Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 15 Morgunblaðið/Jim Smart Nicole Vala Cariglia. SINFÓNÍUHLJÓMSVEITáhugamanna heldur fyrstutónleika starfsársins kl. 17 ámorgun í Seltjarnarneskirkju. Þar með hefst 14. starfsár hljómsveit- arinnar. Flutt verða þrjú verk: Myrkvi eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Rococo-tilbrigðin eftir Tsjaík- ovskíj og 7. sinfónía Síbelíusar. Nic- ole Vala Cariglia sellóleikari leikur einleik í verki Tsjaíkovskíjs. Stjórn- andi, að þessu sinni er Óliver Kentish. Hvernig kom það til að þú lékir með hljómsveitinni? „Óliver var fyrsti kennari minn á selló. Þá var ég sex ára gömul og bjó á Akureyri. Ég var nemandi hans í fimm eða sex ár en leiðir skildi er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann hafði samband við mig í vor og bauð mér að leika með hljómsveitinni nú í haust. Það er gaman að mæta kennara sínum eftir svo langan tíma, algerlega á nýjan hátt.“ Af hverju varð Tsjaíkovskíj fyrir valinu? „Ætli Óliver hafi ekki fundist rétt að láta sinn gamla nemanda leika verk sem reyndi virkilega á og það tókst. En við völdum þetta þó í sam- einingu. Mér finnst mjög gaman að spila með stjórnanda sem þekkir mig vel og veit hvernig ég spila. Hann kennir mér líka í leiðinni. Stykkið er algjör fingurbrjótur en á sama tíma mjög skemmtilegt. Tsjaíkovskíj samdi þetta verk fyrir sellista sem hann vann með, Fitzen- hagen að nafni. Hann „lagaði verkið til“ með samþykki tónskáldsins og lék það víða. Síðan hefur það verið eitt af aðalstykkjunum sem sellistar glíma við. Það ber þess merki að Tsjaík- ovskíj hafði miklar mætur á Mozart, því það er mjög Mozart-legt. Rococo- tímabilið var á 18. öld og nokkur fyrstu verk Mozarts tilheyra þessu tímabili. Arkitektúr þessa tímabils einkenndist af miklu flúri og skrauti. Þannig er verkið einnig, mikið af flúri og öll tilbrigði notuð til að gera það snúnara. Um leið og verkið er rómantískt og Tsjaíkovskíj-legt er það fínlegt og Mozart-legt, í senn virðulegt, fínlegt og heillandi. Í þessu verki fá áheyrendur að sjá flug- eldasýningu á selló. Það kunna þeir vel að meta.“ Af hverju valdir þú að leika á selló? „Ég var í forskólanum á Akureyri. Einhverju sinni er ég var að horfa á Stundina okkar í Sjónvarpinu léku þær systur Judith og Miriam Ingólfs- son á fiðlu og selló. Það var engum blöðum um það að fletta … þarna var það sem ég vildi, verða sellóleikari. Eftir það varð ekki aftur snúið. Það komu náttúrlega tímabil á unglings- árunum sem mér þótti ekki eins skemmtilegt að æfa mig, en þau tíma- bil voru aldrei langvarandi. Eitt ár bætti ég við mig klarínett, til að prófa annað hljóðfæri en sneri mér aftur að sellóinu mínu að fullu. Að menntaskólaárunum á Akureyri loknum fluttist ég til Boston og hóf nám í New England Conservatory of Music. Þaðan útskrifaðist ég með mastersgráðu, heiðurseinkunn. Ég lék reglulega eftir það með Fílharm- óníuhljómsveitinni í Boston og Boston Modern Orchestra Project, en þar eru einvörðungu leikin verk sem sam- in eru eftir 1950. Ég kom heim í fyrra og lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands í nokkra mánuði. Svo ákvað ég að prófa að koma heim í einn vetur og sjá til hvernig það gengur. Nú er ég að kenna í Tónlistarskólanum í Hafn- arfirði og hef leikið mikið með Árna Heimi Ingólfssyni píanóleikara. Við höfum haldið tónleika víða, m.a. í Sig- urjónssafni og einnig fórum við til Frakklands í sumar. Við munum halda samstarfi okkar áfram, en það er aldrei að vita hvað manni dettur annað í hug. Allar dyr eru opnar.