Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Qupperneq 15
DÓMKÓRINN minnist þess í tali og tónum
að á morgun eru 110 ár liðin frá fæðingu
Páls Ísólfssonar dómorganista. Dagskráin
hefst kl. 17 í Dómkirkjunni. Páll Ísólfsson
var organisti Dómkirkjunnar frá 1939 til
1968 og mun kórinn minnast hans fyrst
og fremst sem kirkjulistamanns.
Á dagskránni verður orgel- og kórtónlist
eftir Pál. Marteinn H. Friðriksson mun
leika það verk sem Páll sjálfur lék oftast sinna verka, Cha-
conne um stef úr Þorlákstíðum. Einnig verður flutt orgelverk
Jóns Nordal, Tokkata, en það samdi hann í minningu Páls.
Verk Jóns var frumflutt við vígslu orgels Dómkirkjunnar
1985. Þriðja orgelverkið sem flutt verður er Fantasía fyrir
orgel sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir réttum áratug.
Dómkórinn syngur sálma og kórlög eftir Pál og tónskáldið
Þorkell Sigurbjörnsson segir frá kynnum sínum af honum.
Dómkórinn minnist
Páls Ísólfssonar
Páll Ísólfsson
Jobeus sendi-
herra Svíþjóðar
og Lars-Göran
Johansson sendi-
kennari í sænsku
við HÍ kynna
skáldið.
Súfistinn, Laugavegi 18
kl. 20.30 Útgáfuhátíð á veg-
um bókaforlagsins Bjarts.
Sjón: Skugga-Baldur.
Listaháskóli Íslands, Skip-
holti 1 kl. 12.30 Kanadíski
ljósmyndarinn Edward Burt-
ynsky flytur fyrirlestur um eigin
verk. Í þeim fjallar hann um
umbreytingu náttúrunnar fyrir
tilstilli mannsins.Verk hans er
að finna á öllum helstu lista-
söfnum heims m.a. Guggen-
heim og MOMA.
Fimmtudagur
Háskólabíó
kl. 19.30 Sin-
fóníuhljómsveit
Íslands og Söng-
sveitin Fílharm-
ónía. Hljóm-
sveitarstjóri er
Rumon Gamba.
Fluttar verða Sinfóníur nr. 1, 2
og 3 eftir Dmítríj Shostakovitsj.
Laugardagur
Hafnarborg kl. 15 Sýning á
leirlist Sigríðar Erlu Guð-
mundsdóttur. Pétur Hall-
dórsson sýnir verk sem hann
vinnur á hefðbundin hátt. Op-
ið kl. 11–17 alla daga nema
þriðjudaga.
Listhús Ófeigs, Skóla-
vörðustíg kl. 16 Ásgeir Lár-
usson sýnir 24 olíumyndir af
stærðinni 18 x 24. Ásgeir hef-
ur haldið á þriðja tug einka-
sýninga og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum.
Opið virka daga frá 10–18,
laugardaga 11–16.
Gallerí Tukt, Hinu húsinu,
Pósthússtræti 3–5 kl. 16
Ólafur Orri Guðmundsson
opnar sýningu á verkum sín-
um: innsetning, málverk og
skissur, sem lýsa neðanjarð-
arlist. Ólafur stundaði nám í
The American International
School of Rotterdam. Þetta er
fyrsta einkasýning Ólafs og
stendur til 25. október.
Kaffi List, Laugavegi 20
Haukur Dór sýnir málverk út
október. Myndirnar eru án tit-
ils, unnar með akrýllitum á
striga. Verkin eru ný og eru til
sölu.
ReykjavíkurAkademían,
Hringbraut 21 kl. 17 Alda
Sverrisdóttir sýnir ljósmyndir.
Alda lauk nýlega BA námi í
ljósmyndun við Queensland
College of Art í Brisbane, Ástr-
alíu. Myndröðin er svarthvítar
myndir af áströlsku landslagi.
Sýningin stendur til 6. nóv-
ember. Opið alla daga nema
sunnudaga kl. 13–17.
Listasetrið Kirkjuhvoli,
Akranesi Þorsteinn Helgason
sýnir 48 olíumálverk. Þor-
steinn starfar sem arkitekt en
hefur tekið þátt í fjölmörgum
myndlistasýningum. Opið alla
daga, nema mánudaga, kl.
15–18.
Salurinn kl. 14.30 Nanna
Hovmand mezzósópran og
Jónas Ingimundarson píanó,
flytja söngva eftir norrænu
tónskáldin P.E. Lange-Müller,
Carl Nielsen, Edvard Grieg og
Peter Heise og íslensk sönglög
eftir Sigvalda S. Kaldalóns,
Hallgrím Helgason, Karl O.
Runólfsson, Jón Ásgeirsson,
Jónas Ingimundarson, Jórunni
Viðar og Þórarin Guðmunds-
son.
