Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004
G
ottfried Semper fæddist
í Hamborg 29. nóvem-
ber 1803 inn í stóran
barnahóp ullarverk-
smiðjueiganda. Að
menntaskólagöngu lok-
inni hélt hann árið 1823
til Göttingen til náms í
stærðfræði og fornleifafræði. Hann leitaði
síðan fyrir sér um stöðu sem vatnsvirkj-
anaverkfræðingur í Düsseldorf, en hafði
ekki erindi sem erfiði. Eftir skamma viðdvöl
í München og víðar í Bæjaralandi hélt hann
loks árið 1826 til Parísar, þar sem hann hóf
nám og störf í virtum einkaskóla Þjóðverj-
ans Franz Christians Gau. Kennslan hjá
Gau var mjög í anda kennslunnar í hinum
fræga skóla École des Beaux Arts, enda
hafði Gau sjálfur stundað þar nám. Gau var
mjög pólitískur maður og sannfærður lýð-
veldissinni og höfðu lífsskoðanir hans rík
áhrif á nýja lærisveininn. Í París upplifði
Semper júlí-uppreisnina 1830, sem markaði
sömuleiðis djúp spor í vitund hans.
En í París kynntist Semper ekki einvörð-
ungu því, sem var efst á baugi í arkitektúr
og stjórnmálum, heldur varð hann einnig
fyrir miklum áhrifum af safni Georges Cu-
viers baróns (1769–1832), Jardin des Plan-
tes, en það var stærsta líffræðisafn heims.
Samkvæmt kenningum Cuviers í saman-
burðarlíffræði er óendanleg fjölbreytni nátt-
úrunnar reist á örfáum frumformum, sem
hvert um sig hefur þróast og breyst fyrir
margvísleg áhrif í sögunnar rás. Saman-
burðarkerfi Cuviers naut almennrar hylli í
náttúruvísindum, allt þar til að þróunar-
kenning Darwins leysti það af hólmi. Þessar
hugmyndir Cuviers heimfærði Semper upp á
öll svið mannlegrar sköpunar. Kveður hann
m.a. svo að orði, að „byggingarstílarnir […]
þróist úr örfáum frumgerðum í ýmsar áttir,
líkt og gert sé ráð fyrir varðandi uppruna
tegundanna í ríki hinnar lífrænu sköpunar“.
Má til sanns vegar færa, að hin mikla kenn-
ingasmíði Sempers, sem hann setti fram á
lífsleiðinni, byggist í raun á samanburð-
arkerfi Cuviers.
Á árunum 1830–1833 dvaldist Semper á
Ítalíu og í Grikklandi. Í Róm kynntist hann
Berthel Thorvaldsen, og í Aþenu vann hann
við fornleifauppgröft og uppmælingar.
Komst hann að því, að byggingar fornaldar
voru ekki hvítar og litlausar, heldur voru
þær klæddar þunnu lagi pússningar og mál-
aðar í litum. Rannsóknir hans leiddu til end-
urskoðunar á hinni klassísku glansmynd af
arkitektúr fornaldar, sem sýnt hafði bygg-
ingar þess tíma einlitar með svip „göfugs
einfaldleika og kyrrláts stórfengleika“. Jafn-
framt spratt af þeim harðvítug deila, hin
svokallaða pólykrómíudeila, sem gerði Sem-
per víðfrægan í einu vetfangi. Á heimleiðinni
til Þýskalands hitti hann Karl Friedrich
Schinkel, byggingarmeistara prússnesku
konunganna og frægasta arkitekt á þeim
tíma, og fór Schinkel lofsamlegum orðum
um rannsóknir hans. Árið 1834 gaf Semper
út ritið Vorläufige Bemerkungen über be-
malte Architektur und Plastik bei den Alten
(’Nokkrar athugasemdir um málaðan arki-
tekúr og höggmyndir til forna’), og sama ár
var hann skipaður prófessor og forstöðu-
maður akademíunnar í Dresden. Þá er hann
31 árs gamall og hefur ekki byggt nokkurn
skapaðan hlut.
