Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
BENEDIKT GRÖNDAL
GAMAN OG ALVARA
1. Sit ég nú hér og svo halda allir að sé ég að lesa
helgra históríum í – hér er ei annað að fá.
Bænakver og Bonaventura og Biblían helga,
allt er hér borðinu á – allt er ég búinn með það.
En hér er líka pappír og blek og praktugir pennar
og sem glóandi gull gáfaði hausinn á mér. Hann sem er fullur af
hugmynda fjöld og himneskum auði
sem ég um veraldar veg vel hefi safnað og geymt.
Það veit Drottinn, ég þarf ekki bækur! Ég þeysandi sveima
glaður á guðlegum væng gegnum hið ferlega djúp.
Svo þegar máninn munfagurt ljós á mörkina breiðir
höfuðið hylur und væng hreiðrinu sólskríkjan í
og þegar döggin dagliljum á í dölunum glóir
mæra um miðnæturstund mánans í geislandi frið:
Þá læt ég opnast hinn botnlausa brunn og bárurnar streyma;
höndin mín hefur ei við hugarins æstum í storm.
Sit ég við stýrið og samt á ég öllum sjónum að lýsa
sem mér að augunum æ óðfluga þrengja sér fram.
Ekki er að furða þó á kunni að gefa einhverju sinni –
fyrirgefið mér, fólk, forðast ei sletturnar má. –
Benedikt Gröndal (1826-1907) var skáld og fræðimaður.
Þ
ESSA dagana er mikil hreyf-
ing í Evrópu og víðar að meta
starf stofnana og fyrirtækja.
Ástæður eru margþættar.
Alla jafna þó að hagræða í
rekstrinum þannig að meira
fáist fyrir minni kostnað.
Einnig að finna nýjar leiðir til
að nálgast viðskiptavinina. Ef um er að
ræða fyrirtæki og einkarekstur þá byggist
það á viðskiptavild og því að afla upplýs-
inga um afköst starfsfólks.
Á sama hátt er verið að meta starfsemi
opinberra fyrirtækja undir því yfirskini að
fylgjast með nýtingu opinberra fjármuna.
Slíkt hljómar mjög vel í huga almennings
eða kjósenda eftir því hvert árið er. En
hvenær er fyrirtæki einkafyrirtæki og hve-
nær er það opinber stofnun?
Þannig má halda því fram að viss fyr-
irtæki séu orðin einkafyrirtæki og hluta-
félög þó svo að öll hlutabréfin séu í eigu
ríkisvaldsins eða sveitarfélaga. Auk þess
sem litlar breytingar verða oft á starfsemi,
starfsfólki og starfsháttum. Þá vakna
spurningar um hvert hagræðingin eigi að
stefna. Á hún að fara út í verðlagið eða í
byggingar? Þannig stinga í augu ýmsar op-
inberar byggingar, ekki síst þegar litið er
til þess fjármagns sem á lausu virðist liggja
til ýmissar annarrar opinberrar þjónustu.
Þá má varpa því til Alþingis að fermetra-
verð á byggingum þess kunni að vera nokk-
uð hátt, ekki síst þegar litið er til þess
hversu erfitt er að fá fjármuni til að byggja
upp skóla.
Mörg önnur dæmi má taka, s.s. um bíla-
rekstur forstöðumanna núverandi og fyrr-
verandi, án þess að ég vilji taka upp símann
um öll slík mál.
Mat á skólastarfi er síðan eitt slíkt málið
og oft talað um að það sé unnið til þess að
sjá hvort skólar standi undir væntingum,
farið sé eftir þeim kröfum sem uppi eru og
margt má nefna. Á hinn bóginn hafa menn
deilt á það hvað eigi að meta.
Meðal þess sem sett hefur verið fram op-
inberlega eru upplýsingar um fjölda skóla-
daga. Grunn- og framhaldsskólar eiga að
starfa vissan fjölda daga á ári og skipta
þeim í prófdaga og kennsludaga. Fjöldi
slíkra daga segir þá til um alúð stjórnenda.
