Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 H ver eru markmið hins alþjóð- lega Myndlistartvíærings í Istanbúl? Hvert er hans helsta innlegg í myndlistar- umræðuna? Er hann þversnið af myndlistarheiminum í dag, því besta, því framsækn- asta...? Nei, það er hann tæp- lega og er heldur ekki það „heimsmeistaramót“ í myndlist sem Feneyjatvíæringnum, stærstu og umsvifamestu myndlistarsýningu heims af þessu tagi, hefur verið líkt við. Istanbúltvíæringurinn er nú haldinn í áttunda skiptið, var opnaður 19. september og lauk þann 16. nóvember, daginn eftir fyrra sprengjutilræð- ið af tveimur í borginni, sem varð yfir tuttugu manns að bana. Sýningin er styrkt af tyrknesk- um einkaaðilum og fyrirtækjum auk fjölda er- lendra styrktaraðila. Nýr sýningarstjóri er feng- inn fyrir hverja sýningu og sýningarstjórinn þetta árið er Dan Cameron en hann hefur starfað sem aðalsýningarstjóri Nýja samtímalistasafns- ins í New York frá árinu 1995 auk þess að skrifa reglulega fyrir þekkt listtímarit s.s. Artforum, Flash Art og Parkett. Sýningar Tvíæringsins voru staðsettar í fjór- um byggingum borgarinnar auk þess sem verk eftir átta listamenn voru staðsett víða utandyra. Sýnendur voru 85 talsins frá 42 löndum og öllum álfum. Tæplega helmingur sýnenda var frá Evr- ópu, þar af níu frá Tyrklandi en fjórðungur sýn- enda kom frá Asíu. Yfirskrift Tvíæringsins í ár var „Poetic Justice“, sem ég læt öðrum eftir að þýða og leggja eigin skilning í en yfirskriftir lið- inna Istanbúltvíæringa hafa sem dæmi verið: „The vision of Art in a Paradoxical World“, árið 1995, en þá sýndi íslenski myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson verk í hópi heimsþekktra myndlistarmanna s.s. Ilya Kabakov, Anish Kapo- or og Bruce Nauman og „On Life, Beauty, Translations and other Difficulties“, árið 1997, en á þeim Tvíæringi sýndu íslensku myndlistar- mennirnir Anna Líndal og Ólafur Elíasson verk sín auk þekktra listamanna s.s. Eija-Liisa Ahtila, Maurizio Cattelan og Felix Gonzalez-Torres. Aðspurður um ástæður að baki yfirskriftar og sýningarstefnu Tvíæringsins í ár, í nýjasta tölu- blaði vef-listtímaritsins Lab71, segist Cameron lengi hafa verið upptekinn af og haft áhuga á til- hneigingu listheimsins til aðskilnaðar hinnar svo- kölluðu „pólitísku“ listar, sem fæst við hið ytra, frá þeirri sem má frekar upplifa á andlegan hátt og fæst við hið innra, honum hafi farið að finnast þessi tvískipting ónauðsynleg og jafnvel eyði- leggjandi. Er talið beinist að auknum fjölda myndlistartvíæringa um heim allan telur Came- ron að mikilvægi slíkra sýninga beri vott um aukna þörf nútímafólks fyrir að upplifa lífið, utan síns takmarkaða menningarlega- og landfræði- lega ramma, í gegnum myndlist, til aukinnar meðvitundar um stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Þannig upplifi fólk myndlistina á annan hátt ef hún er sýnd utan „heimalands“ síns, sem aftur vísar til þess að sýn fólks á umheiminn fer eftir því hvaðan er horft. Um væntingar sínar til við- bragða og upplifunar áhorfenda Istanbultvíær- ingsins, segir hann að sér finnist það sérlega að- laðandi að sameina á einum stað myndlist frá öllum heimshornum, sem snerti á mismunandi umfjöllunarefnum og segist helst vilja að áhorf- endur fái þá tilfinningu að heimurinn sé eining sem samanstandi af endalausum upplifunum.1 Líta má á sýningarstefnu