Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 13
EINAR Hákonarson opnar sýningu á 47 olíu- og past-elmyndum í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 15. „Þetta er í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár að ég heldstóra sýningu fyrir norðan,“ segir listmálarinn. „Ég
sýndi þarna dálítið á sínum tíma, þegar mikil vakning var í mál-
verki. Það byrjaði með því að Guðmundur Ármann Sigurjóns-
son kom heim frá Svíþjóð og svo var alltaf líf í kringum Gallerí
Háhól sem Óli G. Jóhannsson rak. Þetta eru miklir hugsjóna-
menn. Það verður gaman að sýna aftur á Akureyri eftir allan
þennan tíma.“
Einar rekur nú galleríið Hús málaranna á Eiðistorgi í félagi
við Óla G. og segir það hafa kveikt í sér löngun til að halda sýn-
ingu nyrðra. „Þetta hefur verið hálfgert norður-suður-gallerí og
margir Akureyringar sýnt hjá okkur. Það fer því kannski vel á
því að ég sýni hjá þeim líka.“
Einar segir að sýningin sé yfirlit yfir verk sín á síðustu þrem-
ur árum. „Þetta er allt frá því að ég var að mála trúarlegar
myndir úti í Þýskalandi til portretta sem ég málaði af höf-
uðskáldum íslensku þjóðarinnar, Einari Benediktssyni, Hall-
dóri Laxness og Steini Steinarr. Þetta er mannlífið í allri sinni
mynd. Mest af þessu hef ég sýnt fyrir sunnan en vona að Ak-
ureyringar hafi gaman af því að sjá þetta líka.“
Einkasýning í Aachen
Þótt langt sé um liðið gerir Einar ráð fyrir að Akureyringar
séu ennþá móttækilegir fyrir málverki. „Ég held að Myndlist-
arskólinn á Akureyri sé rekinn á klassískum nótum sem er
fagnaðarefni enda er myndlist í þeirri mynd sem við þekkjum
ekki kennd lengur á æðra stigi á Íslandi. Ég er persónulega
mjög ánægður með þessar áherslur hjá norðanmönnum en ég
átti á sínum tíma þátt í að koma fótunum undir þennan skóla
þegar ég var skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Ég sé raunar ótvíræð sóknarfæri fyrir Akureyringa á þessu
sviði. Háskólinn á Akureyri ætti að byrja að kenna myndlist á
æðra stigi og veita Listaháskólanum þannig verðuga sam-
keppni. Við sjáum hvað samkeppni á háskólasviðinu hefur auk-
ist með tilkomu Samvinnuháskólans á Bifröst og Háskólans í
Reykjavík. Það er mjög jákvætt. Þetta er tákn um dýnamíkina í
þjóðfélaginu – við Íslendingar erum nú einu sinni áhlaupa-
menn.“
Það er skammt stórra högga á milli hjá Einari en 3. október
næstkomandi opnar hann einkasýningu á um 30 málverkum í
Stricker-galleríinu í Aachen í Þýskalandi.
„Þessi sýning er afleiðing af því að ég sýndi í galleríi ágætra
hjóna í Mönchengladbach árið 2001 en þau sýndu verk Gerðar
Helgadóttur mikið á sínum tíma. Sú sýning vakti athygli gall-
eristans í Stricker en þetta er stærsta einkarekna galleríið í
Aachen. Þröskuldurinn inn á galleríin í Þýskalandi hefur oft
verið býsna hár fyrir íslenska listamenn. Það er ekki hlaupið að
því að komast inn á markaðinn. Þannig að þetta er mikill sigur
fyrir mig. Þýskalandsmarkaður er einn sá öflugasti sem um
getur og margir helstu málarar Norðurlanda hafa fengið sinn
uppslátt í gegnum hann. Nefni ég þar Edvard Munch og Per
Kirkeby. Nú er bara að sjá hvernig gengur.“
Menningarsögulegt slys
Um þessar mundir eru fjögur ár frá því Listaskálinn í Hvera-
gerði, sem Einar Hákonarson reisti og rak um tíma, var seldur
á uppboði.
