Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004
S
amtónn, samtök rétthafa í ís-
lensku tónlistarlífi, gekkst fyrir
ráðstefnu í sal FÍH mánudag-
inn 3. maí. Á ráðstefnunni var
starf samtakanna á liðnu ári
kynnt, einkum vinna að stefnu-
mótun og framtíðarsýn íslensks
tónlistarlífs, en sú vinna hófst
með vinnufundi þessara aðila í Borgarnesi í
fyrra. Til liðs við tónlistarmenn í því verkefni
voru fengnir fulltrúar úr Samtökum iðnaðarins
undir forystu Davíðs Lúðvíkssonar, sem jafn-
framt stýrði verkefninu. Á ráðstefnunni var
kynntur bæklingur með niðurstöðum stefnu-
mótunarvinnunnar.
Dr. Ágúst Einarsson, deildarforseti við-
skipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands,
kynnti skýrslu um greiningu á hagrænu um-
fangi tónlistariðnaðar hérlendis, sem unnin var
fyrir Samtón, og að lokum var undirritaður
samningur milli menntamálaráðuneytisins og
Samtóns um að hafin verði vinna við frumgerð
íslensks tónlistarnets, eða netgáttar, sem hafa
mun það að markmiði að veita almenningi einn
aðgang að þeim upplýsingum sem til eru um
tónlist á Íslandi, en eru nú varðveittar í ýmsum
gagnagrunnum ólíkra stofnana er sinna mál-
efnum tónlistarinnar.
Í framsögu sinni á ráðstefnu Samtóns sagði
formaðurinn, Kjartan Ólafsson tónskáld, að til
samtakanna hefði verið stofnað fyrir tveimur
árum eftir að höfundar tónlistar, flytjendur og
útgefendur hefðu komið saman til að ræða
sameiginleg hagsmunamál sín. Hann sagði að
samstarfið hefði aukist jafnt og þétt og að mun
meiru hefði verið áorkað í starfsemi samtak-
anna en björtustu vonir hefðu verið bundnar
við í upphafi, ýmsum stórum verkefnum hefði
verið hrundið af stað, unnið að sameiginlegum
hagsmunamálum og réttindagæslu innan lands
sem utan.
Þau þrjú verkefni sem kynnt voru á ráð-
stefnunni eru öll liður í þeirri viðleitni Samtóns,
að leita sóknarfæra fyrir íslenska tónlist hér
heima sem erlendis.
Aukin menningarumsvif
leiða til bættra lífskjara
Skýrsla um greiningu og hagrænt umfang ís-
lensks tónlistarlífs var unnin á vegum við-
skipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, en
greiningarskýrslan er liður í rannsókn deild-
arinnar á hagrænum áhrifum íslensks tón-
listariðnaðar og unnin fyrir Samtón.
Í framsögu sinni sagði Ágúst Einarsson, að í
rannsókninni væri fjallað um tónlist sem hluta
af listsköpun, og listsköpun sem hluta af allri
menningarstarfsemi í landinu. Með hagrænum
áhrifum tónlistariðnaðarins, væri átt við þau
ytri áhrif hans sem virkuðu á þriðja aðila til
góðs eða ills, samkvæmt skilgreiningum hag-
fræðinnar. Ágúst nefndi til skýringar að
menntun og menning, þar með tónlist, væru
dæmi um greinar sem hefðu jákvæð áhrif í
samfélagslegu tilliti. „Aukin menningarleg um-
svif í hagkerfinu, tónlistarumsvif þar með talin,
leiða til bættra lífskjara, nákvæmlega eins og
aukin menntun gerir.“ Hann benti á, að þar fyr-
ir utan væru þar jákvæðir þættir sem ekki yrðu
mældir á vísindalegan hátt, eins og aukin vel-
líðan einstaklinga, sem væri einstaklega skýrt í
tilfelli tónlistarinnar.
Í skýrslunni kemur fram að alls skilaði
menningarstarfsemi hvers konar 4% til lands-
framleiðslunnar árið 2003, en í samanburði má
geta þess að samanlögð starfsemi rafmagns-,
hita-, og vatnsveitna skilaði um 3,4% til lands-
framleiðslunnar sama ár. Umfang tónlistarinn-
ar til verðmætasköpunarinnar í hagkerfinu
nemur um fjórðungi allrar menningarstarf-
semi og skilar því litlu minna en landbúnaður-
inn, en hlutfall hans í landsframleiðslu er 1,4%.
Samanburð á hlutfallslegu framlagi atvinnu-
vega til landsframleiðslu má sjá á töflu 1.
Um 80% fyrirtækja í menningargeiranum
hafa fimm eða færri starfsmenn, og því um
mikið einyrkjaumhverfi að ræða. Engu að síður
var fjöldi starfa í menningargeir-
anum árið 2002 talsverður, eða
um 5.000 manns, mjög varlega
áætlað, sem er svipaður fjöldi og
starfar við fiskveiðar, og meir en
þrefaldur sá fjöldi sem starfar við
veiturnar. Tafla 2 lýsir frekari
samanburði á starfsmannafjölda
atvinnuveganna. Ágúst sagði að í
þessum samanburði mætti glöggt
sjá hve menningin væri orðin stór
þáttur í hagkerfi okkar.
