Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 2003 11
Voru víkingar
góðhjartaðir?
SVAR: Í sem stystu máli
mætti segja að svarið væri
nei, víkingar voru ekki góð-
hjartaðir. En ýmislegt þarf
að skýra áður en komist er að
þessari niðurstöðu.
Íslenskir sagnfræðingar
nota orðið „víkingur“ í fornri
merkingu orðsins, það er sem
sjóræningi, en hún er einnig
aðalmerking hugtaksins í nú-
tíma íslensku. Íslensk orða-
bók skilgreinir hugtakið á
þessa leið: „norrænn sæfari
sem stundaði kaupskap, sjó-
rán og strandhögg á vík-
ingaöld“.
Erlendir fræðimenn nýta
sér gjarnan víkingahugtakið í titlum á bókum
sínum, kannski til að vekja athygli kaupand-
ans, en gera síðan á hinn bóginn skýran grein-
armun á sjóræningjunum og hinum friðsamari
Norðurlandabúum í skrifum sínum.
Víkingar í íslensku merkingunni voru ekki
þjóð í venjulegum skilningi eða afmarkað sam-
félag heldur fremur sérstök stétt norrænna
manna. Þeir vöktu ótta vegna ránsferða sem
óneitanlega voru margar grimmilegar en oft
ýktu þó kristnir sagnaritarar grimmd hinna
heiðnu ræningja. Sjófærni víkinga, vopn og
vopnaburður vöktu líka aðdáun. Víkingar voru
fyrst og fremst ræningjar og fórnarlömb
þeirra bjuggust ekki við neinum góðverkum af
þeirra hálfu frekar en frá flestum öðrum ræn-
ingjum í sögunni. Auk þess að stela verðmæt-
um, námu þeir oft fólk á brott í þrældóm.
Árabilið 800–1050 er oft nefnt „víkingaöld“
eða „víkingatími“. Sumir teygja þó tímamörk-
in lengra fram í söguna og samfélagshættir
víkingaaldar lifðu lengur á afmörkuðum stöð-
um, til dæmis á Orkneyjum samkvæmt Orkn-
eyinga sögu. Á þessum rúmum tveimur öldum
stunduðu norrænir menn þó margt fleira en
rán og rupl. Þeir námu lönd þar sem lítil eða
engin byggð var fyrir og reyndu að koma á fót
sjálfbærum samfélögum þar sem landbún-
aður, veiðar og verslun voru undirstöðurnar.
Það tókst ekki alls staðar, svo sem í Norður-
Ameríku, og á Grænlandi stóð norræn byggð
aðeins í nokkrar aldir. Þetta heppnaðist hins
vegar dável í Færeyjum, á Íslandi og víðar. Á
svæðum sem norrænir menn lögðu tímabund-
ið undir sig, til dæmis á Bretlandseyjum og í
Normandíhéraði í Frakklandi, höfðu þeir mik-
il áhrif á menningu, tungumál og samfélags-
gerð. Sjófærnin, sem gjarnan er kennd við
víkinga, nýttist vel við landnám, veiðar og
verslun.
Hollusta norrænna manna var ekki við þjóð
eða föðurland, enda slík hugtök vart til þá á
Norðurlöndum, samfélögin stéttskipt mjög og
meðal annars mótuð af þrælahaldi. En verslun
blómgaðist og norrænir menn höfðu við-
skiptatengsl allt frá Grænlandi til Rússlands
og Miklagarðs (Istanbúl). Landbúnaður stóð
með miklum blóma en það leiddi meðal annars
til útrásar og landnáms norrænna manna
vegna landskorts. Friðsamleg samskipti voru
því reglan en ekki undantekningin þótt Íslend-
ingasögurnar beini athyglinni yfirleitt að
meira krassandi hlutum. Engin ástæða er því
til að ætla annað en að norrænir menn hafi
verið góðhjartaðir á við aðra menn, meðan
þeir voru látnir í friði.
Athyglisvert er að velta fyrir sér hvernig
við höfum litið á víkingana, ekki síst út frá Ís-
lendingasögunum. Þær hefjast oft á atburðum
fyrir landnám Íslands og segja frá vík-
ingaferðum þangað til aðalsöguhetjurnar
nema hér land. Í Egils sögu halda þeir bræður
Kveld-Úlfur og Þórólfur iðulega í víking frá
Noregi áður en sagan berst til Íslands með
Skalla-Grími, syni Kveld-Úlfs. Þegar sög-
urnar segja frá afkomendum landnámsmanna,
er tónninn oftast annar. Af frægustu köppum
Íslendingasagnanna er Egill Skalla-Grímsson
sá eini sem fer í raunverulegan víking. Aðrar
hetjur fara að sjálfsögðu til annarra landa í
eins konar manndómsvígsluför, en berjast yf-
irleitt gegn ræningjum, eins og Ólafur pá
Höskuldsson í Laxdælu og Grettir Ásmund-
arson í eigin sögu. Leifur heppni, eitt helsta
stolt okkar út á við, var friðsamur kristniboði.
