Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 7
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga;
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
S
kömmu fyrir jólin 2002 fór fram
skemmtileg umræða í Lesbók
Morgunblaðsins um þessa al-
kunnu vísu eftir Sveinbjörn
Egilsson. Ólafur Halldórsson
reið á vaðið 30. nóvember
(„Misskilin vísa?“). Hannes
Pétursson svaraði 7. desember
(„Fiðrildin hvítu“), og loks kom Baldur Ragn-
arsson á vettvang 14. desember („Enn um
fiðrildin hvítu“). Þessir heiðursmenn voru að
velta því fyrir sér hvort skilja ætti vísuna bók-
staflega eða gera ráð fyrir myndlíkingum í
henni, og hafði hver sína ráðningu á þeirri
gátu. Eru fiðrildin raunveruleg eða eiga þau
að tákna snjóflygsur? Er duggan fiskiskúta
eða tákn einhvers annars?
Á þessari skemmtilegu þraut eru fjórar
hugsanlegar lausnir:
1. Bæði fiðrildin og duggan eru raunveruleg
(sumarvísa).
2. Fiðrildin eru raunveruleg, en duggan
ekki (sumarvísa).
3. Duggan er raunveruleg, en fiðrildin ekki
(vetrarvísa).
4. Hvorki duggan né fiðrildin eru raunveru-
leg (vetrarvísa).
Fiðrildi flögra á sumrin, en snjóflygsur á
veturna, svo að árstíðirnar skipta máli.
Baldur Ragnarsson hallaðist að fyrstu
lausninni og Ólafur að annarri. Hannes segist
hafa trú á vetrarvísu, enda er það hefðgróinn
skilningur á Álftanesi að vísan hafi orðið til að
vetrarlagi og „hvítu fiðrildin“ séu snjóflygsur.
Um dugguna hefir færra verið sagt. Ólafur
benti þó á að „ofurlítil dugga“ gæti táknað
fiðrildi, en Hannes lætur ekki uppi hvort hann
telur hana raunverulega eða ekki. Hins vegar
segist hann hafa gert það sér til gamans að
leggja út af vísunni frá öðru sjónarhorni í einu
ljóða sinna og lét þá sem allt væri raunveru-
legt, bæði fiðrildin og duggan, og sumar í lofti.
Sama kemur fram í nýjustu bók hans, Birtu-
brigðum daganna (2002), en hún varð tilefni
þess að Ólafur Halldórsson tók til máls.
Sumarvísu hefir sem sé verið gert nokkuð
hátt undir höfði í þessari umræðu, en mig
langar til að hyggja betur að fjórða og síðasta
kostinum.
Áður en lengra er haldið skal það rifjað upp
að þessi ágæta barnavísa var fyrst birt í ljóð-
mælum undir fyrirsögninni „Kristín segir tíð-
indi“, og er það skilið svo, að Kristín hafi sagt
eitthvað við föður sinn sem kom honum á
óvart og varð kveikjan að vísunni.
*****
Allir eru víst sammála um að vísan hafi orð-
ið til á Eyvindarstöðum á Álftanesi á fyrstu
búskaparárum Sveinbjarnar Egilssonar þar.
Sveinbjörn var skólakennari á Bessastöðum
og bjó þar um skeið, en keypti Eyvindarstaði
1834 og fluttist þangað haustið 1835, nánara
tiltekið 8. september. Jón Árnason, þjóð-
sagna-safnari og bókavörður, sem þekkti
Sveinbjörn vel og bjó hjá honum um tíma á
Eyvindarstöðum, segir (1856:LXIII) að þar
hafi hann húsað „ágætavel upp úr rústum,
girti túnin og sléttaði mikið af þeim, og munu
þess enn sjást lengi menjar, að dugandi maður
hafi einhvern tíma setið á Eyvindarstöðum“.
