Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003
Í NÝJUSTU
bók sinni
Heavenly
Days, eða
Himneskir
dagar leitar
James Wilcox á
fornar slóðir til
Tula Springs,
Los Angeles,
sem var sögu-
svið Modern
Baptists, bókarinnar sem Wil-
cox öðlaðist vinsældir sínar
með. Heavenly Days er fyrsta
sagan sem Wilcox sendir frá
sér í fimm ár og er um að ræða
smábæjarkómedíu sem er hlað-
in litríkum persónum sem ekki
eru allar það sem þær sýnast í
fyrstu. Wilcox leikur sér með
ýmiss konar misskilning sem
kemur upp hjá sögupersónun-
um varðandi trúarbrögð, kynlíf
og framkomu á lifandi máta og
sérkennilegur húmor hans er
nýttur til hins ýtrasta.
Líf mitt sem fölsun
RITHÖFUND-
URINN Peter
Carey leitar
fanga í raun-
veruleikanum í
nýjustu skáld-
sögu sinni My
Life as a Fake,
eða Líf mitt
sem fölsun, en
þar segir Ca-
rey frá rit-
stjóra ensks bókmennta-
tímarits sem fellur kylliflatur
fyrir ljóðum tilbúins skálds frá
Kuala Lumpur. Svipaðir at-
burðir áttu sér stað í Ástralíu á
fimmta áratugnum og notar
Carey t.d. ljóð Ástralans upp-
skáldaða Erm Malley í bók
sinni.
Skólamorðingjarnir
DOGLAS
Coupland, höf-
undur Gener-
ation X, tekur
enn á ný á við-
fangsefnum á
borð við Guð
og guðleysi í
nýjustu sögu
sinni Hey
Nostradamus!
Þar segir frá
afleiðingum fjöldamorðs í
Delbrook gagnfræðiskólanum í
Vancouver og nýtir Douglas
sér fjóra ólíka sögumenn til að
koma skilaboðum sínum á
framfæri. Raddir sögumann-
anna þykja hins vegar of líkar
til að tilraunin skili fyllilega til-
ætluðum árangri, en að sama
skapi þykir Douglas þannig ná
að sýna fram á einsleitni menn-
ingarsamfélagsins sem þær
alast upp í.
Blóðugar spurningar
Réttarlækn-
irinn vinsæli
John Rebus
liggur fastur í
sjúkrarúmi í
upphafi nýj-
ustu bókar Ian
Rankin A
Question of
Blood. Bókin
er sú 14. í röð-
inni um rétt-
arlækninn
Rebus sem að venju fæst við að
rannsaka dularfull mannslát.
Bókin þykir sérlega vel skrifuð
að mati Daily Telegraph sem
segir hana munu halda lesand-
anum föstum við efnið frá upp-
hafi til enda.
ERLENDAR
BÆKUR
Himneskir
dagar
Douglas
Coupland
Ian
Rankin
James
Wilcox
Peter
Carey
Í
RÚMLEGA þrjátíu síðna auglýsinga-
blaði frá heilsuræktarfyrirtæki eru les-
endur hvattir til að leggja í „lífeyrissjóð
heilsunnar“. Þeir sem rækta líkamann
eiga síður á hættu að fá gigt þegar þeir
eldast, blóðþrýstingur getur lækkað og
bent er á að allt að 20% krabbameins-
tilfella megi rekja til ofþyngdar. Þetta
fólk er lögulegra, liðugra, kraftmeira, sjálfs-
öruggara, bjartsýnna og hefur meiri kyn-
þokka, það er fullt af orku, sköpunarkrafti og
er jákvæðara en „félagar þeirra úr hópi kyrr-
setumanna“. Hreyfing getur jafnframt sam-
einað fólk í vináttu, ást, viðskiptum og sam-
félagi segir í blaðinu. Aftast er síðan dregin
upp skýr mynd af því í tveimur dálkum hvað
gerist „ef þú æfir reglulega“ og „ef þú æfir
ekki reglulega“. Þeir æfingaglöðu geta á átt-
ræðisaldri „stundað leik og störf nánast með
sama hætti og á fertugsaldrinum“ en þess má
geta að þeir sem eru á fertugsaldri líta „út fyr-
ir að vera í eins góðu líkamlegu formi og á þrí-
tugsaldrinum“. Í dálknum hægra megin gefur
að líta uggvænlegri staðreyndir um elli kyrr-
setufólks. Á áttræðisaldrinum geta konur bú-
ist við því að blóðþrýstingurinn sé hár, beinin
brothætt, „liðleiki, styrkur og þróttur almennt
er sama og enginn og þú gætir verið komin
með kryppu. Þú hefur hrukkur í vöngum og
munnvikin vísa niður á við svo þú lítur út fyrir
að vera leið og döpur gömul kona. Kannski
endurspeglar útlitið einmitt líðanina.“
Þessi aðgreining hreysti og lasleika, mýktar
og stirðleika, dugnaðar og leti er um margt
forvitnileg. Ekki aðeins fyrir þá sök að það
örlar á óbeit eða gremju í garð þeirra sem
ekki sinna líkama sínum en þeir skreppa sam-
an, verða stirðir, framsettir með fatt bak og
æðahnúta, verða hrukkóttir og ljótir, fá líklega
alls kyns banvæna sjúkdóma – og allt vegna
þess að þeir æfðu ekki reglulega. Þeir eru
einnig áminning um fantabrögð tímans, stað-
festing á hinu óumflýjanlega, afskræmt end-
urvarp hreystinnar sem svitnar og þjáist í yf-
irlýstum speglasölum heilsuræktarstöðvanna.