Í Íslendingasöguum er þess vegna leitast
við að greina Íslendinga frá víkingum. Svipað
viðhorf til víkinga má finna í Landnámabók,
eins og lesa má í 98. kafla Sturlubókar) um
undantekninguna sem sannar regluna, „góð-
hjartaðan“ víking:
Ölvir barnakarl hét maður ágætur í Noregi;
hann var víkingur mikill. Hann lét eigi henda
börn á spjótaoddum, sem þá var víkingum títt;
því var hann barnakarl kallaður.
Einn versti atburður sem hent hefur þjóð-
ina er Tyrkjaránið svonefnda, þegar alsírskir
sjóræningjar námu á brott yfir 300 manns og
drápu rúmlega 40 árið 1627. Þjóðsaga af
prestinum og galdramanninum Eiríki Magn-
ússyni (1638–1716), segir frá því þegar hann
kemur grimmum sjóræningjum fyrir katt-
arnef, sem í sögunni eru nefndir víkingar.
Á þessum tíma hefur orðið víkingur verið
samheiti fyrir ógnvænlega ræningja en nú til
dags virðist sem hugtakið sé notað í allt ann-
arri merkingu. Hér á landi eru reglulega
haldnar víkingahátíðir og til stendur að
byggja „landnámsþorp“ í Njarðvík þar sem
„víkingaskipið“ Íslendingur á að vera aðalsýn-
ingargripurinn, þrátt fyrir þá staðreynd að
ekki hafi myndast nokkurt þéttbýli að ráði á
Íslandi fyrr en á 17. öld.
Hér liggja fjárhagslegir hagsmunir að baki,
hin markaðssinnaða heimsvæðing hefur komið
víkingum í tísku. Þeir eru nokkurs konar
ímynd nútíma kaupsýslumanna, víðförlir,
fljótir í förum og kappsamir. Auðvitað vekja
hátíðir og söfn athygli á fleiri og friðsamlegri
hliðum á samfélagi norrænna manna á vík-
ingaöld og orðið „víkingur“ hefur líka jákvæða
merkingu í íslensku máli: „dugnaðarmaður,
maður sem afkastar miklu“. En ber okkur ef
til vill að varast að samsama okkur um of ræn-
ingjum og ofbeldismönnum með því að kenna
hátíðir, söfn og kraftakarla við víkinga?
Kannski málar höfundur hér skrattann á
vegginn en sennilega mundum við ekki kunna
því vel að Alsírsbúar hreyktu sér af Tyrkja-
ráninu? Það voru ekki víkingar sem sigldu til
Norður-Ameríku heldur fólk í leit að landi til
að hefja búskap og stofna siðað samfélag.
Unnar Árnason bókmenntafræðingur.
VORU VÍKINGAR
GÓÐHJARTAÐIR?
AF hverju fær maður hellu fyrir eyrun, er löglegt
að taka ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöð-
um og setja þær svo á Netið, hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar
og hvernig myndast hraunhellar? Þessum spurningum og fjölmörgum
öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er
að nálgast svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDI
Víkingar voru ekki góðhjartaðir.
Morgunblaðið/Ómar
sjónvarp, en niðri í Hafnarstræti voru seld
sjónvörp, og þar gátum við séð sjálfa okkur
í sjónvarpinu.
Síðan hófust leiðangrar út um hvippinn og
hvappinn, með strætisvögnum eða fótgang-
andi, og enduðu þessar ferðir oft þannig að
við þurftum að betla okkur fyrir fari heim.
Reyndi þá talsvert á leikarahæfileika þegar
við þóttumst vera munaðarlausir eða eiga
við einhver önnur bágindi að stríða.
Og vegna þess að menn voru ekkert að
segja frá þessum ferðum þegar heim var
komið henti það í sunnudagsbíltúrum að for-
eldrum mínum þótti skrýtið hvernig ég
þekkti ýmsar götur í borginni sem ég átti
sannanlega aldrei að hafa komið í. Því var
jafnvel slegið fram að ég hlyti að hafa verið
gatnamálastjóri í fyrra lífi.
Nú fara börn ansi fátt nema að þau séu
keyrð. Mörgum foreldrum finnast þeir vera
einkabílstjórar barna sinna. Þau þurfa að
fara á íþróttaæfingar, þau þurfa að komast í
spilatíma, og stundum í bíó. Það er sjálfsagt
mál að skutla þeim og sækja þau aftur.