Dresden 1834–1849
Í Dresden komst Gottfried Semper í
kynni við Richard Wagner tónskáld (1813–
1883). Urðu þeir góðir vinir og sálufélagar,
enda aðhylltust báðir hugmyndina um
„heildstæða listaverkið“, þ.e. listaverkið sem
órjúfanlega heild. Og í Dresden hófst Semp-
er loks handa við að skipuleggja, hanna og
byggja, og tókst honum með nokkrum merk-
um stórbyggingum að setja slíkan svip á
borgarmynd Dresdenar, að farið var að
kalla hana Flórens norðursins.
Af verkum Sempers í Dresden má hér
nefna fyrra hirðleikhúsið (hönnunar- og
byggingartími 1835–1841) ásamt endur-
skipulagi á aðliggjandi lokuðu torgi, svoköll-
uðu Zwinger, og á Brühl-stöllunum niður að
bakka Saxelfar. Af ásettu ráði sleppir Semp-
er að hafa hefðbundið framstætt fordyri
(„Portikus“) á leikhúsinu, en á þeim tíma
þótti slíkt fordyri vera táknrænt fyrir tign
aðalsmanna. Jafnframt hefur hann leikhúsið
að formi til hálfhringlaga með bogagöngum
og tekur þar með upp tvöfalda skeifulögun
Zwinger-torgsins og ljær byggingunni um
leið svip samkomustaðar eða -torgs, – það á
m.ö.o. að vera sannkallað borgaraleikhús.
Sömuleiðis í innirýminu brýtur Semper upp
á nýjungum, sem hann átti eftir að þróa
frekar í öðrum leikhúsbyggingum í sam-
vinnu við vin sinn Richard Wagner; hann
hverfur frá svala- og stúkuleikhúsi þess tíma
og innleiðir hringleikhús, m.ö.o. arenuleik-
hús.
Með fyrra hirðleikhúsinu í Dresden hlaut
Semper alþjóðlega viðurkenningu og frægð
sem arkitekt. Það var því mikið áfall fyrir
hann, þegar leikhúsið brann hinn 21. sept-
ember 1869. Gripu Dresdenarbúar þá til
þess ráðs að efna til undirskriftasöfnunar og
tókst þeim að koma því til leiðar, að Semper
var falið að hanna og byggja nýtt leikhús,
síðara hirðleikhúsið (1871–1878), sem stend-
ur enn þann dag í dag og gengur undir nafn-
inu Semperóperan.
Af öðrum byggingum Sempers í Dresden
má nefna Villa Rosa, sem hann byggði fyrir
bankajöfurinn Oppenheim, og sýnagóguna,
sem hann reisti fyrir gyðingasöfnuð borg-
arinnar. – Villa Rosa (1838–1846) er greini-
legt afsprengi hinnar frægu Villa Rotonda
eftir Andrea Palladio á Norður-Ítalíu. Vakti
Villa Rosa strax mikla athygli og hlaut ein-
róma lof samtímamanna fyrir fullkomna
formgerð og hlutföll. Einkum má greina
ákveðið samspil fernings og gullinsniðs, sem
átti eftir að skipta miklu máli á komandi ár-
um í kenningum Sempers um „lögmál
formsins“. Sömuleiðis verður af Villa Rosa
hvað ljósast, að Semper hefur sótt til ítalska
renessansins í stórbyggingum sínum í Dres-
den, enda taldi hann, að laga mætti ítalska
renessansinn einkar vel að nýjum viðfangs-
efnum.
