Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004
Í
Danmörku er verið að undirbúa afmæl-
isveislu ævintýraskáldsins H.C. Ander-
sen því á næsta ári eru liðin tvö hundruð
ár frá fæðingu hans. Í tilefni af því verð-
ur allsherjar kynning á skáldinu bæði í
Danmörku og út um allan heim. Mark-
miðið er að sem flestir kynnist eða end-
urnýi kynni sín af þeim fjölbreytileika
sem H.C. Andersen bjó yfir bæði sem rithöf-
undur og manneskja. Rautt útklippt hjarta er
lógó afmælisársins, en það vísar bæði til klippi-
mynda Andersen og ekki síður þess, að æv-
intýrin setjast að í hjarta þeirra sem þekkja
þau. Hápunktur veislunnar verður 18 binda
heildarútgáfa á verkum skáldsins myndskreytt
af afmælisbarninu sjálfu. Sérstakir H.C. And-
ersen-sendiherrar, sem sjá um að kynna skáld-
ið, hafa verið skipaðir víða um heim og þeirra á
meðal er fótboltakappinn Pele. Ýmsar sýningar
og uppákomur tengdar afmælinu eru þegar
komnar í gang, en dagskráin hefst formlega á
fæðingardegi skáldsins hinn 2. apríl 2005 og
lýkur 6. desember, daginn sem H.C. Andersen
var gerður að heiðursborgara í Odense þar sem
hann fæddist árið 1805. Um afmælið má lesa
nánar á http://H.C.a2005.dk.
Allir þekkja nafnið sem kveikir sjálfkrafa á
orðinu: ÆVINTÝRI. Nokkrar af gersemum
hans eru: Næturgalinn, Ljóti andarunginn,
Einfætti tindátinn, Eldfærin, Litla hafmeyjan,
Snædrottningin, Litli Kláus og Stóri Kláus,
Prinsessan á bauninni, Svínahirðirinn, Óli
lokbrá, Grenitréð, Þumalína, Nýju fötin keis-
arans, Koffortið fljúgandi og Litla stúlkan með
eldspýturnar. Talsvert er orðið um það að æv-
intýrum H.C. Andersen sé ruglað saman við
hefðbundin „alþýðuævintýri“ og margir virðast
farnir að ryðga í sérstöðu ævintýra H.C. And-
ersen. Það kemur ekki á óvart, ef skoðuð er út-
þynnt fjölþjóðaútgáfa, sem íslenskum börnum
hefur verið boðið upp á núna undanfarin ár. Ein
ástæða getur líka verið að þau séu minna lesin í
dag vegna þess hvað helstu þýðingar ævintýr-
anna eru orðnar gamlar. En hvað er til af ís-
lenskum þýðingum á ævintýrum H.C. Ander-
sen?
Steingrímur Thorsteinsson og hinir
H.C. Andersen kemur talsvert við sögu Ís-
lendinga í Kaupmannahöfn á nítjándu öld. Jón-
as Hallgrímsson stældi og staðfærði tvö af æv-
intýrum hans upp á íslenskar aðstæður en þau
birtust í Fjölni árið 1847. Bæði Jónas og Grím-
ur Thomsen skáld voru kunnugir honum og
þess síðarnefnda var minnst í ævisögu skálds-
ins Mit livs eventyr fyrir ritdóm, í Dansk
Maanedsskrift árið 1855, sem gladdi mjög
hjarta H.C. Andersen.
Eitt af síðustu verkum Steingríms Thor-
steinssonar (1831–1913), skálds og þýðanda,
sem líka var samtíðarmaður hans í Höfn, var
þýðing hans á tæplega 50 af þeim 156 ævintýr-
um sem H.C. Andersen samdi. Þýðingin kom út
á árunum 1904 og 1908 og hafa ævintýrin verið
lesin í ógleymanlegri þýðingu hans allt fram á
síðustu ár. Ýmislegt bendir þó til þess að lestur
þeirra fari minnkandi og þær raddir gerast há-
værari að ævintýrin séu þunglamaleg í lestri og
erfið fyrir börn. Ekki er ólíklegt að ástæðan sé
sú að þýðingin er orðin hundrað ára gömul og
íslenskt talmál hefur breyst talsvert á þessum
hundrað árum. H.C. Andersen skrifaði ævin-
týrin ekki á hefðbundnu ritmáli, eins og tíðk-
aðist í hans daga, heldur á blæbrigðaríku tal-
máli sem var blátt áfram og líflegt. Þetta
höfundareinkenni getur kallað á að þýðingu
ævintýranna þurfi að endurnýja oftar.