Á síðustu 20 árum hefur orðið
jákvæð þróun í framlagi opin-
berra aðila til menningarmála, en
það hefur aukist úr um 6 millj-
örðum árið 1980 í ríflega 20 millj-
arða árið 2001, á sambærilegu
verðlagi, en útgjöld til menning-
armála sem hlutfall af heildarútgjöldum hins
opinbera hefur jafnframt aukist á sama tíma úr
4,4% í um 6,2%. „Þessi tala er mikilvæg stærð,
því hún sýnir forgangsröðunina í samfélaginu
og vilja stjórnmálamanna í þeim efnum.“ Hlut-
ur sveitarfélaganna í útgjöldum til menningar-
mála er hærri en hlutur ríkisins.
Skapandi atvinnugreinar
hafa jákvæð áhrif á hagkerfið
Það kom fram hjá Ágústi að hlutur skapandi
atvinnugreina á íslenskum vinnumarkaði fer
ört vaxandi, en þar er hluti menningarinnar
mjög umfangsmikill. Skapandi atvinnugreinar
eru nú um 23% af vinnumarkaði, og hafa aukið
hlutdeild sína úr 20% frá því fyrir tíu árum, á
sama tíma og hlutur frumframleiðslu og iðn-
aðar lækkar jafnt og þétt. Ágúst sagði að skap-
andi greinarnar hefðu mjög jákvæð áhrif á hag-
kerfið, en í þessum flokki er nýsköpun af ýmsu
tagi auk listarinnar, til dæmis vísindastarfsemi.
Ágúst tók dæmi af því hvernig tónlistin skap-
ar stöðug verðmæti. Ítalska tónskáldið Giu-
seppe Verdi samdi óperu sína Aidu undir lok
19. aldar. Á hverjum degi, allt árið um kring er
verið að flytja óperuna einhvers staðar í heim-
inum. „Það er margt sem gerist innan hagkerf-
isins þegar ópera eins og Aida er flutt. Fjöldi
dæmis stofnun útflutningsmiðstöðvar tónlist-
arinnar sem hugmyndir eru uppi um hér, og
hefur verið reynd í ýmsum löndum.“
Ágúst sagði auðvelt að fella tónlistina að
þeim líkönum hagfræðinnar sem notuð eru til
að sýna styrkleika og veikleika atvinnugreina
gagnvart mörkuðum og sókn til nýrra tæki-
færa, og þá möguleika sem í þessu felst ætti
tónlistariðnaðurinn að nýta sér. Hann sagði
það til dæmis ljóst að atvinnugreinin væri
menntuð og sérstök, sem kæmi sér vel fyrir
hana og styrkti stöðu hennar. Störf í tónlistar-
iðnaðinum hefðu þó frekar orð á sér fyrir að
vera láglaunastörf, og sagði hann brýnt að snúa
því viðhorfi við, meðal annars með því að kynna
vel mikilvægi atvinnugreinarinnar.
Ágúst sagði stjórnvöld geta gert margt til að
bæta samkeppnishæfi þjóðarinnar á tónlistar-
sviðinu. Þar mætti leggja til skattaívilnanir,
styrki, bætta aðstöðu, eflingu skólakerfisins,
með því að auka kröfur til greinarinnar, eflingu
rannsókna og með því að hagrænt mikilvægi
tónlistarinnar verði viðurkennt.
Vel þyrfti einnig að huga að innviðum grein-
arinnar. „Þar vantar ýmsa þætti, sem þykja
sjálfsagðir í innviðum svona mikilvægrar at-
vinnugreinar: vandaða tónleikasali, óperusvið
eða óperuhús. Þetta er kunnuglegt efni, en
þetta eru innviðir sem beinlínis skortir til að ná
fram þeim styrkleika sem hægt er, en þetta
hefur dregið mátt úr greininni.“
Að mati skýrsluhöfunda er um 10% af einka-
neyslu landsmanna varið til menningar, eða um
43 milljörðum, en fyrirtæki í tónlistariðnaðin-
um velta um 5 milljörðum á ári. Þar af er áætl-
að að hlutur tónlistarinnar sé um 6 milljarðar á
ári.
Margt fleira fróðlegt tölulegra upplýsinga
kom fram í skýrslunni, sem rennir stoðum und-
ir að mikillar bjartsýni megi vænta innan
greinarinnar. Ennþá er beinn útflutningur á
tónlist óverulegur, en óbein áhrif hans eru þó
mjög mikil, til dæmis í ferðaþjónustu. Á þessu
sviði ekki síst liggja sóknarfæri. Þá hefur út-
gáfa innlends tónlistarefnis aukist verulega
undanfarna tvo áratugi, en langmest er gefið út
af dægurtónlist. Söluverðmæti diska hefur hins
vegar staðið í stað síðasta áratug. Hljóðvarps-
rásum hefur fjölgað verulega á sama tíma, og
útsendingartími þeirra sautjánfaldast. Tónlist-
in vegur þungt í útsendu efni þessara stöðva.
