Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 9 U ppruna mannsins er að finna í hinum allra einföldustu efna- samböndum, svonefndum am- ínósýrum, segja vísindamenn. Á milljónum ára hafi mannveran þróast frá þeim til núverandi myndar. Trúarbrögð gera hins- vegar ráð fyrir, að andinn hafi verið til frá upphafi, að hann hafi skapað efnið. Vísindi geta enga trúverðuga skýringu gefið á því, hvernig það mátti verða, að frumefni skyldu þróast í svo flókið andlegt og líkamlegt fyrirbæri sem manneskjan er, og viðhorf trúarbragða eru án efa einföldun. Sköpun listaverks er ávallt glíma við hið ókunna, hversu góð tök sem listamaður kann að hafa á sínum miðli, og náið samband við hann. Leitinni að æðra samræmi fylgir viss spenna, sem hreint og beint framkallar það, og stöðugt fylgja jafnvægi frávik, jafnvel viss óregla, sem það get- ur ekki án verið, því að öðrum kosti yrði jafn- vægið kyrrstætt og lífvana. Ég hef ekki í hyggju að setja hér fram neina kenningu um uppruna mannsins eða upphaf al- heims. En vert er að leiða hugann að því, að myndlist verður ekki stunduð að gagni, nema sá sem hana stundar geri sér grein fyrir því sam- spili, sem ríkir milli alls efnis og anda, sem verða ekki nema að takmörkuðu leyti aðgreind. Aðeins við samrunann kemur í ljós maðurinn allur, og að- eins við hann má skaparinn skilja eðli sinna innstu þátta. Lögun forma og blær lita eru af sama toga í myndheimi og náttúrunnar ríki, enda efnin þaðan komin. Þó hefur orðið sú breyting á, að listamað- urinn gefur þeim líf af sínu eigin lífi, sem vakir óhlutbundið. Ráðgáta myndlistar er í því fólgin, með hverjum hætti hlutveruleiki og hugheimur fléttast. Eitt leiðir ekki af öðru í því sambandi, heldur er hvorttveggja ávallt til staðar samtímis. Víst hefur listsköpun beinzt inn á óhlutlægar brautir, og orðið í síauknum mæli eigin heimur á hinni 20. öld. Möguleikar til að kanna áður ókunn svið og tjá óræðar víddir hafa vissulega aldrei verið meiri en nú við aldahvörf. Missi myndlist hinsvegar jarðsambandið, ég á við efnismeðferð og handverkið allt, mun hún skrælna, og glatar ekki eingöngu efnisinntakinu, heldur einnig hinni huglægu vídd. Hvorttveggja myndar lífheild, sem deyr ef þræðirnir bresta. Ég geri þetta að umræðuefni, vegna þess að fyrir mér eru efnistök og hugmyndir ein órofa heild, og áherzla á kunnáttu í tæknilegri útfærslu mikilvægur þáttur í myndhugsun. Jafn þýðing- armikill og myndbyggingin öll í formum, litum og línum, og óaðskiljanleg frá þeim. Margir módern- istar lögðu lítið upp úr tækniatriðum, en sköpuðu þó merka myndlist á mjög einfaldan, jafnvel frumstæðan hátt, líkt og gert var fyrir tugum ár- þúsunda. Sem betur fer eru margskonar mögu- leikar á, að ná framúrskarandi árangri í myndlist. Samt tel ég, að fráleitt sé, nú á tímum, að binda sig við undirstöðuatriði eingöngu. Sú afstaða kom upp, þegar myndbylting átti sér stað, og hug- myndalist varð hollustu við hlutveruleikann yf- irsterkari. Við snjalla útfærslu í tæknilegum skilningi heillar mig kannski mest sá ljóðræni andi, sem blása má með henni í myndþætti. Þótt ljóðið sjálft hafi allt síðan um miðbik 20. aldar verið harla lágt skrifað í mannheimi, og sé nú jafnvel talið úrelt og dautt listform, lifa hinar ljóð- rænu kenndir samt góðu lífi í mannshuganum. Einmitt þær virðast sérlega vel til þess fallnar, að spanna bogann frá rúmtaki efnis til huglægra vídda. Ljóðræn tilfinning þarf ekki endilega að eiga sér bólstað í hinu stóra og háleita, nei, hún getur líka birzt í hinu smáa og látlausa. Forðum daga í barnaskóla, þegar ég hljóp, í löngu frímín- útunum, niður í KRON-búðina í þorpinu, lá leiðin fyrst niður slakka og síðan upp fremur bratta