Benedikt Gröndal, sonur Sveinbjarnar, seg-
ir einnig í Dægradvöl (bls. 21) að faðir sinn
hafi látið byggja allt upp að nýju á Eyvind-
arstöðum og lýsir híbýlum og háttum manna
þar á þessum árum. Um bæinn sjálfan segir
hann m.a. í Dægradvöl (bls. 22–23):
Bærinn lá á aðlíðanda upp frá mýrinni að sunnanverðu,
og er hann hæstur að vestanverðu og brattur. Á suð-
urgafli stofunnar voru þrír gluggar, tveir á stofunni þar
sem faðir minn sat og hafði bækur sínar, en einn á her-
bergi þar við hliðina, sem kallað var „barnakamers“, því
þar sváfum við börnin fyrstu árin á Eyvindarstöðum. Í
norðurenda stofunnar var borðstofan, og þar við hliðina
„mömmukamers“, þar sváfu foreldrar mínir. … Vegna
aðlíðandans var norðurendi stofunnar eða aðalhússins í
jörð upp að gluggum, og slétt flöt þar fyrir framan.
Auk þessarar lýsingar er til mynd af bæn-
um sem Gröndal teiknaði sjálfur um 1840,
þegar hann var á fermingaraldri. Þar sést vel
að aðalhúsið er stofan og myndarlegir gluggar
á framhlið hennar. Við vitum nú að á skrif-
stofu Sveinbjarnar voru tveir suðurgluggar og
einn á herbergi barnanna, og sá sem setti rúð-
urnar í hét Jóhannes Zoëga! Hins vegar vitum
við ekkert um hvernig það atvikaðist að
„Kristín sagði tíðindi“ sem urðu föður hennar
að yrkisefni, og getur hver haft sínar hug-
myndir um það. En einhvers konar tíðindi
hafa það verið úr því að vísan fékk þessa fyr-
irsögn. Enginn veit hvort þau feðgin hafa ver-
ið úti við glugga eða ekki. Svo þarf ekki að
vera, þótt það sé hinn venjulegi skilningur, en
við skulum hugsa okkur það, og þá liggur
beinast við að þau hafi verið við einn af þess-
um suðurgluggum og horft þar út.
Hvernig var þá útsýnið? Hvað sá heimilis-
fólk á Eyvindarstöðum þegar horft var þaðan
til allra átta? Því svarar Benedikt í Dægradvöl
(bls. 22):
Útsýnið frá Eyvindarstöðum er þannig, að til vesturs og
norðurs blasir sjórinn við og Snæfellsjökull í fjarska; til
austurs sést Fagraskógarfjall, Akrafjall, Skarðsheiði og
Esjan, Seltjarnarnes allt og Valhúsið og ofan á Reykja-
vík, en Skerjafjörður á milli; í austur og landsuður eru
Bessastaðir, og bera [þ.e. ber] við hinar mógrænu hæð-
ir, sem fela Digranes, Breiðholt og fleiri bæi þar; þar
uppi yfir sést Hengillinn og Vífilfell; lengra til suðurs
sést Lambhúsatjörn, Garðahraun, melarnir og Garða-
holt, en yfir því er Langahlíð, og ber í hana Valafell,
Helgafell og Ásfjall, sem er fyrir sunnan Hafnarfjarð-
arkaupstað; þá taka suðurfjöllin á Reykjanesi við, Há-
degishnúkur, Keilir og Trölladyngjur; á sjálfu Álftanesi
sést Brekka og Skógtjörn, en í útsuður er Sviðholt og
Bjarnastaðir; lengra til vesturs er Bakkakot og Bakka-
kotstjörn; í landnorður Breiðabólstaðir og Akrakot.
Líklega á að skilja þetta svo, að úr norð-
urgluggum (á borðstofu og „mömmukam-
ersi“) hafi mátt sjá út á sjó. Eða er einungis
verið að lýsa útsýni frá bæjarstæðinu, hólnum
fyrir ofan bæinn? Hvað sem því líður er ekk-
ert í þessari lýsingu sem bendir til þess að
sést hafi til sjávar þegar horft var til suðurs
frá bænum. Nú hefir svo mikið verið byggt á
Álftanesi að erfitt er að átta sig á þessu öllu
nema rannsaka uppdrætti, en mér sýnist lítil
von til þess að nokkur hafi getað séð til skipa-
ferða úr suðurgluggum á Eyvindarstöðum,
enda líklegt að þeir gluggar hafi vitað dálítið
til suðausturs og inn til landsins. Í stuttu máli
sagt hefir ekkert útsýni verið til sjávar úr
skrifstofugluggum Sveinbjarnar Egilssonar.
