Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 11
Er vændi siðferðilega rangt
eða ekki?
Athugasemd ritstjóra Vísindavefsins:
Þessi spurning er fram borin í ákveðnu
samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið
hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt
hefur tengst vændi í samfélögum manna
hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis
kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem
skipulögð atvinnustarfsemi þar sem hætta er
á að einstaklingar séu þvingaðir á einn eða
annan hátt, meðal annars með mansali, til að
framfleyta sér með því að selja líkama sinn.
Svarið fjallar um vændi frá þessum sjón-
arhóli.
Á hinn bóginn getum við vissulega hugsað
okkur jafnréttissamfélag þar sem vændi
þyrfti ekki endilega að vera siðferðilega
rangt. Ef tveir eða fleiri jafnstæðir aðilar í
þess konar samfélagi hittast og vilja af fús-
um og frjálsum vilja stunda kynlíf gegn
greiðslu til einhverra í hópnum, hinir fallast
á að taka þátt í því óþvingaðir og inna um-
samda greiðslu af hendi, er ekki endilega
sýnilegt að brotið sé á rétti eins eða neins.
En menn greinir sjálfsagt á um hversu langt
muni líða þar til þessi mynd getur orðið að
veruleika.
---------------oOo---------------
Vændi hefur lengi verið talið ósiðlegt. Lit-
ið hefur verið niður á vændiskonuna sem
hefur verið kölluð miður fallegum nöfnum
svo sem „skækja“ og „hóra“. Reynt hefur
verið að koma lögum yfir vændi með ýmsum
hætti en flestar aðferðirnar eiga það sameig-
inlegt að þar er vændiskonan talin vera rót
vandans en lítið er fjallað um kaupandann.
Hugmyndafræði þess háttar laga byggir á
því viðhorfi að ekki er talið við hæfi að konur
séu gerendur í kynferðismálum. Hegðun
kaupandans, sem yfirleitt er karlmaður, er
talin eðlileg en hegðun vændiskonunnar
óeðlileg.
Nú á dögum eru margir farnar að líta á
vændi í stærra samhengi og benda á þá stað-
reynd að án kaupenda væri vændi ekki til.
Einnig hefur umræðan opnast fyrir því að
vændi fyrirfinnst í fleiri myndum en kaupum
karlmanns á líkama konunnar. Það er þó al-
gengasta form vændis og hér verður fjallað
um það frá félagslegu og kynjafræðilegu
sjónarhorni.
Skýringar á því af hverju karlmenn kaupa
vændi eru oft fábrotnar. Algengt er að heyra
svar í þeim dúr að vændi sé nú einu sinni
elsta atvinnugreinin og að karlar séu eins og
karlar eru. Þetta skýrir hins vegar afar lítið.
Af auglýsingum vændiskvenna, spjall-
rásum á Netinu og viðtölum við kaupendur
vændis má sjá að ímynd vændiskvenna er á
þann veg að þær séu alltaf „til í tuskið“ og
séu fallegar, að minnsta kosti frá sjónarmiði
viðskiptavinarins hverju sinni, hafi til dæmis
stór brjóst ef því er að skipta og línurnar í
fínu lagi. Lýsingar á „góðri“ vændiskonu
snúast oft um útlit en „slæm“ vændiskona er
talin vera peningagráðug og ágjörn og sinna
starfi sínu illa.
Þannig eru vændiskonur hlutgerðar, lík-
amar þeirra ganga kaupum og sölum og
mansal er stór þáttur í vændisheiminum eins
og fram hefur komið í fréttum að und-
anförnu. Segja má að einstaklingarnir sem
stunda vændi hætti þannig að vera persónur;
þeir verða fyrst og fremst kroppar og njóta
eingöngu virðingar ef líkamar þeirra falla að
fegurðarmati viðskiptavinarins eða smekk að
öðru leyti.
Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa
verið á karlmönnum sem kaupa vændi hefur
komið í ljós að neytendahópurinn er afar
breiður og í honum eru karlmenn úr öllum
stéttum samfélagsins. Algeng goðsögn er að
þeir sem kaupi vændi séu aðeins þeir „ljótu“
en í sænskri rannsókn sést að reynsla karla
af keyptu kynlífi er hlutfallslega mest hjá
þeim sem hafa mikla kynferðislega reynslu
og hafa átt marga kynlífsfélaga.