en lága brekku. Upp úr gulgrænku hennar stóðu á dreif örlitlar steinnibbur, sem ég steig á, til að auðvelda mér hlaupið. Sú tilfinning, sem fólgin var í snertingunni við jörðina, og auknum hraða og flugi upp í móti, hefur orðið mér minnisstæð. Hún var líkt og í jarðbundnum ljóðheimi, að seilst væri til stjarnanna. Sannarlega má í listum, með góðum árangri, taka beina, afdráttarlausa afstöðu til hinna ólík- ustu málefna, verða þátttakandi í almennri um- ræðu. Það hefur meira að segja verið gert í mynd- list. Einhverskonar frásögn er kannske fólgin í allri list, samt er hún oftast óbein eða virðist í fljótu bragði hvergi vera til staðar. Frekar er þá um tjáningu en frásögn að ræða, og gildið al- mennara. Eitt leiðir þá ekki beinlínis af öðru, því að blóðstreymið um æðakerfi listlíkamans er al- tíma hringrás, óháð ytra rúmi og tíma. Orsök og afleiðing víxlast í faðmlagi upphafs og endis. List- in fyrir listina er á hinn bóginn í bezta falli tak- mörkun, því að meginmáli skiptir hvort glíman við hrein listræn vandamál fæði af sér beina- grindina með eða án alls þess, er hold og líf heitir. Táknsæi eða symbolismi í myndlist er gott dæmi um hvernig eitt er af öðru leitt með ærnum vangaveltum, sem gjörsamlega útiloka alla sjálf- sprottna tjáningu. „Symbolismi“ hefur að sjálf- sögðu haft mörg andlit og verið einstaklings- bundinn í aldanna rás, áður en hann varð að yfirlýstri stefnu með þessu nafni. Hann getur enn birzt sem athyglisvert bókmenntalegt viðhorf í myndlist, en oftast er hann samt heldur fánýt samsuða, sem höfðar til lífssýnar einfeldninga, og á því greiða leið að almenningi. Myndlist á ekkert skylt við krossgátu eða felumynd, seiður hennar er allt annar og meiri en sá, sem felst í táknum einum saman. Í list fyrri tíma voru þau að vísu, í sumum tilfellum, sterk, vegna þess hve sparlega var með þau farið, og enn geta þau hrifið í verk- um frumstæðra. Í list menntaðra listamanna seinni tíma koma þau öllu frekar fyrir sjónir sem tilgerðarlegt ofhlæði eða hækjur, sem koma í veg fyrir, að „hinn rammi safi renni frjáls í gegn“. Fjarstæða væri að afneita rökrænu samhengi, eða því beina þróunarferli, sem oft er að finna milli orsaka og afleiðinga, enda er mín umfjöllun allt annars eðlis, og miðar engan veginn að því að útskúfa augljósum staðreyndum. Ég hef lifað tíma, sem einkenndust af oftrú á hugmyndafræði ýmiskonar ásamt vantrú á lífrænni tækni, sem er samstillt átak hugar og handa, nánar til tekið, mannsins í heild. Því vissulega er um samverk- andi krafta að ræða, svo að útfærslan megi ljóð- ræn anda. Sá andardráttur krefst, án efa, stöðugt meiri hnitmiðunar í úrvinnsluflæði, unz samlíf- rænum áfanga er náð. Þá verður ei vitað, hvort fyrr koma hæna eða egg, því að andinn einn hefur ekki mótað efnið eða stjórnað farvegum þess, og ekki er hann heldur í því borinn seint og um síðir. Hvorttveggja dafnaði í sköpunarverkinu, við gagnkvæma blóðgjöf, óx af einu stigi á annað, meðan málarinn hlustaði á hjartslátt þess í sínu eigin hjarta. Ég hljóp yfir freðna jörð, hljóp hratt niður slakkann, upp bratta brekkuna, fann viðspyrnu í dökkum steinnibbunum í björtum snjó, fann á stökkinu þétt viðnám jarðar undir fótum mér. Hversdagslegt atvik frá æskuárum, sem hin sí- breytilega endurtekning magnaði, hefur lifað í minningunni, aukið ljóðrænni vídd. Í glímu málarans við efnin, sem notuð eru til myndgerðar, gilda hliðstæð lögmál. Því lengri sem hún verður, því dýpra sem hann kafar við lausn hinna tæknilegu vandamála, þess fremur lýkur lykill hans upp þeirri undraveröld, sem er ljóðheimur efnisins. Málarinn allur rennur saman við efnin í heildarmynd, sem er efni og óefn- iskennt hugarbú. Jafnframt