Ef vafi skyldi leika á því er hitt alveg víst að í
snjókomu og dimmviðri, þegar skyggni er inn-
an við 1 km, hefir ekkert sést til dugguferða
úr neinum glugga á Eyvindarstöðum.
Það getur sem sé skipt máli út um hvaða
glugga er horft, og þó má efast um það. Önnur
og fjórða lausn gátunnar eru óháðar gluggum,
en fyrsta lausnin kemur því aðeins til greina
að horft sé út um norðurglugga og þaðan hafi
sést til skipa á siglingu. Þriðja lausnin er nán-
ast dæmd úr leik, ef við hugsum okkur að fiðr-
ildi tákni snjóflygsur, því að þá er skyggni lítið
og sést ekki út á skipaleiðir. Þetta merkir
m.ö.o. að myndhvörf eru í báðum vísuhelm-
ingum ef vísan er ort að vetri til; og líkurnar
mæla með því.
*****
Sitt er hvað skáldskapur og veruleiki. Í báð-
um sumarlausnunum er brugðið upp fallegum
myndum, sem fara vel í skáldskap, eins og
Hannes Pétursson hefir sýnt og sannað. En sá
skáldskapur er ekki skýring á vísu Svein-
bjarnar. Hannes telur sjálfur að Sveinbjörn
hafi ort sína vísu að vetri til. Galdur hennar er
einmitt sá hve vel hún leynir myndhvörfum
sínum.
Fyrri sumarlausnin heimtar að horft sé úr
norðurglugga, og tíðindi vísunnar yrðu varla
önnur en þau að Kristín hefði nefnt fiðrildi og
duggu; síðan hefði faðir hennar fagnað því
með vísu, að hún hefði lært að nota þessi orð.
Hin sumarlausnin, sem Ólafur Halldórsson
mælti fyrir, er nær því að vera bundin við suð-
urglugga, þar sem aldrei sést til sjávar, og
duggan ímyndun barnsins. En þau „tíðindi“
eru líka í daufara lagi.
Í snjómuggu er loftið fullt af svifléttum
kornum; þau flögra líkt og fiðrildi sem eru þó
oftast á ferðinni eitt og eitt. En snjóflygsur
eru nógu líkar fiðrildum til að minna á þau.
Fiðrildin eru óneitanlega ljós og blikar á þau á
björtum degi, en eru þau beinlínis hvít? Orðin
„hvítu fiðrildin“ eiga vel við um snjóflygsur.
En í sumarvísu hefði allt eins mátt kalla þau
„létt“ eða „ljós“. Hannes Pétursson segir um
ljóðaleik sinn í Birtubrigðum daganna (bls. 74)
að það sé mikið um lítil hvít fiðrildi á Álftanesi
í júlíbyrjun, „eins og grasið hafi snögglega
gosið fiðrildum!“. En þó að fiðrildin okkar
megi kallast hvítleit eða fölhvít lýsa náttúru-
fræðingar þeim ekki svo, að ég hygg. Þau eru
nær því að vera ljósgrá og jafnvel svolítið mó-
leit. Þegar rökkva tekur síðsumars eru þau
grá eða mógrá. En þau sem feðginin horfðu á
voru ekki þessi venjulegu fiðrildi, heldur
„hvítu fiðrildin“; þau voru öll hvít.
Um dugguna er erfiðara að segja. Menn
tengja hana víst helst við Dugguós. Frá bæj-
arhólnum hefir sést út á Seyluna þar sem
duggur lágu forðum. Seylan var höfn og
skipalægi á 16. og 17. öld. Þangað sigldu skip
hirðstjóra og höfuðsmanna á Bessastöðum.
Vera má að skip hafi legið þar eitthvað á dög-
um Sveinbjarnar Egilssonar, en ég held að
það skipti ekki máli. Þó má vera að Kristín
hafi einmitt séð duggu á þeim slóðum sumarið
1836 og snjóflygsa hafi minnt barnið á segl
hennar.
Reyndar má hugsa sér að Kristín hafi nefnt
fiðrildin, en Sveinbjörn bætt við orðunum „of-
urlítil dugga“, andað þeim út úr sér, til að
ríma við fyrripartinn. En þá er Kristín ekki
ein um að segja tíðindin, og vísan farin að
minna á samtal.
