Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 Í TILEFNI af því að í gær voru 150 ár liðin frá fæðingu Stephans G. Stephanssonar gangast Háskóli Íslands, Reykjavíkur- Akademían, Stofnun Sigurðar Nordals og The Nordic Association for Canadian Studies (NACS) fyrir ráðstefnu um skáld- ið, samtíð hans, verk og hugmyndir, í Há- skóla Íslands dagana 3.–5. október. Ráðstefnan var sett í hátíðarsal Háskól- ans í gær en í dag og á morgun verða haldnir fyrirlestrar um skáldið, fyrri dag- inn í stofu 101 í Lögbergi en hinn síðari í stofu 101 í Odda. Fyrirlesarar verða prófessor David Arnason frá Manitoba-háskóla, prófessor Odd Lovoll frá St. Olav College, Minne- sota, Jars Balan sjálfstætt starfandi fræði- maður frá Edmonton í Alberta, Kristjana Gunnars rithöfundur frá Vancouver, Bald- ur Hafstað prófessor, Eysteinn Þorvalds- son prófessor, Helga Kress prófessor, Bergljót Kristjánsdóttir dósent, Guðrún Guðsteinsdóttir dósent, Róbert Haralds- son lektor, Kristján Eiríksson íslensku- fræðingur, Sólveig Anna Bóasdóttir guð- fræðingur, Steinþór Heiðarsson sagnfræðingur, Vigfús Geirdal, sagnfræð- ingur, Úlfar Bragason bókmenntafræð- ingur og Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur. Dagskráin er á heimasíðum Háskólans: www.hi.is og Stofnunar Sigurðar Nordals: www.nordals.hi.is Allir eru velkomnir til ráðstefnunnar. STEPHANSSTEFNA Þ ÞAÐ var í upphafi róttækni Stephans G. Stephanssonar sem vakti áhuga Viðars Hreinssonar á Klettafjalla- skáldinu. Hann man enn ljóð- línuna sem kveikti í honum í ís- lenskutíma hjá Böðvari Guðmundssyni í menntaskóla: „Þær rotturnar héldu sér ráðgjafaþing,“ sagði í kvæðinu sem heitir Reconstruction og fjallar um stjórnmálaskúma sem hyggja á endurbætur af mismiklum heilindum. „Þetta var auðvitað eins og sálmasöngur í eyrum unglings sem var að byrja að vera róttæk- ur,“ segir Viðar og glottir. Upp úr þessu fór Viðar að lesa skáldskap Stephans og heillaðist fljótlega af náttúrulý- rík hans. Mörgum árum síðar hélt Viðar svo til Winnipeg í Kanada að kenna íslensku við háskólann þar. Hann hélt fyrirlestra á ráð- stefnum um Stephan og önnur vestur-ís- lensk skáld og segist þá hafa áttað sig á því að það var ekki sjálfgefið að sjálfmenntaðir sveitakarlar væru jafn skarpir í hugsun og þeir voru margir hverjir. „Bæði fann ég þetta á viðbrögðum sem ég fékk við fyrirlestrum og á kvöldin þegar maður fór með vísur eftir Káinn eða Steph- an í partíum. Fólki þótti þessi skáldskapur merkilegur. Og þá fór að blunda í mér löng- un til þess að skrifa ævisögu Stephans. Og sennilega var það einhver aulabjartsýni sem rak mig til þess að hjóla í verkefnið árið 1997. Róðurinn var þungur framan af, ég fékk styrki til verksins hér og þar, úr op- inberum sjóðum, frá Kaupfélagi Skagfirð- inga og sveitarfélaginu Skagafirði en straumhvörf urðu þegar ég gerði samning við Eimskip, Búnaðarbankann og Urði, Verðandi og Skuld um að þessi fyrirtæki kostuðu verkið allt til loka. Viðar gerir ekki lítið úr því að hann hafi fundið ákveðna samsömun við sveitastrákinn í Stephani en Viðar er úr norðlenskri sveit. Ekki er laust við að það megi sjá á ævisög- unni sem nú er komin út í heild sinni á 150 ára afmæli andvökuskáldsins en það er ein- mitt titill síðara bindisins en hið fyrra nefn- ist Landneminn mikli og kom út á síðasta ári. En hver er helsta niðurstaða Viðars af þessari miklu vinnu sem liggur að baki hátt í þúsund blaðsíðna ritverki? „Niðurstaðan er kannski fyrst og fremst sú að það sé rík ástæða til þess í samtíma okkar að hampa jafn eiturgáfuðum og gagnrýnum samfélags- skoðanda og Stephani,“ segir Viðar. „En niðurstaðan stuðlar kannski einnig að end- urmati á íslenskri menningarsögu. Ég hef eins og fleiri lengi verið með í huga að það þyrfti að endurmeta gömlu bókmenninguna sem var grundvöllur og veganesti Stephans þegar hann fór út í heim. Hann lá í bókum sem krakki. Gleypti allt sem hann komst í. Hann las kverið þegar hann var fermdur og lærði það vel. Það hefur sennilega verið hon- um álíka uppeldi og minni kynslóð að lesa Marx og Engels, það var kenningalegur barningur sem var okkur hollur. Eftir að hafa lesið kverið sitt og allt sem honum stóð til boða af íslenskum bókmenntum, prent- uðum og handskrifuðum, var Stephan í stakk búinn til þess að lesa Whitman, Emer- son og fleiri jöfra fyrir vestan. Og hann til- einkaði sér þessa höfunda á sjálfstæðan hátt. Lífsýn hans var ekki öpuð upp eftir neinum. Margir hinna sjálfmenntuðu, gáf- uðu sveitamanna af þessari kynslóð voru skemmtilega skarpir og gagnrýnir á um- hverfi sitt. Það þyrfti að skoða þennan þátt íslenskrar bókmenningar miklu betur og í nýju ljósi.“ Viðar segir að sjálfur hafi Stephan haft áhuga á gömlu bókmenningunni, ekki síst grasrótargildi hennar. Í bréfum hans og vina hans komi fram áhyggjur þeirra af því að þessi heimur sé að hverfa. Fiskað eftir forvitnilegum röddum Í eftirmála að síðara bindi ævisögunnar, Andvökuskáld, talar Viðar um að samræðu- hugmynd rússneska heimspekingsins Mikhails Bakhtins hafi legið vinnu sinni við verkið til grundvallar. „Já, Bakhtin segir að merking endurnýist þegar hún sé sett í nýtt samhengi. Ég hef verið í stöðugri samræðu við fyrri tíma og heimildir mínar um þá við ritun þessara bóka. Ég var alltaf að reyna að fiska eftir forvitnilegum röddum, svo maður noti orðalag Bakhtins, bæði röddum Stephans og samtíma hans. Ég reyndi að nota þessar heimildir til þess að skynja og skilja þessar raddir í nýju samhengi. Hver nýr tími þarf að endurmeta fortíðina og ég reyndi að EINSDÆMI Í HEIMS- BÓKMENNTUNUM Í gær kom út seinna bindi ævisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson. Í þessu bindi er nefnist Andvökuskáld er sagt frá stormasömu lífi Stephans og skáldskap á árunum 1899 til 1927. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við Viðar um sögu- ritunina og Klettafjallaskáldið sem var allt í senn, andófsmaður, fjósakarl og stórskáld. Morgunblaðið/Þorkell „Niðurstaðan er kannski fyrst og fremst sú að það sé rík ástæða til að hampa jafn eiturgáfuðum og gagnrýnum samfélagsskoðanda og Stephani,“ segir Viðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.