Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N EFNI Gyrðir Elíasson á tuttugu ára rithöfundarafmæli um þessar mundir en hann hefur sent frá sér tvær bækur á árinu, ljóðabókina Tvífundnaland og skáldsöguna Hótelsumar. Einar Falur Ingólfsson ræðir við Gyrði um skáldskapinn en þetta er fyrsta fjölmiðlaviðtal skáldsins í átta ár. Guð, þunglyndi og hugmyndafræði eru umfjöllunarefni greinar Steindórs J. Erlingssonar sem segir frá þunglyndi sínu og trúleysi sem er afleiðing hjálparstarfa í Eþíópíu. Hann veltir því fyrir sér hvort eitt- hvert samhengi kunni að vera á milli hug- myndafræði sinnar, þ.e. rammrar efn- ishyggju og trúleysis, og þunglyndisins. Sylvia nefnist ný leikin kvikmynd sem gerð hefur verið um örlagaríka ævi bandarísku skáld- konunnar Sylviu Plath. Heiða Jóhanns- dóttir skrifar um myndina. Öxin og jörðin nefnist ný söguleg skáldsaga Ólafs Gunn- arssonar um siðaskiptin á Íslandi á sex- tándu öld. Þröstur Helgason skrifar ýt- arlegan ritdóm um bókina. FORSÍÐUMYNDIN er tekin í Reykjavík. Ljósmyndari: Ómar Óskarsson. K AUP og sala á fólki er æva- gamalt fyrirbæri sem teng- ist einkum herfangi og mannránum, sbr. það sem fram kemur í Íslendinga- sögunum. Hinir sigruðu voru hnepptir í þrældóm. Rómverjar voru stórtækir og sóttu sér ódýrt vinnuafl til útjaðra hins rómverska ríkis. Karlar voru seldir til hvers konar vinnu en konur til þjónustu- starfa og í vændi. Vændi var þrælastarf og hluti af þeirri niðurlægingu sem hinir sigr- uðu urðu að þola. Frelsið var ekkert og vændi langt í frá að vera viðurkennd at- vinnugrein. Fyrir rúmlega tveimur öldum tók þeirri skoðun að vaxa fylgi í hinum vestræna heimi að rangt væri að kaupa og selja fólk. Menn fæddust frjálsir sögðu heimspeking- arnir og áttu sumir bæði við konur og karla. Engan mátti svipta frelsi, nema að menn væru hættulegir umhverfi sínu. Þrælahald var aflagt víðast hvar á 19. öld en er nú því miður vaxandi að nýju. Vændið varð eftir þótt ólöglegt væri. Það var reyndar löngu orðið tekjulind fátækra „frjálsra“ kvenna sem ekki áttu annarra kosta völ. Meðal vændiskvenna var (og er) mikil stéttaskipting og urðu sumar þeirra þekktar „fylgikonur“, eins og hin berkla- veika Kamelíufrú í frægri sögu Alexandre Dumas en hún átti sér ákveðna fyrirmynd. Frönsku impressionistarnir gerðu fjölda dansmeyja og vændiskvenna ódauðlegar í myndum sínum en úr þeim má lesa beiskan veruleika virðingar- og vonleysis. Saga vændis og einstakar vændiskonur eru nú mjög til skoðunar meðal sagn- og kynja- fræðinga, ekki síst í þeim tilgangi að greina þetta félagslega fyrirbæri og til að spyrja hvernig á því stendur að kaup og sala á lík- ömum kvenna (oftast) skuli líðast í ríkjum sem kenna sig við mannréttindi og lýðræði. Á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað mikil umræða um vændi hér á landi og hvernig réttast sé að taka á því félagslega og í lögum. Skýrslur sýna að vændi er til staðar hér og nær ekki síst til ungs fólks, bæði drengja og stúlkna. Þar við bætist það vændi sem tengist mansali sem örugglega á sér stað hér rétt eins og í öðrum löndum. Alls staðar í hinum vestræna heimi er leit- að leiða til að sporna gegn sívaxandi man- sali, ekki síst þeim hluta þess sem snýr að kynlífsmarkaðnum enda víðtæk glæpa- starfsemi á ferð. Umræðan er annars vegar sprottin af því að Ísland er eitt fárra ríkja sem enn refsa þeim sem eru seldir (eða selja sig), hins vegar vegna nauðsynjar á að breyta hug- arfari og sporna við mansali. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga sem felur í sér þá stefnubreytingu að refsivert verði að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til- gangurinn er sá að sporna við eftirspurn eftir vændi og jafnframt að koma þeim skýru skilaboðum út í samfélagið að það geti ekki verið eðlilegt og löglegt að kaupa aðra manneskju í þeim tilgangi að láta hana þjóna sér og lúta valdi sínu. Slíkt stríðir gegn mannréttindum og virðingu við rétt einstaklingsins til mannhelgi og mennsku. Hugsunin sem býr að baki er sú að vændi sé hluti af kynbundnu ofbeldi gegn konum, ofbeldi sem á sér aldagamlar rætur, þótt það sé í æ ríkara mæli að ná til karlmanna sem standa höllum fæti. Af þessari hugsun leiðir að ekki sé rétt að refsa þeim sem er seldur (eða selur sig) þar sem rannsóknir sýna að hún/hann sé í yfirgnæfandi mæli fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis, mis- notkunar, fátæktar og kúgunar. Það er ein- faldlega rangt að nýta sér eymd fólks með því að kaupa sér aðgang að líkama þess. Þessi túlkun á vændi er byltingarkennd og gengur þvert á röksemdir, byggðar á mik- illi vanþekkingu, sem oft heyrast um að vændi sé eðlilegur fylgifiskur mannlífsins, elsta atvinnugreinin, konur stundi vændi af fúsum og frjálsum vilja, karlmenn (sumir) hafi þörf fyrir vændi og geti ekki lifað eðli- legu lífi án þess, vændi sé samskipti tveggja jafnsettra einstaklinga, kaup og sala á vöru, spurning um frelsi o.s.frv. Eins og vænta mátti hefur sú leið sem frumvarpið gerir ráð fyrir eða „sænska leiðin“ svokallaða vakið mikil viðbrögð enda óþægilegt fyrir marga að horfast í augu við vændi og afleiðingar þess. Örfáir leggja til að vændi verði einfaldlega löglegt en þeir hinir sömu ættu að kynna sér hvað gerst hefur í Hollandi, Þýskalandi, Grikk- landi og þeim fylkjum Ástralíu þar sem vændi er löglegt. Vændi, kynlífsiðnaður, mansal og glæpastarfsemi eru ógnvænleg og hafa vaxið til muna. Aðrir vilja fá að hugsa málið og bíða frekari gagna frá Sví- þjóð sem öll eru þó á þá leið að lögin hafi dregið úr götuvændi og að Svíþjóð sé ekki vænlegur markaður fyrir mansal, þótt það tíðkist vissulega. Það er þó ein röksemd í umræðunni sem vekur furðu mína. And- stæðingar frumvarpsins, þar með taldir þingmenn, hafa haldið því fram hvað eftir annað að lög séu ekki rétta leiðin til að taka á félagslegum vandamálum. Þessi skoðun endurspeglar að mínum dómi mikla vantrú á lögum og þeim boðskap sem í þeim felast. Ég veit ekki betur en að lög hafi einmitt verið notuð hvað eftir annað til þess að taka á félagslegum vandamálum og óréttlæti. Við eigum mörg dæmi þess í íslenskri sögu að löggjafinn hafi verið langt á undan al- menningsálitinu í framsæknum réttinda- málum fólks. Þar má t.d. minna á fræðslu- lögin frá árinu 1907 sem vöktu mikla andstöðu og hin stórmerku lög frá árinu 1911 sem veittu konum jafnan rétt og körl- um til embætta, náms og styrkja. Það má minna á tryggingalöggjöfina frá árinu 1936 sem svo sannarlega tók á félagslegum vanda o.fl., o.fl. Löggjafinn á að standa vörð um mannréttindi, ganga á undan og taka á vandamálum þegar þess er þörf og senda skýr skilaboð út í samfélagið. Undanfarnar vikur höfum við séð dæmi þess að Ísland er orðið viðkomustaður þeirra sem stunda mansal. Ef við spornum ekki við fótum getur sú starfsemi orðið ill- viðráðanleg. Í mínum huga er þó mikilvæg- ast að árétta að konur, karlar og börn eiga ekki að ganga kaupum og sölum, sama hver tilgangurinn er. Vændi er böl og leifar þrælahalds. Það endurspeglar gamalgróna kvenfyrirlitningu og er niðurlægjandi bæði fyrir karla og konur. KAUP OG SALA Á KONUM RABB K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R krast@simnet.is GÍSLI BRYNJÚLFSSON ÓYNDI Mér er margt til ama – margir stunda frama en ég hata hann: Því í þessu landi það mér varð að grandi sem ég fremst um fann. Leiðist mér þegar laufguð er eikin háa og hafið bláa gnauðar að gamni sínu. Er um bláar bárur berast hægar gárur undan vestanvind, þegar blæju blíða breiðir nóttin fríða hæga á himinlind, löngun þá er að leggja á sjá og að halda um hafið kalda helst í hjarta mínu. Gísli Brynjúlfsson (1827–1888) var skáld og norrænufræðingur. Ljóðið er úr nýrri bók í rauðu seríunni svokölluðu frá Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands er inniheldur úrval ljóða hans og annarra skrifa, Gísli Brynjúlfsson. Ljóð og laust mál (2003).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.