Cameron sem eins- konar andsvar við hinni fjóræru myndlistarsýn- ingu „Dokumenta XI“ árid 2002, sem vakti einna helst athygli og umræður vegna þess hve stór hluti verka á sýningunni féll undir hefðbundna skilgreiningu á „pólitískri“ myndlist sem margir listgagnrýnendur lýstu sem pólitískum réttsýn- isheilaþvotti. Sýn Camerons virðist miða að því að rétta við þennan bát heimslistanna sem sam- kvæmt honum flýtur og siglir fyrir tilstilli jafn- vægis milli hins ytra og innra, sem vísað er til hér að ofan. Af sýningarstöðunum fjórum stendur einn upp úr vegna framandleika síns en það er neðanjarð- arhöllin Yerebatan Cistern, sem byggð var af Jústiníanusi keisara árið 532 og þjónaði þá sem vatnsgeymsla. Rýmið er mikið að stærð, um átta metrar á hæð og rýminu halda 336 súlur sem standa í kyrru vatni. Áhorfendur gengu eftir göngustígum í myrkvuðu rýminu en lýsingin fékkst aðallega af þeim fimm verkum, þar af þremur myndbandsverkum, sem þar var að finna. Eitt af þeim var myndbandsverk indónes- ísk/hollensku myndlistarkonunnar Fionu Tan, „News from the near Future“, sem samansett er af stuttum myndskeiðum úr heimildamyndum frá fyrri hluta 20. aldar, sem sýna ýmist vatnsflóð í stórborgum, skipbrot, sundkappa eða annað sem við kemur vatni. Líkt og í mörgum af fyrri verkum sínum, þá býr Fiona Tan til hljóðmynd úr myndskeiðunum sem hún breytir síðan eftirá. Hún hægir á þeim, fegrar á þann hátt annars ógnvænlega atburði myndskeiðanna og myndar úr þeim taktsterkt, dáleiðandi og fallegt verk sem naut sín vel á þessum sérstaka stað. Vegna sérstöðu staðarins voru tvö verk þar, sem bersýnilega voru ekki unnin sérstaklega inn í rýmið, á skjön við dulrænu rýmisins og drógu mjög úr heildarupplifuninni. Ef til vill var það með ráðum gert af hendi sýningarstjóra, að brjóta upp hið draumkennda og ævintýralega andrúmsloft sem þarna getur skapast, en það var þá ekki útfært á mjög skýran hátt. Stærsti sýningarstaður Tvíæringsins er Ant- repo Nr.4; vöruskemma við höfn Bosporussunds í nýrri borgarhlutanum. Þar sýndu 59 myndlist- armenn verk sín á tveimur hæðum skemmunnar. Á efri hæð er móttaka og örlítil bókabúð og þar mátti sjá 32 verk sem nutu sín í dagsljósi. Á neðri hæð byggingarinnar var myrkvaður salur þar sem sýnd voru 29 myndbandsverk en utan um flest þeirra voru byggð einföld, hringlaga skil- rúm. Þar vöktu athygli tvö verk; myndbandsverk tyrkneska myndlistarmannsins Kutlug Ataman, „1+1=1“, þar sem Neshe Yashin, Kýpur-tyrk- nesk skáldkona, segir frá æskuminningum sínum frá valdaráni Tyrkja á Kypur 1974, þar sem þús- undir manna urðu að yfirgefa heimkynni sín. Mynd af Yashin er varpað á einn vegg í horni og í spegilmynd á mótvegg. Rödd hennar heyrist í há- tölurum nálægt bekkjum til móts við vörpunina. Í verkinu fæst Kutlug Ataman sem fyrr við gerð myndar um áhugavert og sérkennilegt fólk og tekst að skila útgeislun og ótrúlegum frásagn- arvilja viðfangsefna sinna til áhorfenda. Hitt verkið er myndbandsinnsetning fyrrnefndrar Fionu Tan, „San Sebastian“, sem hún sýndi einn- ig á Feneyjatvíæringnum árið 2001 og á Doku- menta XI í Kassel árid 2002 . Verkinu er varpað á báðar hliðar stórs tjalds sem hangir úr lofti í miðju sýningarrýminu. Myndbandið sýnir nær- myndir af hundruðum japanskra unglings- stúlkna, íklæddum litríkum Kimono-búningum, sem mynda einfalda röð og búa sig einbeittar undir