aukinni nálægð við efnin vex hinsvegar fjarlægðin við þau. Efnið lifir þá líkt og minning manns, sem náð hefur að kom- ast handan við það, er samt í því miðju. sept. 1998 „Ég hef lifað tíma, sem einkenndust af oftrú á hugmynda- fræði ýmiskonar ásamt vantrú á lífrænni tækni, sem er samstillt átak hugar og handa, nánar til tekið, mannsins í heild,“ segir í þessari grein þar sem því er haldið fram að myndlist verði ekki stunduð að gagni, nema sá sem hana stundar geri sér grein fyrir því samspili, sem ríkir milli alls efnis og anda. E F T I R V. Þ O R B E R G B E R G S S O N Höfundur er myndlistarmaður. Huxleys er að hann stundaði mjög litlar annsóknir á þessu tímabili og birti mjög lít- ð. Í löngu bréfi sem hann sendi vini sínum Alister Hardy í maí 1921 getur hann þess m.a. að hann hafi brotnað niður árið 1914 og ð „enginn sem ekki hefur reynt raunveru- egt taugaáfall getur vitað hvað það þýðir. Raunverulegt þunglyndi, tíðar sjálfsvígs- ugsanir“. Á öðrum stað getur hann þess að umarönnin árið 1920 hafi verið „eitt alls- erjar uppnám“ og að hann hafi búið við falskar hugsanir í 10 ár, … þunglyndi, von- na um að flýja raunveruleikann … og allt itt“. Síðar það sumar var hann í Sviss þar em hann „var þjakaður dag og nótt af hugs- ninni um að sjálfsvíg væri besta útgöngu- eiðin (!) fyrir alla er hlut áttu að máli“. Afdrifaríkur atburður átti sér stað í lífi Huxleys í Þýskalandi 1913. Í bréfi sínu til Hardys segir Huxley svo frá að í þunglyndi em hann hafi gengið í gegnum þar hafi hann pplifað „lokaumskiptin … vísindalegt, trúar- egt, vitsmunalegt; allt“. Hér virðist þung- yndið hafa beint Huxley af braut smættar- g efnishyggju yfir í vangaveltur um Guð og eildarhyggju. Þetta má berlega sjá í rit- erðasafninu Essays of a Biologist (1923), em inniheldur ritgerðir er hann hafði birt í ímaritum nokkur undanfarin ár. Þar reynir Huxley m.a. að samþætta guðs-hugmyndina ið raunvísindi og kemst að þeirri niðurstöðu ritgerðinni „Religion and Science“ að „ekki inungis lifandi efni, heldur allt efni, sé í engslum við eitthvað sem líkist huganum í æðri dýrum“. Hann telur því að einungis sé l „eitt grundvallarefni, sem inniheldur ekki inungis efnislega eiginleika, heldur einnig iginleika sem nærtækast er að kalla hug- æna“. Auk þessa reynir Huxley víða í bók- nni að færa rök fyrir nk. líffræðilegri til- angshyggju. Í ritgerðinni „Biology and ociology“ telur hann t.d. að „betra væri að reikka hugmyndina [um þróun] með því að egja að stefnubundið ferli sé sjáanlegt í áttúrunni“. Huxley dró sem sagt í efa darw- nsku hugmyndina um að þróun lífsins væri lgjörlega blint ferli. Hogben, sem var einn ánasti vinur Huxleys, varð æfur yfir skrif- m hans. Ástæða þessa var einföld; Hogben ar rammur efnishyggjumaður og trúleys- ngi. Í bréfi sem hann sendi Huxley í nóv- ember 1923 kemst Hogben m.a. svo að orði: „Skoðanir þínar eru þitt eigið mál. Ég er ósammála þeim; ég tel óráðlegt að blanda líf- fræði saman við þau svið þekkingarinnar sem ekki er hægt að beita röklegri hugsun á. Þetta er allavega skoðun þeirra sem eru að reyna að gera líffræði að nákvæmnisvísinda- grein (exact science).