Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Blaðsíða 14
NATIONAL Portrait Gallery í London hýsir þessa dagana sýn- ingu á portrettmyndum af þjón- ustufólki fyrirmanna, en slík portett voru oft eins konar verðlaun fyrir langa og dygga þjónustu. Sýningin nefnist Be- low Stairs: 400 Years of Serv- ants’ Portraits og veitir að mati New York Times ágætis innsýn í aldagamla stéttaskiptingu. Þannig eru til að mynda elstu þjónaportrettin á sýningunni, frá 17. öld, flest hver af hirð- fíflum og öðrum þeim sem nutu sérstöðu innan hirðarinnar. Þjónustufólk sem sinnti hefð- bundnari störfum, sérstaklega karlmenn, urðu þá einnig fyrir valinu sem myndefni á 18. öld og fyrri hluta þeirrar 19., en er líður á 19. öldina urðu þjón- ustustörfin sjálf að vinsælu myndefni í kjölfar vaxandi sam- félagsvitundar um erfið kjör stéttarinnar. Alls er ein 100 portrett að finna á sýningunni og má þar finna verk listamanna á borð við William Hogarth, Frederic Hardy, Charles Beale II og John Ellys. Með ástarkveðju frá Hermitage NIEUWE Kerk í Amsterdam hýsir þessa dagana sýningu sem tileinkuð er holdlegum ástum, en verkin 250 sem þar eru sýnd eru í eigu Hermitage safnsins í Sankti Pétursborg í Rússlandi og voru þar áður í eigu Katr- ínar miklu keisaraynju sem var mikill listaverkasafnari. Sýningin nefnist Með ást- arkveðju frá Hermitage og er að mati gagnrýnanda Financial Times einstaklega áhugaverð heim að sækja, enda margir munanna einstakir og hafa auk þess margir hverjir aldrei verið sýndir á Vesturlöndum áður. Segja má að með sýningunni sé um að ræða eins konar ferðalag um menningarsögu sl. 3.000 ára þar sem ástin, eitt alþjóðlegasta og algengasta umfjöllunarefni listamanna, er viðfangsefnið. Konfúsíus í París FRÆÐI hins kínverska Konfúsí- usar hafa óneitanlega haft mikil áhrif í gegnum tíðina, en á Vesturlöndum er engu að síður lítið vit- að um mann- inn sjálfan. Af þessu tilefni hafa stjórn- endur Guimet safnsins í Par- ís, sem þekkt er fyrir gott úrval á as- ískri list, efnt til sýningar til- einkaðri Konfúsíusi. Þar sem einungis kenningar fræði- mannsins, sem var uppi á 6. öld f.Kr., hafa hins vegar staðist tímans tönn hafa safnayfirvöld m.a. leitað til kínverska lista- skrifarans Ye Xin til að gæða Konfúsíus og fræði hans lífi á ný. Húsbændur og hjú ERLENT Silkimynd af Konfúsíusi. Portrett sex þjóna Williams Hogarths. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 BRAGI Ásgeirsson er einn traustasti málari landsins, heill í málverkinu, tæknilega mjög fær auk þess sem í verkunum kemur fram ríkt næmi hans fyrir umhverfi sínu. Á sýningu sem nú stendur yfir í Hallgrímskirkju sýnir Bragi þennan styrk sinn með nokkrum vönduðum málverkum sem bæði hafa alþjóðlegar skír- skortanir en vísa um leið mjög sterkt í íslensk náttúrufyrirbæri eins og veðrabrigði og hin skörpu skil á milli árstíða hér á landi. Kuldi og hiti skiptast á, birta og dimma. Verk númer sex, Albrími, hefur skyldleika við evrópskt afstraktmálverk líkt og t.d. Ger- hard Richter hefur fengist við. Blik hefur í sér hið íslenska skammdegi en á bakvið er birtan. Verk númer sjö hefur trúarlegast yfirbragð og á því vel heima í Hallgrímskirkju. Verkið heitir Fyrirburður, og er af barni í