Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 I. Ó hætt er að halda því fram að viss skil verði í okkar bókmenntasögu á árun- um upp úr 1970, og e.t.v. einkum veturinn 1974– 75; að þá hafi að minnsta kosti orðið merkjanlegur blæbrigðamunur, og skýr afstöðumunur í bókmenntum milli nýrra höfunda og þeirra eldri. Um þær mundir tekur ný kynslóð höfunda að kveðja sér hljóðs svo eftir var tekið og var þarna komin með nokkrum fyrirgangi fyrsta kynslóð þeirra skálda sem fæddust eftir stofnun lýðveldisins Íslands 1944. Bókmenntir fengu léttara yfirbragð en áður þótti hæfa, hirðu- leysislegra að sumra mati, jafnvel skelmislegra, að því er aðrir töldu. Jóhann Hjálmarsson, sem þá var gagnrýnandi við Morgunblaðið, talaði um „fyndnu kynslóðina“. Árið 1975 var ár Listaskáldanna vondu, sam- fylkingar ungskálda – og nestorsins Guðbergs Bergssonar – sem tókst að fylla Háskólabíó af ljóðþyrstum áheyrendum og fara því næst um landið líkt og vinsæl danshljómsveit og fylla hvert húsið af öðru. Þetta var í takt við tímana. Skáldin vildu yrkja beint til alþýðunnar og alþýð- una þyrsti í skáldskap. Ólafur Haukur Símonar- son orti „ljóð handa fólki sem aldrei les ljóð“ rétt eins og þýska skáldið Hans Magnus Ensensber- ger. Það lá eitthvað í tímanum, uppreisnarkyn- slóðin var samkvæmt öllum sólarmerkjum að mannast. Þeir sem þarna voru innanborðs voru ýmist búnir að gefa út eina bók eða í þann veginn að gefa út sína fyrstu bók. Hrafn Gunnlaugsson gaf sína fyrstu bók út haustið 1973, Pétur Gunnars- son gaf út sína fyrstu bók 1973 og jafnframt einu ljóðabókina sína, en las þarna úr fyrstu drögum sínum að svonnefndum Öndrum, sem urðu fjórar skáldsögur áður en yfir lauk. Birgir Svan fleytti ljóðabókinni Hraðfryst ljóð framan í lesendur 1975 og kom svo með Nætursöltuð ljóð í kjölfar- ið. Pétur Gunnarsson hafði sent frá sér tíma- mótaverk til vegsömunar léttleikanum þegar ár- ið 1973. Guðbergur var þarna að kynna ljóð sín tileinkuð Flateyjar-Frey, sem komu út sem heild 1977. Og Sigurður Pálsson, sem átti víst ekki minnstan þátt í þessari almennu velgengni, gaf út fyrstu ljóðabók sína 1975. Leikritun okkar fór ekki varhluta af því sem var á seyði í tímanum og árið 1975 komu tvö leik- skáld fram sem kröfðu áhorfendur um annars konar athygli en forverar þeirra höfðu gert. Þessi leikskáld voru Böðvar Guðmundsson og Kjartan Ragnarsson. Böðvar skrifaði fyrir Al- þýðuleikhúsið, en Kjartan var innanbúðarmaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hafði þegar komið fram sem einkar áhugaverður leikstjóri. II. Það er alls ekki einfalt mál að fjalla um Kjart- an Ragnarsson sem leikskáld svo vel sé. Í fyrsta lagi hefur hann verið óvenju afkastamikið leik- skáld og sent frá sér safn ólíkra leikrita, þó að heldur hafi dregið úr afköstum hans við frum- smíðar hin seinni ár. Í öðru lagi beitir hann óvenju fjölbreytilegum meðölum að því er varðar stíl og framsetningu. Í þriðja lagi eru skelfilega fá leikrita hans gefin út, eða aðeins tæpur fjórð- ungur þeirra, þ.e. Týnda teskeiðin, Dampskipið Ísland og Gleðispilið. Einnig leikgerðir hans úr bókum Einars Kárasonar. Í fjórða lagi er oftar en ekki óvanalega langur vegur frá texta handritsins til fullfrágenginnar sýningar, en Kjartan hefur allajafna sviðsett eða leikstýrt verkum sínum. Þannig verður merking verka hans ekki ráðin nema að litlum hluta af leikhandritunum einum og sér. Merkingin verð- ur fyrst að fullu ljós í tilbúinni leiksýningu í leik- stjórn höfundar. Hann hefur enda oft áréttað að hann semji leiksýningar en ekki leikrit. „Leikhúsið er víðara tjáningarform umhverfis og andrúmslofts en tungumálið eitt. Það er sam- spil myndmáls, tóna, orða og allra tiltækra ráða til að skerpa og ydda.