“ Þú ert með mörg járn í eldinum. Eru stundir fyrir áhugamál? „Já, ég reyni að hlúa að þeim, svona í köstum. Eitt aðaláhugamál mitt er jóga. Það hjálpar mikið uppá andlegu hliðina. Muna að anda rétt þegar ég verð stressuð. Heldur mér í jafnvægi og ég sé lífið og hlutina í stærra samhengi. Ekki síst held ég líkamanum í góðu ásigkomulagi en það er hljóðfæraleikaranum nauðsyn- legt. Rétt áður en ég fer á sviðið nota ég jóga til að koma mér í rétt hugar- ástand, en þegar ég er að spila er hugurinn allur í tónlistinni.“ Með jóga kemst ég í rétt hugarástand STIKLA Sinfóníutónleikar í Seltjarnar- neskirkju Næsta v ika Laugardagur Verslunin Te og kaffi, Laugavegi 27 kl. 15 Hörður Gunnarsson les úr nýrri ljóða- bók sinni, Týndur á meðal orða. Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23 kl. 16 Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson og Hlynur Sig- urbergsson opna sýninguna „Alcofountain“. Opið fimmtudaga til sunnu- daga kl. 14–18. Gallerí Hlemmur kl. 17 Sænski listamaðurinn Jon Brunberg opnar sýningu sína sem fjallar um stríð. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Hús málaranna, Eiðistorgi kl. 14 Björn Birnir opnar mál- verkasýningu. Opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14–18. Ráðhús Reykjavíkur kl. 14 Myndlistarsýning í tilefni Al- þjóðlega geðheilbrigðisdags- ins 10. október. Listacafé, Listhúsinu, Laugardal Davíð Art Sig- urðsson sýnir olíumálverk sem hann hefur unnið á sl. 12 mán- uðum. Sýninguna nefnir hann Hulduheima, en náttúra Ís- lands er innblástur listamanns- ins. Davíð Art hefur haldið nokkrar einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum. Sýn- ingin stendur út október. Víðistaðakirkja kl. 17 Karlakórinn Þrestir flytur nýja söngdagskrá, m.a. þjóðlög, klassísk verk og nýrómantísk verk frá Ameríku, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi auk ís- lenskra sönglaga. Sunnudagur Salurinn kl. 20 Erling Blön- dal Bengts- son, selló, og Nina Kavt- aradze, pí- anó, flytja Sónötu í A- dúr op. 69 eftir Beetho- ven, Sónötu í g-moll op. 65 eftir Chopin, Elegíu op. 24 eftir Fauré og Sónötu í d-moll op. 40 eftir Schostakovich. Verkin eru hvert um sig meistaraverk þess tíma sem þau eru samin á, og af höfundum úr fremstu röð sögunnar. Hafnarborg kl. 20 Karla- kórinn Þrestir flytur nýja söng- dagskrá m.a. þjóðlög, klassísk verk og nýrómantísk verk frá Ameríku, Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi auk íslenskra sönglaga. Nýlistasafnið kl. 15 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir mynd- listarmaður verður með leið- sögn um sýninguna Grasrót 2003. Þar gefur að líta verk 13 ungra listamanna. Borgarbókasafn Reykja- víkur, Tryggvagötu 15 kl. 15 Á sunnudögum eru barna- dagar í safninu. Danska fjöl- skyldumyndin Krummarnir verður sýnd á fyrstu hæð safnsins. Aðgangur er ókeyp- is. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Söngkvartett- inn Rúdolf: Sigrún Þorgeirs- dóttir, sópran, Soffía Stef- ánsdóttir, alt, Skarphéðinn Þór Hjartarson, tenór, og Þór Ás- geirsson bassi. Fluttar verða dægurperlur frá 20. öld eftir Bítlana, Ólaf Gauk, Sigfús Halldórsson, Magnús Eiríksson og Spilverk þjóðanna. Söng- kvartettinn Rúdolf hefur starfað saman óslitið í tíu ár og heldur nú upp á afmælið sitt með út- gáfutónleikum. Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Rakel Péturs- dóttir verður með leiðsögn um sýninguna Vefur lands og lita – yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Miðvikudagur Listaháskóli Íslands, Skip- holti 1, kl. 12.30 David Walters, ljósa- hönnuður frá Ástralíu, fjallar um samvinnu leikara og ljósa- hönnuða. Á 25 ára leikhúsferli sínum hefur Dav- id Walters unnið við öll helstu leikhús í Ástralíu. Á Íslandi hef- ur David einnig unnið fyrir öll helstu leikhúsin. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi er Rumon Gamba. Ein- leikari er Truls Mörk. Flutt verður verk eftir Ralph Vaug- han Williams, Fantasía um stef eftir Thomas Tallis. Hafliði Hall- grímsson: Sellókonsert og Lud- wig van Beethoven, Sinfónía nr. 2. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 ár- degis á fimmtudögum. menn- ing@mbl.is. Sjá einnig mbl.is/ staður og stund. Nina Kavtaradze David Walters Hörður Gunnarsson MYNDLIST Gallerí Dvergur, Grund- arstíg: Elín Hansdóttir. Til 4. okt. Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Pétur Gautur. Ljósafold: Jóna Þorvalds- dóttir. Til 5. okt. Gallerí Hlemmur: Jon Brunberg. Til 26. okt. Gallerí Kambur, Rang- árvallasýslu: Hulda Vil- hjálmsdóttir. Til 5. okt. Gallerí Skuggi: Guðrún Öyahals. Til 12. okt. Gallerí Sævars Karls: Svanborg Matthíasdóttir. Til 8. okt. Gerðarsafn: Helgi Hjalta- lín Eyjólfsson, Katrín Þor- valdsdóttir og Olga Berg- mann. Til 5. okt. Gerðuberg: Yfirlitssýning á verkum Koggu sl. 30 ár. Til 16. nóv. Hafnarborg: Bernd og Jutta Lohmann. Kristbergur Pétursson. Ingiríður Óðins- dóttir. Teikningar hafn- firskra barna. Til 13. okt. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1. des. Hús málaranna, Eið- istorgi: Björn Birnir. Til 19. okt. i8, Klapparstíg 33: Guð- rún Einarsdóttir. Undir stig- anum: Tomas Lemarquis. Til 1. nóv. Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23 Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson og Hlynur Sig- urbergsson. Til 26. okt. Ketilhús, Akureyri: Einar Hákonarson. Til 5. okt. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun. Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2. nóv. Listasafni ASÍ: Arinstofa, Kristinn Pétursson. Til 12. okt. Listasafn ASÍ: Einar Gari- baldi Eiríksson og Bruno Muzzolini. Til 12. okt. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Júlíana Sveinsdóttir. Sara Björns- dóttir og Spessi. Til 26. okt. Listasafn Reykjanes- bæjar: Stefán Geir Karls- son. Til 19. okt. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmund- ur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Erró – stríð. Til 3.1. Samsýning alþýðu- listar og samtímalistar, í samstarfi við Safnasafnið. Úr byggingarlistarsafni. Innsetning Bryndísar Snæ- björnsdóttur og Mark Wil- son. Til 2. nóv. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Eyjólfur Einarsson. Sæmundur Valdimarsson myndhöggv- ari. Til 12. okt. List án landamæra: Sigurður Þór Elíasson, Gísli Steindór Þórðarson og Simun Poulsen. Til 12. okt. Ljósmyndasafn Reykja- víkur: Magnús Ólafsson ljósmyndari. Til 1. des. Mokkakaffi: Bjarni Bern- harður. Til 15. okt. Norræna húsið: Skart- gripir norsku listakonunnar Liv Blåvarp. Til 19. okt. Anddyri: Sari Maarit Ced- ergren. Til 12. okt. Nýlistasafnið: Grasrót 2003. Til 12. okt. Ráðhús Reykjavíkur: Myndlistarsýning í tilefni Alþjóða geðheilbrigð- isdagsins 10. okt. Til 12. okt. Safn – Laugavegi 37: Opið mið–sun, kl. 14–18. Til sýnis á þremur hæðum íslensk og alþjóðleg sam- tímalistaverk. Skaftfell, Seyðisfirði: Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Erling T. V. Klingenberg. Til 10. okt. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðar- ins – Jón Helgason. Þjóðarbókhlaða: Humar eða frægð: Smekkleysa í 16 ár. Til 23. nóv. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www. umm. is undir Fréttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsaskógi, sun. Með fulla vasa af grjóti, fös. Allir á svið, lau. Pabbastrákur, lau. , fös. Veislan, sun. Borgarleikhúsið, LR Lína Langsokkur, lau. , sun. Öf- ugum megin upp í, lau., fös. Íslenski dansflokk- urinn: Þrjú dansverk: The Matche, Symnbosis, Party, frums. fim. Loftkastalinn: Erling, fim. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vinur minn heimsendir, fös. Kontrabassaleikarinn, frums. lau. Þrið. Iðnó: Tenórsöngvarinn, frums. sun. Fim., fös. Ólafía, frums. mið. Tjarnarbíó: Ráðalausir menn, lau. Möguleikhúsið: Tveir menn og kassi, sun. Prumpuhóllinn, sun. LEIKHÚSIÐ í Kirkjunni frum- sýnir leikritið Ólafía eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttir í Fríkirkj- unni í Reykjavík kl. 20 á miðvikudag. Í hléi ganga leik- arar og sýningargestir yfir í Iðnó og horfa á seinni helming sögunnar. Leikritið segir sögu Ólafíu Jóhannsdóttur og er ávöxtur margra ára starfs og rann- sókna Guðrúnar. Hún aflaði sér fanga á Íslandi og Noregi þar sem hún nálgaðist hinn lif- andi veruleik um Guðshetjuna Ólafíu. Ólafía bjó í Noregi í 17 ár og vann afrekin sín meðal hinna fátækustu, götufólks, vændiskvenna, róna og sýfil- issjúkra. Að áliti margra trú- fræðinga má líkja Ólafíu við Hallgrím Pétursson og sr. Frið- rik Friðriksson, af sumum er hún kölluð Móðir Theresa Norðursins, og þeir eru til sem hafa sagt að ættu Norðmenn dýrlinga væri Ólafía fremst meðal þeirra. Í miðborg Ósló- ar, við Brugatan, getur að líta minnisvarða með brjóstmynd af konu með skotthúfu og í peysufötum. Undir myndinni stendur Ólafía Jóhannsdóttir. Fædd á Íslandi 1864 d. 1924. Vinur hinna ógæfusömu. Leikendur eru 11. Í aðal- hlutverki Ólafíu er Edda Björg- vinsdóttir. Ólafíu sem barn leikur Rakel Mjöll Leifsdóttir. Ólafíu sem ungling leikur Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Einar Benediktsson er leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni en Einar 14 ára er leikinn af Guð- mundi Óskari Guðmundssyni. Vinur hinna ógæfusömu Þjóðminjasafn/Sigfús Einarsson Ólafía Jóhannsdóttir, ásamt fóstru sinni og móðursystur, Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður. ÍSLENSKIR leikstjórar munu kynna norræn leikskáld sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim á fimmtudagskvöldum kl. 20 í Norræna húsinu í vetur. Hver leikstjóri velur sér eitt leik- skáld og fær til liðs við sig tvo leikara til að leiklesa úr völdu verki skáldsins. Vigdís Finnbogadóttir, leikstjóri og fyrrver- andi forseti Íslands, ríður á vaðið nk. fimmtu- dagskvöld og kynnir sænska rithöfundinn og leikskáldið Per Olov Enquist. Hann var hér á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík í september. Vigdís mun fá leikarana Ragnheiði Steindórs- dóttur og Þorstein Gunnarsson til að leiklesa úr verkinu Líf ána- maðkanna undir leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. Dramatík í Norræna húsinu Vigdís Finnbogadóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.