Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 9 hinumegin, á milli súlna í sýningarýminu sem sveifluðust til og frá með reglulegu millibili fyrir tilstuðlan forritaðra tölvuskipana og mynduðu þannig fallega hreyfingu auk kærkomins and- vara í hitanum, en októbermánuður var óvenju hlýr í Istanbúl þetta árið. Sýningarýmin tvö voru vel skipulögð hvað að- gengi og upplifun áhorfandans snerti þótt upp- setningin, þ.e. hin heldur ólögulegu og etv. óþörfu hringlaga skilrúm og mikill fjöldi mynd- bandsverka í neðra rými hafi skapað stemmn- ingu sem minnti lítillega á heimilissýningar í Laugardalshöllinni. Hentugra hefði e.t.v. verið að fækka myndbandsverkum eða dreifa þeim á aðra sýningarstaði. Í nágrenni við Antrepo Nr.4 er menningar- miðstöðin Tophane-i Amire. Byggingin var byggð sem fallbyssuverksmiðja á 16. öld en byggingarstíll hennar minnir frekar á moskur borgarinnar og gefur til kynna að hún þjóni æðra hlutverki en hinu upphaflega. Þar sýndu níu listamenn verk sín sem öll lituðust af hádrama- tískri tónlist úr myndbandsverki ástralska lista- mannsins Michael Riley. Þar dvöldu flestir áhorfendur lengi við verk palestínsku myndlistarkonunnar Emily Jacir, „Where we come from“, sem samanstendur af yf- ir tuttugu ljósmyndum og textum í litlum römm- um á 4-5 metra löngum vegg. Í verkinu hefur Jac- ir spurt fjölda palestínskra flóttamanna sem búsettir eru víða í heiminum hvað þeir myndu vilja að hún gerði fyrir þá ef hún færi til Palest- ínu. Vegna þess frelsis sem bandarískt vegabréf hennar veitir henni gat hún farið til Palestínu og gert það sem þetta fólk myndi, aðspurt, vilja að hún gerði þar, s.s. „Drekka vatn í þorpi foreldra minna“, „Fara á pósthúsið og borga símreikning- inn minn“ og „Leggja blóm að gröf nýlátinnar móður minnar á afmælisdegi hennar og biðja fyr- ir friði“. Textarnir í römmum segja frá bónum fólksins og því á hvaða hátt Jacir tókst, og stund- um ekki, að verða við þeim. Ljósmyndirnar sýna staði og fólk sem textarnir benda til, í skyndi- mynda-stíl. Verk þessa sýningarstaðar voru misleit, mynd- bandsinnsetningar sáust illa og möguleikar við uppsetningu nær allra verka þar voru vannýttir og gerðu lítið fyrir verkin sem þar voru sýnd. Sá fjórði af aðal sýningarstöðum Tvíæringsins er í safni Hagia Sofia moskunnar sem byggð var árið 537 sem kirkja en var síðar gerð að mosku en þar mátti sjá verk eftir sex listamenn. Listaverk- in sem valin voru til sýningar þar féllu í skuggann af upplifun áhorfandans á mikilfengleika og sögu þessarar merku byggingar og tel ég að hægt hefði verið að nýta bygginguna og sögu hennar betur listaverkum í hag og að ýmis verk á öðrum sýningarstöðum Tvíæringsins hefðu sómt sér vel í Hagia Sofia, s.s. nokkur þeirra myndbands- verka sem sýnd voru í Antrepo Nr.4. Ekki sá ég öll útilistaverkin átta vegna óljósrar staðarmerkingar (eða skorts á fundvísi!) en af þeim sem ég sá vakti mesta athygli verk breska listamannsins Mike Nelson, „Buyuk Valide“, en í verkinu leiddi hann áhorfandann í hrífandi ferða- lag eftir skriflegum leiðbeiningum, um skemmti- legan hluta borgarinnar sem áhorfandinn finnur er hann gengur í gegnum stóra markaðinn, Grand Bazaar, inn í völundarhús kryddmarkað- arins, spyr sölumennina til vegar, gengur þá áfram, upp tröppur og inn um dyr inn í lítið, dimmt herbergi þar sem hundruð ljósmynda sem teknar voru í þessum borgarhluta, hanga á veggjum. Þungamiðja verksins er ferðalagið sjálft, sem ekki er aðeins skemmtilegt heldur einnig ágætis áminning til þeirra listunnenda sem elta og skoða listsýningar víða um heim, um að gefa sér tíma til að grandskoða borgirnar og samhengið sem sýningarnar eiga yfirleitt í sam- ræðu við. Að því sögðu kem ég að nokkrum atriðum sem mér finnst umhugsunarverð varðandi sýningar- stjórn Tvíærings þessa árs, s.s. að hin tæplega hundrað verk sýningarinnar tengjast lítið borg- inni og þeim dægurmálum sem brenna á Tyrkj- um. Flest eru verkin tímabundnir aðskotahlutir í borginni, lita og litast