Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 5
framvinda verksins því háð flæði samtala – sem
merkilegt nokk – ganga ekkert alltof vel á köfl-
um. Samt gerir Dómínó sig, það gerir sig sjálft
– framvindan er í raun eins og vel þekkt fall vel
uppraðaðra dómínókubba; það heldur áfram af
því að það fór af stað. Í leikslok vitum við ekki
almennilega hvað hefur gerst, eða hvort nokkuð
hefur gerst yfir höfuð. Kubbarnir eru fallnir, en
þeir hafa ekki farið burt og við getum illa sann-
að að þeir hafi einhverntíma hrundið hver öðr-
um af stað.
Undir lokin örlar jafnvel á Brechtiskum
„verfremdungseffect“ hjá Margréti og Krist-
jáni og þau gætu allt eins verið að ávarpa áhorf-
endur í sal er þau segja:
MARGRÉT: Ég er þreytt. Heldurðu að allir hafi verið
ánægðir?
KRISTJÁN: Já. Þetta var vellukkað kvöld.
(Dómínó bls. 322.)
Það sem næst birtist eftir Jökul var eintalið
Knall sem var fluttur í útvarpi í desemberbyrj-
un 1972. Knall er tragíkómík í anda meistara
Becketts, gerist á einhverskonar hæli og það er
vistmaður sem segir okkur sundurlausa sögu
sína og byrjar á þessum snilldarorðum: „Pabbi
át flugur“ (Knall bls. 269, II). Þó svo að leik-
urinn hafi fyrst verið fluttur í útvarpi þá hafa
síðan margir spreytt sig á honum enda afar
góður texti með stórkostlega túlkunarmögu-
leika.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi næsta verk
Jökuls í maí 1973, Klukkustrengir heitir þetta
verk sem byrjar á ákaflega „Chekovskan“ hátt í
einhverri endemis eirðarleysisstemningu.
Þetta er ágætt leikrit sem er ekki allt þar sem
það er séð. Orgelstillarinn sem allt snýst um í
leiknum er hinn týpíski gestur sem breytir
gangi mála, en sem slíkur er hann nokkuð sér-
stakur því að hann gerir akkúrat ekkert til þess
að breyta einu né neinu – hann gerir ekki neitt,
hann bara kemur og fer en hleypir þó öllu upp.
Verkið er á köflum skopleikur (líkt og verk
Chekovs) og ekki er allaf ljóst hvar mörk gam-
ans og alvöru liggja. Leiða mætti að því nokkur
rök að verkið sé paródía á leikrit sem styðjast
við þetta þekkta minni um gestinn sem kemur
inná „sakleysislegt“ heimili, gest úr einhverri
óljósri fortíð. Þess vegna gæti þetta leikrit verið
paródía á leikritið Dómínó eftir Jökul nokkurn
Jakobsson.
Í tilefni af því að Leikfélag Reykjavíkur var
75 ára efndi það til leikritunarsamkeppni. Þó
svo að þetta afmæli væri árið 1972 og úrslit þá
kunn var annað tveggja verðlauna leikritanna
ekki frumsýnt fyrr en í lok febrúar 1974, þetta
var Kertalog Jökuls Jakobssonar. Kertalog er
að formi til mun opnara verk en þau sem Jökull
hafði skrifað fram að því. Leikritinu er skipt
niður í átján atriði og andi sjálfs Bertolt
Brechts svífur yfir vötnum; þetta er leikur sam-
félagsgreiningar, hryggjarstykki þessa verks
er framvinda sögunnar en ekki samtöl. Fram-
vindan er einföld líkt og söguþráðurinn. Geð-
sjúkrahús er grunnsvið leiksins, „míkrókosm-
os“ þess samfélags sem Jökull deilir á –
geðveikin er hér aukaatriði út af fyrir sig, en
sammannlegur þáttur sem Jökull notar sem út-
gangspunkt. Hversu geðveikur þessi eða hinn
er í verkinu skiptir ekki máli eða hvort A er
veikari en B. Þess í stað minnir höfundur okkur
á að við eigum að hjálpast að hvernig sem allt
veltur og hann segir okkur einnig skýlaust að
við berum ábygrðina saman á þeirri þjóðfélags-
gerð sem við höfum komið okkur saman um að
skuli gilda. Hann segir okkur sem svo; að það
séu margar „Lárur“ í þessum heimi og að þeim
beri að hlúa og okkur beri að vera á varðbergi
vegna þess að það er ekki endilega víst að
„Móðirin“ standi alltaf sína plikt; hún geti verið
svona og svona.
