Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 VARIR leikkonunnar Mae West urðu spænska súrreal- istanum Salvador Dali eitt sinn efni til listsköpunnar og var útkoman rauður ullarsófi lag- aður eftir vörum leikkon- unnar. Sófinn seldist nú í vik- unni á uppboði hjá Christie’s fyrir 62.140 pund, eða sem nemur um 7,8 milljónum króna. Varirnar hannaði Dali árið 1936 fyrir Edward James er West var á hátindi ferils síns, en Dali hafði á tímum fjár- hagsörðugleika samið við þennan breska auðmann um laun gegn ársvinnu. Dali vann alls eina sex sófa í líki vara West og eru a.m.k. tveir þeirra í eigu breskra listasafna. Shakespeare á vergangi SVO kann að fara að Kon- unglega Shakespeare- leikfélagið, sem lengi hefur þótt með virtari breskum leik- félögum, verði í vetur ekki í hópi þeirra fjölmörgu leik- félaga sem ár hvert keppa um athygli leikhúsgesta í West End-leikhúshverfinu í London. Leikfélagið, sem hefur að- setur sitt í heimabæ skáldsins Stratford, hefur s.l. 40 ár flutt sýningar sínar til höfuðborg- arinnar yfir vetrartímann og undanfarin ár hefur félagið verið með samning við Barbic- an-leikhúsið sem nýlega var sagt upp. Ekkert hefur hins vegar gengið að tryggja félag- inu önnur húsakynni og eru menn nú farnir að óttast að svo verði ekki í vetur, enda dagskrár leikhúsanna óðum að fyllast og gæti leikhúsá- hugafólk því þurft að leita út fyrir borgarmörkin næsta árið ef það vill kynna sér verk skáldsins. Michael Boyd, nýr leikstjóri félagsins, ítrekar þó mikilvægi þess að leikfélagið hafi fast að- setur í London áður en sýn- ingar hefjast á verkum undir hans stjórn á næsta ári. Óvíst er hins vegar að samningar náist fyrir þetta ár og hefur leikstjórinn sætt gagnrýni leik- aranna fyrir að eyða kröftum sínum eingöngu í eigin upp- færslur. Grænmetis- tónar ALL óvenjuleg hljómsveit er nú á tónleikaferð um Evrópu, en um er að ræða Vínar- grænmetishljómsveitina, sem líkt og nafnið bendir til leikur eingöngu á grænmetishljóð- færi, sem búin eru til sér- staklega fyrir hverja tónleika. Þannig eru gulrætur gerðar holar að innan og notaðar sem flautur, púrrulaukur gegnir hlutverki trommukjuða en tromman er grasker og svo mætti lengi telja. Auðvelt væri að ætla slíka tónlist lítið annað en tilraunir listamannana til að vekja á sér athygli en svo er ekki, að mati Financial Times, sem segir tónana sem hljóðfærin fram- kalla einstaka, heillandi og ótrúlega töfrandi. Dýrar varir West ERLENT Varir leikkonunnar Mae West í út- færslu Salvadors Dali. ÞAÐ sem vekur athygli á Grasrótarsýningunni í Nýlistasafninu er í aðalatriðum tvennt. Sýning- in er með frekar dramatískum undirtóni, kannski í takt við breytta heimsmynd, en undir niðri er mátulegur húmor. Hitt sem maður tekur fljót- lega eftir er að níu verk af þrettán eru án titils. Hver ástæða þess er er ómögulegt að segja, en það fyrsta sem manni dettur í hug er að meiri- hluti listamannanna hafi ekki treyst sér til að nefna verk sín - og er það miður. Vel valinn titill getur lyft verki á hærra plan og víkkað túlkunar- og skynjunarmöguleika þess. Fyrsta verkið á sýningunni kemur mjög skemmtilega á óvart. Þegar gengið er inn í sýningarsalinn á neðri hæð er nemi í loftinu og bjölluhljóð heyrist, rétt eins og þegar maður er að fara inn í verslun. Undirrit- aður lét blekkjast fullkomlega og hugsaði sem svo; mikið rosalega er Nýlistasafnið að verða flott á því, bara bjalla sem lætur vita um gesta- komur. En nei, þarna er á ferðinni