Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 H ann er umdeildur, fær hrós fyrir tæran einfaldleikann og hann er hæddur fyrir einfaldleikann. Blaðadóm- ar eru sjaldséðir og oftar neikvæðir, en bækur hans ofarlega á mörgum vin- sældalistum. Verónika ákveður að deyja (Veronika de- cide morrer, 1998) sem kom á sænsku í vor, fær ömurlega dóma í einu Norðurlandi, lofs- yrði í öðru. Haft er eftir Umberto Eco að sú bók hafi snert hann djúpt og Sinéad O’Conn- or á að hafa sagt um sömu bók í írska Sunday Independent: Stórkostlegasta bók sem ég hef lesið. Paulo Coelho fæddist í Rio de Janero árið 1947. Faðirinn Pedro verkfræðingur, móðirin Lygia heimavinnandi. Í dag er hann þekkt- astur sem höfundur bókarinnar Alkemistinn frá 1988, og er talinn annar vinsælasti höf- undur Suður-Ameríku á eftir Gabríel Garcia Marques. Hann er þýddur á 56 tungumál, hefur skrifað þrettán bækur og níu þeirra hafa komið út í enskri þýðingu á ellefu árum. Ellefu mínútur (Onze Minutes 2003) nýjasta bók hans, kom út í Brasilíu í byrjun apríl, fer eins og eldur í sinu, á að vera komin út í 40 löndum áður en árið er liðið, þar á meðal í Danmörku og Noregi. Íslenska JPV forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn og gefur hana út næsta haust. Coelho býr í Frakklandi þegar sumarið er þar og þegar vorar í Brasilíu fer hann þang- að. Hann er giftur listakonunni Christina Oiticica og hún sér um Coelho-stofnunina, til stuðnings götubörnum og gamalmennum í grimmustu úthverfunum í Rio de Janero. Fylgdu draumum þínum eða: Líf mitt er dans því ég ferðast Seint í september sá ég hann óvart þar sem hann stóð á hlaði bókastefnunnar í Gautaborg. Paulo Coelho? Alveg örugglega. Hár og skegg gráhvítt og þunnt, ennissvip- urinn tær eins og haustkulið. Ekkert svart hippahár eins og á myndinni með brasilíska tónlistarmanninum Raul Seixar. Þeir voru fé- lagar í antikapítalískum samtökum, Paulo Co- elho skrifaði söngtexta fyrir rokkhljómsveit og saman gerðu þeir gagnrýna teiknimynda- seríu sem Coelho lennti í fangelsi fyrir. Og hann var píndur á dögum her- og ofurst- jórnar í Brasilíu. Fyrst daginn eftir tek ég eftir því að hárið sem er klippt í snöggan bursta vex frjálst í agnarlítinn stert neðst í hnakkanum. Ég ætlaði að finna hann, en seinna. Er með Alkemistann í töskunni í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar til að fá áritaða en ég hef aðra betri ástæðu til að ávarpa hann snemma á föstudagsmorgni: myndavélin mín virkar bet- ur úti. Svo eftir að hafa gengið einu sinni framhjá hinum brasilíska forsíðuhöfundi haustsins, starandi þannig að hann gaf mér hornauga á móti, þá hlaut ég að vilja honum eitthvað og hann fann það. „Fylgdu draumum þínum“ , skrifar hann á ensku í mitt gullna eintak klukkutíma seinna. Þá er ég búin að heilsa horfa hlusta og spyrja. Ég spurði: Þar sem verið er að kynna nýj- ustu bókina þína á ensku Eleven Minutes – ég sá það á Netinu – eru feitletruð slagorð: „don’t just walk through life … dance through it …“ Er það eitthvað sem þú hefur sagt og hvað á það þá … að þýða? – Ég veit ekki hvort ég hef sagt það…hef ég sagt það? Coelho lítur á Monica Antunes, ferðafélaga sinn og umboðsmann. – Nei, það er ekki mitt orðalag, ég hef ekki sagt það. En ég lifi þannig. Líf mitt er dans því ég ferðast. – Hvað áttu þá við með dans, notarðu orðið í trúarlegri merkingu? Paulo Coelho ljómar þegar hann talar um dans: – Ég á við, þú dansar ekki einn, þú stjórn- ar og finnur að þér þér fylgt, eða þú ert sá sem fylgir, lætur að stjórn, dansar við aðra manneskju, fylgir tónlistinni… hljómsveitin leikur, takturinn breytist, tónlistin skiptir um skap og dans þinn breytist, hljómsveitin þagnar og þú kyrrist, sest niður, hlustar, hugsar