Dálkarnir tveir enda þó á sama stað, í aldurs-
flokknum „sjötug +“. Hægra megin er döpur
og dauðvona kona með kryppu, vinstra megin
kona sem hefur varla elst. Hvað tekur við hjá
heilbrigða fólkinu þegar jafnaldrar þess eru
allir látnir úr fitu og hreyfingarleysi? Heldur
það áfram að hoppa út í eilífðina nánast með
sama hætti og á áttræðisaldrinum?
Í nýútkominni grein sem prófessor Álfrún
Gunnlaugsdóttir skrifar í Ritið fjallar hún um
áróður sem tæki til að stýra hegðun og hugsun
þegnanna, m.a. á persónulegu sviði heilsu-
ræktar og megrunarkúra. Að mati Álfrúnar
hafa dyggðir og meinlæti tekið á sig nýjar
myndir með breyttum sið, sjálfspíningar á
trúarlega vísu hafa vikið fyrir líkamlegu mein-
læti í tækjasölum líkamsræktarstöðvanna og
umbunin felst ekki lengur í eilífu lífi, heldur í
spengilegum vexti, heilsu og langlífi hér á
jörðu. Álfrún segir: „En ekki er öllum um
hjálpræðið gefið, til eru þeir sem sniðganga
það, hreinlega fúlsa við því og fyrir bragðið
taka þeir út sína refsingu. Logar Vítis ógna
þeim ekki lengur og ekki heldur bál af þessum
heimi. Heldur hvað? Ekkert minna en sjálfur
dauðinn. Þeir munu deyja eingöngu vegna
óhlýðni sinnar. Svo virðist sem dauðinn sé orð-
inn hin æðsta refsing sem manninum getur
hlotnast. Og hann varir að eilífu, nema fyrir
þeim sem trúa á upprisu holdsins. Það er okk-
ur sjálfum að kenna að við deyjum.“
Heilsuræktarstríðið kristallast í þessari
kostulegu en líka svolítið skelfilegu niðurstöðu
Álfrúnar, en samkvæmt henni sviptir nútíminn
mannskepnuna miskunnarlaust valdaleysi sínu
frammi fyrir dauðanum. Það er undir okkur
sjálfum komið að slá dauðanum endalaust á
frest. Ef við púlum aðeins lengur, hömumst
aðeins meira, göngum sífellt nær okkur og lát-
um raunverulega reyna á mörkin, – þá, aðeins
þá köstum við ekki því lífi á glæ sem lifa verð-
ur að fullu.
FJÖLMIÐLAR
FANTABRÖGÐ TÍMANS
Það undir okkur sjálfum
komið að slá dauðanum
endalaust á frest.
G U Ð N I E L Í S S O N
ÞÁ er hann kominn í loftið, þátt-
urinn sem kemur í staðinn fyrir
Silfur Egils á Skjá einum. „Maður
á mann“ heitir hann og verð ég
að viðurkenna að þetta eru ekki
góð skipti.
Í fyrsta þætti „Maður á mann“
var rætt við Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra og reynt að bregða
upp mynd af hans persónu. Spjall-
að var við gestinn, rifjaðar upp
gamlar minningar og fengið álit
utanaðkomandi á honum. Segja
má að þátturinn hafi verið n.k.
moðsuða úr Spjallþætti Gísla Mar-
teins, Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls
og Maður er nefndur í ritstjórn
Hannesar H. Gissurarsonar. [...]
