Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 9 og persónur eru hluti samfélagsins í kring. Þann- ig er samábyrgð/samsekt undirstrikuð með ger- andinni í t.d. Týndu teskeiðinni (dreifing kjötsins í búðir) og Landi míns föður (feluleikur með þýsk njósnatæki). Svipmyndir úr samfélaginu eru víða fyrirferðarmiklar, jafnvel um of, t.d. í Ofvitanum, Skilnaði að vissu marki, þar sem það er stílfært með því sem við sjáum og heyrum (grímur/hátal- arahljóð), Landi míns föður (svipmyndir úr bæj- arlífinu og af tíðarandanum), og Gleðispilinu. Í seinni verkunum er ábyrgð listarinnar orðin að stefi. Slík umhugsunarefni verða sífellt meira áberandi (Grandavegur 7; Gleðispilið; Íslenska mafían; Nanna systir). Þetta er eitt meginstefið í Grandavegi 7 og er þá hugsanlega enn ein skýr- ingin á því hvers vegna Kjartan ákvað að leik- gera þessa skáldsögu. IV. Samfélagið í leikritum Kjartans Ragnarssonar er verðugt skoðunarefni. Samfélagið sem stef. Samfélagið á hverfanda hveli. Tveir heimar sem rekast saman, einkaheimurinn og ytri heimur samfélagsins. Veðrun gildismatsins sem heldur samfélaginu saman. Samfélagið sem söguhetja/ aðalpersóna sem stendur frammi fyrir öðru, nýju afli/gildismati/ sem það verður að kljást við, lifa með. Þarna er fyrst til að taka erindi höfundar við samfélagið því sum verka hans eru beinlínis hugsuð sem innlegg í umræðu samfélagsins á hverjum tíma, e.k. debattverk (Saumastofan, Jói, Skilnaður). Samfélagið sem ábyrgðaraðili (Týnda teskeiðin, Gleðispilið). Samfélagið frammi fyrir nýju gildismati, samfélag sem er í hættu og við það að leysast upp (Peysufatadag- urinn; Land míns föður). Það er annars einkennandi fyrir Kjartan sem leikskáld að verkin hans byrja gjarnan á sterkri mynd, stundum óræðri, en enda yfirleitt á ótrú- lega lágum nótum, oft döprum, melankólískum tónum. Þetta má sjá í Peysufatadeginum og Dampskipinu Íslandi; það gildir meir að segja um hressilegan söngleik eins og Land míns föður þó svo að lokasöngurinn hrifsi okkur út úr mel- ankólíunni og magni upp dálítið stuð á ný. Dæmi- gerð leikslok hjá Kjartani er þannig diminuendo. Fjölmörg dæmi um slíkt, t.d. Dampskipið Ísland, Land míns föður, Grandavegur 7 og Gleðispilið. Myndrænt séð má kannski kalla sviðsetningar hans „mónúmental“. Ef unnt væri að setja hreyfimynstur sýninga hans og helstu staðsetn- ingar í fast form líkt og um skúlptúr væri að ræða myndi okkur helst detta í hug að kalla þau mynd- verk í mónúmental stíl. Allur þungi verksins hvíl- ir á miðju leiksviðsins eða ögn aftar og byggt er út frá henni í beinum, hornréttum línum að mestu leyti. Meginþungi atburðarásar, sam- skipta og átaka er miðjusettur, ekki fremst á sviðinu, heldur innar, nær miðju sviðsgólfi; og leiðirnar inn að þessari miðju eru í langflestum tilvikum beinar þannig að gengið er inn úr miðjum sviðsvængjunum, frá miðju aftast, komið upp úr miðju gólfi eða ofan úr miðju lofti. Það er a.m.k. hreyfing úr þessum áttum inn á miðjuna. Þannig myndar hreyfimunstrið margvíslega krossa sem falla saman um ás miðjunnar á leik- sviðinu. Þetta er sérstaklega ljóst í t.a.m. Grandavegi 7. Sjá einnig Saumastofuna, Blessað barnalán, Ofvitann, Skilnað, Land míns