Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 E þíópía var eins og fjarlægur draumur þegar ég sótti um að fá að starfa þar sem sjálfboða- liði á vegum Rauða kross Ís- lands árið 1988. Ég vissi ekk- ert hvað ég var að fara út í. Fram að því hafði líf mitt verið algjörlega áhyggjulaust. Trúarbrögð voru ekki fyrirferðarmikil í upp- eldi mínu. Við fermingarundirbúninginn öðl- aðist ég hins vegar gríðarlega sterka trú. Fór ég í messu á hverjum sunnudegi og var einhverju sinni falið að flytja prédikun þar sem ég tíundaði trú mína. Þessi sterka ferm- ingartrú dvínaði á næstu árum og er í fram- haldsskóla kom magnaðist þessi þróun enda lagði ég áherslu á náttúrufræði. Við lok framhaldsskóla má segja að barna- og ferm- ingartrúin hafi að miklu leyti verið horfin. Það breytti því hins vegar ekki að ég hafði sterka samhjálpartilfinningu, sem mér gafst færi á að virkja snemma árs 1988. Þá sá ég auglýst eftir tveimur sjálfboðaliðum, sem RKÍ hugðist senda til hjálparstarfa í Bahr Dar, við Tanavatn í Goddjam-héraði í Eþíóp- íu. Mér til mikillar undrunar var umsókn minni vel tekið og komst ég í gegnum allar þynningar á hópnum, sem leiddi til þess að ég var í félagi við annan einstakling valinn til þess að fara út. Valið á mér kom mér mjög á óvart því í lokahópnum, sem taldi 16 ein- staklinga, var ég yngstur og einn fárra sem ekki höfðu lokið háskólaprófi. Ferð þessi hafði gríðarleg áhrif á líf mitt því trúleysi mitt varð algjört eftir ferðina, ég hef þurft að kljást við þunglyndi eftir heimkomuna og hugmyndafræðin sem ég hef tileinkað mér síðan þá á rætur sínar í reynslu minni í Eþí- ópíu. Í því sem á eftir fer hyggst ég fjalla um þessa þrjá þætti, þ.e. trú, þunglyndi og hug- myndafræði, með megináherslu á möguleg áhrif trúar og hugmyndafræði á þunglyndi, og öfugt. Auk þess að byggja á minni eigin reynslu mun ég fjalla um hvernig þessi tengsl birtust í lífi tveggja af kunnustu líf- fræðingum Breta á tuttugustu öld, þeirra Julians Huxleys og Lancelots Hogbens, sem tengist Íslandi á skemmtilegan hátt. Á vor- mánuðum 1939 dvaldi Hogben hér í hálfan mánuð og var helsti tilgangur ferðarinnar „að öðlast frekara innsæi inn í tæknina að baki siglingafræði víkinganna“, eins og hann segir í sjálfsævisögu sinni. Þess ber einnig að geta að samkvæmt upplýsingum Tómasar Helgasonar prófessors heimsótti Hogben Klepp í ferð sinni, sem í samhengi þessarar greinar kemur svo sem ekki á óvart. Það er lífsins ómögulegt að búa sig undir að setjast að í þriðjaheimslandi, enda er í vestrænni menningu ekkert sem getur búið einstakling undir viðlíka umskipti. Ég aðlag- aðist lífinu í Eþíópíu hins vegar mjög fljótt, sem var lífsnauðsyn enda sögðu einstaklingar með reynslu að ef maður vendist ekki lífinu á þremur til fjórum vikum endaði það með taugaáfalli. Eftir sem áður var maður illa sleginn vegna fátæktarinnar og þess hversu lítils virði líf einstaklingsins er. Í Bahr Dar sá ég svart á hvítu að það eru einungis hinir hæfustu, í skilningi Darwins, sem lifa af. Hungur og fátækt bar daglega fyrir augun, sem opnaði augu mín fyrir því hversu vernd- uðu lífi við lifum á Vesturlöndum. Ég lærði ekki að meta almennilega sam- hjálparkerfi okkar fyrr en eftir dvöl mína í Eþíópíu. Enn róttækari breyting varð hins vegar á trúarviðhorfum mínum. Fólk sem ég kynntist í Eþíópíu var almennt mjög trúað. Hvort sem það var kristið eða múhameðstrú- ar trúði það á algóðan og almáttugan Guð. Gott og vel. Hin ört minnkandi trú mín guf- aði hins vegar upp fljótlega eftir að ég kom til Eþíópíu. Fyrir því er einföld ástæða, sem hefur lítið með trúleysið að gera er nátt- úrufræðinám mitt kveikti í mér. Kristinn ein- staklingur sem elst upp á Íslandi samtímans er vanur því að samhjálp ríkisins sé nokkurs konar framlenging á góðmennsku hins algóða Guðs. Er veikindi eða annan harmleik ber að höndum grípur samhjálpin í taumana og lyft- ir undir bagga. Án þess að fara út í djúpar guðfræðilegar vangaveltur finnst mér liggja beint við að ef Guð sé til þá ætti hann að jafna lífskjör fólks, eins og samfélög Vestur- Evrópu leitast við að gera. Þetta er a.m.k. það sem mér þætti að hann ætti að gera. Okkur Vesturlandabúum er hins vegar ljóst að sú er ekki raunin, enda ber reglulega á góma fréttir af hungri og hörmungum víða