Kalda borðið var frumflutt í útvarpinu rétt
fyrir jól 1974, Fríða Á. Sigurðardóttir lætur
þess getið í ritgerð sinni um leikrit Jökuls að
þátturinn hafi í upphafi verið skrifaður fyrir
sjónvarp. Það er því ekki að undra að verkið
geti vel gert sig á sviði en nýlega var það ein-
mitt sviðsett af áhugaleikhóp í Reykjanesbæ.
Þessi leikur hefur elst fremur illa og bætir ekki
miklu við það sem höfundurinn hafði gert fram
að þessu, hann reynir að gera skil vandræða-
gangi sem skapast af sígildum ástarþríhyrningi
með tilheyrandi framhjáhaldi en allt verður það
frekar máttlaust.
Umræðan um komandi kvennaár 1975 hefur
e.t.v. blundað í Jökli þegar hann skifaði næsta
verk sitt, Herbergi 213 eða Pétur Mandólín. Í
verkinu eru fimm ágæt kvenhlutverk á móti
einu karlhlutverki sem er óvenjulegt. Leikritið
var frumsýnt á Litla sviði þjóðleikhússins í árs-
lok 1974. Þetta var jafnframt fyrsta verk Jökuls
sem var tekið til frumsýningar í Þjóðleikhúsinu
án þess að hafa verið sýnt í öðru leikhúsi áður.
Menn voru ekki á eitt sáttir um þetta leikrit og í
Vísi þann 6. janúar 1975 kallaði Ólafur Jónsson
verkið „afkáraleg[an] farsa uppúr verkinu
[Dómínó].“ Furðuleg ummæli í neikvæðum
leikdómi sem lýsa grundvallarmisskilningi á, þó
ekki sé nema, hugtakinu „farsi“. Herbergi 213
er allmerkilegt verk og vísar fram og aftur götu
síns tíma en er þó í fullu fjöri enn í dag og bíður
þolinmótt framsækinnar uppsetningar. Þegar
Pétur Mandólín „kemur fram“ í Dómínó er
hann einskonar tákn um það sem var; bjart og
gott – en var þó sennilega aldrei í raun. Það
rímar svo við þá staðreynd að þó svo að Her-
bergi 213 hverfist mjög um þennan Pétur Man-
dólín er hann ekki í leiknum og við vitum ekki
hvern mann hann hefur haft að geyma, þó svo
að honum og köflum úr hans lífshlaupi sé lýst af
kappi. Pétur er kletturinn sem verkið byggist á,
hann er undirstaða sem er vel skilgreind en
engan veginn skilin. Á þjóðhátíðarárinu 1974
stóðu Íslendingar einmitt í því af firna mikilli
atorku að skilgreina tilveru sína og tala fjálg-
lega um það á hverju sú tilvera grundvallaðist.
Oftlega var í því tilefni vitnað til Snorra Hjart-
arsonar og þrenningin „land, þjóð og tunga“
kölluð til. En hver var skilningurinn?
Heildarskipulagið sem Albert er að vinna að í
verkinu er sagt vera heildarskipulag bæjar-
félagsins. Við athugun á leikritinu rennur mann
í grun að Jökull hafi haft eitthvað annað skipu-
lag í huga og er þá nærtækast að líta á skipulag
samfélagsins, skipan mála, hefðbundið skipulag
fjölskyldunnar, skipan kvenna í kvenhlutverk
bæði í verkinu sjálfu og í verunni. Altént geng-
ur Albert inn í skipulagt hlutverk Péturs Man-
dólíns þannig að óljóst er um hríð hver er hvað.
Albert fær ekki rönd við reist þrátt fyrir að vera
fulltrúi hins reglufasta.
