Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Síða 15
mundarsalur og Gryfja: Inga
Jónsdóttir opnar sýningu sína
Ryk. Töfratákn nefnist sýning
Kristins Péturssonar sem hann
opnar í Arinstofu. Opið þriðju-
daga til sunnudaga kl. 13-17.
Aðgangur er ókeypis
„Art Gallery Icelandic“
Skólavörðustig 25 a Sjöfn
Har. sýnir 45 ný málverk og
vatnslitamyndir.
Opið virka daga kl. 12-18,
laugardaga kl. 12-16 og
sunnudaga kl. 14-18. Til 14.
september.
Sunnudagur
Salurinn kl. 20 Opn-
unartónleikar
Tíbrárrað-
arinnar: Krist-
inn Sigmunds-
son, bassi og
Jónas Ingi-
mundarson,
píanó. Þeir
flytja tvo stóra lagaflokka eftir
Schuman: Liederkreis op. 39
og Kernerljóðin op. 35. Tón-
leikarnir eru helgaðir minningu
Halldórs Hansen barnalæknis
og tónlistarfrömuðar.
Miðvikudagur
Salurinn kl. 20 Ástríður Alda
Sigurðardóttir
píanóleikari
þreytir frum-
raun sína. Flutt
verður Pí-
anósónata í
Es-dúr op. 31
nr. 3 eftir
Beethoven, Dansasvíta fyrir pí-
anó Sz. 77 eftir Bartók og 24
prelúdíur op. 28 eftir Chopin.
Fimmtudagur
Þjóðarbókhlaða kl. 16
Málstofu í tengslum við sýn-
inguna Eins og í sögu - samspil
texta og myndskreytinga í
barnabókum 1910-2000. Er-
indi flytja: Margrét Tryggva-
dóttir bókmenntafræðingur,
Þórarinn Eldjárn, Sigrún Eld-
járn, Andri Snær Magnason
og Áslaug Jónsdóttir.
Tilkynningar sem birt-
ast eiga á þessari síðu,
þurfa að berast í síðasta
lagi kl. 11 árdegis á
fimmtudag. menn-
ing@mbl.is. Sjá einnig
mbl.is/Staður og stund.
Laugardagur
Listasafn Reykjavíkur -
Kjarvalsstaðir kl. 14 Sýning
á verkum myndhöggvarans
Sæmundar Valdimarssonar.
Trémyndir sínar vinnur lista-
maðurinn úr rekaviðar-
drumbum og sýna þær ævin-
týraverur hulduheima sem
standa landsmönnum nærri í
gegnum þjóðtrú og sagna-
minni.
Kling og bang gallerí,
Laugavegi
23 kl. 17
Nína Magn-
úsdóttir mynd-
listarmaður
opnar sýningu
sína „Opið“.
Þetta er þriðja
einkasýning
Nínu. Nú tekst
hún á við að
opna meiningar og möguleika
sem op í ýmsum myndum fela í
sér. Nína notar myndbands-
verk og ljósmyndir til að miðla
hugmyndum sínum.
Opið fimmtudaga til sunnu-
daga kl. 14-18.
Galleríi Sævars Karls kl.
14 Svanborg Matthíasdóttir
opnar málverkasýningu. Svan-
borg útskrifaðist úr MHÍ 1985
og frá Jan Van Eyck Akademi í
Hollandi 1987. Hún hefur
haldið nokkrar einkasýningar
og tekið þátt í mörgum sam-
sýningum, bæði heima og er-
lendis.
Svanborgar hefur kennt
myndlist undanfarin ár í Mynd-
lista-og handíðaskólanum svo
og Listaháskólanum.
Salatbarinn Ólöf Einarsdóttir
sýnir olíumálverk. Ólöf lauk
námi frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1980. Hún
hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga.
Opið virka daga kl. 11.30-
20.30. Laugardaga til kl. 16.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorg, Garðabæ kl.
15 Hönnunarsýningin Ágæti -
Úrvalshönnun frá Svíþjóð. Sýn-
ishorn af verkum sem „Sænskt
form“ hefur sérstaklega valið
og verðlaunað í Svíþjóð á
árinu 2002. Sýning á sænsk-
um iðnaðarvörum. Bókasafn
Garðabæjar sýnir bækur eftir
sænska höfunda í eigu safns-
ins.