föður, Ís- lensku mafíuna. Í Grandavegi 7 er aðalleiksvæðið ferningur á miðju sviði. Miðsviðs aftan við hann er hurð, það eina sem minnir á hús í leikmynd- inni, niður úr miðju gólfi opnast gröf af og til. Að ofan er hér færra um hreyfingu, en a.m.k. Hauk- ur bróðir Einfríðar kemur ofan dyrastafinn í upphafi, og ofan við hurðina er mikilvægt svæði þar sem Haukur endar í lok sýningar og þaðan sem Eiríkur kemur þegar hann gengur í sjóinn/ gröfina. Kjartan er húmanistískt leikskáld með sterka samfélags- og siðferðiskennd. Erindi hans er boðun, ég vil ekki segja predikun, en verra leik- skáld með svipaða afstöðu og Kjartan hefur til leikhússins og verksviðs þess hefði dottið í þá gryfju að predika líkt og Guðmundur Kamban átti til í sínum verstu leikritum. Það er annars furðumargt líkt með Kamban og Kjartani, a.m.k. að því er varðar afstöðu og aðferðir. Báðum er mikið niðri fyrir, báðir semja verk sem eru beint innlegg í umræðu. Að því er Kjartan varðar þá á þetta einkum við um verk þau sem hann sendi frá sér snemma á ferlinum, kringum 1980, Sauma- stofuna, Jóa og Skilnað, en einnig t.d. útvarps- leikritið Ekki seinna en núna. Heimildir: A. Útgefin leikrit TÝNDA TESKEIÐIN, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rvík. 1988 DAMPSKIPIÐ ÍSLAND, Tímaritið Bjartur og frú Emilía, Nr. 3, 1991 GLEÐISPILIÐ, Víkingsprent, Reykjavík, 1991 DJÖFLAEYJAN og ÍSLENSKA MAFÍAN, Mál og menn- ing, Rvík. 1995 B. Viðtöl Snæbjörn Arngrímsson: „Rætt við Kjartan Ragnarsson“, Tímaritið Bjartur og frú Emilía, Nr. 3, 1991 Árni Ibsen: „Kannski er þeirra von ekki dáin“, leikskrá Þjóð- leikhússins við Gleðispilið, 1991 C. Aðrar heimildir Þorsteinn Þorsteinsson: „Um leikritahöfundinn Kjartan Ragnarsson“, leikskrá LR við Jóa, 1981 Ólafur Jónsson: „Leikrit og leikhús“, Skírnir 1980 Silja Aðalsteinsdóttir: „Alltaf ein, það er best“ (Um Skilnað), Tímarit Máls og menningar, 4, 1982 ars Reynissonar gaf áhorfendum heilt skip á sigl- ingu um sviðið. Í þessu verki helst allt í hendur og myndar órjúfanlega heild. Hér verður leik- myndin órjúfanlegur hluti af atburðarásinni, beinn þátttakandi, og hreyfing hennar verður að líkingu um leikpersónurnar og samskipti þeirra, jafnframt sem það verður líking um Ísland sem er að losna úr ís ósjálfstæðisins. Persónurnar og atburðarásin sigla gegnum verkið, snertast varla fyrr en skipið festist í ís. Það þjappar persónun- um saman, samskiptin verða nánari, það mynd- ast flækjur, átök og leysist ekki að fullu úr því öllu fyrr en skipið losnar úr ísnum. Persónusafn- ið er nokkuð fjölskrúðugt og persónusögurnar því margar og ólíkar en mynda saman þá heild sem við köllum þjóðerni. Eitt metnaðarfyllsta leikrit Kjartans er Gleði- spilið (1991), sögudrama um ævi og afdrif Sig- urðar Péturssonar sýslumanns og leikskálds, hins fyrsta íslenska höfundar sem gerði leikhúsið að sínum vettvangi. Óræð mynd er í upphafi Gleðispilsins, hjól sem snýst, skopparakringla, auðnuhjólið, hjól tímans, það er ekki ljóst. Sig- urður Pétursson horfir á hjólið snúast og einnig svipur hans er óræður þó að hann sé gagntekinn af því. Síðan rýfur hann „galdurinn“ og stöðvar hjólið. Hvað á áhorfandi að lesa út úr þessu? Er leikskáldið