Börn eru hætt að ganga á milli staða, þeim
er skutlað einsog sagt er. Að taka strætó er
fyrir neðan þeirra virðingu. Hér eru einnig
á ferðinni hin nútímalegu ofverndunarsjón-
armið. Nú svo má líka spyrja til hvers er
fólk líka glenna sig á öllum þessum kaup-
leigujeppum ef þeir geta ekki skutlað ung-
viðinu?
Einn vinur minn segir að fátt einkenni
reykvískt síðdegi meira en konur á kaup-
leigujeppum að koma úr gardínubúðum.
Umferðin hæg einsog rúðuþurrkurnar og
stressaðir karlar með farsíma.
Og yfir hinar miklu umferðargötur hafa
verið byggðar göngubrýr, en enginn gengur
yfir þær nema kannski ein kona á mánuði
með hund, og það er annaðhvort af því að
bíllinn hennar er bilaður eða hundurinn bíl-
veikur.
Ég er nú bara svona að velta þessu fyrir
mér. Ég ætla ekki að blanda mér í deilurnar
um hver á að borga göturnar ríkið eða borg-
in. Það er auðvitað klárt mál að hluti vand-
ans er ásigkomulag almenningssamgangna.
Til að mynda er alltaf verið að breyta leiða-
kerfinu og erfitt að komast á milli hverfa
nema eftir flóknum krókaleiðum. Menn
þurfa nánast að setjast á skólabekk til að
læra leiðakerfi strætisvagnannna og næst
þegar ætla að taka strætó er vísast búið að
skipta um námsefni. Þó er ég ekkert viss
um að úrbætur á almenningssamgöngum
myndu skerða hár á höfði einkabílastefn-
unnar. Bíllinn virðist vera svo rótgróinn
hluti af okkur, nánast einsog fötin sem við
klæðumst.
Samt geri ég mér grein fyrir hvílíkar
breytingar hafa orðið í bílaeign landsmanna.
Þegar ég var í menntaskóla áttu fimm eða
sex nemendur bíla. Öll bílastæðin við skól-
ann voru auð. Ef menn eiga erindi í fram-
haldsskólana nú eru bílastæði vandfundin í
næsta nágrenni við skólana. Menn þurfa
nánast að keyra heim að næsta skóla til að
leggja bílnum, en þar er sama sagan. Skól-
arnir líkjast meira bílasölum en skólum og
það væri svo sem eftir öðru að skólunum
yrði breytt í bílabúðir og bílabúðunum í
skóla.
Mér finnst líka fróðlegt til þess að hugsa
hve snögglega samgöngumál geta breyst.
Allir þekkja hvernig flugvellir hafa breyst
undanfarin tvö ár, hvernig óttinn leynist í
hverju horni. Skyldi náunginn þarna vera
með sprengju? Allt í einu er allt orðið tor-
tryggilegt og vei þeim segir brandara í
Bandaríkjunum.
Vinur minn Bill Holm, sem var gestur ný-
liðinnar bókmenntahátíðar, var að segja mér
að þegar hann var í innrituninni á flugvell-
inum í Minneapolis, hafi verið gömul kona á
undan honum í röðinni sem mátti gjöra svo
vel að skrúfa af sér fótinn, svo hægt væri að
gegnumlýsa hann í málmleitartækjum.
Bill spurði vörðinn: „Á hvaða leið erum
við eiginlega?“ og vörðurinn svaraði: „Ég er
bara að fylgja reglunum.“
Reglurnar eru sem sé fólgnar í því að nið-
urlægja fólk, og allt er þetta gert í nafni ótt-
ans. Það er stundum einsog ekki hafi verið
hægt að ljúka kalda stríðinu. Óttinn við
óvininn virðist vera nauðsyn í okkar menn-
ingarheimi. Hann gegnsýrir allt, og við vit-
um í rauninni ekki hvort hann er raunveru-
legur eða tilbúinn.
Og þá detta mér aftur í hug þeir tímar
þegar ég var lítill drengur, örlítið eldri en í
strætósögunum áðan. Við strákarnir fórum
niður bæ að selja blöð, Vísi. Bærinn var full-
ur af blaðsöludrengjum. Og hver og einn
spjaraði sig sjálfur.
Maður fór út um allt. Inn á skrifstofur,
kaffistofur, lagera, inn á alls konar kaffihús
sem ekki eru lengur til, og væru eflaust
kallaðar sóðabúllur, niður í skipin þar sem
hálf áhöfnin sat að drykkju og spilum.
Þarna gekk maður fram og aftur, kjaftaði
við mann og annan. Einhver gerði kannski
grín að manni, en sá hinn sami var vís með
kaupa þrjú blöð.