verk Rebekku Ragnarsdóttur þar sem hún leikur sér á lúmskan hátt með raunveruleikann með því að skekkja hann hæfilega mikið. Hún setur kunnuglegan hlut í dálítið óvenjulegt samhengi, og er skemmst að minnast sauðfjárveikivarnargrindar sem gest- ir á útskriftarsýninguna í LHÍ árið 2002 urðu að aka yfir, en tóku líklega ekki eftir, nema að þeim hafi fundist þetta dálítið skrýtið á þessum stað! Rétt eins og nú á Nýlistasafninu. Birgir Örn Thoroddsen á óvenju skemmtilegt og þroskað verk á sýningunni. Verkið heitir Fjöl- skyldukvintett og er myndbandsupptaka af fjöl- skyldu Birgis, föður, móður, honum sjálfum, bróður og systur þar sem þau leika strengja- kvintett, dubbuð upp í síðkjóla og smóking. Málið er hinsvegar það að ekkert þeirra virðist kunna neitt á þessi strengjahljóðfæri og spila bara eitt- hvað út í bláinn. Þeir sem ekki eru kunnugir í heimi tónlistarinnar gætu látið blekkjast og hald- ið að þarna væri á ferðinni enn eitt nútímatón- verkið í flutningi heimsfrægra flytjenda, enda leikur fjölskyldan hlutverk sitt óaðfinnanlega með þeim afleiðingum að lúmskur húmorinn og gæði verksins haldast allt í gegn. Bryndís Ragnarsdóttir á einnig athyglisvert verk. Það er ekki alltaf sem einföld lágstemmd myndbandsverk án nokkurrar sögu eða fram- vindu ná að fanga athygli manns með þeim hætti sem verk Bryndísar gerir. Þar ræður myndatak- an nokkru, tónlistin sem leikin er undir og þær spurningar sem vakna um hvert í ósköpunum listakonan er að fara. Ungur drengur er í mynd- bandinu að leika sér að því að flétta hár fólks í gegnum garðnet. Hálf súrrealískar kringum- stæður hér á ferðinni, hálfgerður náttúruhvers- dagssúrrealismi, ef hægt er að gefa þessu nafn. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er með vel unnið myndbandsverk á efri hæð þar sem hún spilar inn á tilfinningar áhorfenda. Komið er inn í lítið svampklætt rými. Myndbandsupptöku varp- að á lak gegnt innganginum. Manneskja kemur allt í einu rúllandi inn í mynd og síðan út úr mynd. Hún nær þannig að búa til umhverfi sem er í senn sjúklegt og óraunverulegt. Í rauninni gæti þetta verið mynd af martröð. Soghljóð úr nálægu verki Arndísar Gísladóttur blandast svo inn í verk Hönnu og hjálpar til við að tengja það draumförum. Arndís sýnir hér mynd- band þar sem hún hefur bundið rautt efni við kinnar manneskju á myndinni og lítil græn potta- planta er bundin við varirnar. Hún andar síðan þungt í gegnum plöntuna. Með því að líta til skiptis á Arndísi og svo á gluggann við hlið henn- ar, glugga með rauðum gluggatjöldum og potta- plöntu í gluggakistunni, sést að Arndís virðist hér vera að herma eftir glugganum, og andar- drátturinn er þá vindurinn fyrir utan gluggann, eða þá aðandardrátturinn vísar í súrefnisfram- leiðslu jurtarinnar. Í horninu á efri hæðinni er verk Hrundar Jó- hannesdóttur. Sundurborað eða sundurskotið herbergi úr krossviði. Það er eins og herbergið hafi orðið fyrir árás hryðjuverkasveitar. Verkið hefur alvarlegan undirtón, og minnir á leikmynd, nema að leikarana vantar. Frá verki Hrundar liggur leiðin upp á þak Ný- listasafnsins. Þar er verk sem er líka nokkurs- konar leikmynd, og er eftir Magnús Árnason. Bú- ið er að byggja herbergi; vistarverur einhverrar mannveru eða óvættis. Aðstæður eru ákaflega drungalegar og draugalegar og þegar litið er út um lítinn glugga í herberginu sér maður sundur- étna, hamfletta og blóðuga kind sem kemur manni óþægilega á óvart. Kindin er haganlega gerð og minnir