Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003
É
G ER eini Bandaríkjamaðurinn
hér á bókmenntahátíðinni,“ seg-
ir Bill Holm og þykir það greini-
lega sérkennilegt. „Ég er
fulltrúi Bush og Ashcroft; ég er
fulltrúi Bagdad-gengisins!“
Hann hlær hásum hlátri um leið
og hann hristir höfuðið.
Bill Holm þætti ekkert óeðlilegt að teljast til
íslensku höfundanna á hátíðinni, því þótt hann
sé fæddur og alinn upp í Minneota í Minnesota-
er hann í báðar ættir kominn af íslenskum inn-
flytjendum. Þessi íslenska arfleifð hefur verið
áberandi í skrifum hans. Þá starfaði Bill um
skeið sem kennari við Háskóla Íslands og nú
hefur hann keypt sér hús á Hofsósi, í nágrenni
við Vesturfarasetrið, og unir sér þar vel stóran
hluta ársins.
Bill Holm er hávaxinn maður og ofurlítið
hokinn, með snjóhvítt hár og skegg; hann er
rómaður sagnaþulur og fer aldrei í launkofa
með skoðanir sínar.
„Þótt sumir segi mig vera fulltrúa Banda-
ríkjanna hér eru rithöfundar venjulega utan-
gátta í samfélaginu,“ segir hann. „Það er þeirra
starf og getur verið óþægilegt. Nicolas Shake-
speare er einn af fulltrúum Breta hér á hátíð-
inni – og maður verður að skjóta því inní að
hann er kvæntur Vestur-Íslendingi, Julian
Johnson, gullfallegri konu frá Gimli, af gamalli
íslenskri fjölskyldu. Þótt hann sé breskur hef-
ur honum aldrei fundist hann vera heima hjá
sér á Englandi. Hann hefur ekki einu sinni
skrifað um það. Á einhvern undarlegan hátt er
hann ekki breskur höfundur. Á dögunum hitti
ég hann á Tasmaníu, utan við Ástralíu, og þar
er hann fullkomlega hamingjusamur. Hann
hefur eignast heimili. Og rétt eins og ég hér, þá
hefur hann fundið þar ættingja, tvær gamlar
frænkur, og fræðst um forföður sem var einn
hvítu frumbýlinganna. Við erum tveir skrýtnir
fuglar! Enskur rithöfundur sem þolir ekki
England og bandarískur höfundur sem þolir
ekki Bandaríkin.“
Þú segir að þið rithöfundar séu einskonar ut-
angarðsmenn í samfélaginu. Í greinasafni þínu
The Heart can be Filled Anywhere on Earth er
fjallað um liðnar kynslóðir íslenskra landnema
í Bandaríkjunum og afkomendur þeirra. Þetta
er fjölskylda þín og fólk sem tengist þér og þú
skrifar um þennan horfna heim af mikilli hlýju;
úr ótal smáatriðum skaparðu heilstæðan heim
sem var. Veitir það utangarðsmanninum skjól
að geta horfið á þennan hátt inn í fortíðina?
„Nei, ekki endilega. Ég vil hugsa um það
liðna á svipaðan hátt og Friðrik Þór gerir í
kvikmyndum sínum. Eitt af því merkilega við
myndirnar hans, er að hann er alltaf með jarð-
arfarir í þeim. Einhvern tímann sagði hann
þessi listaverk sín vera um látið fólk sem hann
bar virðingu fyrir og þótti vænt um.
Ég lít á vissan hátt á bækurnar mínar sem
eftirmæli eða grafskriftir. Það er hluti af starfi
mínu að segja sögur þessa gamla fólks. Það var
merkilegt að hlýða á Hanif Kureishi hér á há-
tíðinni. Hann er hálfur Breti og hálfur Pakist-
ani. Hann sagði frá föður sínum sem flutti frá
Pakistan og upplifði algjöran umsnúning á til-
verunni. Því þegar þú yfirgefur fæðingarland
þitt taparðu menningu þinni, þú slítur upp ræt-
urnar, þú tapar tungumálinu og tengslunum
við landslagið og náttúruna. Hann var úr efri
millistétt en þegar hann kom til London var
hann ekkert annað en hver annar „Paki“, að-
skotadýr sem spýtt var á.
Íslendingarnir sem fluttu vestur um haf voru
vissulega svolítið öðruvísi. Þeir voru svo sann-
arlega ekki af efri millistétt, þeir voru fátæk-
astir af þeim fátæku. En þeir voru Íslendingar,
sem þýddi að þeir kunnu að lesa, að þeir fluttu
með sér 1000 ár af íslenskri menningu og sögu.