að grípa gæfuna eða er leikpersónan að stöðva tímans hjól til að leiða okkur inn í sögu sína aftur á öldum? A.m.k. er það næsta sem ger- ist að Sigurður Péturssson snýr sér að leiksvið- inu, þar kviknar fyrsta leikatriðið og hann dregst inn í atburðarásina. Þessi litla og óræða en áleitna mynd situr sterk í endurminningunni um sýningu verksins, en hennar er þó hvergi getið í texta leikritsins. Kannski metnaðarfyllsta leikrit Kjartans og kannski það sem – þrátt fyrir allt – er persónu- legast. Glæsileg sviðsetning en af einhverjum ástæðum þótti verkið mistakast. Byggt á sögu- legum grunni, harmleiknum um Sigurð Péturs- son, fyrsta íslenska leikskáldið sem var uppi 1759–1827 og samdi aðeins tvö leikrit, Hrólf og Narfa. Seinna leikrit Sigurðar, Narfi, er mikil listasmíð og réttlætir að hann sé kallaður fyrsta leikskáldið okkar. SP lenti hins vegar í þeirri hremmingu að íslenskir embættismenn bönnuðu sýningu á Narfa á Herranótt í Reykjavík 1799. Þetta er umfjöllunarefni Kjartans hér. Aldar- farslýsing. Vanmáttur leikskáldsins, listamanns- ins gagnvart vonsku heimsins. Sjá t.d. leiksýn- inguna í leikritinu rétt fyrir hlé. Tilburðir leikaranna verða í raun dapurlegt sprikl eftir lýs- inguna á aldarfarinu. Reyndar kann það svo að vera að hér, sem stundum áður, verði lýsing ald- arfars, umheims og samfélags of fyrirferðarmikil á kostnað persónulýsinga. Í sýningu Þjóðleik- hússins 1991 boltrar Kjartan sér upp úr glæsi- legri sviðsetningu á stórum og fyrirferðarmikl- um senum, en hugsanlega ná hinar nánari/intímari senur ekki að rísa undir allri þeirri fyrirferð. Ég er ekki viss. Sumir létu hlut- verkaskipan angra sig, töldu að minnsta kosti ekki að Örn Árnason væri trúverðugur sem Geir biskup Vídalín. Ég er því ósammála. Gleðispilið. Sigurður Pétursson er tragísk per- sóna að upplagi, við sjáum bresti hans og vitum að þeir munu leiða til falls hans. En jafnframt – a.m.k. eins og hann var leikinn – lætur hann auðnu ráða og líkt og væntir einskis, skortir bar- áttuvilja, eða a.m.k. baráttuþrek. Í Gleðispilinu er engu líkara en Kjartan komist í þrot, að jafnskjótt og því verki var lokið hafi höf- undinn þrotið erindi. A.m.k. hefur hann ekki síð- an sent frá sér frumsamið leikrit, ef frá eru talin gamanleikurinn Nanna systir (1996), sem hann samdi ásamt Einari Kárasyni, og nú seinast Rauða spjaldið (2003), sem hann samdi ásamt Sigríði Margréti Guðmundsdóttur. Á eftir Gleðispilinu kom röð leikgerða, Eva Lúna (1994), Íslenska mafían (1995), Grandaveg- ur 7 og tvöföld leikgerð Sjálfstæðs fólks (2000). Gullgrafarasamfélagið er samankomið í Ís- lensku mafíunni. Braskarar og öskuhaugagrúsk- arar utan við lög og rétt. Íslenskt samfélag eft- irstríðsáranna. Þessi samfélagslýsing er kröftuglega undirstrikuð með því að láta rusl- haugana/bílakirkjugarðinn vera ramma frásagn- arinnar á sviðinu. Eðlilegt, rökrétt framhald eftir Land míns föður. Hér er rithöfundur í stóru hlut- verki, persónurnar krefja hann um sanngirni og að hann láti ógert að lýsa því sem þeim finnst óþarfi að lýsa, líkt og í Gleðispilinu og Granda- vegi 7. Hvers vegna að færa Grandaveg 7 í leikbún- ing? E.t.v. þrjár meginástæður. 