Íslenska óperan kl. 20 Óp-
erutvennan Madama Butterfly
og Ítalska stúlkan í Alsír.
Söngvarar: Hulda Björk Garð-
arsdóttir, Sesselja Kristjáns-
dóttir, Davíð Ólafsson, Jóhann
Friðgeir Valdimarsson og
Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Píanóleikari Kurt Kopecky.
Sunnudagur
Salurinn kl. 20 KaSa hóp-
urinn og Sigrún Hjálmtýsdóttir
flytja kammertónlist og söng-
lög eftir Richard Strauss: Són-
ata fyrir fiðlu og píanó op. 18;
úrval sönglaga fyrir sópran og
píanó; Sextett fyrir strengi úr
óperunni Caprice op. 85.
Borgarleikhúsið, Nýja
svið kl. 20.30 Bergur Þór
Ingólfsson leikari flytur ljóð úr
bók Jóns Thoroddsen, Flugur,
(1922). Bókin var sú fyrsta hér
á landi sem hafði eingöngu að
geyma prósa-
ljóð. Ljóðin flytur
Bergur sem leik-
húsverk og fær
til liðs við sig
Sölva Blöndal úr
Quarashi. Trúð-
urinn Úlfar legg-
ur út af Flugum á sinn hátt.
Listasafn Íslands kl. 15
Dagný Heiðdal listfræðingur
gengur með gestum safnsins
um sýninguna Vefur lands og
lita –Yfirlitssýning á verkum
Júlíönu Sveinsdóttur.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir kl. 15 Leið-
sögn um sýningar Eyjólfs Ein-
arssonar og Sæmundar Valdi-
marssonar. Síðasti
sýningardagur.
Nýlistasafnið kl. 15 Bryn-
dís Ragnarsdóttir myndlist-
armaður verður með leiðsögn
um sýninguna Grasrót 2003.
Síðasti sýningardagur. Kl. 16
fer fram val á Myndlist-
armanni Grasrótar 2003.
Mánudagur
Listaháskóli Íslands,
Laugarnesi kl. 12.30 Guð-
rún Einarsdóttir myndlist-
armaður flytur fyrirlestur og
sýnir skyggnur af verkum sín-
um.
Þriðjudagur
Listasafn Íslands kl.
12.10–12.40 Rakel Péturs-
dóttir verður með leiðsögn um
sýninguna Vefur lands og lita
–Yfirlitssýning á verkum Júl-
íönu Sveinsdóttur.
Íslenska óperan kl. 12.15
„Nú er það svart“. Davíð
Ólafsson bassi og Daníel
Bjarnason píanóleikari flytja
m.a. negrasálma.
Miðvikudagur
Norræna húsið kl. 12.30
Marta G. Halldórsdóttir syng-
ur Þjóðlög úr safni Bjarna Þor-
steinssonar í nýjum útsetn-
ingum Hildigunnar
Rúnarsdóttur. Við píanóið er
Örn Magnússon.
Salurinn kl. 20 Helene
Gjerris syngur með Caput
undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar. Tvö af merk-
ustu tónverkum 20. aldar;
Pierrot Lunaire eftir Arnold
Schoenberg frá árinu 1912
og Le Marteau sans Maitre eft-
ir Pierre Boulez frá árinu 1954
en verkið er í fyrsta sinn flutt
hér á landi.
Norræna húsið kl. 20
Bókakaffi. Ljóðskáldið Per
Helge flytur ljóð og segir frá
rithöfundaferli sínum. Bertil
Per Helge
Rumon
Gamba
Bergur Þór
Ingólfsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 15
Morgunblaðið/Þorkell
Margrét Bóasdóttir ásamt Sigurði Halldórssyni og Birni
Steinari Sólbergssyni á æfingu í Langholtskirkju.
BLÓMIN úr garðinumnefnist tónleikaröðsem Kór Langholts-kirkju stendur fyrir í
tilefni af 50 ára afmæli kórs-
ins. Næstu tónleikar verða
kl. 17 í dag. Margrét Bóas-
dóttir sópransöngkona velur
lögin og fær til liðs við sig
Sigurð Halldórsson selló-
leikara og
Björn Stein-
ar Sól-
bergsson
orgelleik-
ara.
Hvaða lög valdir þú úr
„garðinum þínum“ Margrét?