“ [Leikhús á líðandi stund, Yrkja, bl. 148, Rvík 1990.] Það er því e.t.v. ekki alls kostar rétt að kalla Kjartan Ragnarsson leik- ritahöfund. Hann er leikskáld í víðtækustu merk- ingu þess orðs. Hann yrkir á leiksviðið, tíma þess og rúm. Verk hans eru langt frá því að vera öll í væn verk Kjartans eru fremur en lesvæn. Bygg- ingin er epísk að hætti Bertolts Brecht og söngv- um er skotið inn á milli atriða. Leikurinn gerist á einum degi, Peysufatadegi Verslunarskólanem- enda árið 1937. Heimsstyrjöldin er skammt und- an, það vita áhorfendur og heimskreppan hefur litað tíðarandann. Við fylgjumst með unga fólk- inu undirbúa hátíðina, stúlkurnar þurfa að klæð- ast peysufötum, en piltarnir kjól og hvítu með pípuhatt. Sumir eiga sín föt, aðrir fá þau sér- saumuð og enn aðrir þurfa að fá fötin lánuð. Fyrri hluta verksins er hverju og einu þeirra lýst og hvernig þeim gengur undirbúningurinn. Jafn- framt fylgjumst við með hvernig þetta unga fólk er eins og að máta pólitískar hugmyndir, sjá hvernig þær henti þeim. Í seinni hlutanum eru allir komnir í sitt fínasta púss og hátíðin hefst. En jafnframt því að menn eru komnir í fötin má segja að þeir séu komnir í hinar aðfengnu póli- tísku hugmyndir sem þeir hafa verið að máta, þó að undir niðri séu þeir einfaldlega í íslenskum ull- arnærfötum. Það verða auðvitað árekstrar, stefnunum lýstur saman. Enn kom Kjartan með innlegg í umræðu dags- ins í næsta leikriti, Jóa (1981), sem var samið í til- efni af alþjóðaári fatlaðra og kannski eitt af fáum leikritum sem eru samin af þess háttar hvöt sem nær því að verða gott leikrit, gott samtíma- drama. Það vekur áleitnar spurningar sem brunnu á vörum fjölmargra á þessum árum þeg- ar krafa dagsins var að bæði hjónin ynnu utan heimilisins og ættu hvort sinn starfsframa, án þess að samfélagið væri reiðubúið að mæta þörf- um slíkra sambúðarhátta. Hvað átti að verða um börnin, hvað með þá sem voru vinnandi fólki háð- ir um stöðuga nærveru, eins og t.a.m. fatlaðir eða aldraðir? Verkið hefur stíft raunsæislegt yfirbragð og voru sum atriðin eins og klippt út úr gráum hversdagsleikanum ef ég man rétt. En hinn hversdagslegi stíll er rofinn nokkrum sinnum, með því að atburðarásin færist inn í hugarheim titilpersónunnar. Líkt og í Ofvitanum klýfur Kjartan aðalpersónuna í tvennt. Jói, sá fatlaði, á sér innri mann, dúkkuna sína Súpermann, sem hann getur spjallað við á allt annan hátt en þá sem eru í kringum hann. Brýnasta spurning verksins er sígild: Á ég að gæta bróður míns? Skilnaður (1982) er viss formtilraun sem þó er ekki eingöngu sjálfrar sín vegna, en að því er þetta atriði varðar þá er hér á ferð eðlilegt fram- hald af þeirri stílbrigðatilraun sem sjá mátti í Jóa. Formið á leikritinu Skilnaði skilar allri merkingu leiksins. Verkið er samið fyrir Iðnó og með það í huga að brjóta upp hefðbundið form þess leikhúss. Konunni, Kristínu, er fleygt út í óreiðu og það er undirstrikað að nokkru með formi sviðsetningarinnar, hún er nánast um- og viss léttleiki hélt innreið sína í íslenskt bók- menntalíf. Þessi léttleiki varð að vísu óbærilegur