að skjóta ör af boga, sem samkvæmt Tos- hya-sið vígir þær í fullorðinna manna tölu. Mynd- bandstökuvélin er hreyfð hægt og er beint að andliti og höndum einnar stúlku af annarri. Ein- beitnin í svipum þeirra, hægar hreyfingarnar, niðurbældur kliður áhorfenda og hljóðin þegar strengur bogans er spenntur skapar magn- þrungna spennu svo áhorfendur myndbandsins missa tímaskynið og gleyma sér um stund. Á efri hæð sýningarýmisins vakti meðal ann- ars athygli verk kúbönsku myndlistarkonunnar Tönju Bruguera, „Poetic Justice“. Í verkinu gengur áhorfandinn upp nokkrar tröppur, inn í einskonar göng. Að utan er þetta sérbyggða rými hvítmálað en að innan eru veggir þess þaktir með tugum þúsunda af notuðum tepokum. Te-ilmur- inn fyllir rýmið og andrúmsloftið minnir dálítið á helli; rakt og dimmt. Á fjórum stöðum eru fjórir tepokar teknir úr og sest þá myndefni lítilla LCD-skjáa sem hefur verið komið fyrir á bak við tepokabreiðuna. Myndefnið er fengið úr heimild- armyndum frá fyrri hluta 20. aldar og sýnir stutt myndskeið af verkamönnum við ýmsa iðju. Þegar gengið er út um göngin og niður tröppur í hinum enda þeirra má lesa af textablaði hugleið- ingar myndlistarkonunnar um menningarleg sérkenni þjóða, s.s. teframleiðslu og -drykkju Indverja, sem nýlenduþjóðirnar (Englendingar) hafa gert að sínum og kynnt fyrir umheiminum sem sín eigin sérkenni. Verk þýska listamannsins Bjørn Melhus, „So- metimes“, er áhrifarík myndbandsinnsetning þar sem myndbandi er varpað á fjóra veggi afstúkaðs sýningarýmis. Á myndbandi sest listamaðurinn sjálfur íklæddur hvítum náttfötum med bangsa í hendi framan við svartan bakgrunn. Á gólfi í miðju rýmisins liggja fimm sjónvarpstæki en á skjám þeirra sést einn skær litur í einu og í myrkrinu mynda þeir einskonar rafrænan varð- eld, sem kallast á við myrka stemmninguna í hljóðum og í myndvörpun á veggjum. Úr hátöl- urum heyrast ýmsar setningar sem listamaður- inn hefur fengið úr sjónvarpi og kvikmyndum og eru ýmist sagðar af börnum eða fullorðnum kven- eða karlmönnum sem karakterinn fjórfaldi á veggvörpunum hreyfir varir sínar eftir, stund- um einn, stundum allir fjórir. Verkið kallar fram minningar um myrkfælni og martraðir barna, sem oft spunnust út frá kvikmyndinni sem var í sjónvarpinu þegar maður var að tannbursta sig og að fara að hátta. Líkt og í fyrri verkum sínum, kemur Melhus sjálfur fram í verkinu, notar fund- ið efni úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og notar augljósar og oft klaufalegar brellur. Með þessum aðferðum býr hann til yfirborðsleika í sínum eigin verkum sem þjónar um leið sem gagnrýni á yfirborðsveruleika kvikmynda- og sjónvarpsefnis, með áherslu á bandarískt efni. Verk bandarísku myndlistarkonunnar Ann Hamilton vakti mikla athygli áhorfenda en hún hengdi upp nokkur tjöld, hvít öðrumegin, blá Verk tyrkneska myndlistarmannsins Kutlug Ataman, „1+1=1 Í nóvember lauk áttunda alþjóðlega Myndlistar- tvíæringnum í Istanbúl í Tyrklandi, en hann hófst 19. september og ber yfirskriftina „Poetic Justice“. Í þessari grein er fjallað um það sem fyrir augu bar á tvíæringnum og legu hans í hinu alþjóðlega landslagi myndlistarinnar. E F T I R B I RT U G U Ð J Ó N S D Ó T T U R Verk eftir hollensku myndlistarkonuna Fionu Tan, „San Sebast MYNDLISTARTVÍÆRING INN Í ISTANBÚL Í SAMH

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.