„Ég ákvað að taka þau
blóm úr mínum garði sem
mér þykir fallegust. Þar eru
tvö ný blóm, hin eru blóm
sem ég hef flutt áður. Það
má segja að íslenskt nútíma-
barokk, úr fornum íslensk-
um handritum, sé inn-
rammað með glæsilegum
lofsöngvum frá Claudio
Monteverdi og Johann Seb-
astian Bach. Meðal annars
frumflytjum við í heild sinni
útsetningar Elínar Gunn-
laugsdóttur á Fjórum forn-
um sálmum fyrir sópran og
selló. Aðrir tónhöfundar eru
Hróðmar Ingi Sigurbjörns-
son, Hildigunnur Rúnars-
dóttir, Mist Þorkelsdóttir,
Smári Ólason og Snorri Sig-
fús Birgisson, öll af kynslóð
yngri tónskálda. Ekki síður
valdi ég þessi verk vegna
þess að í Kór Langholts-
kirkju var mín fyrsta upp-
lifun á kirkjutónlist, það var
mjög áhrifarík lífsreynsla.
Árunum mínum með kórn-
um get ég þakkað það að ég
hef lagt fyrir mig kirkju-
tónlist framar annarri tón-
list. Það er það sem ég kann
best og þykir skemmtilegast
að gera. Ég hef meira eða
minna verið viðloðandi
Langholtskirkju alla tíð og
kirkjan hefur aldrei hætt að
vera mitt heimahús.“
Evrópskt barokk og ís-
lenskt nútímabarokk er yf-
irskrift tónleikanna. Hvern-
ig kom þessi titill til?
„Allt mega nú blómin í
garðinum heita. Titillinn er
tilkominn vegna þess að tón-
listin sem flutt verður er öll
frá sama tíma. Þegar þessir
ágætu meistarar, Monte-
verdi og Bach, voru að
skrifa sín gleðiljóð úti um
alla Evrópu, sungu Íslend-
ingar einföld sálmalög af
bréfsnifsi eða skinnbót. Það
er okkar forni arfur. Síðan
koma hin ungu íslensku tón-
skáld í fríðri fylkingu og
gera hvert um sig mjög fjöl-
breytilegar og skemmti-
legar útsetningar á þessum
sálmum. Þau sýna fram á að
sálmarnir eru ekki lítils virði
í einfaldleik sínum.“
Þú munt einnig syngja
sálma án undirleiks. Hvern-
ig tekur kirkjan við „ein-
röddinni“?
„Ég komst fyrst á bragðið
í Skálholtskirkju, en þar er
yndislegt að syngja án und-
irleiks. Langholtskirkja er
líka mjög vel fallin fyrir
þetta söngform. Á tón-
leiknum í dag flyt ég fjóra
sálma úr hinni frægu
kvæðabók Ólafs Jónssonar
frá Söndum eins og þeir
standa í handritinu. Fólk
ætti að fá tilfinningu fyrir
því hvernig þeir voru fluttir
í fyrndinni.
Að flytja þessa sálma?
Mér finnst það frábært og
það hefur verið mitt yndi að
syngja þá án undirleiks. Ég
er líklega svona forn í anda
en ég hef alltaf fundið hinn
hreina tón í þessum tæru og
stórsérkennilegu sálmalög-
um. Ég hef gert mjög mikið
af því að syngja án undir-
leiks, sérstaklega meðan ég
bjó í Skálholti. Þar hófst
vinna með þennan forna arf
á vegum Collegium music-
um, félags um tónlistarflutn-
ing og tónlistarrannsóknir í
Skálholti.“
Nú er sellóið og barokk-
orgelið einleikshljóðfæri.
Hvernig er að syngja með
þessum „röddum“?
„Það er mjög spennandi
form, en þrælerfitt. Það er
gaman að syngja með þess-
um hljóðfærum, en þau eru
ólík. Sellóið er sagt það
hljóðfæri sem hefur mann-
legasta hljóminn, en orgelið
umlykur mann með breiðum
faðmi sínum. Að syngja með
sellói er svolítið eins og
ganga á hárfínni línu því
þetta er kammertónlist á
hæsta stigi. Sumt af lög-
unum er útsetningar sem ég
hef flutt á Sumartónleikum,
eftir Hróðmar og eins eftir
Snorra Sigfús. Það sem er
auðvitað skemmtilegt er að
tvö tónskáldanna, Snorri og
Elín, útsetja eða ætti ég
frekar að segja semja, lög
við sálmana fyrir einleiks-
selló. Það er óskaplega fal-
legt og mjög spennandi.“
Eru tónleikaferðir í far-
vatninu?
„Já, mér hefur verið boðið
til Bandaríkjanna nú í jan-
úar og held þar tónleika í
fjórum borgum, New York,
Philadelphiu, Princeton og
Washington og flyt íslenska
kirkjutónlist. Tónleikarnir
eru allir inni í skipulögðum
tónleikaröðum en það er
mikill munur á því og að
halda staka tónleika. Þetta
er mjög spennandi. Með mér
í för verður Guðmundur Sig-
urðsson orgelleikari sem
lauk námi frá Princeton á
síðasta ári.“
Í fornum sálmum finn ég hljóminn tæra
STIKLA
Barokk-
tónleikar í
Langholts-
kirkju
Næsta v ika
MYNDLIST
Gallerí Hlemmur: Jon
Brunberg. Til 26. okt.