*****
Sveinbjörn stýrði myndarbúi, hafði menn til
flestra verka og var sjálfur mikill eljumaður
við ritstörf. En einhvern veginn fellur mér það
ekki að sá mikli verkmaður hafi setið inni í bæ
í glaðasólskini um hásláttinn (jafnvel inni í
borðstofu eða „mömmukamersi“), horft á út-
sýnið með dóttur sinni og gert um það vísu.
Hann var þá maður á besta aldri, um það bil
hálffimmtugur, og stundaði búskap með bók-
iðjunni, að því er skilja má af ummælum Jóns
Árnasonar og einnig af Dægradvöl. Þar segir
Gröndal m.a. (bls. 21): „En faðir minn gat ekki
gefið sig eingöngu við búskap, hann hafði önn-
ur störf á hendi og varð því að trúa öðrum fyr-
ir búinu.“
Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að
Sveinbjörn hafi eitthvað verið í búsýslu og úti-
verkum fyrstu sumrin á Eyvindarstöðum,
enda stóð hann þá í miklum endurbótum á
jörðinni. Benedikt segir um þá drengina á
bænum að þeir hafi tekið töluverðan þátt í
vinnu með fólkinu. „Kennarar okkar gengu
einnig að vinnu á sumrin,“ segir hann (bls. 25).
– Þegar ég rifja upp bernskuminningar mínar
um sumardaga í sveit, rétt liðlega hundrað ár-
um síðar, sé ég engan fullfæran karlmann við
glugga að sinna barni og horfa á sólskinið.
*****
Á veturna var heimilislífið með öðrum brag.
Sveinbjörn var ekki aðeins fræðimaður og
skáld, heldur hafði hann numið flautuleik og
dans á háskólaárum sínum í Kaupmannahöfn
og lét fjölskyldu sína njóta þess. Jón Árnason
segir svo frá (1856:LXV):
Að því skapi sem Dr. Sveinbjörn var ástúðlegur konu
sinni, var hann bæði eptirlátur og blíður faðir barna
sinna; hann ól staka önn fyrir uppfræðíngu þeirra, þar
sem hann annaðhvort kendi þeim sjálfur framan af, á
meðan þau voru fá, eða hélt stöðugt menn til þess, eptir
að þau fjölguðu. Mikla ánægju hafði hann jafnan af að
vera í þeirra hóp; mér er enn í minni, eptir það eg var
svo heppinn að komast í hús hans á Eyvindarstöðum
1843, hvílíkur fögnuður það var á vetrarkvöldin, þegar
húma tók, fyrir börnin, að flykkjast þá inn í stofuna til
hans, og annaðhvort stíga dans eða sýngja undir, er
hann brá til gamla vanans, og blés bæði þeim og sér til
gamans á þverpípu. Var þar þá tíðum að heyra sam-
saung og dynjandi dansleik. Þessum rökkurstundum
varði hann þannig ekki einúngis sér til dægrastyttíngar
og hressíngar, heldur og börnum sínum til yndis.
Á þessu heimili urðu barnavísur Svein-
bjarnar til, flestar tengdar Kristínu, dóttur
hans: „Kristín litla, komdu hér“, „Eitthvað
tvennt á hné ég hef“, „Fuglinn segir bí, bí, bí“
og „Fljúga hvítu fiðrildin“.
Kristín Sveinbjarnardóttir fæddist á Bessa-
stöðum 29. maí 1833 og hefir því verið tveggja
ára og liðlega þriggja mánaða þegar fjölskyld-
an fluttist í Eyvindarstaði. Þá hefir Kristín
verið lítið farin að tala, en tekið miklum fram-
förum í máli fyrsta veturinn sinn á Eyvind-
arstöðum. Hún hefir lært að þekkja fiðrildi
ekki síðar en sumarið 1836, og ætla má að hún
hafi snemma heyrt orðið dugga þegar seglbát-
ur sást á sjónum úti fyrir eða við Dugguós.
Hvít flygsa álengdar gat verið sama og dugga
í vitund hennar.