Sumir skólar brjóta upp starf sitt með opn-
um dögum og ýmiss konar annarri starf-
semi s.s. fá gesti í heimsókn, leikara, tón-
listarmenn eða fyrirlesara. Aðrir halda
stórar skemmtanir og virkja hópa nem-
enda í að undirbúa þær. Slíkir dagar teljast
ekki kennsludagar og í sumum talning-
arkerfum koma þeir fram sem frídagar eða
skertir kennsludagar. Slíkt lítur illa út í
talningunni sem getur valdið því að skólar
hætti að vera með þess háttar viðburði sem
engu að síður eru mjög gefandi og lær-
dómsríkir.
Það getur því verið að ég sem foreldri
styðji slíka starfsemi en ég er varla tilbú-
inn að hrósa skólastjórnendum í skóla þar
sem virðist vera að margir skóladagar falli
niður eða hvað? Loks er opinberum skólum
skylt að birta slíkt en svokölluðum einka-
skólum er það ekki.
Birting útkomu samræmdra prófa, með-
aleinkunnir skóla eða skólasvæða eru birt-
ar og væntanlega eru kennarar, nemendur
og foreldrar ánægðir ef skólinn kemur vel
út eða gagnrýnir ef illa telst ganga. Menn
bera sig saman við aðra skóla en hafa oft
einungis meðaltölin til að byggja á.
Tölfræði segir okkur þó að einkunnir
verði að meta í réttu samhengi. Útkoma
prófs segir mér sem einstaklingi hvort ég
hafi náð markmiðum mínum, staðið eða
fallið, geti haldið áfram eða verði að færa
mig annað. Hins vegar er ekki víst að með-
altal allra einkunna, t.d. í Reykjavík, sé
sambærilegt við meðaltal allra einkunna á
Siglufirði eða á Fjöllum. Þá vakna spurn-
ingar þegar haldnar eru stórar alþjóðlegar
kannanir. Er þá rétt að taka meðaltal allra
Evrópubúa og bera það saman við útkom-
una í Keflavík? Ég skal útskýra nánar.
Frávikin geta verið mörg og erfitt að
taka þau öll með. Fjölmiðlar ná því mjög
sjaldan. Skóli getur t.d. haft áhrif á vissa
hópa um að taka ekki próf. Það eru líkleg-
ast nemendur sem eiga við þess háttar
námsörðugleika að stríða að þeir lækki
meðalútkomuna. Slíkt raskar samanburði
og liggur ekki alltaf fyrir þegar töl-
fræðigögnin eru birt opinberlega.
Í samræmdum prófum 10. bekkjar og
framhaldsskóla eru þessi próf val í sjálfu
sér þó svo góð útkoma þeirra eigi að sögn
að opna dyr. Það gerir samanburð enn
verri ef þau eru val. Hvernig á að bera
saman þegar svo er komið og jafnframt –
verður ekki að bera saman hópinn út frá
árangri í prófunum þar á undan?
Hér er komin upp sú staða að ef skóli
leggur mikið undir til að koma vel út þá
gæti verið valkostur að taka ekki inn nem-
endur með lélega útkomu í næstu prófum á
undan eða koma í veg fyrir að áhættuhópar
taki prófin.
En snúum okkur aftur að hagræðingu og
mati stofnana og fyrirtækja.
Augljóst er og alkunna að sjónarmið
þeirra sem hagræða vilja eru ekki endilega
þau sömu og þeirra sem hagrætt er hjá. Ég
skal útskýra. Ef ég er yfirmaður og fæ fyr-
irmæli um að skera niður í rekstrinum þá
er fyrsta skrefið að finna þá hluti sem hægt
er að spara. Má spara rafmagn? Pappír?
