Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 3
Gottfried
Semper
var einn merkasti arkitekt, leikhúshönn-
uður og menningarfrömuður nítjándu
aldar en á síðasta ári voru liðin tvö hundr-
uð ár frá fæðingu hans. Atli Magnús See-
low rifjar upp feril Sempers sem kallaður
hefur verið faðir nútímaóperuhúsa
Fiðrildin og duggan
nefnist grein eftir Baldur Jónsson sem tek-
ur upp umræðu um vísu Sveinbjörns Egils-
sonar, Fljúga hvítu fiðrildin, en hún hófst
hér í Lesbók í desember 2002. Baldur veltir
vöngum yfir túlkun þessarar vísu.
Istanbúltvíæringurinn
er sannarlega ekki einn af stóru viðburð-
unum í myndlistarheiminum en hann gefur
áhugaverða möguleika á því að sýna sköp-
unarkraftinn á mörkum tveggja heima.
Birta Guðjónsdóttir skoðaði sýninguna.
FORSÍÐUMYNDIN
er af verki eftir Leif Breiðfjörð er nefnist Skáldið. Steindur gluggi (110x57cm,
1997).
M
enn skjóta margir upp
kryppu, ef einka-
framtak og mennta-
mál eru nefnd í sömu
svifum. Svipuðu máli
gegnir um heilbrigð-
ismál: þau eru heil-
agar kýr eins og
menntamálin. Þjónustan skal vera ókeypis,
eða því sem næst, hvað sem hún kostar.
Margir stjórnmálamenn og aðrir láta engan
bilbug á sér finna, enda þótt fjárskorturinn í
heilbrigðis- og menntamálum leggi stund-
um lamandi hönd á þjónustuna, sem fólkið í
landinu ætlast þó til að fá. Þeir halda áfram
að berja höfðinu við steininn og hamra á því,
að menntun og heilbrigðisþjónusta verði að
vera ókeypis áfram sem endranær. Þeir
eiga við það, að menntun og læknishjálp
skuli að langmestu leyti kosta úr sameig-
inlegum sjóðum, enda þótt svigrúmið þar sé
þröngt og margir um hituna.
Skipulag heilbrigðis- og menntamálanna
á Íslandi er komið í þrot. Ástæðan blasir við.
Hugur fólks stendur til sífellt meiri, betri og
dýrari menntunar og læknishjálpar, eins og
eðlilegt er, en ríkið fæst ekki til að borga
brúsann. Hvað er þá til ráða? Það verður að
veita fólkinu sjálfu svigrúm til að brúa bilið:
það er eina færa leiðin út úr vandanum.
Menn þurfa að hugsa verkaskiptingu al-
mannavaldsins og almennings í heilbrigðis-
og menntamálum upp á nýtt. Almannavald-
ið getur ekki haldið til streitu eiginlegri ein-
okun sinni í heilbrigðis- og menntamálum
og haldið jafnframt þjónustu sinni við al-
menning langt undir viðunandi mörkum. Ef
ríkið er ekki fúst eða sveitarfélögin til að
verja því fé sem þarf til heilbrigðis- og
menntamála, þá er þeim ekki stætt á því
lengur að meina fólki að brúa bilið með því
að kaupa sér sjálft á frjálsum markaði þá
þjónustu, sem almannavaldið hefur reynzt
ófært um að veita.
Tökum dæmi. Háskóli Íslands er í fjár-
þröng enn sem endranær m.a. vegna þess,
að ríkið borgar honum fyrir færri nemendur
en skólinn neyðist þó til að taka við skv. lög-
um. Háskólinn biður ekki um að fá að brúa
bilið með skólagjöldum sumpart vegna þess,
að ríkið myndi að miklum líkindum neita
þeirri málaleitan umsvifalaust. Viðskipta-
og hagfræðideild Háskólans innheimtir eigi
að síður skólagjöld af nemendum í sérhæfðu
framhaldsnámi (MBA-námi) í viðskipta-
fræðum. Deildin hefur nú stigið næsta skref
og beðið um leyfi til að leggja einnig gjöld á
nemendur í öðru framhaldsnámi. Það verð-
ur ekki auðsótt, ef fyrri reynsla er höfð til
marks.