um eitthvað annað, kannski ekki tilbú- inn að hreyfa þig þegar hljómsveitin byrjar á nýjan leik, allt er hluti af dansinum. Paulo Coello hættir að ljóma þegar hann er spurður: Þú hefur enn ekki skrifað um tím- ann sem þú sast inni, reynslu þína í fangels- inu, hvenær kemur bók um það? Ég er búinn að skrifa bók um ást, efni sem ég hef áhuga á. Reynsla mín í fangelsinu speglar hatur, ég hef ekki áhuga á að skrifa um hatur. Ég veit hvað pyntingar eru og illska …og ég held áfram að berjast fyrir mannréttindum, sem samfélagsþegn og sem rithöfundur. Til að kynnast sjálfum sér betur Eitt einkenni Paulo Coelhos – sem er kaþ- ólskur – er hvernig hann notar táknrænu trúarbragða. Og vissulega notar hann orðið „dans“ í bókinni Ellefu mínútur, bæði um rit- úal og um hugarástand þegar sönn ást vakn- ar. Sagan rammast inn af sálmi um Ísis og til- vitnun í kaflann um bersyndugu konuna í Lúkasarguðspjalli sem endar á orðunum: en sá elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið. Að- alsöguhetjan er hin unga brasilíska María, sem ferðast til Rio de Janero og síðan til Evrópu, þangað sem Copacabana er ekki strönd heldur bar með 38 vændiskonum. Megnið af sögunni gerist í Sviss þar sem bæði kaup og sala á kynlífsþjónustum er lög- leg. Coelho sem segist skrifa til að kynnast sjálfum sér betur, gefur undarlega auðveldan höggstað á sér með sögunni. Viðfangsefnið er pottþétt: Hvernig við myndum sambönd sem kynverur, með ástarhugtök Nýja testament- isins allt um kring. Það snýst um „eros“ fremur en „agape“. En horfi maður fram hjá táknrænunni má lesa inn fegrun á vændi, hér er ekki sagt frá þeim verst stöddu. Sannur Coelho-aðdáandi ver höfundinn og segir að sögurnar hans fái alltaf hamingju- saman endi því söguhetjan sé einatt leitandi manneskja, stendur því uppi með innri fjár- sjóð þegar Paulo Coelho skilur við hana. Hvernig sannur femínisti gæti varið hann, kemur vonandi á daginn. Þreyttur á leyndarmálum Ég finn Paulo Coelho oftar en einu sinni á bókastefnunni og engin tilviljun að daginn eftir fyrsta samtalið slæ ég mér niður til að hlusta á hann segja frá og svara spurningum í stærsta salnum á Svenska mässan. Þegar hann er kynntur, sem víðkunnur rit- höfundur og andlegur leiðtogi, bregst hann við og hafnar nafnbótinni andlegur leiðtogi. Bókin Verónika ákveður að deyja er of- arlega á dagskrá og Coelho hikar ekki við að draga fram sjálfsævisöguleg tengsl. Verónika er ung kona í Ljubiljana í Slóven- íu sem lifir reglusömu vanabundnu lífi en ákveður að binda enda á líf sitt. Hún vaknar á geðdeild og fær að vita að hún eigi fáa daga eftir. Hvað gerist við það? Og hvers konar mörk skilja hinn heilbrigða frá hinum klikk- aða, hvers konar sambandsleysi? Þótt Ver- ónika beri uppi söguþráðinn þá er verkið hríf- andi margraddað, greinir frá fleiri persónum sem fara í aðalhlutverk um stund og gefa nýja vinkla á veruleikann. Í grein sem Coelho birti þegar bókin kom á ensku má finna eftirfarandi: „Ég er búin að skrifa bók um geðsjúkra- hús,“ sagði ég við föður minn 85 ára gamlan. „Það er skáldsaga, en á fáeinum blaðsíðum tala ég um sjálfan mig. Það þýðir að ég geri minn tíma á deildinni að opinberu máli.“ Pabbi horfðist í augu við mig og sagði: „Ertu viss um að það geti ekki komið sér illa fyrir þig?“ „Já, ég er viss um það.“ „Þá það. Ég er þreyttur á leyndarmálum.