Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 Þ egar ókunnur höfundur stakk nið- ur stíl sínum, sennilega laust fyr- ir 1270,1 og hóf að rita hið stór- brotna bókmenntaverk, Brennu-Njáls sögu, hefur sá maður augljóslega verið vel und- ir það búinn á margan hátt og skort ekki vætta þess er til þurfti. Eitt af því voru haldgóðar heimildir um ættir manna og uppruna, ásamt tengdum at- burðum, svo og landnámum og búsetu. Það var nauðsynlegur grunnur til að byggja á sögusvið og skapa frásögnum trúverðugan ramma og ’rétt’ aðhald. Fyrir og á ritunartíma Njálu hefur slíkar upplýsingar helst verið að finna í ætt- artöluriti sem við köllum nú Frumlandnámu og síðar í svokallaðri Styrmisbók, sem ekki eru lengur til, en þær landnámabækur sem nú þekkjast voru þá óskráðar. Í miklum formála nefndrar sögu hefur útgef- andinn, Einar Ólafur Sveinsson, gert ítarlega grein fyrir þessum þætti ritverksins.2 Þar kem- ur fram að virtir nafngreindir fræðimenn hafa talið að Njáluhöfundur hafi haft undir höndum, jafnvel á borði sínu, samstætt safn ættartalna sem hann, útgefandinn, kallar í formálanum ættartöluheimildina. Hún á að hafa verið skráð á Suðausturlandi, [sunnanverðu Austurlandi] og lætur útgefandi að því liggja að Kolskeggur fróði sé líklegur höfundur hennar. Þrátt fyrir vönduð vinnubrögð Njáluhöfundar hafa ís- lenskir fræðimenn á síðustu öld verið ósparir á að vefengja eitt og annað sem hann lét frá sér fara um ættir þess fólks sem hann segir frá í Njálu. Það er gert með skírskotunum til nýrri og „traustari“ heimilda í þeirri Landnámu sem við nú þekkjum. Einna skýrast dæmi hér um varðar ættdreif frá Sighvati rauða, landnáms- manni í Fljótshlíð. Þar er Njáluhöfundur talinn bera ábyrgð á brottfalli eins mikilvægs ættliðar og er það skýrt í nefndum formála sem villa af vangá.3 Enginn veit nú hvernig ættartalan, sem Njáluhöfundur notaði, var þegar hann festi á bókfell þessi upphafsorð bókarinnar: „Mörður hét maður, er kallaður var gígja; hann var son- ur Sighvats ins rauða; hann bjó á Velli á Rang- árvöllum.“ Strax hér þjarmar útgefandinn að Njáluhöfundi og gerir umfangsmikla athuga- semd neðanmáls. Síðari hluti hennar er þannig: „Frá ætt Marðar segir Njála öðruvísi en Landn. (og Flóamanna saga, sem fer eftir Sturlubók); þar er Mörður talinn Sigmundar- son, Sighvats sonar rauða, en Njála nefnir ekki Sigmund, hvorki hér né síðar, þegar þessi ætt er rakin (19., 34 .og 41. kap.).“ Greinilegt er að hér gerir útgefandinn ráð fyrir ættartölu með niðjum Sighvats og að Njáluhöfundur hafi sótt í hana efnivið nokkrum sinnum. Í Sturlubók Landnámu, S345, er ættartala, eða ættartölubrot, með niðjum Sighvats rauða. Hún ber þess einhver merki að vera ættuð úr safni Kolskeggs vitra. Hún er illskiljanleg til að byrja með og óskiljanleg undir lokin, sennilega vegna brenglunar. Hugsanlega er hér um að ræða hluta eða slitur af þeirri ættartölu sem Njáluhöfundur notaði. Landnámabækurnar þrjár, Sturlu-, Hauks- og Melabók (skammst. S, H og M) hafa sitt hvað að segja um Sighvat rauða og afkomendur hans: (H304) „...og bjó í Bólstað. Hans son var Sig- mundur faðir Marðar gígju...“, og síðar „ Sigmundur féll við Sandhólaferju;“ (M9) „...og bjó í Bólstað. Hans son var Sig- mundur, er féll við Sandhólaferju, faðir Marðar gígju.