Stuttur leikþáttur eftir Jökul heitir Hlæðu
Magdalena, hlæðu verkið var fumsýnt 1975 af
Höfundaleikhúsinu á Hótel Loftleiðum. Þetta
er í raun hrollvekja og sennilega magnaðasta
leikrit sinnar tegundar, íslenskt, þó að stutt sé.
Það er einhver heillandi óhugnaður í þessu
verki; ótrúleg grimmd og kúgun. Eitt af mörg-
um leikritum skáldsins sem svo sannarlega er
kominn tími til að setja á svið að nýju. Um það
bil ári síðar sýndi Ríkissjónvarpið Keramik en
það var síðasta sjónvarpsverkið sem sýnt var á
meðan að Jökull lifði en Vandarhögg var ekki
flutt fyrr en eftir hans dag (1980).
Eitt leikrit skrifaði Jökull sem er öðrum póli-
tískara, það er Sonur skóarans og dóttir bak-
arans eða Söngurinn frá My Lai. Verkið var
lengi í smíðum og var ekki fullskapað þegar höf-
undur þess lést; það var frumsýnt í Þjóðleik-
húsinu í september 1978 en hafði verið forsýnt á
Listahátíð þá um sumarið, tæpum tveimur
mánuðum eftir lát Jökuls.
Tómas Guðmundsson orti:
Samt dáðist ég enn meir að hinu,
hve hjörtum mannanna svipar saman
í Súdan og Grímsnesinu.
Segja má að hér sé komin grunnhugmyndin í
verkinu; að vísu er óvíst hvort Jökull hefur
„dáðst“ að svipuðu hjartalagi fólks hvar sem er í
heiminum en hitt er nokkuð ljóst að hann hafði
a.m.k. veitt því athygli. „Leikurinn fer fram í
sjávarplássi á Norðurlandi“ segir Jökull við
byrjun leiks, það er hálfur sannleikur hjá skáld-
inu; leikurinn gerist nefnilega um víða stríðs-
hrjáða veröld. Auðhyggja og stríðsrekstur eru
hér tekin á beinið og Jökull er á því að einmitt
þetta tvennt – eða eitt – sé að sigla með heiminn
til helvítis. Hann kemst þó að því að enn sé
möguleiki á að spyrna við fótum, en þá verði
menn líka að setja traust sitt á hið einfalda og
góða sem þrátt fyrir allt bærist enn víða. En við
erum að verða of sein, einnig í „sjávarplássi á
Norðurlandi“ (eins og nýleg dæmi sanna).
Þetta verk hlýtur að fara að rata uppá svið að
nýju.
Rétt rúmum tveimur árum eftir dauða Jökuls
var leikrit hans Í öruggri borg frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu. Verkinu mun ekki hafa verið fylli-
lega lokið af hálfu Jökuls og því í raun ósann-
gjarnt að fjalla um margvíslega galla þess því
að viðbúið er að höfundurinn hafi átt eftir að
sníða af því ýmsa agnúa. Hér er til umfjöllunar
smáborgaraháttur, minnimáttarkennd og tví-
skinnungur þeirra sem höfðu haft sem hæst
rúmum áratug áður, boðað byltingar og bætt
mannlíf. En hurfu í sófasett áttunda áratug-
arins, drukku dýrar veigar, töluðu mikið, gerðu
fátt – Jökull vandar ekki þessu liði kveðjurnar,
gerir lauslega grein fyrir fögrum áformum
þeirra í upphafi:
GUNNAR: ... Það eru atvinnutækin sem valda meng-
uninni, það eru atvinnutækin sem gleypa orkuna. Og at-
vinnutækin eru í höndum fárra útvaldra sem kæra sig
kollótta þó þeir eitri andrúmsloftið og brenni upp allri
orku. Þeir raka saman auðæfum og láta sér örlög
fjöldans í léttu rúmi liggja. Það er skammgóður vermir
að hafa sjúkrasamlag og tryggingar og ekknabætur þeg-
ar maðurinn finnur á sér útslokknun lífsins.
(Í öruggri borg bls. 157, II.)