reifum. Barnið er eins og engill, en myndin er dæmigerð fyrir mannamyndir Braga. Í mynd númer átta er eins og gulhvítur bjarmi sumars liggi yfir grón- um bæjarrústum, en verkið heitir Landlínur. Ef maður vill horfa á myndina þeim augunum get- ur myndin líka verið fullkomlega óhlutbundin að gerð. Mynd númer 3, Fjúk, er ein af þessum sterkíslensku myndum á sýningunni. Bragi túlkar snjó fjúka yfir jörðu á frostköldum vetr- ardegi með því að beita spaðanum og láta hvítan lit „fjúka“ yfir brúnt ólitað masónítið. Þó að mjög ólíkir séu, verður manni hugsað til Ro- berts Rymans og hans vinnubragða við skoðun þessa verks Braga, en Ryman er þekktastur fyrir að vinna nær eingöngu með hvítan lit. Í mynd númer tvö eru haustlitirnir komnir fram, enda heitir myndin Málverk september. Þetta er geometrísk afstraksjón sem listamaðurinn getur þó ekki stillt sig um að brjóta upp í neðra vinstra horni, sem undirstrikar að Bragi lætur ekki draga sig í dilka einstakra strauma og stefna í myndlistinni Bragi er fyrsta flokks listmálari og þetta er fyrirtakssýning. Málað með ljósi Claus Egemose er einn þeirra listamanna sem í stað þess að fjalla um einhver viðfangs- efni í umhverfi sínu fjalla um listina sjálfa og þann miðil sem þeir nota til að tjá sig, í og með í þeim tilgangi að rannsaka þanþol miðilsins, sem í tilfelli Egemose er málverkið. Þó að Ege- mose hafi með þessu hætti brotið sig út úr hinni hefðbundu listmálun hefur hann ekki misst þá undirstöðu sem liggur til grundvallar allri hans listsköpun, þ.e. listmálarahefðinni, enda er hætt við að hann gæti misst fótana ef hann léti allar tengingar við málverkið lönd og leið. En það að Egemose hefur kosið að fjalla um miðilinn sem slíkan sem útgangspunkt þýðir það ekki að verkin séu óáhugaverð. Tök Ege- mose á viðfangsefninu eru góð, verkin eru áhugaverð, þau eru falleg, sæmilega tilrauna- kennd og þar með ekki of formföst né leiðinleg. Egemose tekur viðfangsefnið tökum frá tveimur sjónarhornum ef svo má segja. Hann vinnur með fleti og liti, en í stað þess að lit- urinn sé ef svo má segja fastur á undirlaginu, fletinum, kemur hann annarsvegar utanfrá og hinsvegar innan frá. Í stærsta verki sýning- arinnar er undirlagið álplötur, ólitaðar og drapplitaðar. Listamaðurinn festir plöturnar á vegginn, líkt og um væri að ræða hefðbundna komposition beint á vegg, en liturinn kemur síðan inn í myndina utan frá, frá stórum köst- urum með lituðum filterum. Í verkunum sem falla undir seinni skilgreininguna, þar er und- irlagið rimlagluggatjöld, sem fest eru innan í kassa á veggnum. Lit er varpað aftan frá, ljós kemur frá flúorperum, fer í gegnum litaða filt- era, og myndar marglitt verk. Þá má nefna enn aðra aðferð listamannsins við listsköpun sína og tilraun með málverkið; ljósmyndir. Í einni ljós- mynd er um að ræða ljósmynd af ljósmynd sem málað hefur verið yfir, en hin er öllu áhuga- verðari. Þar gerir Egemose tilraun með „reyk- málun“, í eins konar ljósmyndagjörningi. Hann situr í hægindastól úti í garði, við hlið hans er reykvél og hann með puttana á tökkunum spýr reyk yfir sig og málar þannig inn í þann þrívíða ramma sem ljósmyndavélin hefur síðan afmark- að. Claus Egemose er einn listamannanna á Carnegie