“ (S344) „Sæbjörn goði var son Hrafns Hængs- sonar, er átti Unni dóttur Sigmundar; þeirra son var Arngeir.“ (S345) „Sighvatur rauði hét maður göfugur á Hálogalandi; hann átti Rannveigu, dóttur Ey- vindar lamba og Sigríðar, er átt hafði Þórólfur Kveld-Úlfsson; Rannveig var systir Finns ens skjálga. Sighvatur fór til Íslands að fýsn sinni og nam land að ráði Hængs í hans landnámi fyr- ir vestan Markarfljót, Einhyrningsmörk fyrir ofan Deildará, og bjó í Bólstað, hans son var Sigmundur, faðir Marðar gígju, og Sigfúss í Hlíð og Lamba á Lambastöðum og Rannveig, er átti Hámundur Gunnarsson, og Þorgerður, er átti Önundur bíldur í Flóa.“ Þetta er efniviðurinn sem vinna þarf úr ef við freistum þess að nálgast hið sanna í málinu. Hér segja H og M skýrt og skorinort að Sighvatur rauði hafi verið faðir Sigmundar, sem féll við ferjuna, og að Mörður hafi verið sonur Sig- mundar. Þetta hvort tveggja stangast á við frá- sögn Njálu eins vel og hægt er, sbr. upphafsorð hennar og 1. málsgr. XIX. kapítula, en þar segir að Sighvatur rauði hafi fallið við Sandhólaferju. Sturla Þórðarson er sammála H og M þegar hann segir blákalt í S348 að Steinn Baugsson hafi fellt Sigmund Sighvatsson við Sandhóla- ferju og kemst þar með í mótsögn við Njáluhöf- und. Sturla nefnir ekki Þorgerði en segir óbeint að hún hafi verið Sigmundardóttir þegar hann talar um föðurbana hennar í S348. Það bendir til þess að Sturla hafi misskilið fleira í ættartöl- unni. Hann segir þó hvergi berum orðum að Sigmundur hafi verið faðir Marðar gígju, og al- gjör misskilningur á ættartölunni liggur í loft- inu. Útgefandi Landnámu, Jakob Benediktsson,4 og áður nefndur útgefandi Brennu-Njáls sögu5 hafa báðir dregið upp ættarskrár sem sýna skilning þeirra á framangreindum ættfræði- heimildum. Hér var látið nægja að vísa til þeirra. Báðir útgefendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Sighvatsson hafi ver- ið faðir Marðar gígju, Sigfúss í hlíð, Lamba, Rannveigar og Þorgerðar. Allt gengur þetta þvert á frásagnir Njálu, svo langt sem sam- anburður nær; hann nær ekki til Sigmundar og Þorgerðar, því Njáluhöfundur tók þau ekki upp í verk sitt. Hann var að skrifa bókmenntaverk en ekki að tína upp nöfn í ættfræðirit. Höfundur þessarar greinar lítur þetta silfur öðrum augum en Landnáma og nefndir útgef- endur. Þær skoðanir verða nú settar fram eftir því sem föng eru á. Hér verður að geta þess að ekki er aldeilis víst að þetta ættartölubrot sé ’nú’ eins og það var upphaflega. Greinilega hef- ur eitthvað farið úrskeiðis áður en Sturla Þórð- arson bjargaði því frá glötun. Í S344 sjáum við nafn Sigmundar. Þar er gerð grein fyrir fjölskylduböndum Unnar dótt- ur hans og dóttursyninum Arngeiri en ekki honum sjálfum, sem er ekki nógu gott. Þetta er í lok málsgreinar og skrifarinn, hver sem hann hefur verið, verður að taka ákvörðun um hvort hann á að tengja Sigmund við landnámsmann- inn Sighvat rauða með nýrri setningu, hér eða síðar. ’Hér’, er ekki nógu gott, því næsta máls- grein, sjá S345, á einmitt að fjalla um þennan Sighvat. Við þessar aðstæður verður að ætla að skrifarinn hafi fundið leið til að leysa klúður sitt með innskoti á réttum stað í viðamikla máls- grein um föðurinn. Í samræmi við það verður til þessi innskotssetning: ,„hans son var Sigmund- ur,“. Hún kemur þegar kynningu á Sighvati er lokið og áður en eiginleg