1. Ögrandi vegna eðlis þessarar skáldsögu; þ.e. hin fljótandi fram- vinda þar sem frásögnin hefur eiginleika sjáv- arfalla; að/frá … Sagan hefur ekki mjög skýra framvindu, eitthvað sem tegundin drama getur naumast lifað án. Það liggur þannig alls ekki í augum uppi hvernig á að færa þetta í leikbúning. 2. Depurðin sem hvílir yfir frásögninni; sú dep- urð sem heillar trúðinn. 3. Efnið. Sagan lýsir heimi í upplausn; heimi sem er að breytast/leys- ast upp. Þ.e. heimur hinna lifandi, heimur Ein- fríðar. Þarna er viss hliðstæða við þema sem oft örlar á hjá Kjartani, viss hliðstæða við t.d. Skiln- að, Land míns föður og Dampskipið Ísland. Þ.e. heimur sem er að leysast upp. Þetta er líka eitt af meginstefjunum (undirliggjandi) hjá Tsjékhof. Samfélagið er alltaf nálægt, atburðir leikjanna hún fær á öðrum stað bréf með sorgarfregn; þær gerast samtímis og samhliða á sviðinu. Sterk myndræn frásögn í einfaldleika sínum. Svipmyndir af bæjarlífinu eru fyrirferðarmikl- ar, tíðarandinn er teiknaður einföldum dráttum. Bæjarbragurinn og tíðarandinn verða þó ef til vill stundum dálítið fyrirferðarmikil á kostnað söguþráðar og persónulýsinga aðalpersónanna. Þó eru persónurnar vel skrifaðar og eftirminni- legar. Hér örlar á stefi sem verður áleitið í seinni verkum, þ.e. hvernig gildi samfélagsins týnast, hvernig samfélagið „veðrast“ – þetta er stef sem er eitt af grunnstefjum Tsjékhofs, en Kjartan hefur einmitt sviðsett nokkur leikrita hans hér heima og erlendis. Hér er fjallað um það að taka afstöðu, hér er fjallað um það að bjarga sér, eins og það er kallað, þ.e. að braska og græða, og hér er fjallað um samsekt allra, eins og undirstrikað er með eilífu flandri persónanna við að fela þýska sendistöð fyrir Bretunum. Sameiginleg sekt þjóðfélagsþegnanna var líka undirstrikuð í Týndu teskeiðinni. Næstu verk Kjartans eru leikgerðir nokkurra skáldsagna. Þar sem djöflaeyjan rís, eftir tveim- ur skáldsögum Einars Kárasonar um bragga- hverfin í Reykjavík, og síðan tvær fyrstu bækur Heimsljóss eftir Halldór Laxness, þ.e. Ljós heimsins og Höll sumarlandsins, en þessar tvær leikgerðir voru vígsluverk Borgarleikhússins 1989. Hér er beitt ekki ósvipaðri aðferð og gert var í Ofvitanum, a.m.k. að því leyti að aðalpersón- an, Ólafur Ljósvíkingur, er klofin í tvennt, þ.e. í Óla litla og Ljósvíkinginn, hinn fullvaxna sveit- arómaga og skáld. Kjartan leikstýrði Ljósi heimsins á Litla sviðinu. Óvenjuleg, eftirminni- leg sýning vegna djarfrar sviðsetningar. Hring- formið, jarðarkúlan, var vettvangur leiksins, en einnig var krossformið mikilvægt til að undir- strika píslarvættið. Útvarpsleikritið Ekki seinna en núna flytur beitta ádeilu á athyglisgræðgi fjölmiðlanna og spyr brýnna siðferðisspurninga. Hræðilegt bíl- slys verður í grennd við útvarpsstöðina, frétta- gengið er hugsunarlaust sent á vettvang. Dampskipið Ísland (1991) er leikrit með nokkra sérstöðu í heildarverki Kjartans. Hér gætir afgerandi áhrifa frá Tsjékhof. Verkið er samið fyrir Nemendaleikhús Leiklistarskóla Ís- lands og gerist um borð í farþegaskipi á leið til Íslands vorið 1919, árið eftir að landið varð full- valda. Hér fer Kjartan mjög langt með að skapa drama sem er grundvallað á persónusköpun fremur