Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 9
É
G er eiginlega Húnvetningur að
ætt og uppruna, en slæptist í
Reykjavík á æskuárum mínum
og orti óskiljanleg grátljóð í at-
ómstíl. Ég vil sem minnst tala
um það, en fyrst þú ert að
spyrja get ég sagt þér það.
Þegar ég gaf út fyrstu ljóða-
bókina mína, var ég aðeins 19 ára gamall, en
þetta var svo voðalegur hlutur, svo óskaplegt
áfall, að það liðu 11 ár, áður en ég gaf út aðra.
Það er langur tími. Á Reykjavíkurárum mín-
um þekkti ég mörg ung og efnileg skáld, já
sum þeirra eru nú orðin höfuðskáld þjóð-
arinnar, líttu bara á Tómas Guðmundsson,
hann stóð við fyrirheitin. Það var mikið drukk-
ið á þessum árum og ég hafði gaman af því að
drekka vín, fannst ég verða óvenjulega gáf-
aður af því, en það er hættulegt að umgangast
vín, hættulegt að láta blekkja sig. Þegar yfir
lýkur, er nauðsynlegt að geta tekið undir þessi
orð Churchills gamla: Víst er að ég hef grætt
meira á víni, en það á mér. Þú fyrirgefur, þó
ég vitni í Churchill, en það ætti að vera óhætt,
hann hefur fengið Nóbelsverðlaunin fyrir bók-
menntir, er það ekki?
– Já, góði minn, þetta voru dýrlegir dagar
og dýrlegar nætur. Stefán frá Hvítadal var
andlegt átrúnaðargoð okkar, en Ólafur Frið-
riksson veraldlegt. Jú, sjáðu til, Ólafur var
leiðtogi bolsjevikka á Íslandi og hélt reglulega
sellufundi. Þangað fórum við ungir og upp-
vöðslusamir, með ábyrgð alls heimsins á
„þreyttum herðum“ og leituðum að sannleik-
anum, eða kannski við höfum ekki verið að
leita að honum, heldur einhverju öðru, ég veit
það ekki. Kannski veit ég það aldrei. Einveran
er ógurleg, ekki sízt á þessum árum. Það er
alltaf gott að eiga einhvern að og Ólafur tók á
móti okkur. Við fundum að við vorum ekki ein-
ir, þegar við vorum með honum, hann talaði,
við hlustuðum. En það bar lítinn árangur, góði
minn, því að þetta var engin pólitík. Það var
engin pólitík á þessum árum að vera bolsj-
evikki, heldur tízka. Nú er mér sagt, að það sé
orðið trú, svona geta hlutirnir breytzt. En það
er kannski ekki undarlegt, þó ég skilji þetta
ekki. Ég hef aldrei verið mikill pólitíkus, eins
og sagt er, ég var aldrei eins stöðugur í trúnni
og t.d. Kristmann og Vilhjálmur S. Já, þeir
voru líka bolsjevikkar, það heyrði til, bók-
menntir og bolsjevismi voru eins sjálfsögð
blanda og whisky og sódi. En svo fengum við
nóg af þessu, gengum af trúnni og nú segir
Kristmann að kommúnistar sitji um líf sitt.
Vígamóðurinn rann líka fljótt af mér, en ekki
held ég að neinum finnist líf mitt svo merki-
legt, að nauðsynlegt sé að farga því. Ég er al-
veg ósmeykur, því máttu trúa.
– Þú hefur auðvitað kynnzt fjölmörgum
mönnum á þessum árum?
– Já, ég sagði, að þetta hefðu verið dýrlegir
dagar, mikið drukkið, sungið og ort. Ég
kynntist Magnúsi Ásgeirssyni mjög vel, hann
er greindasti maður, sem ég hefi þekkt. Þó var
hann dulur og seintekinn og nokkuð drykk-
felldur á stundum. Við verzluðum aðallega við
sprúttsala innst á Laugavegi, ég held hann sé
orðinn ríkur maður núna. Einu sinni fór ég
með Magnúsi til Hafnarfjarðar. Hann sagði að
einasta konan, sem hann hefði elskað, væri að
fara austur á firði og hann þyrfti að kveðja
hana. Ég spurði: Hvað heitir hún? Það veit ég
ekki, svaraði hann. En þegar hann stóð á
bryggjuhausnum og horfði á skipið sigla út úr
höfninni, tók hann pening úr vasa sínum, henti
honum í sjóinn, og sagði upphátt: Teningunum
er kastað. Það voru stór orð í þá daga. – Það
var annars mikið vín drukkið í þessari ferð
eins og endranær og ég man eftir því að við
urðum viðskila. Ég þurfti auðvitað einhvern
veginn að komast til Reykjavíkur aftur og
varð þá fyrir því láni að hitta Önnu, konu Ólafs
Friðrikssonar. Hún hafði fylgt Ólafi til skips.
Hann var að fara til útlanda, sennilega til að
sækja nýja línu. Frú Anna bauð mér að vera
með í bílnum og þáði ég það. En þá lenti ég í
óskaplega slæmri klípu, skal ég segja þér, því
ég varð að þykjast vera ófullur. Frúin var
nefnilega í stúku, já gott ef hún hefur ekki
verið í sömu stúku og ég.