Síðar í verkinu hefur sami Gunnar ekki
manndóm í sér til þess að lappa uppá aspar-
hríslu hjá kellíngunni sem hann er lagstur
uppá.
Jökull leikur hér að hluta til svipað stef og í
Herbergi 213, spyr spurninga um hið mögulega
og það ómögulega og þurrkar á köflum út skilin
þar á milli. Það er ekki hægt að segja að Jökull
hafi náð sér á strik enn sem komið er, þar sem
hann var kominn við að skrifa þetta verk.
Hversu miklu hann ætlaði að breyta, og hvað, ef
eitthvað, hann ætlaði að bæta veit ekki nokkur
maður.
Aftur og aftur og aftur og ...
Það er hægt að hafa mörg orð um stíl Jökuls
og ef að rýnt er í heimildir má sjá að menn eru
alls ekki sammála um hvað helst einkenndi
hann. Það er þó ljóst að Jökull hefur nokkuð
sérstakan kaldhæðinn húmor, jafnvel ögn kvik-
indislegan á köflum en það er jú sú tegund gam-
ansemi sem okkur Íslendingum fellur hvað
best. Talmálsstíll leikpersóna Jökuls er snagg-
aralegur, hraður og er á löngum köflum sann-
kölluð gullnáma fyrir leikara með góðar tíma-
setningar (les. tæmingar). Eða hvað má t.d.
segja um tilsvar Dóru þegar hún hefur sagt Al-
bert frá því að Pétur hafi hengt sig?:
DÓRA: ... hengdi sig.
ALBERT: Þetta er svo voðalega ... voðalega ... óskap-
lega ... hvað skal segja? Maður verður bara alveg orðlaus
... lamaður ... Þetta er eitthvað svo ólíkt Pétri, ha?
DÓRA: Enda hafði hann aldrei gert þetta áður.
(Herbergi 213 bls. 38, II.)
Fyrst og fremst tala þó persónur Jökuls
„eðlilega“ saman; kjamsa jafnvel sí og æ á því
sama, endurtaka sig ýmist viljandi eða óvart.
Hugsa sitt en segja annað, tala í kross annars
hugar, eru jafnvel fráhrindandi í orðræðu sinni.
Undirritaður vill halda því fram að sterkasta
stíleinkennið á leikverkum Jökuls sé endur-
tekningin innan sama verks, en ekki síður sú
sem tekur sig upp og skýst á milli verka, líkt og
hún viti að það sé hennar afmarkaða svæði, þar
megi hún leika lausum hala, annað komist hún
ekki, hún komist ekki burt.
Tíu árum eldri en Jökull Jakobsson var írska
leikritaskáldið Brendan Behan, sá drakk sig í
hel en skömmu áður en hann fullkomnaði það
„ætlunarverk“ sitt þá var Jökull á ferð í Dublin
og hafði hug á því að hitta kappann. Það varð
ekki, en ekki er að efa að þeir hefðu getað sagt
hvor öðrum sömu sögurnar, félagarnir, sömu
sögurnar aftur og aftur, það var stílbragð
beggja. Behan var skammaður fyrir það að
margnota sama efnið, margsegja sömu söguna
við ýmis tækifæri, blóðmjólka hverja setningu,
hvert orð. Behan hafði svartan húmor, hann var
meistari samtalstækninnar en sagði þó fyrst og
fremst sögur.
Jökull Jakobsson sagði líka sögur: „Hvaða
boðskaps- og ádeilukjaftæði er þetta? Af hverju
skilur enginn að ég er bara að segja frá? Er það
ekki nógu fínt?“ sagði hann eftir eina umsögn-
ina um Pókók í blöðunum. (Perlur og steinar,
bls. 116). Og Jökull var líkt og Behan skamm-
aður fyrir að vera alltaf að segja sömu söguna,
sjá t.d. tilv. í Ólaf Jónsson hér að ofan, einnig
gagnrýndi Ólafur Jökul á svipaðan hátt fyrir
Klukkustrengi og fleiri tóku undir.