Ástæður karla fyrir heimsóknum til vænd-
iskvenna eru margar. Sumir segjast ekki fá
nóg kynlíf, aðrir segja að þeir fái ekki „allt“
sem þeir vilja í kynlífi sínu en í báðum til-
fellum er það afstætt hvað sé „nóg“ og „allt“.
Enn aðrir segjast fara til vændiskvenna af
því að þeir fái ekki neitt eða af því að þeir
séu í einhvers konar kreppu.
Allar þessar skýringar byggjast á því að
karlar þurfi á miklu kynlífi að halda, meira
en konur almennt. Sú skoðun á sér nokkuð
sterkar rætur í menningu okkar. Samkvæmt
henni þurfa karlar helst að fá „nóg“ eða að
minnsta kosti „eitthvað“. Það tengist síðan
þeirri gömlu hugmynd að meira yrði um
nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi ef
ekkert vændi væri í samfélaginu. Þannig er
litið á vændi sem einhvers konar öryggis-
ventil sem gegni mikilvægu samfélagslegu
hlutverki.
Þessar hugmyndir hafa skapað vændi bæði
með beinum og óbeinum hætti. Í seinni
heimsstyrjöldinni sá japanska ríkisstjórnin til
þess að vændiskonur væru alltaf nálægt víg-
völlunum. Það sama var uppi á teningnum í
Víetnamstríðinu, með óbeinum hætti þó. Um
leið hafa þessar menningarlegu hugmyndir
réttlætt bágborna félagslega stöðu þeirra
sem stunda vændið.
Í þessu samfélagslega ljósi og út frá
menningarlegum hugmyndum okkar ber að
skoða vændi. Þá sést að hugmyndir okkar
um kynin hafa skapað ójöfnuð, hlutgervingu
á persónum og mansal svo eitthvað sé nefnt,
en það er siðferðilega rangt.
Gísli Hrafn Atlason, M.A.-nemi í mannfræði
við Hafnarháskóla.
Ritstjórn þakkar Vilhjálmi Árnasyni prófess-
or gagnlegar umræður um siðfræði vændis
og efni athugasemdarinnar fremst í svarinu.
ER VÆNDI
SIÐFERÐI-
LEGA RANGT
EÐA EKKI?
Hvað er sjálfjónun, hvernig er rúnastafrófið, er
hægt að sjá loft og hvers vegna er það orðið
svona algengt að samsett orð séu slitin í sundur? Þessum spurningum og
fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum
og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDI
N
auðarúnin er í Íslenskri galdrabók notuð til að vekja ófrið og upp-
lausn; risti eg átta ása, nauðir níu, þursa þrettán stendur í magnaðri
særingu. Rúnum ása og þursa er núið saman líkt og tveimur steinum
sem við núning mynda eld. Í rúnakvæðum tengist rún þessi örð-
ugleikum, erfiði og sársauka þótt hún eigi sér jákvæða hlið. Nauð
tengist neyð, nekt og frosti í norska kvæðinu, en vísuorðin má þýða
svona: „Nauð býður upp á fáa kosti. Nakinn mann kelur í frosti.“ Í því
íslenska er getið um „þýjar þrá“, „þungan kost“ og „vássamleg verk“,
enda er talið að Gróttasöngur kunni að búa á bak við.
Inntaki rúnarinnar hefur verið lýst svona: Lífið setur mönnum mörk sem þeir hljóta að
virða hverjar sem óskir þeirra eru eigi ekki illa að fara. Þetta kann því að vera rún norn-
anna þriggja sem lögðu heiminum lögmál orsakar og
afleiðingar samkvæmt norrænum sköpunarsögnum.