– Þið voruð miklir knæpumenn?
– Já, knæpurnar komu sér vel fyrir fátæk
og soltin séní eins og okkur. Aðallega héldum
við til í kaffistofunni í Traðarkotssundi, þar
sem Steindór heitinn Sigurðsson var daglegur
gestur, og einnig hjá Hannesi í Litla Kaffi á
Laugavegi. Þar fengum við kolsvart kaffi með
dósarjóma.
– Fyrst eftir að ég fór að venja komur mín-
ar í kaffistofuna í Traðarkotssundi, tók frúin
úrið mitt að veði fyrir kaffinu, en svo hætti
hún því, sagði að ég leysti það alltaf út hvort
eð væri. Maður var ákaflega samvizkusamur í
peningasökum. Já, eiginlega hefur maður allt-
af verið mjög heiðarlegur í viðskiptum miðað
við okkar tíma.
– Mér þótti merkilegt, það sem Guðmundur
Frímann sagði mér um fyrstu bók sína og
reyndi að koma henni aftur að. Ég sagði því
við hann:
– Þú varst að tala um fyrstu bókina þína.
– Já, ég var að segja þér frá fyrstu bókinni
minni. Það var voðalegur hlutur að gefa hana
út og sennilega hef ég aldrei beðið þess bætur.
Ég held menn eigi aldrei að gefa út ljóðabæk-
ur fyrr en þeir eru komnir um þrítugt, en það
getur verið erfitt að bíða. Sennilega hefur
ungur maður aldrei ort svo kvæði að hann hafi
ekki verið sannfærður um, að það væri bezta
kvæði, sem ort hefur verið. Það er því ekki
undarlegt, þótt það geti verið erfitt að bíða.
Og svo mátt þú ekki gleyma því, að kvæði öðl-
ast ekki persónulegt líf, fyrr en það hefur ver-
ið prentað. Líf, sagði ég það? Ojæja, ég hefði
kannski frekar átt að segja persónulegan
dauða. Það er einmitt það. Ætli það eigi ekki
betur við, svona yfirleitt.
– Jú atómskáld, ég hef áreiðanlega verið at-
ómskáld á mælikvarða þeirra tíma. Ekki svo
að skilja að ég hafi ekki rímað, þvert á móti,
ég rímaði undir drep. En þú veizt kannski, að
sum atómkvæði eru einmitt rímuð. Og sum
beztu ljóð tungunnar eru órímuð. Þetta er nú
einu sinni svo, þótt fólk eigi erfitt með að átta
sig á því. Á ég að segja þér eitt, ég hef aldrei
ort órímað ljóð, en ég gæti vel hugsað mér að
gera það. Ég hef nefnilega alltaf átt mjög erf-
itt með að ríma.
– Þessi fyrsta bók mín, sem hefur elt mig
eins og vondur skuggi öll þessi ár, kom út
1922. Hún heitir Náttsólir. Stundum hefur
mér dottið í hug að útgáfa hennar hefði verið
réttlætanleg vegna þess hve hún er djörf í
dellunni. Hún er ef til vill fyrsti vísirinn að at-
ómskáldskap hér á landi. Einhver merkilegur
og stórgáfaður maður skrifaði um bækur
ungra skálda á þessu tímabili og sagði, að mín
ljóðabók væri bezt vegna þess að ég ætti alla
vitleysuna sjálfur. Ekki ómerkileg viðurkenn-
ing það. – Annars get ég sagt þér úr því að við
erum farnir að tala um atómskáldskapinn, að
það kemur mér mjög undarlega fyrir sjónir,
þegar atómskáldin svonefndu telja Stein
Steinarr lærimeistara sinn. Það get ég ómögu-
lega séð. Ég hef aldrei séð neina hendingu hjá
Steini, sem hefur ekki einhvern tilgang.
Steinn hittir venjulega í mark, hann er djúpur
og stundum óljós. Það er allt og sumt.
– Heyrðu Guðmundur, það er hægt að fá
Náttsólir ennþá. Ég leit upp í Helgafell um
daginn og sá að hún var á boðstólum þar.
– Jæja, þetta eru slæm tíðindi. Kannski eru
þetta verstu tíðindi, sem ég hefi heyrt í mörg
ár. Ég hélt, að hún væri loksins farin. Það var
ætlunin að farga henni, áður en ég færi úr
bænum á sínum tíma. Ég kom upplaginu fyrir
í stórum skáp á vinnustofu Guðjóns vinar míns
Þórðarsonar skósmiðs. Þegar ég kom hingað
suður 16 árum síðar, rakst ég á bókina á ýms-
um stöðum – mér til mikilla leiðinda. Hélt hún
væri úr sögunni. Þá mundi ég eftir því, hvar
ég hafði sett hana, arkaði upp á vinnustofuna,
sem komin var í eigu annars skóara, og ætlaði
að sækja upplagið. En það var horfið. Já, það
var bókstaflega gufað upp mér til óskaplegrar
skelfingar. Skóarinn sagði mér, að einhver
fornbóksali hefði skotið upp kollinum einn
góðan veðurdag og haft upplagið á brott með
sér. Svona geta menn lent saklausir í klónum
á fornbóksölum og öðrum ástríðufullum kaup-
sýslumönnum.