Listasafni ASÍ kl. 15 Ás-
Ástríður Alda
Halldór Hansen
Nína Magn-
úsdóttir ljós-
myndari sem
Madonna ásamt
syni sínum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 15
Morgunblaðið/Kristinn
Peter Máté, John Speight, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran.
TRÍÓ Reykjavíkur heldur tón-leika í Hafnarborg kl. 20annað kvöld og eru þeirfyrstu tónleikarnir á nýju
starfsári. Tríóið er skipað, sem
fyrr, Gunnari Kvaran sellóleikara,
Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu-
leikara og Peter Máté píanóleik-
ara.
Hvernig tón slær tríóið í upphafi
starfsárs?
„Vínarklassík, nútímaverk og
rómantík er
tónn dagsins,“
segir Gunnar,
„en við reynum
alltaf að setja
saman fjölbreytilega dagskrá. Við
byrjum á tríói í e-moll eftir Joseph
Haydn. Dæmigert tríó í þremur
köflum. Verkið er létt og grípandi
og gott upphafsverk á tónleikum.
Þar skiptist á gáski og tregi. Haydn
samdi mikið af kammerverkum en
þetta tríó höfum við ekki leikið áð-
ur. Haydn hefur bæði verið kall-
aður faðir strengjakvartettsins og
faðir sinfóníunnar þó finnst mér
verkin hans ekki heyrast nógu oft.
Næst tekur við verk eftir John
Speight. Verkið var upphaflega
flutt af hollenska tríóinu Osiris en
við frumfluttum það á Íslandi fyrir
sex árum. Verkið heitir á íslensku
Úr Gottneska norðrinu. Okkur
þótti verkið gott er við fluttum það
í fyrsta sinn og ekki er það síðra
nú. Okkur finnst mikilvægt að góð
nútímaverk fái tækifæri til þess að
verða klassísk rétt eins og verk
Beethovens, Mozarts og Brahms.
Það gerist ekki nema fólk fái tæki-
færi til að hlýða á þau oftar.
Eftir hlé flytjum við eina af perl-
um kammertónbókmentanna, tríó í
C-dúr eftir Jóhannes Brahms.
Hann samdi þrjú píanótríó og þetta
er annað í röðinni, samið á árunum
1880-82. Það fer ekki framhjá nein-
um þegar hlustað er á tónlist
Brahms að hér er á ferð eitt merk-
asta tónskáld rómantíska tímabils-
ins. Hann átti ótrúlega auðvelt með
að nota kammermiðilinn til að
koma frá sér hugmyndum sínum
og hugsunum. Hann er eitt af
stærstu kammertónskáldum sem
ég hef spilað.“
Hvernig verður framhaldið á
starfsárinu?
„Næstu tónleikar í röðinni verða
16. nóvember og bera yfirskriftina
Mozart að mestu. Þar mun Sig-
urður Yngvi Snorrason klarinettu-
leikari leggja tríóinu lið. Það er
gaman að breyta svolítið til og í
stað þess að vera á sviðinu verð ég
á áheyrendabekknum.
Nýárstónleikarnir með Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Páls-
syni verða á sínum stað þann 25.
janúar. Yfirleitt þurfum við að end-
urtaka þá tónleika nokkrum sinn-
um. Söngur á Íslandi er alltaf núm-
er eitt og fólk kann að meta það að
hlýða á frábæra söngvara. Ef hægt
er að fá fólk til að hlusta á öðruvísi
tónlist í gegnum sönglistina, þá er-
um við vel sett. Síðustu tónleikarn-
ir verða 28. mars. Þá frumflytjum
við nýtt píanótríó eftir bandaríska
tónskáldið Gerald Shapiro, en
verkið er sérstaklega samið fyrir
og tileinkað tríóinu. Við vorum
ákaflega ánægð og stolt er hann
óskaði eftir að fá að semja verk fyr-
ir okkur. Hann mun verða við-
staddur flutninginn. Tveir aðrir
gestir verða með okkur á tónleik-
unum, bandarísku hjónin, fiðluleik-
arinn og víóluleikarinn Almita og
Roland Vamos. Þau eru heims-
þekktir kennarar og flytjendur.
Með þeim mun tríóið leika verk eft-
ir Kodaly og Dvorák.“
Hvernig er aðsóknin á tón-
leikana?