Gallerí Kling og Bang,
Laugavegi 23: Birgir
Andrésson, Sigurður Sveinn
Halldórsson og Hlynur Sig-
urbergsson. Til 26. okt.
Gallerí Skuggi: Guðrún
Öyahals. Til 12. okt.
Gerðarsafn: Austursalur:
Verk úr einkasafni Þorvald-
ar Guðmundssonar og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur.
Vestursalur: Guðrún Gunn-
arsdóttir. Neðri hæð: Hulda
Stefánsdóttir. Til 2. nóv.
Gerðuberg: Yfirlitssýning
á verkum Koggu sl. 30 ár.
Til 16. nóv.
Hafnarborg: Pétur Hall-
dórsson. Sigríður Erla Guð-
mundsdóttir. Til 28. okt.
Hallgrímskirkja: Gunnar
Örn. Til 1. des.
Hús málaranna, Eið-
istorgi: Björn Birnir. Til 19.
okt.
i8, Klapparstíg 33: Guð-
rún Einarsdóttir. Undir stig-
anum: Tomas Lemarquis. Til
1. nóv.
Listasafn Akureyrar:
Þjóð í mótun. Vestursalur:
Erla S. Haraldsdóttir og Bo
Melin. Til 2. nóv.
Listasafni ASÍ: Arinstofa,
Kristinn Pétursson. Einar
Garibaldi Eiríksson og
Bruno Muzzolini. Til 12.
okt.
Listasafn Borgarness:
Jóhannes Arason. Til 5. nóv.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga
og sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Júlíana
Sveinsdóttir. Sara Björns-
dóttir og Spessi. Til 26. okt.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Stefán Geir Karls-
son. Til 19. okt.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Ásmund-
ur Sveinsson – Nútímamað-
urinn. Til 20. maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhúsi: Erró – stríð.
Til 3.1. Samsýning alþýðu-
listar og samtímalistar, í
samstarfi við Safnasafnið.
Úr byggingarlistarsafni.
Innsetning Bryndísar Snæ-
björnsdóttur og Mark Wil-
son. Til 2. nóv.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir: Eyjólfur
Einarsson. Sæmundur
Valdimarsson myndhöggv-
ari. Til 12. okt. List án
landamæra: Sigurður Þór
Elíasson, Gísli Steindór
Þórðarson og Simun
Poulsen. Til 12. okt.
Listasetrið Kirkjuhvoli,
Akranesi: Þorsteinn
Helgason. Til 26. okt.
Listhús Ófeigs, Skóla-
vörðustíg: Ásgeir Lárusson
Til 30. okt.
Ljósmyndasafn Reykja-
víkur: Magnús Ólafsson
ljósmyndari. Til 1. des.
Mokkakaffi: Bjarni Bern-
harður. Til 15. okt.
Norræna húsið: Skart-
gripir norsku listakonunnar
Liv Blåvarp. Til 19. okt.
Anddyri: Sari Maarit Ced-
ergren. Til 12. okt.
Nýlistasafnið: Grasrót
2003. Til 12. okt.
Ráðhús Reykjavíkur:
Myndlistarsýning í tilefni Al-
þjóða geðheilbrigðisdags-
ins 10. okt. Til 12. okt.
Safn – Laugavegi 37:
Opið mið-sun, kl. 14–18. Til
sýnis á þremur hæðum ís-
lensk og alþjóðleg samtíma-
listaverk.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Skáld mánaðar-
ins – Matthías Johannessen.
Þjóðarbókhlaða: Humar
eða frægð: Smekkleysa í 16
ár. Til 23. nóv.
Upplýsingamiðstöð
myndlistar: www. umm. is
undir Fréttir.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Ríkarður
þriðji, frums. fös. Dýrin í
Hálsaskógi, sun. Allir á
svið, Veislan, lau., sun.
Borgarleikhúsið: Lína
Langsokkur, lau., sun. Öf-
ugum megin upp í, fös. Pun-
tila og Matti, lau. Kvatch,
mið.
Íslenski dansflokk-
urinn: Þrjú dansverk: The
Match, Symbiosis, Party,
sun.
Loftkastalinn: Erling, fim.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Vinur minn heimsendir, fös.
Iðnó: Sellófon, lau., mið.
Möguleikhúsið:
Prumpuhóllinn, sun.
Gamla bíó: Plómur í New
York, sun., fim.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhúsi: Kvenfélagið
Garpur frumsýnir Riddara
hringborðsins – Með veskið
að vopni, lau. Mán., þrið.,
mið.
Tónlistarhúsið Ýmir:
100% „hitt“ með Helgu
Brögu Jónsdóttur, frums.
fös.