Og höfðu þessar fjárans gömlu bækur. Þegar
þetta fólk kom til Bandaríkjanna, sem hefur
alltaf verið stýrt af peningum, þá varð það full-
komlega áttavillt. Fyrsta kynslóð innflytjend-
anna gat aldrei orðið Bandaríkjamenn eins og
George Bush – og ég segi nú bara: Guði sé lof!
En það var hlutverk mitt sem rithöfundar að
setja saman vitnisburð um líf afa okkar og
ömmu og tilveru þeirra í þessum nýju heim-
kynnum. Vissulega er verið að heiðra minningu
þeirra um leið en þetta fólk gat aldrei orðið
Bandaríkjamenn. Það talaði með hörðum ís-
lenskum framburði; þetta var fólk sem hefði
aldrei verið hleypt í sjónvarpið, hefði ekki vitað
neitt um Baywatch og ólíkt Arnold Schwarz-
enegger hefðu þau aldrei boðið sig fram til rík-
isstjóra í Kaliforníu.
Veit ekki lengur í hvaða landi ég bý
Nú er ég eiginlega búinn með þennan kafla í
skrifum mínum, þetta fólk er flest allt dáið.
Hvort sem það er gott eða slæmt þá er nýja
kynslóðin Bandaríkjamenn. Og mér finnst
erfitt að segja þetta,“ segir Bill og pírir augun,
„en ég kann ekki við það. Mér finnst að eftir því
sem ég eldist meira verði Bandaríkin mín
sífellt minni og Ísland stækkar. Bæði í
raunveru og í ímyndun. Þegar þú ferð á flugvöll
í Bandaríkjunum þarftu að fara úr skónum og
þú sérð leitað á gömlu fólki, það þarf jafnvel að
taka af sér gervifætur. Þetta eru ekki
Bandaríkin mín! Þegar þú sérð myndir af Bush
á bæn, og þegar þú sérð upphrópanir Rums-
felds um sigur, þá er það ekki landið mitt. Í
Minnesota er nú búið að samþykkja lög sem
leyfa fólki að ganga um með hlaðnar skamm-
byssur, rétt eins og í Texas. Nú eru skilti við
dyr á bönkum og kirkjum, sem segja að fólk
megi ekki fara með hlaðin skotvopn inn í bygg-
inguna. Maður lítur á þessi skilti og hugsar: Ég
bý ekki í ÞESSU landi!
Einu sinni grobbaði ég mig af því að Minne-
sota væri ólíkt öðrum ríkjum Bandaríkjanna –
en svo er ekki lengur. Það hefur skorið niður
styrki til lista. Það hefur hlaðið undir þá ríku og
gert þeim fátæku erfiðara fyrir. Skattar hafa
verið lækkaðir svo fólk geti keypt öflugri lása
og fjárfest í stríðsskuldabréfum og um leið og
efnahagur ríkisins versnar, hrörnar einnig
vitsmunalíf landsins; siðferðinu hrakar. Banda-
ríkin sem ég bý í nú eru ekkert annað en minn-
ing og þar búa gamlir Íslendingar og bændur.
Ekki George Bush. Svo kem ég til Íslands og er
hamingjusamur. Manni léttir.
Ég geri mér vel grein fyrir því að Ísland er
ekki fullkomið. Eitt aðal vandamálið í Banda-
ríkjunum er hömlulaus eyðing náttúrunnar og
svo kemur maður til Íslands og upplifir þessa
fáránlegu vitleysu við Kárahnjúka, þar sem
stjórnvöld valta yfir ósnortna náttúruna. Það
er hörmulegt. Það er mesta skömm þessarar
þjóðar. Hafðu það endilega eftir mér, að allir
sem koma nálægt þeim ákvörðunum ættu að
skammast sín. Þeir munu lifa til að sjá eftir því
og þeir munu lifa það að sjá orðstír sinn flekk-
aðan af því að hafa komið nærri þessari fávisku.
En Íslendingar upplifa hjálparleysi gagn-
vart þessum framkvæmdum. Það er alveg eins
og raunin er með Bandaríkjamenn. Ég vildi
ekki fara í stríð í Írak! Ég vildi ekki skotvopn í
bönkum, skólum og kirkjum! Mér er sagt að ég
eigi að halda mér saman vegna öryggis þjóð-
arinnar. Ég veit ekki lengur í hvaða landi ég bý.
Landið mitt minnkaði frá Minnesota niður í
Vestur-Minnesota; síðan minnkaði það frá
Vestur-Minnesota niður í íslensku byggðirnar
umhverfis Minneota; og nú eru næstum allir
Íslendingarnir þar látnir og landið hefur
minnkað niður í húsið mitt. Þar bý ég. Hálfs
ekru land! Til að geta hreyft mig kem ég til Ís-
lands, fer til Skagafjarðar, horfi út um
gluggann og sé eitthvað stærra.
