Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Gallerí Gersemi í Hafn- arstræti 96 á Akureyri kl. 16. Í tilefni af sextugsafmæli sínu opnar Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson mál- verkasýningu. Sýningin verður opnuð fyrir boðsgesti kl. 16. Hún verður opin milli klukk- an 13 og 18 til sunnudagsins 11. janúar. Á sýningunni verða málverk sem máluð voru á árunum 2002 og 2003. Myndefnið er sótt í landslag og birtustemmningar þar sem láréttar línur landsins birtast í fjölbreytileika sínum. Einnig verða myndverk eftir börn og barnabörn á sýning- unni. Thorvaldsen Bar, Austur- stræti 8-10 Opnuð sýning á ljósmyndum Eydísar S. Luna Einarsdóttur. Sýningin, sem ber heitið Andstæður, er í boði Allied Domecq og stendur til 14. febrúar. Ljósmyndirnar eru unnar á undanförnum árum og eru í abstraktstíl þótt myndefnið sé mestmegnis sótt í náttúruna – t.d. gróður, dýr og vatn. Mynd- irnar eru ýmist teknar á filmu eða með stafrænum hætti. Eydís Luna er með BA gráðu í ljósmyndun frá Brooks Insti- tute of Photography í Santa Barbara í Kaliforníu. Hún hef- ur unnið við ljósmyndun og myndvinnslu síðastliðin tíu ár, m.a. fyrir tímarit og ljósmynd- ara og önnur fyrirtæki. Tísku- ljósmyndun, tölvumyndvinnsla og kyrralífsmyndir hafa verið meðal þeirra verkefna sem hún hefur sérhæft sig í. Að und- anförnu hefur hún snúið sér í síauknum mæli að nátt- úruljósmyndum með sérstaka áherslu á blómamyndir. Sunnudagur Salurinn kl. 20 Árlegir Stór- tónleikar Rótarý á Íslandi verða haldnir. Þetta er áttunda árið sem Rót- arýhreyfingin efnir til hátíð- artónleika í jan- úar undir stjórn Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara og sjötta árið í röð sem þeir eru haldnir í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs, eða allt frá því að Salurinn var tek- inn í notkun í janúar 1999. Á tónleikunum hafa ýmist komið fram þjóðþekktir tónlistarmenn og/eða ungir söngvarar sem mikils má vænta af í framtíð- inni. Að venju er Jónas Ingimund- arson píanóleikari í stóru hlut- verki á samkomunni, en með honum að þessu sinni verða söngvararnir Elín Ósk Ósk- arsdóttir, sópran, Elsa Waage, alt, Jónas Guðmundsson, tenór og Ólafur Kjartan Sigurð- arson, bariton. Tónleikarnir verða end- urteknir á mánudag kl. 20. Miðvikudagur Háskólabíó kl. 19.30 Vín- artónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Ís- lands. Hljómsveit- arstjóri Ernst Kovacic. Ein- leikari Sigrún Pálmadóttir. Verk eftir Leh- ár, Johan Strauss, Josef Strauss, Gou- nod, Kreisler og fleiri. Endurteknir á fimmtudag og föstudag kl. 19.30 og laug- ardag kl. 17. Elín Ósk Óskarsdóttir Johan Strauss Guðmundur Ármann Sigurjónsson opnar málverkasýningu í dag í Galleríi Gersemi á Akureyri. Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gerðuberg: Myndskreyt- ingar úr nýjum barnabókum. Til 11. jan. Hallgrímskirkja: Bragi Ás- geirsson. Til 25. febr. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Undir stiganum: Magnús Logi Kristinsson. Til 3. jan. Gallerí Sævars Karls: Claus Egemose. Til 8. janúar. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Fjölbreytt jóla- sýning. Til 4. jan. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið fyrir hópa eftir samkomulagi í janúar. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960–80. Til 11. jan. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ólafur Magn- ússon – konunglegur hirð- ljósmyndari. Til 4. jan. Erró- stríð. Til 3. jan. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Ferðafuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Mokkakaffi: Olga Pálsdóttir. Til 10. jan. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýning. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Breski listamaðurinn Adam Barker- Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Leiðsögn alla laugardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Staðarlistamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Fredie Beckmans. Til 11. jan- úar. Snorri Ásmundsson. Til 8. jan. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins – Jóhannes úr Kötlum. Þjóð- minjasafnið - svona var það. Leiklist Þjóðleikhúsið: . Dýrin í Hálsaskógi sun. Ríkarður þriðji lau. Jón Gabríel Borkmann lau, fim, fös. Pabbastrákur lau, fös. Vegurinn brennur frums. fös. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur lau, sun, lau. Öfugu megin uppí fös. Sporvagninn Girnd fös, lau. Loftkastalinn: Bless fress lau. Iðnó: Sellófon lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaríta frums. mið, lau. Tjarnarbíó: Ævintýrið um Augastein sun. Síðasta sýning. Ljósmynd/Golli Lokasýning á Ævintýrinu um Augastein verður á morgun. SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands hefur staðið fyrir hádegisfyrirlestrum, þar sem lögð er áhersla á umræður, frá árinu 1998. Sam- komurnar eru hálfsmánaðarlega yfir vetrar- tímann og hvert misseri ber yfirskrift sem til- tekur á hvaða sviði fyrirlestrarnir eru: „Hvað er félagssaga?“, „Hvað er hagsaga?“, „Hvað er póstmódernismi?“, „Hvað er stjórnmála- saga?“, „Hvað er heimild?“, „Hvað er (ó) þjóð?“, „Hvað er borg?“ og nú í vetur „Hvað er (um)heimur?“ Fyrirlestraraðirnar eru þver- faglegar og tvisvar sinnum hafa þær verið haldnar í samvinnu við aðra, fyrst Rannsókn- arstofu í kvennafræðum og síðasta vetur stóð Borgarfræðasetur einnig að þeim. Fyrirlestrarnir hafa verið aðgengilegir jafn- harðan á vefritinu Kistunni, en nú hafa Borg- arfræðasetur og Sagnfræðingafélagið bætt um betur og gefið út á prenti fyrirlestrana sem fluttir voru undir yfirskriftinni „Hvað er borg?“ Í Borgarbrotum eru sextán greinar eftir fólk sem hefur numið ýmis fræði víða um lönd, svo sem sagnfræði, listfræði, hagfræði, bók- menntafræði, afbrotafræði, heimspeki, landa- fræði, mannfræði, skipulagsfræði, borgar- landafræði, menningafræði, eðlis- og stærðfræði, þjóðfélagsfræði, tækni- og vís- indafræði og umhverfisskipulag. Eins og nærri má geta er nálgun viðfangsefnis margvísleg og viðfangsefnin eru ólík, þótt öll fjalli þau um borgir og borgaralíf. Saga íslensks þéttbýlis er nokkuð sérstök, meðal annars fyrir þær sakir að hér náði það varla að myndast fyrr en á 19. öld og og hér er aðeins ein borg. Í Noregi voru sett lög um bæi árið 1276, en af einhverjum ástæðum komu þau ekki til Íslands. Í Borgarbrotum fjallar Helgi Þorláksson um sögu þéttbýlisvísa og kaupstaða hér á landi sem flestir festust ekki í sessi. Það er varla á margra vitorði að Eyr- arbakki, Hvítárvellir í Borgarfirði og Gásar í Eyjafirði, ásamt svæðinu undir Jökli á Snæ- fellsnesi hafi einhvern tímann verið þéttbýl- ustu staðir landsins. Viðfangsefni Guðjóns Friðrikssonar eru áhrif hreinlætis- og heilsu- farssjónarmiða á skipulag og þróun Reykja- víkur, en Eggert Þór Bernharðsson tekur á hinn bóginn fyrir áhrif borgarlífsins á daglegar venjur íbúanna, sérstaklega matmálstíma. Hildigunnur Ólafsdóttir segir frá því hvernig umgengni yfirvalda við drukkna vegfarandur tók á sig nýja mynd á síðari hluta 20. aldar, þegar afstaða til áfengisbölsins breyttist frá því að litið væri á ölvun sem afbrot og lögreglu- mál, í það að teljast sjúkdómur sem heyrir undir heilbrigðisyfirvöld. Sigríður Kristjáns- dóttir skrifar um jaðarbelti borga og tengir þróun á lögun og efnislegu formi borgarinnar við þær hugmyndir um skipulagsmál sem höfðu áhrif á byggðaþróun í Reykjavík. Stefán Ólafsson spyr hvernig borg Reykjavík sé og ber hana saman við erlendar borgir. Salvör Jónsdóttir einbeitir sér að framtíð borga og fjallar meðal annars um áhrif almennings á skipulagsmál og kynnir til sögunnar undir- grein skipulagsfræða sem gengur út frá rétti borgaranna til að nálgast holla matvöru. Hér hefur verið tæpt á örfáum af þeim fjöl- mörgu viðhorfum, staðreyndum og kenningum sem koma fram í Borgarbrotum, sem mikill fengur hlýtur að vera að fyrir kennara, nem- endur og áhugamenn um borgarmál. Aðrir höfundar efnis eru Páll Björnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágústa Kristófersdóttir, Skúli Sigurðsson, Stefán Pálsson, Trausti Valsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Ástráður Eysteinsson, Ásgeir Jónsson og Stefán Ólafsson. Greinarnar er misunnar, sumar eru nánast eins og