þegar fram liðu stundir, en það er önnur saga. Kjartan Ragnarsson er leikskáld léttleikans á þessum árum, en í kjölfar Saumastofunnar komu Blessað barnalán og Týnda teskeiðin, hvort tveggja gamanleikir, háðádeiluverk með sam- félagslega skírskotun. Í kjölfar velgengni Saumastofunnar sendi Kjartan frá sér ærslaleik eða farsa, Blessað barnalán (1977). Framvindan, fléttan byggist á fáeinum orðum sem kjaftagleið kona missir óvart út úr sér. Það er aðalsmerki farsans, allt byggist á einfaldri lygi, þeim mun einfaldari sem lygin er, því betra. Konan er einmana og þykir hún afskipt og lýgur því til að hún sé dáin. Börnin hennar láta sig auðvitað ekki vanta öllu lengur á heimilið úr því gamla konan er „farin“. Sviðsetning Kjartans á þessu verki var miðjusett. Inngangar til hliða, að ofan og aftan (megininngangur), þó svo að unnið væri með gamaldags flekaleikmynd, sem ef til vill var ein síðasta alveg raunsæislega stofu- leikmyndin í íslensku leikriti. Eitt besta leikrit Kjartans frá fyrstu árunum er Týnda teskeiðin (1977), a.m.k. að því er varðar byggingu, og er það hagleikssmíð. Textinn er lip- ur þó að hann sé hvorki djúpur bókmenntalegur texti né heldur trúverðugur talmálstexti að öllu leyti. Textinn geldur þess reyndar nokkuð að at- burðarásin er ströng, framvindan er alráð á kostnað persónusköpunar. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að svo til hvert orð vísar inn- ar í verkið, gefur í skyn og eykur þar með ánægju áhorfandans þegar atburðurinn verður. Týnda teskeiðin er háðádeila, býsna snörp á sínum tíma, einhver sagði að þetta væri eins og hráki framan í samfélagið. Þarna er fjallað um tvöfalt siðgæði og samsekt alls samfélagsins. Næsta frumsamda leikrit Kjartans var Snjór (1980), drama að hætti Ibsens gamla, býsna vel samið. Þetta er þríhyrningsleikur um ást og valdabaráttu sem gerist í litlu plássi austur á fjörðum um hávetur. Þarna er fjallað um líf í ná- vist dauðans en ekki í skugga hans. Þarna eru bornar upp brýnar spurningar af heimspekileg- um og siðferðilegum toga. Hvað gefur lífinu gildi? Hvers virði er það? Hvers virði er frægð og frami? Hvaða möguleika á maðurinn andspænis því sem virðist honum sterkara? Hvaða gildi hef- ur það fyrir manninn að sigra? Að sigra heiminn, sjálfan sig, dauðann. Í innsta kjarna þessa leik- rits er fólgin gagnrýni á hugsunarhátt hins sterka, en reyndar eru örlög alls samfélagsins leikskáldinu hugleikin hér líka, sem oftast, og birtist sú hugsun í þeirri ógn sem þorpinu stend- ur af yfirvofandi snjóflóði. Ofvitinn, leikgerð á samnefndri endurminningabók eftir Þórberg Þórðarson, með nokkrum söngvum við kvæði eft- ir sama kom næst frá hendi Kjartans. Þegar þessi sviðsuppfærsla kom fram þótti mikið ný- mæli að henni. Einkum tvennt kom þar til. Í fyrsta lagi hafði aldrei verið reynt að búa til leik- rit úr hinum stílföstu, persónulegu bókum Þór- bergs og höfðu menn í mörg undangengin ár naumast borið við að færa prósa í leikform nema hann væri eftir Halldór Laxness. Í öðru lagi – og það var mikilvægara – þá var sú snjalla lausn að kljúfa aðalpersónuna, Þórberg sjálfan, í tvennt; í Þórberg yngri, sem í leikritinu heitir einfaldlega Þórbergur, og Þórberg eldri, sem í leikritinu er nefndur Meistarinn, en hann er í senn innri mað- ur síns yngra sjálfs og sögumaður sem persónur leiksins aðrar en Þórbergur yngri sjá ekki. Þess- ari aðferð hafði oft verið