„Þegar ég féll þarna fyrir austan með Listaskálann var vel
flætt að mér á ýmsa vegu og ég varð að hugsa margt upp á nýtt.
En upp skal hugann herða, eins og þar stendur, og sú saga er nú
að baki. Mér hefur alltaf fallið betur að horfa fram veginn.“
Ein saga er þó ósögð. „Þegar uppboðið fór fram á sínum tíma
kom boð frá öðrum aðila en þeim sem átti veðréttinn, sem var
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, upp á 35 milljónir króna. En
húsið var slegið sjóðnum á 40 milljónir. Boð þetta kom frá
manni sem heitir Guðmundur Birgisson og ég vissi lítil deili á á
þessum tíma. Var raunar kunnugt um að hann var að bjóða fyrir
hönd annars aðila en ekki hver það var. Sá aðili var athafnakon-
an Sonja Zorilla sem nú er látin. Hún var frænka Guðmundar.“
Einar komst ekki að þessu fyrr en nýverið og segir þetta stór-
merkileg tíðindi. „Allnokkru áður en uppboðið fór fram hafði ég
séð ljósmyndir af málverkum sem voru í eigu Sonju Zorilla en
mig langaði að opna Listaskálann með sýningu á myndum úr
þessu safni. Af því varð ekki. Þetta er stórkostlegt safn sem
Sonja kom sér upp á mörgum áratugum. Það mætti byggja 10–
15 listaskála fyrir sum verkanna svo menn geri sér grein fyrir
verðmætunum. Þarna eru verk eftir marga af helstu myndlist-
armönnum heims á síðustu öld.“
Einar segir að Sonja hafi haft hugmyndir um að varðveita
safnið og sýna í Listaskálanum í Hveragerði. Þess vegna hafi
hún boðið í húsið. „Ég er að segja frá þessu núna vegna þess að
ég tel þetta mikið menningarsögulegt slys. Þarna höfðu Íslend-
ingar tækifæri til að eignast alþjóðlegt safn listaverka. Allir
þekkja Sonju Henie-safnið í Ósló og þótt það hafi orðið til með
öðrum hætti hefði þetta safn getað þjónað sama tilgangi hér á
landi. Ég hitti Sonju Zorilla einu sinni eða tvisvar. Þetta var
bráðvel gefin kona og vel að sér í samtímalistum. Lærði mynd-
list sjálf á yngri árum. Minningu hennar hefði verið þarna mikill
sómi sýndur.“
Einari er ekki kunnugt um hvað verður um safn Sonju Zorilla
en reiknar með að verkin verði boðin upp og ágóðinn renni í sjóð
sem Sonja stofnaði til styrktar börnum. „Auðvitað er það gott
málefni en hefðu menn ekki átt að nýta tækifærið til að halda
þessu safni saman?“
Einar Hákonarson listmálari sýnir verk sín á Akureyri eftir meira en tuttugu ára hlé
Mannlífið í allri
sinni mynd
Morgunblaðið/Kristinn
Einar Hákonarson listmálari opnar sýningu í Ketilhúsinu á Ak-
ureyri í dag og í galleríi í Aachen í Þýskalandi eftir tvær vikur.
47. STARFSÁR Kammermúsíkklúbbsins
hefst annað kvöld. Fimm tónleikar verða í
vetur í Bústaðakirkju.
Annað kvöld leikur Eþos-kvartettinn
Strengjakvartett nr. 2 eftir Jón Ásgeirsson,
Strengjakvartett í c-moll K. 406 eftir Mozart
og Píanókvintett í A-dúr op. 81 eftir Dvorák.
Eþos-kvartettinn skipa Auður Hafsteins-
dóttir, fiðla, Greta Guðnadóttir, fiðla, Guð-
mundur Kristmundsson, víóla, og Bryndís
Halla Gylfadóttir, selló. Gestir hópsins eru
Mona Sandström píanóleikari og Þórunn Ósk
Marinósdóttir víóuleikari.
