fyrir að blanda
saman bókmenntum og
margmiðlunarefni. Peter Zil-
ahy var ritstjóri bókmennta-
nettímaritsins Link buda-
pest (1997–1999) og auk
þess hefur hann verið rit-
stjóri hjá útgáfufyrirtækinu Jak Books frá
1998. Zilahy hefur skrifað bæði ljóð og prósa
en skáldsaga hans The Last Window Giraffe
sem kom út 1998 hefur verið þýdd á mörg
tungumál og geisladiskur með margmiðlunar-
efni byggðu á sögunni hefur verið sýndur í á
annan tug borga.
Sjá heimasíðu höfundar: http://www.zil-
ahy.net/home.html
Peter Zilahy les úr verkum sínum í Iðnó á
þriðjudag kl. 20 og heldur margmiðlunarsýn-
inguna The Last Window Giraffe í Norræna
húsinu nk. laugardag kl. 15.30.
Peter Zilahy