um margt á höggmynd sem breski listamaðurinn John Isaacs sýndi í Hafn- arhúsinu fyrir þremur árum síðan, en þá var þar raunveruleg höggmynd af sundurétinni mann- eskju. Verk Magnúsar er eitt af þessum verkum sem segja sögu og hafa endapunkt sem skilur mann eftir með fullt af spurningum. Að því leyti má sjá margt líkt með þessu verki og mörgu sem Þorvaldur Þorsteinsson hefur gert í myndlist. Ekki er mikið um málverk í list unga fólksins í dag, ef dæma má af þessari sýningu. Huginn Þór Arason heldur uppi merkjum málara að vissu leyti með sínum barnalegu skrautlegu skúlptúr- um sem hann hengir á jólatré. Huginn virðist vera að vinna markvisst með myndheim og myndsköpunaraðferðir grunnskólabarna. Hann notar pappamassa, þekjuliti og slíkt í sinni sköp- un, glaðlega liti og þægileg form. Að vissu leyti er tónninn í verkum Hugins ekki ólíkur því sem maður kannast við frá málurum eins og Gary Hume í Bretlandi og jafnvel Martin Kippenberg- er heitins og vina hans, æringjanna í þýska „nýja málverkinu“. Þ. Hugleikur Dagsson vinnur með teikni- myndasöguna. Persónur hans eru flestar ófrýni- legar, bólugrafin blóðug kvikindi með keðjusög í hönd. Hugleikur virðist vera á góðri leið með að skapa sér ákveðna sérstöðu í myndlistinni með því að mynda brú á milli teiknimyndasöguheims- ins og myndlistarinnar, ekki ósvipað og fjölda- margir japanskir myndlistarmenn hafa gert þeg- ar þeir eru að reyna að endurspegla menningu lands síns í gegnum annað menningarfyrirbæri, þ.e. Manga teiknimyndasögurnar. Baldur Geir Bragason hefur búið til fjölda sexstrendinga. Um er að ræða teikningar á grunnað MDF með rauð- víni og kúlupenna þar sem hann virðist feta veg- inn á milli hönnunar og myndlistar. Hann leikur sér með þrívídd og tvívídd, með léttleika og massa og þó að verk hans sé með þeim lágstemmdari á sýning- unni, er það dálítið sérstakt. Enn á ég eftir að minnast á vel unnið verk Elínar Helenu. Það sem vekur kannski helst athygli er notkun hennar á gömlu útileg- utjaldi og hvernig hún afmyndar það í leit að fullkomnun, en verk- ið heitir Keppt að fullkomnun. Bryndís Erla Hjálmarsdóttir birtir okkur mósaíkmynd af skikkjuklæddri hetju. Svo virðist sem hún hafi tekið einhverja ljós- mynd, og notað tölvutæknina til að fækka pixlunum í myndinni, og svo búið til mósaík úr öllu saman. Þannig snýr hún tækninni á hvolf. Birta Guðjónsdóttir hefur sett upp klefa, einskonar blöndu af kjörklefa og skriftaklefa. Á ljós- mynd utan á kassanum sést Birta gera sig líklega til að stökkva út um logandi hring, eins og ljón í fjölleikahúsi, en á bakhlið kassans getur sýning- argestur stungið höfði á milli tveggja spegla og séð sig þannig speglast óendanlega. Inni í kass- anum er eftirmynd hringsins logandi, gerður út neonljósi. Verk Birtu er þannig í samtali við áhorfandann. Hún bíður honum til þátttöku í verki sínu. Á að hrökkva eða stökkva og hljóta einhverskonar eldskírn. Eða horfast í augu við sjálfan sig margfalt. Í heild sinni er Grasrót nokkuð góð sýning en með meiri og betri umgjörð, t.d. varðandi lýsingu og aðskilnað með einhverskonar skilrúmum, hefði verið hægt að gefa hverju verki betra næði og þar með meira vægi, því öll eru þau metn- aðarfull og vönduð. Sýningarskráin er eiguleg. Hún samanstendur af sérhönnuðum plakötum frá hverjum og einum listamanni, sem fólk getur tekið með heim og rammað inn og fengið þannig ódýra nútímalist upp á vegg. Á morgun á að útnefna listamann Grasrótar og Samtök