Nornir þessar nefndust sem kunnugt er Urður: hið
orðna, liðna, rótin; Verðandi: það sem er að gerast,
afsprengið; og Skuld: afleiðingar þess sem á undan
er gengið. Af þeim var Urður elst, kölluð Wyrd með
Engilsöxum, en frumrök hennar fólust í því að allt
hið skapaða lyti lögmáli áskapaðra eiginda, sam-
hengi allífsins, hver stund væri sem hlekkur er
tengdi fortíð við framtíð. Nornarúnin vísar því ekki á
áhrínsorð, dóm eða ákvæði líkt og suðræn forlaga-
hugtök, það sem kemur að mönnum óvörum utan að,
heldur tengist hún skapandi breytileik, því sem er að
gerast hverju sinni. Hún vísar líkt og örlagahugtakið
forna á sjálfssköpun og sjálfsdóm, innri lífheild, en
ekki fyrirframbundið ákvæði. Tími hvers manns sé
ofinn úr verkum sem ekki verði aftur tekin. Neiti
maður gefnum forsendum og snúist gegn hlutskipti
sínu þá kalli hann yfir sig óhamingju, höggvi í eigin
knérunn, snúist gegn sköpum (samheiti örlaga) sem
enginn má undan komast.
Nauðarrúnin kemur nokkrum sinnum fyrir í fornum ritum. Hún er svo dæmi sé tekið
nefnd í tengslum við „ölrúnir“ í Sigurdrífumálum, en með „ölrúnum“ er sennilega átt við
sömu rúnir og Egill Skalla-Grímsson skar á drykkjarhorn Bárðar í Atley í Egils sögu.
Ólyfjan hafði verið blandað saman við drykk sem ætlaður var Agli, og signdi eiturbyrlarinn
fullið, fékk það ölselju sem bar Agli fullið, en hann brá hnífi sínum og stakk í lófa sér, reist
síðan rúnir á hornið og rauð á blóðinu. Að því búnu kvað hann:
Ristum rún á horni,
Rjóðum spjöll í dreyra.
Þau vel eg orð til eyrna
Óðs dýrs viðar róta.
Drekkum veig sem viljum
Vel glýjaðra þýja.
Vitum, hve oss af eiri
Öl það er Báröðr signdi.
Hornið sprakk í sundur og fór drykkurinn niður í hálm. Nauð er mjög líklega ein af rún-
um Egils, en hún megnar ekki að sprengja hornið ein síns liðs, fleiri kröftum þarf að stefna
gegn krafti ölsins. Lausnin felst hugsanlega í myndmáli vísunnar, en með „eyrna rótum“ er
átt við vaxtarstað eyrna á höfði, en þar sem horn vaxa á sama stað mega þau kallast „viður
eyrna róta“. Hér er um að ræða við „óðs dýrs“, villtrar skepnu, kannski úruxa, en í næstu
vísu Egils, ortri við sama tækifæri, segir meðal annars: „atgeira lætk ýrar/ ýring of grön
skýra.“ Hér er „ýrar atgeir“ kenning fyrir horn, en ýr er myndað af úr (úr karldýr en ýr
kvendýr).
Úruxahorn þóttu sem áður getur miklar gersemar og voru notuð við helgiathafnir að
fornu. Fátt er líklegra en merking þeirra hafi náð til drykkjarins sem í þeim var geymdur.
Vísa Egils gefur að minnsta kosti til kynna að áfengt öl hafi heyrt til sviði Úrsrúnar. Sé
túlkunin rétt má hugsa sér að ein ölrúnin hafi verið Úr sem tengst hefur öðrum mætti um
Nauð. Hér hefur í öllu falli verið beitt galdralögmáli sem kemur víða fyrir í Íslenskri
galdrabók, til dæmis í flóknum kvennagaldri þar sem rista átti nafn stúlku og nokkra stafi
til viðbótar, meðal annars Mannsrún, Nauðarrún og Þursrún. Þar gegnir andstæða Þurs-
rúnar og Mannsrúnar sama hlutverki og andhverfa Þurs- og Óssrúnar eða Fés- og Úrs-
rúnar. Mannsrúnin stendur fyrir sjálf stúlkunnar sem Þursinn sundrar og leggur undir sig
fyrir atbeina Nauðar.
RÚNAMESSA LESBÓKAR
Morgunblaðið/RAX
„Nauð tengist neyð, nekt og frosti í norska kvæðinu, en vísuorðin má þýða svona: „Nauð
býður upp á fáa kosti. Nakinn mann kelur í frosti.““
NAUÐ
RÚNALÝSING 8:16
M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N