Það verður að segjast alveg eins
og er að eitt að því síðasta sem
þessi þjóð þarf er enn einn spjall-
þátturinn á léttu nótunum. Ég er
búinn að heyra nógu mörg viðtöl
við Diddú, Kristján Jóhannsson,
einstaka meðlimi Stuðmanna og
helstu leikara Þjóðleikhússins. Og
hann er vandséður tilgangurinn
með því að fá stjórnmálamenn í
svona spjallþætti. Er hugsunin sú
að reyna að búa til glansmynd,
áferðarfallega ímynd af hinum
trausta stjórnanda, sem er með
húmor og getur tekið lagið þegar
vel liggur á honum? En hvar eru
stjórnmálin? Hvernig verður ríkisút-
gjöldum forgangsraðað. Er af-
koma t.d. heilsugæslunnar og spít-
alanna viðunandi? Og hvað ætlar
ráðherra sér að gera í því? Hvar
verður skorið niður, hvar verða
álögur hækkaðar? Það komu ekki
fram mörg svör við því. Það sem
þarf nauðsynlega í sjónvarp er
metnaðarfyllri dagskrárgerð. Hvort
sem það er umræðuþáttur eins og
Silfur Egils, sem gaf sig reyndar
aldrei út fyrir að vera meira en
hann var, þ.e. fólk með mismun-
andi skoðanir fengið til að rífast í
beinni, eða rannsóknarblaða-
mennska, á borð við t.d. þætti
Sigursteins Mássonar um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálin.
Jón Einarsson
Maddaman
www.maddaman.isMorgunblaðið/ÁsdísÁ ysta bekk.
MAÐUR Á
MANN
I Er hægt að vera póstmódernískur húmanisti?Það er auðvitað geggjun að byrja svo stuttan dálk
á því að spyrja svo stórt. En sjáum til. Fyrst ber
auðvitað að athuga að það eru til menn sem líta á
sig sem póstmóderníska húmanista. Richard A.
Schweder, sem er sálfræðingur og mannfræðingur,
gerir það til dæmis í nýrri bók sinni, Why Do Men
Barbecue? Í augum slíkra manna, segir Schweder,
er heimurinn ófullkominn ef horft er á hann frá
einu ákveðnu sjónarhorni, óskiljanlegur ef horft er
á hann frá öllum sjónarhornum í einu og tómur ef
ekki er horft á hann frá neinu sérstöku sjónarhorni.
Eftir stendur, segir Schweder, að horfa á heiminn
víðsvegar að. Og það gerir póstmódernískur húm-
anisti.
IIÞað er svo sem ekkert nýtt í þessu sjónarmiðiSchweders. Menn hafa fyrir löngu horfst í augu
við það að vænlegasta leiðin til að nálgast einhvers
konar sannleika um heiminn sé að horfa á hann úr
mörgum áttum. Hinn algildi eða endanlegi sann-
leikur er ekki lengur til. Sannleikurinn hefur í
sjálfu sér leyst upp og í staðinn höfum við brota-
kennda mynd af heiminum sem aldrei verður full-
komin.
IIIOg það er heldur ekkert nýtt við markmiðSchweders sem er að sýna fram á að menn-
ingin sé enn við lýði, að við lifum ekki á tímum sem
hafa sagt skilið við menninguna eins og við höfum
þekkt hana í gegnum aldirnar, á ómenning-
artímum. Schweder vill halda því fram að ef við lít-
um á menninguna sem tæki til að horfa á heiminn
víðsvegar að en ekki sem miðlun einhvers eins
sannleika eða sem nokkurs konar grautarpotts þá
hafi hún enn gildi. Þetta verkefni er í raun hið
sama og húmanistarnir gömlu, allt frá því á fjór-
tándu öld, höfðu með höndum, að viðhalda hinni
vestrænu menningu, að endurreisa hana, eins og
talað var um. Og ástæðan fyrir endurreisninni var
sú að menningin og þá einkum og sérílagi hin
forna menning Grykkja og Rómverja fæli í sér
mannleg verðmæti sem þyrfti að halda í. Húm-
anisminn var manngildisstefna, hann lagði
áherslu á andlegt frelsi einstaklingsins og tækifæri
hans til persónulegs þroska um leið og hann lagði
áherslu á að grundvöllurinn sem maðurinn stæði á
væri hin forna menning.
IVSé þetta haft í huga, hvað er það þá að verapóstmódernískur húmanisti? Er það að trúa
á gildi hins persónulega sjónarhorns, að setja ein-
staklinginn í öndvegi um leið og öllum altækum
hugmyndum um gildi mannsins og menningar-
innar hefur verið bægt frá, þar á meðal þeim sem
komin eru úr fornri menningu?
VMálið er að þessi tvö hugtök hafa engan sam-hljóm í eyrum þeirra sem annaðhvort telja sig
vera húmanista eða póstmódernista. Að kalla sig
póstmódernískan húmanista er eins og kalla sig
guðhræddan tilvistarhyggjumann. Guð er dauður
en ég trúi samt á hann. Öll gildi þarf að endurmeta
en samt trúi ég á manninn og menninguna. Að
vera póstmódernískur húmanisti er að minnsta
kosti ansi flókin tilvera.
NEÐANMÁLS