um heim, sem og innan okkar samfélaga. Ef Guð er algóður og almáttugur, því lætur hann fólk, innan og milli landsvæða (1), búa við svo ólík lífskjör (2), búa við mismunandi trúarbrögð og (3) leyfa tilvist einstaklinga sem alfarið hafna tilvist Guðs? Ég held að allt þetta bendi til þess að trúarbrögð, hvaða nafni sem þau nefnast, séu alfarið mannanna verk, að ekki sé minnst á vísbendingar hug- og náttúruvísinda í þá veruna. Til þess að þrauka langdvölum í þriðja- heimslandi eins og Eþíópíu er nauðsynlegt að mynda um sig skráp sem gerir mann ónæm- an fyrir hörmungunum og grimmdinni sem fyrir augu ber; ekki ósvipað því sem læknar þurfa að ávinna sér til þess að haldast í starfi. Það var einmitt þessi grimmd sam- félagsins sem gerði mig endanlega fráhverf- an trúnni á Guð. Þessi almenna lífsreynsla margfaldaðist að styrk dagana 15. og 16. september 1988 þegar Boeing-þota, full af farþegum, hrapaði í útjaðri Bahr Dar. Dauð- inn og eyðileggingin sem ég varð vitni að fékk mikið á mig. Ég hafði séð fá lík um æv- ina. Núna sá ég þau í tugatali og misilla út- leikin og til að bæta gráu ofan á svart lenti ég í því að kvöldi seinni dagsins að horfa upp á mann skotinn til bana á götu úti. Trú mín á Guð og æðri máttarvöld hvarf því alveg úti í Eþíópíu. Annars konar grundvallarbreytingar urðu á högum mínum er ég kom heim frá Eþíópíu. Fyrst ber að nefna að ég sýktist þar af lifr- arbólgu A og berklum, sem ég jafnaði mig af á spítala hér heima. Í kjölfar þessara veik- inda þjáðist ég í rúmt ár af síþreytu, sem var upphafið að þunglyndinu sem ég hef háð hat- ramma baráttu við síðan. Í annan stað varð reynsla mín í Eþíópíu til þess að ég sann- færðist um að lífið væri tilgangslaust og stjórnaðist af tilgangslausum náttúrulögmál- um. Allt mitt nám og lestur hefur því miðast við að fylla út í heimsmynd hins trúlausa efn- ishyggjumanns. Þegar ég nam líffræði lagði ég áherslu á sameinda- og þróunarfræði, einnig tók ég námskeið í stjörnufræði og steingervingafræði. Ég las allt sem ég komst yfir um uppruna lífsins á jörðinni og alheims- ins. Meistaranám í vísindasögu var næst á dagskrá. Tvær ástæður lágu því til grund- vallar. Annars vegar var hún eðlilegt fram- hald þeirra spurninga sem ég hafði reynt að leita svara við. Hins vegar var félagsfælnin, sem þunglyndið orsakaði, það mikil að mig hryllti við að þurfa að vinna með öðru fólki á rannsóknarstofu og sá fyrir mér að geta not- ið einverunnar sem fylgir sagnfræðirann- sóknum. Vísindasagan gerði meira en þetta því þunglyndi varð fastur gestur í rann- sóknum mínum. Sá einstaklingur sem ég hef skrifað mest um, Þorvaldur Thoroddsen (1855–1921) jarðfræðingur, þjáðist löngum af þunglyndi, eins og sjá má í greinum sem ég hef skrifað um hann í Skírni (175: 354–88, 2001) og Journal of the History of Biology (35: 443–470, 2002). Í doktorsrannsóknum mínum hefur þunglyndið haldið áfram að elta mig á röndum því það þjakaði tvo af þremur helstu vísindamönnunum sem ég rannsaka, þá Lancelot Hogben (1891–1974), einn þekkt- asta tilraunalíffræðing Breta á fyrri hluta 20. aldar, og Julian Huxley (1887–1975), einn kunnasta líffræðing 20. aldar. Af bréfum Huxleys má ráða að hann þjáð- ist af alvarlegu þunglyndi á tímabilinu 1909– 1920. Skýrasta vísbendingin um veikindi H ra ið A m að le R hu su he „f in hi se un le H H se up le ly og he ge se tí H vi í ei te æ ti ei ei ræ in ga S br se ná in al ná um va in ÞUNGIR ÞANKAR UM G LYNDI OG HUGMYND E F T I R S T E I N D Ó R J . E R L I N G S S O N Eru einhver gagnkvæm áhrif milli trúar og hug- myndafræði annars vegar og þunglyndis hins vegar? Í þessari grein segir vís- indasagnfræðingur frá þátttöku sinni í hjálp- arstörfum í Eþíópíu sem gerði hann trú- lausan og þunglyndan. Glíman við þunglyndið hefur hins vegar vakið efasemdir hans um að heimsmynd rammrar efnishyggju og trúleysis sé holl. Reuters „Ferð þessi hafði gríðarleg áhrif á líf mitt því trúleysi mitt varð algjört eftir ferðina, ég hef þurft að kljást við þunglyndi eftir heimkomuna og hug- myndafræðin sem ég hef tileinkað mér síðan þá á rætur sínar í reynslu minni í Eþíópíu.“ Áttræð eþíópísk kona heldur á fimm ára gömlu barnabarni sínu nálægt dauðum nautgripum sínum í grennd við bæinn Afder.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.