“ Fyrir rúmu ári fór ég að velta því fyrir mér hvert heimsmynd mín, þ.e. römm efn- ishyggja og trúleysi, væri að leiða mig. Ég hafði verið sannfærður um að þessi heims- mynd væri eina svarið við vandamálum heimsins síðan ég las þriggja binda verk franska upplýsingahugsuðarins baróns Hol- bachs (1723–89), System of Nature (1770), í kringum 1996. Meðan ég vann að Genunum okkar: Líftækni og íslenskt samfélag (2002) fór ég hins vegar að efast. Trúleysið stóð óhaggað en ég fór að velta fyrir mér hvert grimm efnis- og smættarhyggjuvæðing lækn- isfræðinnar muni leiða vestræn samfélög. Í bókinni sýni ég fram á mögulega slæma út- komu og hef því reynt að horfa til heildrænn- ar læknisfræði, eins og stunduð er á Reykja- lundi. Aðrar ástæður lágu einnig að baki þessum efasemdum mínum og tengjast upp- lifun Huxleys. Í síðustu þunglyndisdýfu átt- aði ég mig á því að hin kalda og dökka þung- lyndissýn mín, sem hefur einkennst af sjálfsvígshugsunum og félagsfælni, getur ein- ungis kólnað og dökknað meira vegna heims- myndar minnar. Ég fór jafnvel að velta fyrir mér hugmyndinni um Guð og hvort einhver tilgangur væri með lífinu, sem mér fannst draga úr vanlíðan minni. Þetta urðu einmitt örlög Hogbens í einu af mörgum þunglynd- isköstum hans. Í bréfi sem hann skrifaði Huxley í apríl 1925 kemur fram að honum „finnst allt tilgangslaust og langar að drepa mig. Það get ég hins vegar ekki, vegna Enid og Sylviu og Adrian“. Hogben sagðist vera „of veikur til að vera atferlissinni (behaviour- ist)“, þ.e. líta með augum efnishyggjunnar á hugann. Vantrú hans á heimsmynd sína birt- ist á annan hátt í bréfinu, en þar segir hann að „e.t.v. sé til geðveikur Guð“ og að „e.t.v. sé hugur að baki alheimsóreiðunni“. Niðurstaða mín, og að því er virðist Huxl- eys og Hogbens, er því sú að þegar þung- lyndi blandast trúleysi og grimmri efnis- hyggju getur það aðeins versnað; í það minnsta fékk það okkur alla til þess að fara að hugsa um Guð og æðri tilgang. Huxley leitaði á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar á náðir heildarhyggjunnar, í gegnum vanga- veltur sínar um Guð, og líffræðilegrar til- gangshyggju, meðan Hogben hélt fast við efnishyggjuna og trúleysið er heilsan kom til baka. Eins og Hogben forðum held ég enn fast í trúleysið, nú þegar heilsan er komin til baka, en undanfarið ár hefur trú mín á mátt grimmrar efnis- og smættarhyggju minnkað vegna áhrifa hennar á þunglyndi mitt og sannfæringar minnar um að þessi hugmynda- kerfi muni í gegnum læknisfræðina hafa slæm áhrif á vestræn samfélög. Ég hlýt því að mæla með að vegur heildarhyggjunnar verði aukinn, þó ekki þeirrar sem Huxley að- hylltist, til þess er hugur minn enn of bund- inn efnishyggjunni og trúleysi. Þetta er hins vegar hægar sagt en gert. Á sama hátt og hugur minn kemst ekki út úr þeirri grimmu efnishyggju sem ég tileinkaði mér í Eþíópíu, þótt þunglyndi mitt hafi gert mig afhuga mörgum þáttum í þessari hugmyndafræði, þá mun þetta reynast Vestur-Evrópuþjóðum erfitt. Að mínu viti eru meginástæður þessa tvær. Efnis- og einstaklings(smættar)hyggja tröllríður nú samfélögum okkar, sem gerir það að verkum að samhjálpar(heildarhyggju) kerfið, er við höfum byggt upp frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar, á nú í vök að verjast. Þetta má nú einnig segja um trúarbrögðin, en þau eru á miklu undanhaldi á Vesturlönd- um. Þar sem ég er trúleysingi mætti halda að mér líkaði þessi þróun, en svo er ekki nema að hluta til. Ég græt það ekki að trúar- brögðin sem stofnun séu búin að missa mest- allt vald sitt, en sem hugmyndafræði hljóta þau að geta gefið einstaklingnum eitthvað, í ljósi þess að ég og Hogben leituðum í guðs- hugmyndina á erfiðri stundu í lífi okkar. UÐ, ÞUNG- DAFRÆÐI „Í síðustu þunglynd- isdýfu áttaði ég mig á því að hin kalda og dökka þunglyndissýn mín, sem hefur ein- kennst af sjálfsvígs- hugsunum og fé- lagsfælni, getur einungis kólnað og dökknað meira vegna heimsmyndar minn- ar. Ég fór jafnvel að velta fyrir mér hug- myndinni um Guð og hvort einhver til- gangur væri með líf- inu, sem mér fannst draga úr vanlíðan minni.“ Höfundur er vísindasagnfræðingur. EITT LEIÐIR EKKI AF ÖÐRU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.