beitt í kvikmyndahand- ritum, en sjaldnar og ef til vill aldrei á leiksviði, en í raun – eftir á að hyggja – gerir Kjartan ekki annað en skilja sögumanninn frá efninu og hold- gera hann uppi á leiksviðinu. Þar með varð til ný vídd í þessa frásögn, óvænt dramatísk spenna milli hinnar tvíeinu aðalpersónu innbyrðis. Til þess að íslenskir áhorfendur „keyptu“ þetta leik- rit upp úr endurminningum nýlátins skálds með mikla og eftirminnilega persónutöfra var um tvennt að velja, annaðhvort að reyna ekki að líkja eftir háttum og útliti Þórbergs eða endurskapa myndina af honum á trúverðugan hátt. Seinni kosturinn var valinn og reyndar væri óréttlátt að minnast á þetta sviðsverk án þess að nefna leik- arana tvo, þá Jón Hjartarson sem lék Þórberg eldri og Emil Gunnar Guðmundsson sem lék Þórberg yngri. Ofvitinn er þroskasaga, frásögn fullorðins manns af sínu unga sjálfi, unglingspilti sem þráði að menntast, þroskast og verða að manni. Þórbergur ungi hafði kynnst harðneskju hinnar íslensku lífsbaráttu og þráði lausn frá þeirri skelfingu, þráði upplýsingu og upphafn- ingu andans. Kjartan var enn í nálægri fortíð í næsta verki, sem samið var fyrir Nemendaleikhúsið. Peysu- fatadagurinn 1937 (1981) heitir það. Þetta er ein- falt verk að byggingu, en ákaflega heillandi. Hér er e.t.v. skýrasta dæmið um það hversu leiksviðs- textanum; og oftar en ekki er ómögulegt að ráða af textanum einum hvað fullklárað sviðsverkið inniheldur. Einungis með því að ráða í sviðsetn- ingaraðferðir Kjartans, stílbrögð, myndvísi og áherslur í leiktúlkun verður unnt að meta verk þessa höfundar að verðleikum, og þarf til þess víðtækari rannsókn en hér er unnt að gera skil. Þar sem Kjartani tekst best upp skapar hann samspil atburða á leiksviðinu sem geta verið hlaðnir af merkingu og vísunum í hliðstæður. Hann smíðar skáldlegar líkingar í samspilinu á leiksviðinu, í notkun rýmisins, í byggingu verka sinna, en þessi skáldskapur birtist ekki nema að hluta til í leiktextanum sjálfum. Af þessum sök- um hefur leikskáldið Kjartan Ragnarsson oft- sinnis vafist fyrir gagnrýnendum því þeir eru flestir og hafa lengi verið bókmenntagagnrýn- endur sem sjá ekki langt út fyrir sína fræðigrein. III. Fyrsta leikrit Kjartans var Saumastofan (1975), kabarettættað verk með söngvum sem urðu jafnframt innlegg í baráttu þá sem tengdist Kvennafrídeginum það haust, en upphaf Kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna markaðist af árinu 1975. Það hefur stundum gerst að leikhúsin hafa hlýtt kalli stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og boðið upp á leiksýn- ingar sem innlegg í umræðu þá sem stofnunin vekur. Saumastofan er í aðra röndina þannig verk. Önnur íslensk leikrit sem þannig eru til komin eru t.d. Óvitar Guðrúnar Helgadóttur, sem var samið að beiðni Þjóðleikhússins í tilefni af alþjóðaári barnsins 1979, og Jói Kjartans Ragnarssonar, sem var samið sem framlag til al- þjóðaárs fatlaðra, 1981. Kjartan var með hóp leikara og til stóð að sýna forn-grískan gaman- leik, Þingkonurnar eftir Aristófanes, enda var sá höfundur í tísku á þeim árum og hafði t.a.m. sýn- ing Þjóðleikhússins á Lýsiströtu hrist upp í um- ræðunni um kvenréttindi á Íslandi. Hins vegar gerðist það að sögn að þýðingu leiksins seinkaði og Kjartan brá á það ráð að semja sitt eigið verk fyrir leikhópinn. Úr því varð Saumastofan. Kjartan hafði áður samið einhverja smáþætti, sk. sketsa, og