Tónleikum fjölgar jafnt og þétt, og er aukn-
ingin meiri á landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu. Vera má að fjölgun tónlistarhátíða
utan höfuðborgarinnar skipti þar miklu máli.
Þótt fjöldi tónleika vaxi hraðar á landsbyggð-
inni, hefur tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands fjölgað verulega síðustu fjóra áratugi og
tónleikagestum hljómsveitarinnar fjölgað um
þriðjung á tuttugu ára tímabili. Fjöldi tónlist-
arskóla hefur sexfaldast á fjörutíu árum, og eru
þeir nú 80 talsins. Nemendafjöldi hefur ellefu-
faldast á sama tíma, og eru nemendur tónlist-
arskólanna í landinu nú um 12 þúsund. Það er
mat skýrsluhöfunda að miðað við vöxt tónlist-
ariðnaðarins og annarra skapandi atvinnu-
greina í nálægum löndum og öflugan stuðning
og skilning á stöðu tónlistariðnaðirns á næstu
árum, sé líklegt að innan fimm ára muni um
1.500 manns vinna í tónlistariðnaði og framlag
hans til landsframleiðslunnar nemi 1,2%.
Auka þarf rannsóknir
í málefnum tónlistarinnar
Að lokum lögðu skýrsluhöfundar fram tillög-
ur til að bæta frekar úr. Auk nauðsynjarinnar á
að vekja athygli almennings jafnt sem stjórn-
málamanna á stærð, umfangi og mikilvægi
greinarinnar, þyrfti að auka menntun í mark-
aðsmálum og stjórnun innan tónlistariðnaðar-
ins, koma upp útflutningsskrifstofu fyrir tónlist
erlendis, auka rannsóknir í menningarmálum,
og þá sérstaklega tónlist, og loks, að bæta að-
stöðu fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ís-
lensku óperuna.
LYKILATRIÐI AÐ
SAMRÆMA
VIÐSKIPTA- OG
MENNINGAR-
STEFNU
Skýrsla um hagræn áhrif tónlistariðnaðarins kynnt
á ráðstefnu Samtóns fyrr í vikunni gefur til kynna að
framlag tónlistarinnar til landsframleiðslu sé orðið
nálægt framlagi landbúnaðarins í verðmætasköp-
uninni. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR sat ráðstefnuna.
begga@mbl.is
fólks fær greidd laun, það þarf að
prenta ýmislegt, ráða hljómsveit,
útvega hljóðfæri, það þarf tónlist-
arhús, það þarf að vera búið að
byggja tónlistarhúsið, það þarf
söngvara, það þarf kóra, tónlist-
arskóla, sviðsfólk, rafvirkja,
smiði, kokka, bílstjóra og verka-
menn. Allt þetta er nauðsynlegt
að taka með í reikninginn þegar
verið er að tala um tónlist sem
hagrænan þátt.“ Ágúst nefndi
fleiri þætti sem kæmu við sögu
við uppfærslu einnar óperu, eins
og fjölmiðla sem sinna bæði um-
fjöllun, umsögnum og jafnvel
upptökum á óperunni. Þá er auð-
vitað óupptalið fólkið sem fer á
staðinn, kaupir sér miða og nýtur.
„Þarna er að eiga sér stað mikil verðmæta-
sköpun og auðvitað líka vellíðan, vegna eins
tónverks, sem samið var fyrir 130 árum. Tón-
listin og reyndar leiklistin líka, hafa að þessu
leyti algjöra sérstöðu í hagkerfinu.“
Þarf að auka tónlistarútflutning
Ágúst sagði ljóst að í dag væri tónlistariðn-
aðurinn að lifa tíma mikillar endurskipulagn-
ingar, enda væri hann í örum vexti, bæði einn
og sér, en líka með áhrifum sínum á aðrar
greinar, svo sem myndbandagerð, hugbúnað-
ardreifingu á stafrænu efni og fleiri. „Lykilat-
riði hér er meiri samræming milli viðskipta-
stefnu og menntastefnu, og það þarf að taka
tillit til þess hvað lítil, sjálfstæð tónlistarfyr-
irtæki eru viðkvæm og þola ekki mikið rót í
sínu umhverfi, en það eru sannindi sem við
sjáum af rannsóknum á tónlistariðnaðinum á
Norðurlöndunum líka. Aukin menntun og sí-
menntun skiptir miklu máli, og þar geta op-
inberir aðilar komið sterkt inn.“
Svíþjóð er í dag þriðji stærsti tónlistarút-
flytjandi í heimi, og sagði Ágúst reynslu þeirra
gefa til kynna að útflutningur okkar á tónlist
gæti orðið mun meiri en nú er. „Sérstakur
stuðningur, eða frumkvæði af opinberri hálfu í
útflutningi tónlistar, gæti hjálpað verulega, til
Ágúst Einarsson
prófessor.