Reyndar hafa íslenskir þýðendur verið iðnir
við að spreyta sig á að þýða ævintýrin og má
þar meðal annarra nefna Pétur Sigurðsson,
Atla Magnússon og Guðrúnu Þórarinsdóttur.
Þær þýðingar sem koma fram í þessari grein
eru, auk þýðingar Steingríms, þýðing Björgúlfs
Ólafssonar, Þorsteins frá Hamri og Sigrúnar
Árnadóttur.
Ævintýrin aftur í dönsk ból
Á undanförnum árum hefur verið talsverð
umræða og deilur um ævintýrin í Danmörku.
Ástæðan er sú að um nýliðin aldamót gaf rithöf-
undurinn Villy Sörensen (1929–2001) út bókina
H.C. Andersen Vintereventyr, auk ritsafns
sautján endurskrifaðra ævintýra. Ástæða þess-
arar útgáfu var, að hann taldi ekki hjá því kom-
ist að endurskrifa ævintýrin því fólk væri farið
að forðast þau vegna þess að málið á þeim væri
orðið 150 ára gamalt og því tyrfið í dönskum nú-
tímamunni. Ekki voru allir hrifnir af því að
hreyft væri við ævintýrunum. Þær raddir
heyrðust að ef fólk treysti sér ekki til að lesa
ævintýrin, eins og H.C. Andersen skrifaði þau á
sínum tíma, gæti það bara sleppt því. Flestum
þykir þó Villy Sörensen hafa tekist vel til, enda
er hann einn þeirra sem hafa staðið vörð um
ævintýrin. Hann hefur hvorki hreyft við stíl,
innihaldi né formi ævintýranna heldur einungis
skipt út úreltum orðum og fært stafsetningu og
setningaskipan í nútímalegra horf. Hann hafði
það að leiðarljósi að koma ævintýrunum nær
talmáli okkar tíma, því hann taldi að ungt fólk
ætti að geta notið þeirra án orðskýringa. Hann
varar við því að hindranir, sem auðvelt sé að
leysa, fæli fólk frá ævintýrunum og bendir á að
því fjarlægari sem textinn verði almenningi því
auðveldara sé fyrir fjölþjóðaútgáfur að skrum-
skæla hann.
Danski rithöfundurinn Jens Andersen end-
urskrifaði um svipað leyti bók sem hann kallar
H.C. Andersen glemte eventyr. Hann rökstyð-
ur útgáfu sína með því að erfitt sé fyrir foreldra
að þurfa að útskýra gömul orð og talsmáta og
verða samtímis að beita kúnstum til að koma
frá sér torskildum setningum frá því um miðja
19. öld.
Eftirfarandi texti er lítið brot úr ævintýrinu
Litla stúlkan með eldspýturnar. Við komum inn
í ævintýrið þar sem litla stúlkan freistast til að
kveikja á fyrstu eldspýtunni.
Hefðbundinn texti Andersen:
„Hun trak een ud, „ritsch“ hvor spruddede
den, hvor brændte den! Det var en varm, klar
Lue, ligesom et lille lys, da hun holdt Haanden
om den; det var et underligt lys! Den lille pige
syntes hun sad foran en stor Jernkakkelovn
med blanke Messingkugler og Messingtromle;
Ilden brændte saa velsignet, varmede saa godt!