málverkasýningunni í Gerðarsafni. Þar sýnir hann verk af svipuðum toga, einungis á stærri skala. Hægt er að ganga þar inn í og í kringum „málverkið“. Egemose er góður myndlistarmaður, verkin eru áhugaverðar tilraunir með málverkið. Þau eru fyrir augað og vitsmunina, og því er skyldu- mæting í gallerí Sævars Karls fyrir alla áhuga- menn um nútímamyndlist. Þrenna Ungur listmálari hefur kvatt sér hljóðs með látum. Honum dugir ekki ein sýning í einu, tjáningarþörfin og sköpunarkrafturinn er slíkur að verk eftir hann má nú sjá á einkasýningum á þremur stöðum á landinu, í Kaffi Karól- ínu á Akureyri, í veit- ingahúsinu Silla og Valda í Reykjavík, og svo í Teits galleríi sem listamaðurinn rekur sjálfur í versl- anamiðstöðinni í Engihjalla 8 í Kópa- vogi. Á sama stað er vinnustofa lista- mannsins, og gestir geta því kynnt sé verklag hans um leið og sýninguna ef svo ber undir. Verk Birgis í Teits galleríi, sem eins og augljóst er hefur nafn sitt frá Tate galleríi í London, sem sýnir stórhug listamannsins, eru unnin með þurrpastel á papp- ír. Um er að ræða landslags- myndir, en allar myndirnar eru skáldaðar, þ.e. ekki frá raunveru- legum fyrirmyndum í náttúrunni. Þetta eru mestmegnis myndir af fjöllum og hólum sem eins og rísa upp úr dalalæðu eða sléttu. Verk- in eru pen og stillt í alla staði, heldur dempuð í litum og því átakalítil, utan verkin á endavegg þar sem Birgir Rafn er farinn að nota sterkari og þéttar ofna liti. Það er nefnilega ekki út í bláinn að tala um vefnað í tilfelli þessa listamanns því hann krossteiknar myndir sínar þannig að nánast er um vefnað að ræða. Birgir hefur gott vald á þessari tækni, auk þess sem litameðferð hans er góð. Í formála í sýningarskrá fjallar listamaðurinn um verk sín, hug- myndafræði og listina. Þar segist hann meðal annars vilja taka þátt í því að þróa málverkið sem ákveðið listrænt fyrirbæri. Þá segir hann að verk sín hafi ákveðna samfélags- rýni og þá segir hann að verkin eigi að gefa fólki tækifæri til að sjá sjálft sig í nýju ljósi, auka víðsýni og meðvitund þess um líðandi stund og stað. Þetta eru stór orð og bera vitni um mikla og undirliggjandi tjáningarþörf lista- mannsins. Því miður standa verkin á sýning- unni ekki undir neinu af þessum orðum. Þau eru ekki framlag til framþróunar málversksins, eiginlega eins langt frá því og hugsast getur enda flokkast þau meira sem svokölluð gjafa- myndlist. Hafandi heimsótt sýningu Egemose í Sævari Karli verður þessi vanmáttur verkanna enn skarpari, en vonandi á Birgir Rafn eftir að þroskast áfram í sinni list – standa við stóru orðin. Málverkið MYNDLIST Hallgrímskirkja BRAGI ÁSGEIRSSON Málverk Til 25. febrúar Gallerí Sævars Karls CLAUS EGEMOSE .Innsetning Opið á verslunartíma Til 8. janúar Teits gallerí Engihjalla 8 BIRGIR RAFN FRIÐRIKSSON Krítarmyndir Opið aðra hverja viku þriðjudaga-föstudaga frá kl. 14-18 en hina þriðjudaga-föstudaga frá kl. 18-20. Til 15. janúar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá sýningu Claus Egemose í Galleríi Sævars Karls. Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Jim Smart Verk eftir Birgi Rafn Friðriksson. Morgunblaðið/Jim Smart Albrími eftir Braga Ásgeirsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.