“ Við erum einstök og ólík Fyrsta spurningin sem Coelho fær þetta laugardagssíðdegi í september er: hve sönn er sagan um Veróniku? – Sagan er skáldskapur en hún byggist á eigin reynslu … ætlunin var að bíða þar til foreldrar mínir væru dánir því það var mun sárara fyrir þau en fyrir mig að lifa með ákvörðun sinni að láta loka mig inn á geð- deild. Á ferðum mínum fór ég þó að skilja að öll erum við að leita að farvegi fyrir drauma og öll erum við smáeinmana. Fann ég þurfti að deila með mér af þessum augnablikum þegar ég var algerlega einn og útilokaður, lokaður inni á geðdeild. Minningar mínar gat ég ekki skrifað, ekki um reynsluna eins og hún atvik- aðist. Ég þurfti að skrifa um tilfinningarnar, því þær var ég ekki einn um: við skynjum öll nístandi einmanaleika við að vera trú sjálfum okkur. Leiðin var að láta söguna gerast í öðru umhverfi og við aðrar kringumstæður. Veró- nika er kona, hún gerir sjálfsmorðstilraun, það hef ég aldrei reynt. Á vissan hátt er hún fullkomlega skálduð en um leið er hún ég, sem horfi til baka. Ég reyni að spegla mik- ilvægi þess að viðurkenna að við erum ein- stök og ólík. Að við þurfum að læra að bera virðingu fyrir reglum sem segja okkur að virða vilja annarra. Þá fyrst höfum við frelsi til að haga okkur eins og okkur langar til. En af hverju er aðalpersónan kona? Paulo Coelho fullyrðir að það sé kvenleg iðja að skrifa og gott ef hann byggir ekki svar sitt á platónskri ljósmóðurhjálp þegar hann talar um sköpunarferlið: – Að skapa er óhugsað…Þú nærð sam- bandi við orku ástarinnar… ferð í ástarleiki við lífið, veist ekki hver faðirinn er, veist að afkvæmi er á leiðinni og að tveim árum liðn- um verðurðu að gjöra svo vel að fæða barnið. Það sem ég geri mér grein fyrir er að ég ætla að skrifa um ákveðið efni. Svo læt ég lífið virka eins lengi og þarf. Næsta spurning úr salnum er frá konu sem flutti frá fjarlægu menningarsvæði til Sví- þjóðar og spyr hvernig hægt sé að aðlaga sig, lifa fjarri uppruna sínum og samt vera maður sjálfur. – Góð spurning. Þú hefur ekkert val. Jú þú getur valið að líkja lífinu við hús eða við garð.... Manneskjan hefur tilhneigingu til að byggja veggi, gera sér hús, en öryggi er bara metafór, við verðum ekki örugg. Eða þú get- ur líkt lífinu við garð og þá þarf að planta og annast hann. Garðurinn er líka háður árstíð- um, skini og skúrum, og hann breytist sífellt. Coelho segir að ekki nægi að einblína á takmarkið, þá sé maður glataður. – Mig dreymdi um að verða rithöfundur og fann aðeins leiðarvísa um hvernig bæri að skrifa, en ekki hvernig lifa. – Reynslan kenndi mér að ekki dugir að einblína á ákveð- ið verkefni, ég þurfti líka að fylgja eigin takti og lúta fyrirboðum. Stundum að nema staðar – bíða – og stundum að halda áfram. Nokkru síðar heyri ég að Coelho segist líta á rithöfundaverk sitt sem púsluspil og hver bók sé biti af því: …og ég er farinn að sjá mynd af af lífi mínu – Alkemistinn er myndhvefing yfir píla- grímsferð mína til Santiago á Spáni; baráttan fyrir að vera öðruvísi speglast í Veróniku og hvernig ég er kynvera speglast í Ellefu mín- útur. Nokkru síðar þegar spurningar um það sem Coelho kallar sína kvenlegu eða „fem- ínísku“ hlið gerðust æ nærgöngulli rann tím- inn út í miðju svari! Höfundur er búsettur í Svíþjóð. LÍF MITT ER DANS Paulo Coelho er vinsæll skáldsagnahöfundur frá Brasilíu, þekktastur fyrir bók sína Alkemistann sem Thor Vilhjálmsson hefur þýtt á íslensku. Í þessu viðtali segir hann frá viðhorfum sínum til skáldskapar. „Líf mitt er dans því ég ferðast,“ segir Paulo Coelho. E F T I R K R I S T Í N U B J A R N A D Ó T T U R – Ég á við, þú dansar ekki einn, þú stjórnar og finnur að þér þér fylgt, eða þú ert sá sem fylgir, lætur að stjórn, dansar við aðra manneskju, fylgir tónlistinni… hljómsveitin leikur, takt- urinn breytist, tónlistin skiptir um skap og dans þinn breytist, hljómsveitin þagnar og þú kyrrist, sest niður, hlustar, hugsar um eitthvað annað, kannski ekki tilbúinn að hreyfa þig þegar hljómsveitin byrjar á nýjan leik, allt er hluti af dansinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.