Nei, hvad var det! - Den lille pige strakte alle-
rede Fødderne ud for ogsaa at varme disse, –
da slukkedes Flammen. Kakkelovnen forsvant,
– hun sad med en lille Stump af den udbrændte
Svovlstikke i Haanden.“
Endurskrifaður texti Sörensens:
„Hun trak en ud, „ritsj“ hvor spruttede den,
hvor brændte den! Det var en varm, klar lue,
ligesom et lille lys, da hun holdt hånden over
den. Det var et underligt lys! Den lille pige syn-
tes hun sad foran en stor jernkakkelovn med
blanke messingkugler og messingtromle; ilden
brændte så lystigt, varmede så godt, nei, hvad
var det! – Den lille ( ) strakte allerede fødderne
ud for ( ) at varme dem, – da slukkedes flam-
men. Kakkelovnen forsvant, – hun sad med en
lille stump af den udbrændte svovlstik i hånd-
en.“
Endurritunin felst aðallega í því að stafsetn-
ing hefur verið færð í nútímahorf, úreltum orð-
um verið skipt út fyrir önnur algengari og svig-
ar sýna hvar einstök orð hafa verið felld niður.
Þessar fínlegu breytingar gera það að verkum
að textinn virkar ekki eins forneskjulegur.
Samanburður við texta H.C. Andersen sýnir að
Villy Sörensen hefur unnið þýðingu sína með
fullri virðingu fyrir stíl höfundar.
Ævintýri eða ævintýri
H.C. Andersen
Þegar ævintýri eru skoðuð þarf að hafa í
huga hvort um er að ræða „alþýðuævintýri“
(folkeeventyr) eða „listævintýri“ (kunsteven-
tyr). Eðli þeirra fyrrnefndu, eins og til dæmis
Öskubusku og Rauðhettu, er að breytast en þau
hafa lifað í munnmælum manna og þjóða á milli
og eru til í mismunandi útgáfum með ýmiskon-
ar tilbrigðum. Þau bera gjarnan sameiginleg al-
þjóðleg einkenni. Upphaf þeirra er nær und-
antekningalaust: Einu sinni var og í sögulok er
söguhetjan oft verðlaunuð með því að eignast
kóngsdótturina og hálft konungsríkið! Öfugt
við þetta eru ævintýri H.C. Andersen sem
flokkast undir listævintýri. Þau eiga sér þekkt-
an höfund, aðgengilegan frumtexta og höfund-
areinkenni þeirra eru því einstaklingsbundin.
Það sem í fljótu bragði aðgreinir stíl H.C. And-
ersen skýrt frá alþýðuævintýrum eru upphafs-
orð ævintýranna því af þeim 156 ævintýrum
sem hann samdi byrjuðu einungis 10 þeirra á
einu sinni var og hjá honum var ekki að finna
dæmigerðan „góðan“ endi á ævintýrunum.
Margir hafa álitið H.C. Andersen barnalegan
sérvitring sem skrifaði lítil og sæt ævintýri.
Þetta er misskilningur því ævintýrin eru ein-
stök og Villy Sörensen lagði áherslu á að
snemma hefði komið í ljós að H.C. Andersen
var einstaklega næmur og afburðarithöfundur.
Rithöfundurinn Johannes Møllehave, sem
mikið hefur skrifað um verk H.C. Andersen,
leggur áherslu á ljóðrænan stíl sem einkenni
verka hans. Hann bendir á að stuðlun komi víða
fram í ævintýrunum. Eitt dæmi um stuðlun er
úr Eldfærunum: „Men dronningen var nu en
klog kone, som kunne mere end at køre i ka-
ret.“ Hann bendir líka á stuðlun í titlum æv-
intýranna eins og: „Billedbog uden billeder“,
„Kjesernes nye klæder“ og „Tante tandpine“.
Stuðlunina telur Möllehave þó yfirleitt tapast í
þýðingu.
Hann segir H.C. Andersen hafa fundið sinn
eigin frásagnarstíl í gegnum ævintýrin þar sem
eitt aðaleinkennið er talmálið sem var blátt
áfram og eðlilegt á sínum tíma. Hann notaði
ýmiss konar slettur og upphrópanir úr daglegu
tali eins og: Snik snak, – en, to, tre, og rap, rap,
rap, sem þótti óvenjulegt en ekki mjög fínt.