en stífri framvindu. Leiksagan segir frá siglingu heim til Íslands laust eftir fyrri heims- styrjöld, sennilega er ártalið 1919. Eitt athygl- isverðasta leikrit Kjartans og hefði verið forvitni- legt að sjá hann þróa þessa aðferð lengra í fleiri leikritum. Frumleg, hreyfanleg leikmynd Gret- kringd af óreiðu og margvíslegu áreiti, ekki bara af hinum persónunum sem koma að henni úr öll- um áttum, heldur líka af leikhljóðum, bæði raunsæislegum og óræðum sem berast að úr öll- um áttum. Með því að setja áhorfendur allt í kringum leiksviðið komast þeir í nánari snert- ingu við upplausnina í lífi þessarar konu og óreið- una sem hún stendur frammi fyrir. Hins vegar verður að segjast að leikritið sjálft er ekki sér- lega áhugavert og kemst að mínu viti ekki nálægt því að lýsa hremmingum hjónaskilnaðar nema á yfirborðinu, því yfirborði sem stundum er lýst í svokölluðum opinskáum viðtölum í glanstímarit- unum. Smellið sjónvarpsleikrit, Matreiðslunám- skeiðið, kom næst frá Kjartani, e.t.v. eðlilegt framhald af pælingunum í Skilnaði. Hvað gera ósjálfbjarga karlmenn eftir hjónaskilnað? Frum- þörfin er að fá næringu og einhver þarf að annast eldamennskuna. Gamansöm lýsing á sex körlum sem kynnast á matreiðslunámskeiði. Söngleikurinn Land míns föður (1985) er eitt af merkari verkum Kjartans. Hér nýtur kunn- átta hans sín afskaplega vel og eru sum söng- atriðin hreinar perlur. Hér er í senn aldarfars- og samfélagslýsing utan um einfalda sögu af ungum hjónaleysum sem trúlofa sig í sama mund og stríðið kemur til Íslands. Hér er lýsing á heimótt- arlegum Íslendingum sem taka brölt heimsins ekki allt of alvarlega, ekki ósvipuð lýsing og í Þið munið hann Jörund og Skjaldhömrum, eftir Jón- as Árnason. Inngangurinn er svipaðs eðlis og inngangur- inn í Peysufatadaginn, þ.e. blaðafyrirsögnum er slegið upp til að teikna tímann í verkinu. Hér hins vegar beitir Kjartan öðrum og dálítið skemmti- legri brögðum við að koma þessu til skila. Hann fellir fyrirsagnirnar inn í samtöl reykvískra lög- reglumanna sem eru á skotæfingu austur á Laugarvatni. Einfaldar sviðslausnir verða að skýrum táknum sem vísa lengra og dýpra, t.d. þegar lögreglumennirnir í 1. atriðinu leggjast á grúfu verður ljósabreyting og nýtt atriði tekur við: Konur að hengja upp þvott. Kvennaheim- urinn andspænis karlaheiminum. Þær þurfa að klofa yfir liggjandi karlmennina, en tala um þá eins og þústir, moldarbingi af uppgreftri, og furða sig á hvers vegna ekki sé búið að moka ofan í þessi ósköp. Þegar þvottakvennasenunni lýkur spretta karlarnir upp og halda áfram með sitt at- riði. Sagan: Trúlofun [senan eftir trúlofunina er frábær kómík sem leiðir yfir í músíknúmer], trú- lofunarslit, ástand, dauði ástmannsins, fangelsun unnustans. Ólétta. Samlíkingin: Stríðið barnar Ísland og Ísland heldur áfram að vera til og hefur krógann með sér inn í framtíðina. Svona nokkuð er sviðsskáldskapur af bestu sort. Atriðið þar sem hann sleppur úr fangelsi og Höfundur er leikskáld og leikhúsfræðingur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins eikgerð og leikstjórn Kjartans Ragnarssonar í Þjóðleikhúsinu 1997. TTLEIKANS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.