fyrirlestur og jafnvel yfirlit á meðan aðrar hafa tekið á sig endanlegt form fræði- greinar. Heimildaskrár eru birtar aftan við hverja grein, en tilvísanakerfi eru ekki sam- ræmd. Það kemur ekki að sök því lesandinn áttar sig á því í hvað er verið að vísa. Aftast eru upplýsingar um menntun og störf allra höf- unda en fremst útdráttur úr greinunum ásamt formálsorðum útgefanda og ritstjóra. Hönnun kápu og vinnsla bókarinnar er einnig til fyr- irmyndar og niðurstaðan er handhæg, falleg bók, sem gerir aðgenglegar upplýsingar um efni sem er mikið til umræðu í samtímanum. Þessi margvíslega þekking, kenningar og skoðanir eru í senn tilgangur og kostur Borg- arbrota sem ætti að vera til þess fallið að auðga og blása nýju lífi í umræðuna um þróun og skipulag Reykjavíkur. Orðið er laust! Lára Magnúsardóttir BÆKUR Borgafræði Ritstjóri: Páll Björnsson 2003, 223 bls. Prentun: Gutenberg, umbrot: Viðar Þorsteinsson, kápa: Sóley Stefánsdóttir, útgáfa: Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan. BORGARBROT. SEXTÁN SJÓNARHORN Á BORGARSAMFÉLAGIÐ Að byggja (Reykjavíkur)borg KVENNAKÓRAR hafa sprottið upp víðsvegar um landið á undanförnum árum og myndað með sér land- samband, Gígjuna sem stendur fyrir landsmótum kóranna og fleira. Einn slík- ur kvennakór er Jórukórinn á Selfossi með um 50 starf- andi félaga. Kórinn gaf út geisladisk í árslok 2003 með upptökum frá sama ári og einnig frá 2000 og 2001. Diskurinn er í styttra lagi eða aðeins 44 mínútur og inniheldur 14 lög af ýmsu tagi. Söngvar um ást og ást- arþrá eru áberandi, en tvö trúarljóð eru fyrst á diskn- um og eru svolítið utanveltu við annað innihald disksins, bæði texta- og tónlistarlega séð. Söngur kórsins er þrótt- mikill, lifandi, oftast hreinn og það sem mest er um vert, það ríkir mikil sönggleði. Kórinn er tiltölulega ungur, stofnaður 1996 og Helena Káradóttir hefur stjórnað honum frá haustinu 1997 og er að gera góða hluti, það er helst að að hendingamótun er á stundum dálítið ábóta- vant, sérstaklega á undan öndun, kórinn grípur gjarn- an andann á lofti og hnykkir á tóninum á undan sem get- ur verið hvimleitt til áheyrnar. Diskurinn er unn- inn af miklum metnaði og natni og sýnir að kórinn er í raun góður kór sem enn er í mótun, góður kór sprettur ekki fram á einni nóttu, heldur er það frekar ávöxt- ur mikillar vinnu og ósér- hlífni kórfélaga og söng- stjóra. Hljóðfæraleikararnir skila sínu af mikilli prýði sem og einsöngvararnir. Með disknum fylgir lítill bæklingur með upplýsingum um kórinn, stjórnanda og píanóleikara. Einnig texti allra laganna fjórtán ásamt upplýsingum um höfunda lags og texta ásamt útsetj- ara. Bæklinginn prýða einn- ig nokkrar myndir af kórn- um. Upptöku annaðist Ólafur Þórarinsson. Syngjandi Jórur Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Geisladiskur Jórukórinn á Selfossi. Stjórnandi Helena R. Káradóttir. Hljóðfæra- leikarar: Þórlaug Bjarnadóttir á píanó, Sigmundur Páll Jónsson á saxófón, Smári Kristjánsson á kontrabassa, Margrét Harpa Guð- steinsdóttir á flautu, Ólafur Þór- arinsson á gítar og Gunnar Jóns- son á congatrommu. Einsöngur: Bára K. Gísladóttir, Tvísöngur: Inga Birna Ingólfsdóttir og Jónína Kristjánsdóttir. Jórukórinn gaf út 2003. MÁTULEGT ER MEYJARSTIG KVENNAKÓRINN Embla mun halda tónleika í Þorgeirs- kirkju í dag kl. 15.00 og Ak- ureyrarkirkju á morgun kl. 17.00. Á efnisskrá eru Fjórir söngvar eftir Johannes Brahms fyrir kvennakór, 2 horn og hörpu og Söngva- sveigur eftir Benjamin Britten fyrir einsöngvara, kvennakór og hörpu. Einsöngvarar eru Hildur Tryggvadóttir, sópran og Elvý G. Hreinsdóttir, mezzosópran. Hljóðfæraleikarar eru Emil Friðfinnsson, horn, Kjartan Ólafsson, horn og Sophie M. Schoonjans, harpa. Stjórnandi er Roar Kvam. Kvennakórinn Embla var stofnaður 1. september 2003 með það að markmiði að taka til flutnings klassísk og nú- tímaverk fyrir kvennaraddir. Síðastliðið vor flutti kórinn ásamt einsöngvurum og Kammersveit Akureyrar Sta- bat Mater eftir Pergolesi og Kantötu nr. 70 eftir Telemann. Embla með tónleika

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.