Skólagjöld í háskólum eru nú orðið nær
því að vera regla en undantekning úti í
heimi. Þegar bandarískir stúdentar leita
námsleiða utan landsteinanna, líta þeir yf-
irleitt til annarra enskumælandi landa. Og
hvað skyldu þeir þurfa að greiða í skólagjöld
í góðum ríkisháskólum þar? Svarið er (töl-
urnar eru hámarkstölur úr úrtakskönnun
frá árinu 1999; margir greiða minna): 600–
800 þúsund krónur á ári í Ástralíu, 100 þkr. í
Botsvönu, 700 þkr. í Kanada, 250 þkr. í
Gönu, 150 þkr. í Keníu og Máritíus, 100 þkr.
í Namibíu, 400–600 þkr. á Nýja-Sjálandi,
300 þkr. í Singapúr, 150 þkr. í Suður-Afríku
og 1,2–1,3 mkr. á Bretlandi (talan á við um
Oxford og Cambridge). Og því ekki það?
Hví skyldu skattgreiðendur í einu landi
kosta eða greiða niður háskólamenntun
handa útlendingum? Það gerum við þó hér
heima. Tuttugasti hver nemandi í Háskóla
Íslands er útlendingur, og við útskrifum þá
alla ókeypis, þ.e. þeim að kostnaðarlausu.
Auðveldasta leiðin til að hætta því að
kosta háskólamenntun handa útlendingum
eða greiða hana niður er að innheimta skóla-
gjöld. En þá vaknar spurning: eigum við þá
að leggja gjald á útlendinga fyrir sömu
þjónustu og við veitum Íslendingum ókeyp-
is? Það væri mismunun eftir þjóðerni og
þykir ekki góð latína. Þennan vanda er
hægt að leysa með því að leggja einnig gjald
á íslenzka nemendur, en það gjald mætti þó
hafa lægra eða lána fyrir því í ljósi þess, að
Íslendingar greiða jafnan skatta hér heima
fyrr eða síðar. Þetta er eins og til sjós, sýn-
ist mér: greiðasta leiðin til að selja útlend-
ingum veiðiheimildir innan íslenzkrar lög-
sögu eftir því sem þurfa þykir til að komast
inn í Evrópusambandið er að leggja einnig
veiðigjald á íslenzka útvegsmenn.
Skólagjöld hafa tíðkazt frá öndverðu í
þeim hluta íslenzka skólakerfisins, þar sem
mér virðist gróskan hafa verið einna mest.
Ég á við tónlistarskólana. Það er aðallega
fyrir þeirra tilstilli, hversu tónlistarlífið í
landinu er fjölbreytt og blómlegt, enda þótt
þessum skólum sé þröngur stakkur skorinn
eins og öðrum. Í tónlistarskólunum þykir
öllum sjálfsagt að greiða það gjald, sem upp
er sett. Söngskólinn í Reykjavík aflar t.a.m.
30% tekna sinna með innheimtu skóla-
gjalda, sem leika á bilinu 85–205 þúsund
krónur á nemanda á ári. Sveitarfélög greiða
föst laun starfsmanna að vissu marki. Þessi
verkaskipting virðist hafa reynzt vel og
gæti reynzt gagnleg fyrirmynd annars stað-
ar í skólakerfinu, ekki aðeins í þeim háskól-
um, sem hafa ekki enn fengið heimild til að
fara þessa leið, heldur einnig í framhalds-
skólum. Þetta þarf að skoða. Listaháskólinn
innheimtir 120 þúsund krónur af hverjum
nemanda á ári.
Innlendar fyrirmyndir að nýju og betra
búskaparlagi í heilbrigðismálunum eru
einnig til – og enn skýrari, ef eitthvað er.
Tannlækningar hafa verið frjálsar á Íslandi
frá fyrstu tíð. Tannlæknastofur eru einka-
stofur. Þjónustan, sem þær veita, er fjöl-
breytt og eftir því misdýr. Þeir, sem leggja
mikla rækt við tennurnar í sér, sækja dýrar
tannlæknastofur. Aðrir verja minna fé í
þessu skyni, allt eftir smekk og þörfum og,
já, efnahag. Ríkið greiðir til hálfs tannlækn-
ingar handa börnum og unglingum til 18 ára
aldurs og einnig elli- og örorkulífeyr-
isþegum, en vinnufært fullorðið fólk þarf að
standa straum af tannlæknishjálp á eigin
vegum. Þetta fyrirkomulag hefur reynzt
vel. Tannheilbrigði Íslendinga er í góðu
horfi á heimsvísu og hefur aukizt und-
angengin ár með auknum forvörnum og
góðri og aðgengilegri tannlæknisþjónustu,
en á móti þessu vegur að vísu ótæpilegt syk-
urát (50 kg á mann á ári hér heima á móti 40
kg annars staðar um Norðurlönd), einkum
gosdrykkjaþamb. Og hver hefur heyrt talað
um biðlista í tannheilbrigðisþjónustunni?