Allir sem skrifa um H.C. Andersen leggja
áherslu á þetta lifandi talmál sem sérstakt höf-
undareinkenni. „Nu skal vi høre“ er kunnugleg
setning úr ævintýrunum sem virkar þannig að
sögumaður kemur nær hlustanda, enda prófaði
H.C. Andersen ævintýrin með því að lesa fyrir
alla sem vildu hlusta og fann þannig hvernig
hann náði best til áheyrenda.
Stíll hans er reyndar oft álitinn það sem kall-
að er óþýðanlegur, sem hljómar heldur und-
arlega ef litið er til þess að ævintýri hans eru
mest þýddu bókmenntir í veröldinni, næst á eft-
ir Biblíunni. Ástæður þessa óþýðanleika eru
taldar vera meðal annars að hann sé svo dansk-
ur að erfitt sé að koma tungutaki hans til skila
yfir á önnur tungumál og að frásagnarstíll hans
einkennist af næstum ómerkjanlegum blæ-
brigðum og húmor. Sjálfur sagði H.C. Ander-
sen að húmorinn væri saltið í ævintýrum sínum.
Ævintýri H.C. Andersen hafa víða tekið
miklum breytingum í erlendum þýðingum.
Vangaveltur hafa verið um hvort þær breyt-
ingar sem gerðar hafa verið á ævintýrunum
stafi af því að menn þekki betur alþýðuævintýr-
in og reyni því að þröngva ævintýrum hans inn í
þeirra kunnuglegu formúlu.
Breytingar á ævintýrunum
Viggo Hjørnager Pedersen, einn helsti þýð-
ingarfræðingur Dana, hefur skoðað breytingar
eða svokallaðar tilfæringar sem gerðar hafa
verið á verkum H.C. Andersen í erlendum þýð-
ingum. Hann segir þær sérstaklega algengar í
enskum þýðingum. Ástæðuna telur hann vera,
að þegar fyrsta ævintýraheftið kom út var tekið
fram: „fortalt for börn“. Afleiðingarnar eru þær
að í enskum þýðingum eru ævintýrin „mat-
reidd“ sérstaklega fyrir þann markhóp meðan
H.C. Andersen skrifaði þau með alla aldurs-
hópa í huga. Þessa matreiðslu telur hann hafa
haft áhrif bæði á mál, stíl og húmor og því verði
ævintýrin oft á tíðum heldur bragðlaus. Dæmi
um algengar tilfæringar í enskum þýðingum
eru meðal annars: lenging og útskýringar text-
ans sem útþynnir ævintýrin. Leiðréttingar sem
gerðar eru þar sem kaldranaleg eða gróf atriði
eru löguð til og þjóðfélagsleg kaldhæðni tekin
burt. Stytting textans bitnar gjarnan á nátt-
úrulýsingum og árstíðaskiptum, sem hafa oft
mikla þýðingu. Breytingar og útþynning á upp-
hafsorðum og endi er algeng sem getur eyðilagt
stíl höfundar og skilning á ævintýrunum.
Hvernig eru íslensku þýðingarnar?
Þegar þær íslensku þýðingar á ævintýrunum
sem hér koma fram eru skoðaðar kemur í ljós
að tvær þeirra eru trúar frumtexta. Mismunur
þeirra felst einkum í því að þýðing Steingríms
Thorsteinssonar nær frásagnarstíl, blæbrigð-
um og hrynjandi sem einkenna ævintýri H.C.
Andersen. Þýðing Björgúlfs Ólafssonar er hins
MEÐ H.C. ANDERSEN Í BÓLIÐ
Lesendur þurfa að geta
treyst því að klassískar
bókmenntir viðurkenndra
höfunda gefnar út í
þeirra nafni séu ekta.
Það er ekki alltaf raunin
þegar þýðingar á
ævintýrum H.C. And-
ersen eru annars vegar.
Hér er rýnt í íslenskar
þýðingar á Andersen.
„Það er ekki á allra færi að þýða ævintýrin. Til þess þarf þýðanda sem þekkir og elskar stíl og
takta H.C. Andersen,“ segir greinarhöfundur sem þykir þýðingar á skáldinu æði misjafnar.
E F T I R J Ó N Í N U
Ó S K A R S D Ó T T U R