ættrakning frá honum hefst. Þetta er snjöll lausn því innskotið vísar greinilega til Sigmundar, sem stendur í upp- námi, og nú er hann kominn til föðurhúsa á þann veg að öllu er til skila haldið. Allt er þetta á annan veg í H304 og M9; þar hefur innskotið verið eyðilagt með því að þar er kominn punkt- ur aftan við bæjarnafnið „Bólstað“. Með því móti er fullyrt, í nýrri setningu, að Mörður gígja hafi verið sonur Sigmundar Sighvatssonar. Eftir að innskotinu sleppir, því sem nefnt var hér að framan, má rekja, eins og ekkert hafi í skorist, frá þeim manni sem málsgreinin í S345 snýst öll um. Það er örugglega Sighvatur en ekki Sigmundur, því áður var búið að kynna af- komendur hans. Framhaldið: ,„faðir Marðar gígju,“, þýðir einfaldlega að Sighvatur rauði er faðir Marðar. Þarna skilur á milli feigs og ófeigs í mati á þessum hluta ættartölunnar og eitthvað þessu líkt má ætla að Njáluhöfundur hafi hugs- að með hana fyrir framan sig ef þetta er úr hans ættartölu. Samkvœmt þessu hefur Mörður gígja verið sonur Sighvats rauða, sem veginn var við Sandhólaferju, eins og höfundur Njálu hefur sagt. Þá er komið að öðrum börnum Sighvats rauða. Framan við nafn Sigfúss og Þorgerðar er greinarmerki og samtenging. Það ætti að þýða í báðum tilfellum að þau Sigfús og Þor- gerður eru Sighvats börn og eiga systkini sem áður hafa verið talin. Á þessu er einn hængur, nafn Þorgerðar er hér í nefnifalli en ætti að vera í eignarfalli til þess að öllu réttlæti sé fullnægt. Þar á móti kemur að hún er gift landnáms- manni og getur í því sambandi varla verið fædd eftir 900. Hún er því systir en ekki dóttir Sig- mundar. Hún gerðist mikill örlagavaldur með því að gangast fyrir hefndum6 eftir föður sinn, sem veginn var við Sandhólaferju, þ.e. Sighvat. Lambi tengist Sigfúsi Sighvatssyni á einfaldan hátt með ’samtengingu’ og er bróðir hans.7 Rannveig er eini ættliðurinn sem hér verður ekki komist til ráðs við með þeim gögnum sem fyrir liggja. Af mörgum ástæðum getur hún ómögulega verið dóttir Sigmundar. Hollast mun því vera að trúa orðum Njáluhöfundar, þó ekki sé nema einu sinni, þegar hann segir að Rannveig hafi verið dóttir Sigfúsar í Hlíð. Hon- um ætti að vera treystandi því nú vitum við að hann skildi ættartöluna alltaf rétt, þegar hann greip til hennar. Það er meira en hægt er að segja um lögmennina þrjá sem skrifuðu land- námabækur á ofanverðri 13. öld. Ættskrá VI sýnir niðurstöðu könnunar á framangreindri ættdreif Sighvats rauða. Tíma- setning sýnir áætluð fæðingarár. Þau miðast við heilan tug ára nema þegar annað er vitað. Nöfnum hefur verið bætt við úr öðrum heim- ildum til þess að feitletraðir ættliðir sjáist í víð- ara samhengi. Samkv. tímatali í formála Njálu hefur Mörð- ur gígja Sighvatsson dáið um 970 og verið þá nær sjötugu, sjá ættskrá VI. Ef hann var sonur Sigmundar, sem hér er nefndur, hefur hann dá- ið um fertugt og Unnur dóttir hans misst föður sinn 10 ára. Varla hefur Þorgerður, kona Ön- undar Hróarssonar landnámsmanns í Flóa, verið dóttir Sigmundar, því þá væri hún fædd um 930 og eftir því um 50 árum yngri en bóndi hennar. Kona Sigfúss í Hlíð, Fljótshlíð, var Þór- unn Jörundardóttir goða, H305. Hún tengir Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda við kon- ungsættir í Danmörku.10 Njála segir að Har- aldur konungur Gormsson