Þeir eru engir, nema hvað: markaðurinn sér
fyrir því. Menn komast fyrr til tannlæknis
en til flestra annarra lækna vegna þess, að
verðmyndunin er frjáls, svo að fólk gerir sér
vel grein fyrir því, hvað hlutirnir kosta.
Framboð og eftirspurn haldast í hendur. Ef
tannskemmdir og tannlos væru landlæg á
Íslandi, gætu menn e.t.v. haldið því fram, að
einkaframtak og markaðsbúskapur ættu illa
við í tannlækningum, en svo er ekki, því að
tannheilsa þjóðarinnar er í ágætu lagi.
Það virðist liggja beint við að þreifa sig
áfram í átt að sams konar búskaparlagi í
ýmsum öðrum greinum heilbrigðisþjónust-
unnar. Þessi þróun er þegar hafin, svo sem
sífellt fleiri einkalæknastofur vitna um. Sú
skylda hvílir eigi að síður á samfélaginu að
vernda börn gegn vondum foreldrum eins
og hægt er og tryggja þeim, sem höllum
fæti standa, viðunandi læknisþjónustu.
Meira jafnvægi í verkaskiptingu milli al-
mannavalds og almennings þarf ekki að
bitna á réttlætis- og jafnaðarsjónarmiðum,
sem sátt ríkir um í samfélaginu að halda í
heiðri. Öryggisnet velferðarríkisins þarf að
vera þéttriðið, en það þarf ekki að flækjast í
gangverk þjóðarbúskaparins.
Íslendingar sitja gjarnan báðum megin
girðingar í einu. Þegar áfengisbanninu var
létt af þjóðinni árið 1935, þá var bjórnum
sleppt, svo að hann var bannvara áfram í
hálfa öld. Niðurnjörvaður ríkisrekstur í al-
mennri heilbrigðisþjónustu ásamt frjálsum
einkabúskap í tannheilbrigðisþjónustu er
annað dæmi um þennan þjóðarsálarklofa.
Ísland er ekki nógu langt komið á þroska-
ferlinum frá miðstýrðum áætlunarbúskap í
ýmsum greinum til blandaðs markaðs-
búskapar af því tagi, sem tíðkast í nálægum
löndum og hefur fært þeim og okkur þá
hagsæld, sem við búum nú við. Íslendingar
eru t.a.m. nýbúnir að einkavæða viðskipta-
bankana, langt á eftir kommúnistaríkjunum
fyrrverandi í Austur-Evrópu, og hefur
óneitanlega gengið á ýmsu á þeim vett-
vangi. Við eigum með líku lagi eftir að færa
skipulag heilbrigðis- og menntamálanna í
betra horf í samræmi við kall og kröfur tím-
ans. Eftir hverju eru menn alltaf að bíða?
TANNLÆKNING-
AR OG TÓNLIST
RABB
Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N
gylfason@hi.is
JÓNAS HALLGRÍMSSON
SVO RÍS UM
ALDIR ÁRIÐ
HVURT UM SIG
Svo rís um aldir árið hvurt um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Eitt á eg samt, og annast vil eg þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.
Ég man þeir segja: Hart á móti hörðu,
en heldur vil eg kenna til og lifa,
og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur upp í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa
og fylla, svo hann finnur ei – af níði.
Jónas Hallgrímsson (1807–1845) var skáld og náttúrufræðingur.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N
EFNI
Klám,
kannabis
og far-
andverka-
menn
eru umfjöllunarefni bókarinnar Reefer
Madness eftir Eric Schlosser, höfund
Fast Food Nation. Í bókinni er fjallað
um svartamarkaðinn í Bandaríkjunum.