„Við sjáum töluvert af tryggum
áheyrendum ár eftir ár og nýir
bætast við. Eina staðreynd verða
allir tónlistarmenn að horfast í
augu við. Það er að framboð á tón-
list er miklu meira en áður, en
áheyrendum hefur ekki fjölgað að
sama skapi. Við þurfum að gera
eitthvað alvarlegt í því að kenna
fleirum að njóta og koma á tón-
leika. Það er ekki sambærilegt að
hlýða á tónlist af diskum eða í
hljómleikasal. Ég vildi sjá miklu
fleiri ungmenni og börn á tón-
leikum, sérstaklega börnum sem
leggja stund á tónlistarnám.“
Er þú lítur til baka, hvernig hef-
ur gengið?
„Þegar við byrjuðum fyrir 14 ár-
um gerðum við okkur grein fyrir
því að vildum við vera kamm-
erhópur, þyrftum við að hafa
ákveðinn vettvang. Kammerhópur
sem kemur fram einu sinni til tvisv-
ar á ári þróast ekki auðveldlega.
Það hefur verið einstakt fyrir tríóið
að hafa aðstöðuna í Hafnarborg.
Bæði er hljómburðurinn í húsinu
mjög góður og öll aðstaða til tón-
listariðkunar góð. Ekki spillir góða
fólkið í húsinu fyrir.“
„Kennum fleirum
að njóta tónlistar“
STIKLA
Tríó Reykjavíkur
í Hafnarborg
Næsta v ika
MYNDLIST
Gallerí Dvergur, Grund-
arstíg 21: Pétur Már
Gunnarsson. Til 14.9.
Gallerí Fold, Rauð-
arárstíg: Baksalur: Helga
Kristmundsdóttir. Ljósafold:
Sigríður Bachmann. Til
14.9.
Gallerí Hlemmur: Val-
gerður Guðlaugsdóttir: Inn-
setning. Til 28. sept.
Gallerí Kambur, Rang-
árvallasýslu: Hulda Vil-
hjálmsdóttir. Til 5. okt.
Gallerí Skuggi: Kristinn
Pálmason. Til 21.9.
Gerðarsafn: Jóhannes
Kjarval. Úr einkasafni. Til
6.9.
Gerðuberg: Breiðholt fyrr
og nú. Ljósmyndasýningin
Brýr á þjóðvegi 1. Til 21.9.
Hafnarborg: Guðbjörg
Lind og Anna Jóelsdóttir. Til
8.9.
i8, Klapparstíg 33: Roni
Horn. Undir stiganum:
Hlynur Hallsson. Til 13.9.
Kling og bang gallerí,
Laugavegi 23 Nína
Magnúsdóttir. Til 28. sept.
Listasafni ASÍ: Inga Jóns-
dóttir. Til 21. sept. Arinstofa,
Kristin Pétursson. Til 12. okt.
Listasafn Akureyrar:
Þjóð í mótun: Ísland og Ís-
lendingar fyrri alda. Vest-
ursalur: Erla S. Haralds-
dóttir og Bo Melin. Til 2.
nóv.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga
og sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Stefán Geir Karls-
son. Til 19. okt.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Ásmund-
ur Sveinsson – Nútímamað-
urinn. Til 20.5.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Innsýn í al-
þjóðlega myndlist á Íslandi.
Til 7.9. Erró – stríð. Til 3.1.
Innsetning Magnúsar Páls-
sonar og Helgu Hansdóttur
öldrunarlæknis. Til 14.9.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir: Eyjólfur
Einarsson. Sæmundur
Valdimarsson myndhöggv-
ari. Til 12. okt.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar: Meistarar
formsins – Úr högg-
myndasögu 20 aldar. Til
28.9.
Listasetrið Kirkjuhvoli
Akranesi: Erna Hafnes. Til
7.9.
Listhús Ófeigs, Skóla-
vörðustíg: Norskir text-
ílhönnuðir. Til 17.9.
Mokkakaffi: Bjarni Bern-
harður. Til 15. okt.
Norræna húsið: Skart-
gripir norsku listakonunnar
Liv Blåvarp. Til 19. okt.
Safnasafnið, Alþýðu-
listasafn Íslands, Eyja-
firði: Tíu úti- og innisýn-
ingar. Til 14.9.
Safn – Laugavegi 37:
Opið mið-sun, kl. 14–18. Til
sýnis á þremur hæðum ís-
lensk og alþjóðleg samtíma-
listaverk. Til 10. okt.
Sjóminjasafn Ísland,
Hafnarf.: Gripir úr Þjóð-
fræðisafni Þjóðminjasafns
Íslands. Til 15.9.
Skálholtsskóli: Björg Þor-
steinsdóttir. Til 12.9.