söngva við ýmis tækifæri fyrir leiksvið og sjónvarp; og hann hafði verið í þeim hópi ungra leikara innan Leikfélags Reykjavíkur sem nefndist Litla leikfélagið og starfaði í Tjarnarbæ. Þar hafði verið unnið í sk. hópvinnu, leikararnir sömdu verkin sameiginlega. Út úr þessum hópi komu a.m.k. fjórir leikritahöfundar, þau Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson, Þórunn Sigurð- ardóttir og Kjartan. Svokölluð hópvinna við að skapa leiksýningu var ekki óalgeng á 8. áratugn- um og nægir að benda á Einu sinni á jólanótt, Frísir kalla, Ínúk og Grænjaxla sem dæmi um slíkt. Saumastofan var þannig samin handa ákveðnum leikurum, nokkuð sem var til þess tíma afar fátítt. Verkið er smíðað eins og rammi utan um kabarettdagskrá. Í rammanum eru sex saumakonur sem vinna við að sauma karlmanna- buxur og þar eru þrír ólíkir karlmenn, þ.e. for- stjórinn, dæmigerð karlremba, verkstjórinn sem er afar kvenlegur hommi (e.t.v. fyrsti homminn á íslensku leiksviði) og uppurðarlítill unglings- strákur sem er sendill. Í rammanum skyggn- umst við inn á vinnustaðinn, kynnumst persón- unum og daglegu lífi þar á staðnum. Þegar verkið gerist er hins vegar óvenjulegur dagur, því elsti vinnukrafturinn, hún Sigga gamla að norðan, hefur átt 70 ára afmæli daginn áður en einungis tveir mættu til veislunnar. Hún hefur því tekið veisluföngin með sér í vinnuna og býður upp á veislu þar. Það tekur þó dálítinn tíma að fá allar til að vera með, því sumar vilja ekki missa bónus, ekki missa af pening fyrir þakrennum eða þul. (Umþenkingar um vinnuþrælkun, yfirvinnu, bónus og óhefta efnishyggju voru áberandi í tím- anum, sjá m.a. leikrit Birgis Sigurðssonar.) Loks er þó veislunni slegið upp og þar verður það smám saman úr að hver kvennanna segir frá sínu lífi þannig að þær leika sögurnar. Þarna eru því fjölmörg stutt atriði, leikir innan í leikritinu, en allt fær kabarettblæ vegna þess að persónurnar bregða sér í margvísleg hlutverk og nota einföld gervi, og atriðin eru skreytt með söngvum sem Kjartan samdi sjálfur. Urðu margir þessara söngva afar vinsælir enda voru þeir eins og hrifs- aðir út úr því andrúmslofti sem ríkti í tímanum. Aðeins fáeinum dögum eftir frumsýningu verks- ins gerðist sá einstæði atburður að konur, hvar sem þær stóðu, hvort sem þær unnu heima eða úti, lögðu niður vinnu í einn dag. Kvennafrídag- urinn. Þessari sýningu og þessu leikriti fylgdi ferskur blær, viss léttleiki þar sem alvarlegt erindi um þjóðfélagsmein bjó undir. Það var nefnilega ekki laust við að fram til þess tíma hefðu menn tekið leikritaskrif eilítið hátíðlega. Og sú krafa um al- vöru og mikilsverðan boðskap reyndist ýmsum höfundum ákaflega önug. Ég nefni Jökul Jak- obsson og ekki síst Jónas Árnason í því sam- bandi. Mér finnst reyndar allt að því hægt að segja að viss vatnaskil hafi átt sér stað í íslenskri bókmenntasögu kringum árið 1975, eða væri kannski þægilegra að miða við búsetuársafmæl- isárið 1974. En 1975 voru t.a.m. Listaskáldin vondu á ferð, sem svo voru nefnd, og hin svo- nefnda „fyndna kynslóð“ lét á sér kræla. Þessari kynslóð fylgdi að minnsta kosti enginn hátíðleiki E F T I R Á R N A I B S E N Kjartan Ragnarsson er vafalítið eitt af afkasta- mestu og fremstu leik- skáldum þjóðarinnar. Hér er fjallað um feril Kjartans sem hefur verið afar fjölbreyttur. Grandavegur 7 í l ALVARA LÉT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.