Gyðingar í Dresden höfðu árið 1835 sett á
fót nefnd til að undirbúa byggingu sýnagógu
og safna til hennar fé í trausti þess, að í
Saxlandi yrðu brátt samþykkt lög, sem
heimiluðu gyðingum slíkt, enda varð sú
raunin tæpum tveimur árum síðar. Árið
1838 fól söfnuðurinn Semper hönnun og
byggingu guðshússins. Hönnun Sempers
hefur verið talin marka þáttaskil í baráttu
gyðinga fyrir jafnrétti í Þýskalandi. Bygg-
ingin (1838–1840) minnir ekki einvörðungu á
rómönsk form elstu sýnagóga í þýskumæl-
andi löndum, heldur vísar hún einnig til
rómanskra bygginga, sem teljast hafa
„þýskan“ eða „þjóðlegan“ svip: Jafnvel við
fyrstu sýn minnir átthyrningurinn, sem rís
upp úr miðju ferhyrningslaga sýnagóguskip-
inu, á dómkirkju Karls mikla í Aachen, litlar
innisvalirnar svo og bogaraðir, fleygsteinar
og kringlóttir gluggar með rósettum vísa til
frægra rómanskra kirkna á Norður-Ítalíu og
til dómkirknanna í Speyer, Mainz og
Worms. Með þessari byggingu voru gyð-
ingar í Dresden viðurkenndir á táknrænan –
m.ö.o. arkitektónískan – hátt sem fullgildir
þýskir samborgarar, og gerðist það þremur
áratugum áður en þeir hlutu fullt jafnrétti
að lögum í Saxlandi árið 1869. Sýnagógan í
Dresden hlaut sömu örlög og flest guðshús
gyðinga í Þýskalandi. Kveikt var í henni
„ríkiskristalsnóttina“ 9./10. nóvember 1938.
Útlegð í London
Í París braust árið 1848 út bylting, sem
breiddist fljótt út til Þýskalands. Árið eftir
var gerð uppreisn gegn konunginum í Sax-
landi, sökum þess að hann neitaði að við-
urkenna nýja stjórnarskrá fyrir þýska ríkið.
Gottfried Semper var eini nafntogaði þýski
arkitektinn, sem studdi alþýðuna, og raunar
gengu þeir vinirnir báðir, hann og Richard
Wagner, í lið uppreisnarmanna. Lét Semper
reisa götuvirki til varnar stjórnarhernum og
tók sjálfur þátt í bardögum. Leiddi það til
þess, að hans var leitað um gjörvallt Þýska-
land sem eins „aðalforsprakka“ uppreisnar-
manna og „lýðveldissinna í sérflokki“. Varð
Semper að flýja land og skilja konu sína og
börn eftir í Dresden. Fyrst hélt hann til
Parísar og var kominn um borð í skip á leið
til Bandaríkjanna, þegar honum snerist hug-
ur, og ákvað að fara til London í veikri von
um verkefni.
Árin í London reyndust Semper erfið, en
hann víkkaði mjög sjóndeildarhringinn,
einkum með vinnu sinni við heimssýninguna
í London 1851, auk þess sem hann þróaði
kenningar sínar í menningarfræðum. Á hinn
bóginn varð ekkert úr flestum verkefna
hans, þar á meðal framúrskarandi menning-
armiðstöð í South Kensington, sem hann
hannaði fyrir Albert prins, eiginmann Vikt-
oríu Bretadrottningar. Eftir hans hönnun
voru einungis settar upp fjórar sýningar-
deildir á heimssýningunni í Crystal Palace,
FAÐIR NÚTÍMA-
ÓPERUHÚSA
Á síðasta ári var þess minnst í þýskumælandi löndum að tvær aldir eru liðnar frá fæðingu Gottfrieds Sempers
(1803–1879), sem telja verður einn merkasta arkitekt, leikhúshönnuð og menningarfrömuð 19. aldar.
Fjölmargir Íslendingar þekkja sumar frægustu byggingar Sempers, t.d. óperuhúsið í Dresden og Burg-
theater í Vín, en færri kunna deili á höfundi þeirra. Í tilefni af tveggja alda afmælinu er
því ekki úr vegi að segja dálítið frá Semper og starfsferli hans, gera stutta grein fyrir kenningum hans
í arkitektúr og menningarfræðum og fjalla jafnframt um nokkur helstu verk hans.
E F T I R AT L A M A G N Ú S S E E L O W
Óperuhátíðarhús Richards Wagner í München (1864–1867), sem aldrei var reist. Fremst er brú-
in yfir Ísar-fljót. Kópía af upprunalegu líkani frá 1866.