Með hliðsjón af aldri Kristínar gæti vísan
verið ort sumarið 1836, í fyrsta lagi, en öllu
fremur veturinn 1836–37 og helst ekki miklu
síðar. Aldur barnsins kemur best heim við það
að vísan sé frá þessum vetri. Hafa má í huga
að 1. desember 1835, skömmu eftir flutning
fjölskyldunnar í Eyvindarstaði, fæddist þeim
Helgu og Sveinbirni dóttir, og var Kristín þá
ekki lengur yngsta barnið á heimilinu. Fyrstu
mánuðina eftir fæðinguna hefir Helga verið
bundin af litla barninu og Kristín leitað meira
til föður síns en áður.
Það er tilvalið að láta vísuna verða til á milli
vertíða þegar ekki var róið, t.d. um þrett-
ándann 1837. Þá voru „fádæma hörkur og
harðviðri“, segir Jón biskup Helgason í Ár-
bókum Reykjavíkur (1941:102), „og kingdi
niður svo miklum snjó í einu hér syðra, að
varla varð komizt yfir jörðina“.
Fjórða og síðasta lausnin á þrautinni er að
minnsta kosti raunhæfust og styðst við gróna
hefð á Álftanesi.
*****
Hugmyndin er, í stuttu máli, þessi: Þau
feðgin, Sveinbjörn og Kristín, horfa út um
suðurglugga á Eyvindarstöðum einhvern tím-
ann um veturinn 1836–37, þegar Kristín er á
fjórða ári. Það er skæðadrífa, lítið skyggni og
ekki útivistarveður fyrir lítil börn. En það er
gaman að horfa á snjókornin svífa til jarðar.
Sveinbjörn er með Kristínu á handleggnum
svo að hún sjái betur út. Hún bendir þegar
hún sér þessar hvítu flygsur og segir „fiðr-
ildi“, og rismikla flygsu kallar hún „duggu“.
Þannig segir hún föður sínum tvenn tíðindi, og
hann hefir gaman af: fiðrildi um hávetur og
dugga á siglingu þótt hvergi sjáist til sjávar,
enda dimmviðri – og enginn bátur á sjó!
Heimildir
Anna Ólafsdóttir Björnsson. 1996. Álftaness saga.
Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Þjóðsaga. Reykja-
vík.
Baldur Ragnarsson. „Enn um hvítu fiðrildin“. Lesbók
Morgunblaðsins. 14. des. 2002. Bls. 11.
Benedikt Gröndal. Dægradvöl. Ingvar Stefánsson sá
um útgáfuna. Mál og menning. Reykjavík 1965.
Hannes Pétursson. Birtubrigði daganna. Lausablöð.
Reykjavík 2002.
Hannes Pétursson. „Hvítu fiðrildin“. Lesbók Morgun-
blaðsins. 7. des. 2002. Bls. 5.
Jón Árnason. 1856. „Æfisaga Drs. Sveinbjarnar Egils-
sonar“. Rit Sveinbjarnar Egilssonar. Bls. V–LXXII.
Jón Helgason. 1941. Árbækur Reykjavíkur 1786–1936.
H.F. Leiftur. Reykjavík.
Ólafur Halldórsson. „Misskilin vísa?“. Lesbók Morg-
unblaðsins. 30. nóv. 2002. Bls. 11.
Rit Sveinbjarnar Egilssonar, rektors og drs. theol.
Annað bindi. Ljóðmæli. Útgefendur: Th. Johnsen. E.
Þórðarson. E. Jónsson. J. Árnason. Reykjavík 1856. Ein-
ar Þórðarson.
Ég þakka Eyþóri Einarssyni grasafræðingi fyrir gagn-
legar ábendingar og Önnu Ólafsdóttur Björnsson fyrir að
ræða við mig og fræða mig um staðhætti á Álftanesi og
um Eyvindarstaði sérstaklega. En hvorugt ber neina
ábyrgð á því sem sagt er í þessari grein.
FIÐRILDIN OG DUGGAN
E F T I R B A L D U R J Ó N S S O N
Vísan Fljúga hvítu fiðr-
ildin eftir Sveinbjörn Eg-
ilsson varð tilefni til tals-
verðra umræðna hér í
Lesbók í desember 2002.
Í þessari grein er vanga-
veltum um skilning þess-
arar vísu haldið áfram.
Höfundur er málfræðingur
Eyvindarstaðir í tíð Sveinbjarnar Eglissonar. Myndin er eftir son hans Benedikt Gröndal skáld.