mjólkuriðnaðarins ætla að afhenda hon- um 100.000 króna verðlaunafé. Það er vel til fundið. Verðlaun hvetja menn til dáða og vegtyll- an ætti að hjálpa viðkomandi á framabrautinni. Megi sá besti vinna. Ísland í bútum Einar Garibaldi heldur á sýningu sinni í Lista- safni ASÍ áfram að vinna út frá kortum og vegvís- um, en hann hefur síðastliðin ár stundað athygl- isverðar rannsóknir á tengslum málverksins, landslagsins og áhorfenda. Hann hefur ögrað fólki með því að taka landslagið og í rauninni um- hverfið allt, óvenjulegum tökum. Hægt er að skipta íslensku landslagsmálverki í þrennt. Í fyrsta lagi er hægt að nota landslagið sjálft eins og Ragna Róbertsdóttir gerir þegar hún tekur vikur úr Heklu og festir beint á vegg. Þá má nefna næst hið hefðbundna landslagsmál- verk þar sem menn mála myndir af landslaginu, búa til eftirmyndir af því. Dæmi um það í samtím- anum er þá Georg Guðni og Guðrún Kristjáns- dóttir. Í þriðja lagi eru listamenn sem vinna með landslagsmálverkið á hugmyndafræðilegan hátt. Þar er þá ekki eingöngu landslagið sjálft undir, heldur öll íslenska landslagsmálunarhefðin. Þeir ögra almennum skilningi manna á umhverfinu og fá menn til að endurhugsa það. Þessir listamenn eru að minnsta kosti þrír: þeir Kristján Stein- grímur, Húbert Nói og svo Einar Garibaldi. Í stað þess að mála eftirmyndir af landslaginu mál- ar Einar myndir af þeim merkingum sem not- aðar eru til að tákna landslagið, eða vísa okkur veginn. Á sýningunni í ASÍ hefur hann einmitt málað Ísland í níu hlutum og raðar svo bútunum kæru- leysislega upp og lætur þá halla upp að veggnum. Þannig leikur hann sér með landið eins og hann væri Guð almáttugur. Upphengi Einars og nálgun hans á umfjöll- unarefnið er tvennt af þrennu sem vekur athygli við skoðun sýningarinar. Hið þriðja er hand- bragð listamannsins en Einar er sérstaklega góð- ur málari. Vinna hans með liti og efni er afar næm og það eitt er næg ástæða til að fylgjast náið með honum hér eftir sem hingað til. Dýrabogar Í gryfju ASÍ hefur ítalski listamaðurinn Bruno Muzzolini sett upp sýningu þar sem dýragildrur, miður geðslegar, eru í aðalhlutverki. Um er að ræða fjórar ljósmyndir af gildrum og eitt stutt myndband. Á myndbandinu sést spenntur dýrabogi fros- inn inni í klakastykki. Klakinn bráðnar og vatnið drýpur niður á gólf. Þegar bráðnuninni er lokið smellur boginn saman með háum hvelli. Sýningin ber titilinn Augnagildrur, og það má skilja sem svo að það sé í raun auga áhorfandans sem er fórnarlambið þegar gildran smellur. Dýrabogar og gildrur eru drápsverkfæri og því er sýningin kaldranaleg og jafnvel ónotaleg. Myndbandið hefur upphaf og endi og þó að mað- ur viti af hinum óþægilega hvelli í lokin freistast maður til að horfa á myndbandið aftur og aftur í dýrslegri spennu. Án titils MYNDLIST Listasafn ASÍ Einar Garibaldi Eiríksson. Til 12. október. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 – 17. MÁLVERK, INNSETNING Listasafn ASÍ Bruno Muzzolini. Til 12. október Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 – 17. MYNDBAND, LJÓSMYNDIR Nýlistasafnið Ýmsir listamenn. Opið miðvikudaga - sunnudaga frá kl. 14-18. Til 12. október. ÝMSIR MIÐLAR Þóroddur Bjarnason Einar stillir landinu kæruleysislega upp. Morgunblaðið/Ásdís Frosin músagildra Bruno Muzzolini. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldukvintett Birgis Arnar Thoroddsen í öllu sínu veldi. Morgunblaðið/Ásdís

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.