Þvottaefni? Næsta skref er að end-
urskipuleggja störfin. Þarf að vinna svona
mikla yfirvinnu? Má sameina störf sem
þrír vinna þannig að tveir geti sinnt þeim?
Eða með öðrum orðum – segja einum upp?
Mér sem yfirmanni finnst kannski erfitt
að taka slíkar ákvarðanir en að mér er sótt
og því verður slíkt að gera.
Fyrir þá sem verða hagræðingunni að
bráð lítur málið öðruvísi út. Þá eru tilfinn-
ingalausir og skilningslitlir náungar að
leika sér með vinnustaðinn. Það er þrengt
að, skornir burtu alls konar litlir ávinn-
ingar og fólki sagt upp.
Ef ég er ekki sammála hagræðing-
arhugmyndunum þá er líklegt að ég verði
snúinn, tortrygginn og jafnvel að ég dragi
lappirnar gegn hagræðingunni.
Stuðningsmenn matskerfa og hagræð-
ingarleiða benda vitaskuld á að fjámunir
nýtist betur og afköst aukist. Um sinn að
minnsta kosti.
Gagnrýnendur segja aftur á móti að
ávinningar kunni að vera litlir til lengri
tíma. Tryggð starfsmanna og jafnvel við-
skiptamanna minnki. Einnig er bent á að
álag aukist, ef ekki er rétt að staðið, og
hætta sé á að menn missi yfirsýn, verði út-
keyrðir og neikvæðir sem aftur auki líkur á
mistökum.
Það er augljóst að ef menn vilja komast
áfram þá skoða þeir stöðu sína og það sem
þeir hafa og byggja á því. Þá erum við eins
og dvergar á herðum risa eins og einn mið-
aldaheimspekingurinn sagði. Þeir sem rífa
allt niður og byrja upp á nýtt komast síður
lengra en hinir.
Hagræðing og endurmat er án efa oft til
hins góða ef rétt er með farið og þeir sem
hagræðingunni stjórna muna að þeir eru að
glíma við fólk. En þeir þurfa líka að muna
að það er ekki nóg að aðferðafræðin sé rétt
og að það sé mikilvægt að leita svara við
spurningum og setja markmið.
Það er mikilvægt að gera hlutina rétt.
Það er líka mikilvægt að gera réttu hlutina.
METIÐ RÉTT?
RABB
M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N
magnusth@hi.is
Jökull Jakobsson
hefði orðið sjötugur 14. september síðast-
liðinn en hann var eitt af afkastamestu og
áhrifamestu leikskáldum landsins á síðustu
öld. Guðmundur Brynjólfsson skrifar um
höfundarverk hans en það er fyrsta greinin
af nokkrum sem Lesbók birtir á næstunni
um íslensk leikskáld.
Grasrót
nefnist sýning sem opnuð verður í Ný-
listasafninu í dag en hún er sú fjórða sinnar
tegundar. Þar sýna þrettán íslenskir lista-
menn af yngri kynslóðinni. Silja Björk
Huldudóttir ræðir við sýningarstjórana, Er-
ling Klingenberg og Dorothee Kirch.
Bill Holm
er bandarískur rithöfundur af íslenskum
ættum í báða leggi. Hann var meðal gesta á
Bókmenntahátíð í Reykjavík og ræddi Ein-
ar Falur Ingólfsson við hann í tilefni þess
um verk hans, dvöl í Skagafirði og ástandið
í heimsmálunum.
Guðmundur Frímann
skáld hefði orðið hundrað ára um þessar
mundir. Lesbók endurbirtir af því tilefni
samtal Matthíasar Johannessen og Guð-
mundar Frímanns sem birtist í Morg-
unblaðinu árið 1957.
FORSÍÐUMYNDIN
er af hluta verks eftir Elínu Helenu Evertsdóttur, Án titils, en hún tekur þátt í
grasrótarsýningu Nýló sem verður opnuð í dag.