Á öðrum tónleikum vetrarins, 19. október,
leika Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dub-
ik, fiðlur, Helga Þórarinsdóttir, víóla, og Sig-
urgeir Agnarsson, selló, strengjakvartetta
eftir Erik Mogensen, Bartók og Beethoven.
Þriðju tónleikarnir verða 23. nóvember.
Þá koma fram Einar Jóhannesson, klarín-
etta, Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dub-
ik, fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla,
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló, Richard
Korn, bassi, Jósef Ognibene, horn, og Rúnar
Vilbergsson, fagott. Á efnisskrá eru Kvintett
fyrir klarínettu og strengi í A-dúr K. 581 eft-
ir Mozart og Oktett í F-dúr D. 803 eftir Schu-
bert.
Á fjórðu tónleikunum, 25. janúar, leikur
Camerarctica Strengjakvartett nr. 8 í c-moll
op. 110 eftir Shostakovitsj og Píanótríó í
a-moll op. 50 eftir Tsjajkovskíj.
Á lokatónleikum starfsársins, 22. febrúar,
leika Martial Nardeau, flauta, Greta Guðna-
dóttir og Zbigniew Dubik, fiðlur, Guð-
mundur Kristmundsson og Þórunn Ósk
Marinósdóttir, víólur, Hrafnkell Orri Eg-
ilsson og Sigurgeir Agnarsson, selló. Á efnis-
skrá eru Kvintett fyrir flautu og strengi í A-
dúr op. 51 nr. 3 eftir Kuhlau, Fúga nr. 8 úr
Das Wohltemperierte Klavier eftir Bach,
umskrifuð fyrir stengjatríó af Mozart og
Sextett fyrir strengi í B-dúr op. 18 eftir
Brahms.
Tónleikarnir hefjast allir kl. 20.
Kammermúsíkklúbburinn hefur sitt 47 starfsár í Bústaðakirkju
Eþos
ríður á
vaðið
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Eþos-kvartettinn: Bryndís, Greta, Auður og Guðmundur.
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins fara eins
og undanfarin ár fram í Bústaðakirkju.
OPNUÐ verður sýning á verkum Guð-
mundar Thoroddsen í sal SÍM, Hafnarstræti
16, á laugardag kl. 16.00–18.00
Guðmundur Thoroddsen myndlist-
armaður lést árið 1996. Á sýningunni verða
nokkur verk sem hann vann að síðustu árin
sem hann lifði. Sýningin er haldin í minn-
ingu Guðmundar í tilefni af fimmtugs-
afmæli hans sem var á síðasta ári. Jafn-
framt verður endurútgefin á markaðinn
fyrsta hljómplata Diabolus In Musica á
geisladisk, en Guðmundur var píanóleikari í
þeirri hljómsveit og inniheldur platan m.a.
tónverk hans. Hljómplatan kom út fyrst ár-
ið 1976 og bar nafnið Hanastél á Jóns-
messunótt. Með Guðmundi í hljómsveitinni
voru; Aagot V. Óskarsdóttir, Jóhanna V.
Þórhallsdóttir, Jón Sigurpálsson, Jóna Dóra
Óskarsdóttir og Páll Torfi Önundarson.
Sýningin stendur til loka september.
Guðmundar
Thoroddsen
minnst
RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá
samningum um útgáfu á þremur íslenskum
barnabókum í Taílandi og komu þær nýverið
þar á markað.
Þetta eru Sagan af bláa hnettinum eftir
Andra Snæ Magnason, Peð á plánetunni jörð
eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Leikur á
borði eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Bækurnar
komu út hjá Image Publishing í samstarfi við
Dhamrongchaitaham Foundation. Eru bæk-
urnar til sölu á almennum markaði en fleiri
þúsundum gjafaeintaka hefur að auki verið
dreift í taílenska skóla.
Íslenskar barna-
bækur í Taílandi