lítið af samhenginu sem þau eru sett í og gætu verið hvar sem er. Þetta á einnig við um margar af stærstu list- sýningum heimsins og hefur verið gagnrýnt í list- heiminum. Mín athygli beinist hinsvegar aðeins að Istanbúltvíæringingnum, ég tel að sérstaða borgarinnar sé of mikil til þess að listsýning af þessari stærð nýti hana ekki betur en mér fannst nú gert, sem hugmynda- og samræðugrundvöll. Í Istanbúl tilheyrir annar borgarhlutinn Asíu og hinn Evrópu en sú staða endurspeglast víða í borginni sjálfri þar sem skapast hefur afar sér- stakt samfélag ólíkra þjóðarbrota. Í borginni búa um 15 milljónir íbúa og þar mætast gamli og nýi tíminn án mikilla árekstra á áhugaverðan hátt. Þótt engin verk Tvíæringsins seu beinlínis á skjön við yfirskriftina; „Poetic Justice“, þá geng- ur aðeins tæplega helmingur verka sýningarinn- ar út frá því sem þema og forvitnilegt er að þótt fjölmörg verkanna snerti á öðrum pólitískum hitamálum nútímans þá snerta engin þeirra á Íraksstríðinu né stöðu alþjóðasamfélagsins gagnvart því. Einnig kom á óvart varðandi skipu- lag og umgjörð Tvíæringsins, hversu lítið hann er kynntur fyrir hinum almenna borgara í Istanbúl svo og ferðamönnum. Þar er því ekki um hina tvíæru „listsprengju“ að ræða sem er líkt og varpað á Feneyjar þegar Tvíæringurinn þar er haldinn, svo nærtækt dæmi sé tekið. Einn helsti kosturinn við Istanbúltvíæringinn er að hann er tyrkneskum myndlistarmönnum hvatning og eykur við kynningu á verkum þeirra gagnvart alþjóðlega listheiminum. Sýninga- möguleikar eru þar takmarkaðir og áhugi styrkt- araðila er lítill. Margir af þekktari tyrkneskum listamönnum halda því heimili og vinnuaðstöðu í Istanbúl eða í höfuðborginni Ankara en sýna verk sín aðallega utan Tyrklands. Þótt á sýningunni megi sjá mörg áhugaverð listaverk, hún eigi þátt í eflingu á streymi nú- tímamyndlistar til og frá Tyrklandi og laði auk- inn fjölda ferðamanna til þessarar sögufrægu stórborgar, þá gefur hún einnig tilefni til efa- semda og almennra umræðna um gildi slíkra sýninga fyrir það samfélag sem þær eru settar upp í og er því ágætt innlegg í listumræðuna, á Íslandi sem og annarsstaðar. Neðanmálsgreinar: 1 http://www.lab71.org/issue05/l71section180/l71sec- tion180.html Aðrar heimildir eru fengnar af vef Istanbúltvíæringsins: http://www.istfest.org/ Höfundur er myndlistarmaður. 1“, 2002. tian“, 2001. Í bjarma sólarinnar horfi ég yfir landið. Djúp þrá fyllir hugann og ég finn tengingu við Móður Jörð. Með þakklæti hugsa ég til baka en einnig til framtíðar, þar sem Jörðin fóstrar börnin sín. Í skýjamyndum sé ég atburði liðna og óorðna og ég bið til Guðs um vernd fyrir ókomna tíð. Í bjarma tungsljóssins horfi ég til himins og finn tenginguna við Alheiminn. Með heimþrá horfi ég til stjarnanna en veit þó að ég er heima. Með þakklæti hugsa ég um liðnar aldir, upplifanir líf eftir líf liðið og ókomið. Í norðurljósunum sé ég orkuflæði og bið til Guðs um vernd fyrir ókomna tíð. Í bjarma eldsins horfi ég á liðna ævi. Djúp þrá fyllir hugann og ég finn tenginguna við Guð. Með þakklæti hugsa ég til skapara míns sem einnig er hluti af mér. Veru sem er utan míns skilnings en þó í mér. Í skuggum eldsins sé ég dulda krafta og bið til Guðs um vernd fyrir ókomna tíð. BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR Höfundur er rithöfundur. VERND Í Hveragerði er heilsubrunnur, með heilbrigt líf á stundaskrá. Því fagnar hjartað sem magi’ og munnur, og máli skiptir oss fæðan þá. Fram heilla óskir á hátíð berum, og heiðrum Jónas Kristjánsson, sem hælið stofnaði – hér því erum, svo hans að frumkvæði – trú og von. Að fá bót meinanna – hugann hressir, og hér er þjónustan vegsamleg. Þeir lýsa dagarnir ljúfir þessir og ljósið milda um ævi–veg. PÉTUR SIGURGEIRSSON Ort í tilefni opnunar baðhúss NLFÍ 20. sept. 2003 á afmæli Jónasar Kristjánssonar brautryðjanda náttúrulækninga Lag: Þú komst í hlaðið Höfundur er biskup. Í HVERAGERÐI GUR- ENGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.