gæfi Gunnari tign- arklæði sín, hvað sem það á að segja lesendum Njálu eða tákna. Haraldur sat að ríkjum í Danmörku 936–986 og leiðir þeirra Gunnars lágu saman í Heiðabæ í Danmörku einhvern tímann á árabilinu frá 970– 972. Til samanburðar má geta þess að Gunnar mun fyrst hafa séð Hallgerði á Þingvöllum um 974 og kvænst henni ári síðar. Ættskrá VII sýn- ir skyldleikann milli Haralds konungs Gorms- sonar og Gunnars bónda á Hlíðarenda. Leiðrétting: Í fyrstu grein um ættartölur í Landnámu, laugardaginn 24. apríl, misritaðist fæðingarár Ásvarar í ættskránum báðum. Rétt fæðingarár er 890. Neðanmálsgreinar: 1 Hér er talið sennilegt að Njála hafi verið skrifuð um 15 árum fyrr en almennt er nú talið, en það er um eða eftir 1285. Þá aldursákvörðun, eftir 1285, hafa Íslendingar þegið frá norskum fræðimanni sem hét Gustav Storm. Hann byggir skoðun sína fyrst og fremst á því að í Njálu finnist orð og orðasambönd úr norsku lagamáli sem hingað hafi borist með lögbókinni Járnsíðu. Þetta eru haldlaus rök því vitað er um fjölda Íslendinga sem hafa þekkt og jafnvel átt norskar lögbækur frá því á öndverðri 13. öld fram að þeim tíma sem hér um ræðir, t.d. Snorri Sturluson, Gissur Þor- valdsson, Þorleifur hreimur Ketilsson, Þórður kakali, Þor- gils skarði og eru þá biskupar ótaldir. 2 [íslensk fornrit, XII, bls. L-LIII] 3 [íslensk fornrit, XII, bls. LI] 4 [íslensk fornrit, I, XXX. Niðjar Sighvats rauða ] 5 [íslensk fornrit XII, n., b. Niðjar Sighvats rauða samkv. Landn.] 6 [íslensk fornrit, I, S 348, H 307] 7 [íslensk fornrit, XII, bls. 105] 8 Kemur við Egils sögu, meðal afkomenda eru þremenn- ingarnir Egill Skallagrímsson og Eyvindur skáldaspillir. 9 Haraldur hilditönn féll í frægri orrustu á Brávelli í Eystra-Gautlandi um 770. Þar var Þór og ’vann bragð á Brávelli’,segir Landn. 10 Frá þessum skyldleika sagði mér Sigurður Örn, sonur Ingólfs og Rósu B. Blöndals. Hann er nú dáinn. Fyrir nokkrum árum bað hann mig um að athuga fyrir sig hvern- ig þessum skyldleika væri háttað. Ekki tókst mér að leysa þetta mál aðþví sinni. Þá skildi ég ekki ættartöluna í ’S 345’ og hélt að Rannveig Sigfúsdóttir á Hlíðarenda væri Sig- mundardóttir. UM ÆTTARTÖLUR Í LANDNÁMU SIGHVATUR RAUÐI OG VÍG VIÐ SANDHÓLAFERJU                                 !   "# $ #        !  " #    % &'(%  )   *  % &+,#-% )   +.   %  $/ +. . $   %  %  0- % "##! % 12. ' % 1 !* .3- 4 ' + "# %  &( ) !$3'#// %  %  $&  %  ' * ' /% & ,33+ 0-33+ Höfundur er áhugamaður um ættfræði. E F T I R G U Ð M U N D H A N S E N F R I Ð R I K S S O N Hryðjuverkaheimsstyrjöld, ný hafin stendur yfir. Hatrið sem og hefnd ísköld, þeim hlífir ei sem lifir. Svo skaðar auðlegð – örbirgð mann og eitrar munur verstur. Vel kominn, þiggjum kærleikann, við kjarajöfnun bestur. Annað heimsstríð eftir það, þá eining jókst um trúna. Með ráð til heims á hverjum stað er hjálp í raunum núna. Elska jafnvel óvin þinn, þau orð tjá stóra málið. Svo hljóti friðinn heimurinn, þá hefndar slökkt er bálið. Vor góði hirðir gekk á jörð og gengur sem oss leiðir. En til þess komum hans í hjörð, er hryðjuverkum eyðir. Og svo er viljum sé oss gert, vér sjálf og skulum gera. Það hverjum manni’ er mest um vert, trúr Messíasi’ að vera. PÉTUR SIGURGEIRSSON Höfundur er biskup. ÞRIÐJA HEIMSSTRÍÐIÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.