– Við erum búnir að tala svo mikið um þá
gömlu og góðu daga, að ég held það sé bezt við
snúum okkur að nútímanum. Þú ert að gefa út
bók núna. Hvað viltu til dæmis segja okkur
um síðustu ljóðin þín?
– Það er lítið að segja, góði minn, það er lítið
að segja. Ég veit ákaflega lítið um ljóðin mín.
Ég veit ekki einu sinni, hvernig þau verða til.
Þegar ég byrja á kvæði, hef ég ekki hugmynd
um efni þess, get varla skýrt frá því, þegar því
er lokið. Þetta er allt ákaflega skrítið. Það er
eins og að falla í leiðslu, ja eða tefla skák.
Maður kemst einhvern veginn ekki undan
þessu. Þetta liggur á manni eins og mara. Það
er eitthvað sem knýr á, og svo sezt maður nið-
ur og horfir á hvítan pappírinn eins og maður
líti niður í glas af víni, já eimmitt glas af víni.
Það getur vel verið að þetta sé einna líkast því
að fara á kenderí. Hvað segir þú um það? Ekki
svo að skilja, að þetta sé nein andagift, sem
hellt er yfir mann, eins og hlandi úr fötu. Alls
ekki. Þetta kemur bara. Og eins og þú getur
séð, þá gæri ég ekki ort kvæði eftir pöntun,
ekki einu sinni í sambandi við konungs-
heimsóknir. Á ég að segja þér, hvernig þetta
getur gerzt. Mér koma í hug einhverjar línur
úti í haga, já einhverjar vorlínur og mér finnst
þær geðugar,
get ekki gleymt þeim. Mörgum árum síðar
skjóta þær svo aftur upp kollinum og ég yrki
vorkvæði utan um þær:
Fífan úti í flóanum
fer í kjólinn nýja,
greidd af góða og hlýja
golulófanum.
Þessar fjórar línu í þriðja erindi voru upp-
hafið að Kóngsbænadagskvæðinu. Annars er
þessi ljóðagerð mín í seinni tíð ákaflega fá-
strengjuð, aðallega ljóð um gamlan tíma, og
þá helzt annálsbrot um lítilfjörlega atburði,
sem enginn hefur heyrt um, og svo náttúru-
og ástarkvæði. Það er víst kallað lýrik. Það er
gott að yrkja slík kvæði á Akureyri, þar er ró-
legt og þægilegt að vera, en þar hafa menn
samt ekki eins mikinn áhuga á skáldskap og
hér í Reykjavík. Þetta er þó afbragðsfólk, dá-
lítið seintekið, en ég veit ekki, hvort það er
löstur.
Á Akureyri eru a.m.k. 6 skáld, sem látið
hafa ljós sitt skína í bókmenntaheiminum og
er samkomulagið með ágætum. Við erum
kunningjar og lofum hver öðrum að heyra nýj-
ustu kvæðin, lesum þau gjarna í síma.
Það veit sennilega enginn, hvað síminn hef-
ur lagt af mörkum til íslenzkra bókmennta.
Annars er það rétt hjá Tómasi Guðmundssyni,
að menn eiga ekki að yrkja ljóð, því það er
bezta leiðin til að einangra sig frá öðru fólki.
Það forðast skáld, heldur að þau séu öðruvísi
en aðrir, hættulegri á einhvern hátt.
Skáldið er ekki hættulegra en þeir sem
leysa krossgátur Morgunblaðsins. En nú er-
um við komnir út á hála braut og svo má ég
ekki vera að þessu lengur. Ég þarf að nota
tímann vel hér fyrir sunnan, til dæmis er ég í
óða önn að lesa söguna hans Mykles um rauða
rúbíninn, held það sé góð bók, full af skáld-
skap inni á milli, er það kannski misskilningur
hjá mér? Annars skal ég játa að ég er aðallega
að forvitnast í svæsnustu kaflana eins og
krakkarnir. Mykle hefur margháttaða reynslu
í kvennamálum það leynir sér ekki, liggur við
borð að maður öfundi hann.
KVÖLDSAMTAL
Guðmundur Frímann hefði orðið hundrað ára í júlí
síðastliðnum. Af því tilefni er endurbirt samtal hans
og MATTHÍASAR JOHANNESSEN sem birtist í
Morgunblaðinu 6. október 1957. Samtalið var í flokki
Matthíasar Í fáum orðum sagt en í inngangi að því
stóð: „Guðmundur Frímann segir blaðamanni Mbl.
frá vitleysunni, sem hann átti sjálfur.“
„Já, knæpurnar komu sér vel fyrir fátæk og soltin séní eins og okkur,“ sagði Guðmundur Frímann.