Bandaríkjamenn eru mjög uppteknir við að
eyða orkulindum sínum og náttúrunni og láta
sér standa á sama um ástand heimsins. Svo fer
ég að tala við fólk hér um ástand fiskveiða við
Ísland og það gefur heldur betur ástæðu til að
hafa áhyggjur. En það er fyrir ykkur Íslend-
inga að laga, ekki mig. Að setja allan kvótann í
hendur þeirra fáu sem geta borgað best, leyfa
þeim að skrapa botn hafsins og henda burt
helmingnum af því sem þeir veiða!“ Bill hristir
höfuðið hneykslaður. „Ísland þarf ekki að
ganga í Evrópusambandið til að láta skemma
fyrir sér fiskveiðarnar, þið farið létt með það
sjálf.
Húsið mitt á Hofsósi er fimmtíu metra frá
sjónum og ég hef mikinn áhuga á hafinu. Ég
borða þorsk og ýsu upp úr sjónum, fer stundum
á veiðar sjálfur. Það er eitthvað hressandi við
kalt slímið á ferskum þorski.“
Er mikill
sannleikselskandi
Í skrifunum hefurðu mest fengist við ljóð og
greinar, „esseijuna“. Ritgerð er ekki vinsæl-
asta bókmenntaformið, nýtur ekki hylli eins og
skáldsagan, en býður upp á mikið frelsi hvað
varðar nálgun við umfjöllunarefnið.
„„Esseijan“ er dásamleg því innan hennar
geturðu einnig skrifað sögur og ég geri það svo
sannarlega. Hlutar hafa verið teknir út úr rit-
gerðum eftir mig og prentaðir í safnritum með
smásögum. En þú getur einnig komið hug-
myndum fyrir í þessu formi. Í skáldsögum nú-
tímans ríkir mikil tortryggni gagnvart hug-
myndum. „Esseijurnar“ mínar verða gjarnan
eins og safn af því sem mér er annt um. Mér
þykir svo gott að í þessu formi er hægt að koma
fyrir nær öllu nema eldhúsvaskinum! Thoreau
gerði það, Montaigne; allir forverar nútíma
„esseijunnar“.
„Esseijistar“ skrifa alltaf með sinni eigin
rödd, það er ekkert um þetta grímubúna kjaft-
æði. Hlutverk þeirra er að gera sitt besta við að
segja sannleikann. Ég er mikill sannleikselsk-
andi. Þú breytir ekki sannleikanum til að gera
hann lesvænni. Stundum hefurðu rangt fyrir
þér. Sérstaklega þegar „esseijistar“ lýsa
stjórnmálaviðhorfum – meira að segja þegar ég
lýsi mínum! Þú getur misskilið hluti, þér geta
orðið á mistök, það getur verið að þú vitir ekki
um hvað þú ert að tala, en það er ekki þitt starf
að gefa ráð eða snúa fólki til fylgis við eitthvað
– heldur að opinbera hvað það er að vera mað-
ur. Sjónvarpið mun aldrei segja þér hvað það
er að vera maður. 99% kvikmynda segja þér
ekki hvað það er að vera maður.“
Finnst þér „esseijan“ njóta nægilegrar virð-
ingar sem bókmenntaform?
„Ég vildi vera ríkur,“ segir Bill og hlær. „Það
væri gaman að geta setið á Hofsósi og framleitt
söluvöru. Sumir „esseijistar“ njóta velgengni
og eigan tryggan lesendahóp. En þeir munu
aldrei þéna eins og skáldsagnahöfundar. Það
gerir enginn kvikmyndahandrit eftir „esseiju“.
Tekjumöguleikarnir eru færri. En meðan Bush
gerir okkur ekki alveg gjaldþrota gengur þetta
einhvern veginn upp. Ég er sextugur og hef
ekki enn þurft að svelta. Það er ennþá þorskur í
fjörðunum og svín í Vestur-Minnesota.
EKKERT GRÍMUBÚIÐ KJA
Bill Holm er fæddur og
uppalinn í Bandaríkj-
unum en ræturnar eru
íslenskar. Hann er kunnur
fyrir ljóð og ritgerðir, sem
oftar en ekki sækja efni-
við til íslenskrar arfleifðar
höfundarins. Bill var einn
gestanna á nýafstaðinni
Bókmenntahátíð í Reykja-
vík og sagði EINARI
FAL INGÓLFSSYNI frá
undursamlegu sumri á
Hofsósi og efasemdum
sínum um þróun mála í
Bandaríkjunum.
„Maður á bara að horfa á náttúruna og halda sér saman – og reyna að eyðileggja hana ekki. Náttúran mun bjarga sálinni,“ segir Bill Holm.