Slunkaríki, Ísafirði:
Hjörtur Hjartarson. Til 28.9.
Undirheimar Álafoss-
kvos: Andri Páll Pálsson og
Brynja Guðnadóttir: inn-
setning og ljósmyndir. Til
14.9.
Þjóðmenningarhúsið
við Hverfisgötu: Hand-
ritin. Landafundir. Sum-
arsýningin Íslendingasögur
á erlendum málum.
Upplýsingamiðstöð
myndlistar: www.umm.is
undir Fréttir.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Með fulla
vasa af grjóti, lau.
Borgarleikhúsið: Rómeó
og Júlía, lau., sun. Kvetch,
mið., fim., fös. Grease, lau.,
sun., fös.
Nútímadanshátíð, Nýja
svið: Sex danshöfundar
frumflytja sex sólódansa,
lau., sun.
Iðnó: Sellófon, fim.
Listasafn Reykjavíkur -
Hafnarhús Lab Loki: Baul-
aðu nú... lau. kl. 14.
Leikfélag Kópavogs:
Grimms, sun.
ÍTALSKI konsertorganistinn
Marco Lo Muscio frá Róm
leikur á Björgvinsorgelið í
Hjallakirkju í Kópavogi kl.
17 á morgun.
Marco Lo flytur m.a. nokkr-
um vinsæl verk og lög í umritun fyrir pípuorgel. Meðal þeirra er
Forleikur að Söng Selmu úr Myrkradansaranum eftir Björk Guð-
mundsdóttur.
Lo Muscio kemur hér við á leið sinni um Belgíu, Noreg, Rússland
og Eistland en þar heldur hann einnig tónleika.
Á efnisskránni er Mars eftir Henry Purcell, Fúga úr Messíasi eftir
Handel, Sinfónía úr kantötu nr. 249 eftir Bach og Kontrapunktur I
BWV 1080 eftir meistara Bach. Þá flytur hann Tilbrigði um stef
eftir Paganini op. 68 eftir Hesford, Tilbrigði yfir norskt þjóðlag eft-
ir B. Slogedal og fleira.
Marco Lo Muscio er um þrítugt en hefur ferðast víða um heim.
Hann hefur komið fram sem meðleikari og einleikari og gefið út
geisladiska.
Lag Bjarkar
á pípuorgel
Hjallakirkju
Björk Guðmundsdóttir og Catherine De-
neuve í Selmasongs.
JAPANSKI rithöfundurinn Haruki Murakami
heldur fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands kl.
16 á þriðjudag. Haruki Murakami er fæddur
1949 í Kyoto, Japan. Murakami kvaddi sér
hljóðs árið 1987 með skáldsögunni Norskur
skógur. Verk Murakami hafa verið þýdd á fjölda tungumála, með-
al annars íslensku. Skáldsagan Sunnan við mærin, vestur af sól
kom út árið 2002 í þýðingu Ugga Jónssonar.
Haruki Murakami er jafnframt virtur þýðandi og hefur þýtt
bandaríska höfunda á borð við F. Scott Fitzgerald, John Irving,
Raymond Carver og Truman Capote yfir á japönsku.
Fyrirlestur er í upphafi haustdagskrár Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur sem helguð er japönskum bókmenntum.
Murakami er hér á landi á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík
2003.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Aðgangur er ókeypis.
Haruki Murakami
talar um bækur sínar
Haruki Murakami
Í GALLERÍ Skugga á Hverfisgötu 39
opnar Kristinn Pálmason mál-
verkasýningu kl. 17 í dag. Verk
Kristins er unnið sérstaklega inn í
rými gallerísins á þann hátt að mál-
að er beint á veggi og glugga. Verk-
ið felur í sér tilraun til að umbreyta
sjálfu galleríinu í málverk og hefur þetta áhrif á skynjun sýning-
argesta; afstaða þeirra til verksins sem áhorfenda breytist því og
verða hluti af sjálfu verkinu.
Kristinn á að baki sjö einkasýningar og fjölda samsýninga auk þátt-
töku í ýmsum samvinnuverkefnum, síðast í Hafnarborg. Undanfarin
ár hefur Kristinn markvisst unnið með samhengi aðferðar og áferð-
ar í málverki og innsetningu þess í rými. Kristinn sýnir nú öðru sinni í
Gallerí Skugga.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis.
Kristinn að störfum ásamt hund-
inum Bangsa.
Málað á veggi
Skugga