Þessi barnaveröld, sem mér finnst hafa
yfir sér einhvern frjálsræðisblæ, er óhugs-
andi í dag. Og aftur kemur óttinn til skjal-
anna. Í hverju geta börn ekki lent í dag?
Það eru dópsalarnir, það eru öfuguggarnir.
Að hluta til er þessi ótti sameiginlegur dag-
skrárliður. Neikvæð atvik sem gerast eru af
eðlilegum ástæðum blásin út í fjölmiðlum.
En úr atvikunum verður til eins konar al-
hæfing, svipað og að allir flugfarþegar eru
allt í einu orðnir mögulegir hryðjuverka-
menn. Góðu fréttirnar eru sjaldan sagðar.
Sjö strákar hittu ótrúlega skemmtilegan
mann í bænum. Það eru engin tíðindi. Þvert
á móti er líklegt að búið sé að innprenta
strákunum að forðast skemmtilega mann-
inn, því hann getur ekki verið skemmtilegur
nema að hann hafi eitthvað vafasamt í huga.
Hin forna speki um að maður sé manns
gaman er í hættu á okkar dögum. Þarna
verður til ákveðin mótsögn, vegna þess hve
framfarirnar eru gífurlegar, og ættu sem
slíkar að skila okkur fallegra mannlífi.
Ekki ætla ég að verða fulltrúi neinnar for-
tíðarhyggju. Margt fer til betri vegar og
framfarirnar eru miklar, en um leið tapast
aðrir hlutir. Unglingar nútímans eru alla
jafna miklu klárari en unglingar voru þegar
ég var unglingur. Synir mínir eru alla vega
klárari en ég var á þeirra aldri.
Ég er sem sé ekki að segja að heimurinn
hafi verið betri þá, hann er bara öðruvísi nú.
Unglingar nútímans eru ekki aldir upp í
neinum heimóttarskap. Þeir eru algjörlega
óhræddir við heiminn. Ef þeir vilja stofna
hljómsveit þá stofna þeir hljómsveit. Ef þeir
vilja skrifa bók þá skrifa þeir bók. Það er að
mörgu leyti miklu styttra á milli ímynd-
araflsins og veruleikans nú en nokkru sinni
áður.
Ég hef orðið var við þegar rætt er um að-
búnað og aðstöðu í nýjum hverfum, þá eru
oftast efnislegir mælikvarðar lagðir til
grundvallar.
Það hlýtur að vera keppikefli fyrir okkur
að einstaklingarnir séu sem flestir. Eflaust
má færa rök fyrir því að það sé gott að vera
barn á Íslandi: víðáttan, náttúran, hreina
loftið og svo framvegis.
Engu að síður er meira tillit tekið til
hlutabréfakaupa í skattakerfinu en barna.
Nú er ég ekki að halda því fram að rangt sé
að taka tillit til hlutabréfakaupa, en börnin
eru ekki síður verðmæt.
Þetta er skrýtin stefna þegar ráðamenn
halda því fram að fjölskyldan sé grunnein-
ing samfélagsins.
Stundum hef ég orðið hissa þegar ég hef
heyrt umræður um aðstæður barna og ung-
linga. Oftast er hamrað á að þetta vanti og
hitt vanti, og þá oftast mannvirki, helst
íþróttamannvirki. Umræðan er þá vanalega
komin inn á einhverjar kostnaðarbrautir og
verktakar bíða í röðum.
Auðvitað eru flott mannvirki allra góðra
gjalda verð, en íþróttaiðkan á ekki síður að
miða við fjöruferðir og fjallgöngur, þar sem
menn nýta þau íþróttamannvirki sem nátt-
úran hefur búið til.
Við eigum ekki að spyrja hve flott húsin
eru heldur hvað fer fram í þeim. Hvernig
líður börnum?
Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu
var öll íþróttaaðstaða þessa fjölmennasta
barnahverfis borgarinnar í Hálogalands-
bragganum sem breski herinn reisti í stríð-
inu.
Þaðan komu margir afreksmenn og minn-
ist ég þess ekki að nokkur maður hafi kvart-
að.
Auðvitað eru aðrir tímar en aðrir tímar
geta lært af öðrum tímum. Við þurfum að
varðveita það besta, tileinka okkur hraðann
en ganga hægt.
Eitt regnþungt síðdegi,
á skipi úr víðförlum draumi,
kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók með hann
eftir regngráum götum
þar sem dapurleg hús liðu hjá.
Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer
sér að bílstjóranum og sagði:
„Hvernig er hægt að ímynda sér
að hér í þessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguþjóð?“
„Það er einmitt ástæðan,“ svaraði bílstjórinn,
„aldrei langar mann jafn mikið
að heyra góða sögu og þegar droparnir
lemja rúðurnar.“
Höfundur er rithöfundur.