Það ber mikið á því í leikritum Jökuls að per-
sónur, eða minni, ganga aftur frá verki til verks;
ekkert endilega á sama hátt heldur eins og fyrir
tilviljun. Með þessu er eins og Jökull hafi viljað
undirstrika þann smáa heim sem Ísland er,
þetta litla sögusvið mikilla sagna. Og Jökli
finnst það alveg nóg, þetta svið. Hann er ekkert
í sínum skáldskap að kjafta og blaðra um eitt-
hvað sem hann hefur ekki hundsvit á, hann rís
úr því smáa í skrifum sínum og öslar áreynslu-
laust í burt úr meðalmennsku án þess þó að
hverfa þeim sjónum sem eftir standa. Leikrit
hans eru þannig alltaf í sambandi við það fólk
sem um og fyrir er skrifað. Þannig þéttir Jökull
veruleikann; Sigurlaug á fjórtán þraukar ekki
bara yfir ógnarlöngum dauðdaga sonar síns í
Sjóleiðinni til Bagdad nei, hún hringir líka í
Hreinsunardeildina í því miður frú út af stífluðu
klóaki. Sænski trúboðinn er á ferli í Sjóleiðinni
og í Hart í bak og Orgelstillarinn sem allt hverf-
ist um í Klukkustrengjum er engin blekking því
að við fréttum af því að hann hafi komið og lag-
að orgelið, við fréttum af því í Herbergi 213.
Þetta er satt. Og því er okkur nauðsynlegt, að
hlúa að því sem við þekkjum best, því smáa
vegna þess að hið stóra er á undanhaldi, sjálf
menningin hún verður:
DAVÍÐ: Kannski ekki nema hálf síða – eða fáeinar línur,
ha? Jafnvel ekki nema neðanmálsgrein?
(Sumarið 3́7 bls. 222.)
Og hann er ekki einn um þessa skoðun:
TÓMAS: ... – Ég les minningargreinar um stórmenni
andans í Sunday Times – þessa sem halda því fram að
okkar siðmenning sé hin fyrsta í veröldinni sem geri sér
ljóst að hún er í dauðateygjunum og verði í framtíðinni
ekki annað en neðanmálsgrein í alfræðibók ...
(Í öruggri borg bls. 175, II.)
Allt verður svona enhvern veginn vinalegra,
viðkunnanlegra þegar persónurnar samsinna
hver annari á milli verka, vitna hver í aðra eða
bara eru á ferli hér og hvar í höfundarverki
skálds. Þegar svona er komið fær maður ein-
hverja þægilega öryggiskennd og liggur ekkert
á að drífa sig burt. Og kannski er það einmitt
vegna alls þessa að Jökli hefur ekki tekist að
komast burt.
SIGNÝ: ...Við erum öll að reyna að komast burt. En það
er ekki til neitt sem heitir burt ...
(Sjóleiðin til Bagdad bls. 198).
NA AÐ KOMAST BURT“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
á Dómínó í Iðnó 4. júní 1972.
Höfundur er leikhúsfræðingur og kennir fræði-
greinar við leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
Helstu heimildir:
Agnar Bogason, Mánudagsblaðið 16/1 1961.
Behan, Brendan, The Dubbalin Man, A & A Framar,
Dublin 1997.
Behan, Brendan, The Complete Plays, Methuen, London
1978.
Cronin, Anthony, Dead as Doornails, Lilliput Press,
Dublin 1999.
Fríða Á. Sigurðardóttir, Leikrit Jökuls Jakobssonar,
Menningarsjóður, Reykjavík 1980.
Jóhanna Kristjónsdóttir, Perlur og steinar - árin með
Jökli, AB, Reykjavík 1993.
Jökull Jakobsson, Leikrit I og II , Jón Viðar Jónsson
annaðist útgáfu, Hart í bak, Reykjavík 1994.
ÓConnor, Ulick, Brendan Behan, Abacus, London 1993.
Ólafur Jónsson, Vísir, 6/1 1975 & 15/5 1973.
Snorri Hjartarson, Á Gnitaheiði, Heimskringla, Reykja-
vík 1952.
Tómas Guðmundsson, Ljóðasafn, AB, Reykjavík 1989.