Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 5 Þýðing Steingríms Thorsteinssonar. 1970. Ævintýri og sögur. Barnablaðið Æskan. Reykjavík. „Hún tók þá eina eldspýtu og kveikti á henni – riss! riss! sagði spýtan; en hvað hún logaði fallega! Hversu var loginn heitur og skær! Alveg eins og dálítið ljós, þegar hún hélt á eldspýtunni í lófa sínum; það var und- arlegt ljós. Henni virtist sem hún sæti fyrir framan heitan ofn, skínandi fagran og fág- aðan; það logaði svo vel í honum, og hann hit- aði svo vel; nei, hvað var það? Vesalings stúlkan rétti fram fæturna og ætlaði að hita sér á ofninum - þá dó á eldspýtunni. Ofninn hvarf - hún sat með útbrunna eldspýtu í hendinni“ Þýðing Björgúlfs Ólafssonar. 1951. Ævintýri og sögur. Leiftur. Reykjavík. „Hún tók eina eldspýtu, ritsss, en hvað sauð á henni, en hvað logaði á henni, það var heitur, tær logi, eins og dálítið kerti, þegar hún hélt hendinni utan um eldspýtuna. Og það var furðulegt ljós, litlu stúlkunni fannst hún sitja við stóran ofn með gljáandi kop- arkúlum og kopargrind. Það logaði svo bless- unarlega í ofninum, og hann hitaði svo vel. En hvað var þetta? – Litla stúlkan teygði úr fótunum til að hita sér á þeim – þá slokknaði loginn, ofninn hvarf og hún sat með ofurlít- inn stubb af brunninni eldspýtu í hendinni“. Þýðing Þorsteins frá Hamri. 1991. Litla stúlkan með eldspýturnar. Forlagið. Reykjavík. „Hún tók eina eldspýtu og strauk henni við húsvegginn. Lítill logi kviknaði og skugg- ar hófu dans í dyragættinni. Á meðan eld- spýtan brann upp virtust skuggarnir verða stærri og stærri. Litla stúlkan hélt lófunum þétt að loganum og gaf sig dýrum draumi á vald...Hún ímyndaði sér að arineldur hinnar lánsömu fjölskyldu færðist nær henni með allan þann yl og alla þá huggun sem fátæk stúlka fór á mis við. Hvílíkur unaður! Hve hlýtt, hve sefandi... En loginn litli dó og töfrar birtunnar bliknuðu í nepju þess sem raunverulega var“. Þýðing Sigrúnar Árnadóttur Ævintýri H.C. Andersen. 1998 og 2000. Vaka/Helgafell. Reykjavík. „En ef hún tæki nú eina og kveikti á henni, skyldi pabbi hennar nokkuð taka eftir því? Henni hlyti að minnsta kosti að hlýna ofurlít- ið og það væri yndislegt. Það var nóg að strjúka eldspýtunni við vegginn til að kveikja á henni. Þá kom blossi og allt varð bjart í kringum hana. Henni varð bilt við hvissið sem kom þegar kviknaði á eldspýtunni en hún flýtti sér að skýla loganum með lófunum til þess að hann dæi ekki. Ó, hvað hann var fallegur, svo bjartur og hlýr! Nú gat hún rétt örlítið úr krókloppnum fingrunum. Og það var næstum eins og hárið á henni væri farið að loga. Litla stúlkan horfði á heitan logann milli handa sér og fór að syfja. Og nú gerðist nokkuð skrýtið. Henni fannst hún sitja fyrir framan stóran, fallegan steypujárnsofn með látúnshjálmi. Það logaði eldur í honum. Ó, hvað var hlýtt og indælt þarna hjá ofninum. Litlu stúlkunni fannst hún sjálf eiga þennan ofn. Hún hafði keypt hann af ríku fólki sem var fjarska gott við hana og seldi ofninn ódýrt. Hún var fjarska glöð því það var ekki á hverjum degi sem maður gerir svo góð kaup. Ofninn var dálítið óhreinn en hún ákvað að hreinsa hann upp og gefa foreldrum sínum hann. Og nú hafði hún þrjár vikur til að fægja ofninn með klútum og áburði sem þessi góða kona hafði gefið henni. Og sá var nú fallegur! Það glaðnaði yfir litlu stúlkunni í hvert skipti sem fallegur sveigur eða annað skraut kom í ljós við hreinsunina. Á ofninum voru bognir fætur og rákóttur reykháfur og á báðum hurðum voru op þar sem hægt var að horfa á eldinn fyrir innan. Þegar ofninn var orðinn skínandi hreinn vildi litla stúlkan ganga úr skugga um að hann væri í góðu lagi áður en hún gæfi foreldrum sínum hann. En hvað húsið þeirra yrði hlýtt og notalegt! Nú var hún búin að kveikja upp í ofninum. Það logaði glatt í eldhólfinu og litla stúlkan teygði fram kalda fætur til að ylja sér við ofninn. En allt í einu hvarf ofninn og litla stúlkan sat aft- ur úti í kuldanum með brunninn eldspýtubút í hendinni“. vegar meiri bókstafsþýðing. Hún kom út árið 1951, en hann taldi þá þegar tímabært að koma með nýja þýðingu vegna breytinga á tungumál- inu. Þýðing Þorsteins frá Hamri á spænskri end- ursögn er mikil afbökun frá frumtexta, en hún hefur það sér til afsökunar að tekið er fram að um endursögn sé að ræða. Þýðing Sigrúnar Árnadóttur er sérstaklega athyglisverð vegna þess að hún var auglýst á þessa leið: „Ævintýri H.C. Andersen þarf að gefa út fyr- ir hverja nýja kynslóð lesenda og birtast þessar gersemar nú í búningi sem hæfir nútímabörn- um á öllum aldri.“ Hvergi er tekið fram, að áður en ævintýrin voru þýdd á íslensku hafi þau farið í gegnum þá miklu útþynningu og afbökun sem sjá má í sam- anburðartextanum. Það skal tekið fram að breytingarnar sem gerðar hafa verið á ævintýr- inu eru ekki verk Sigrúnar en þýðingin er henn- ar. Það fyrsta sem vekur athygli þegar þýðingin er skoðuð er hvað textinn er miklu lengri en bæði frumtextinn og aðrar þýðingar. Inn í sög- una er bætt heilu köflunum með ýmiskonar út- leggingum, sem H.C. Andersen hefur aldrei skrifað! Þetta gjörbreytir ævintýrinu bæði hvað varðar innihald og stíl. Ef bók sem þessi er gefin út ætti að kynna hana sem lauslega byggða á ævintýrum H.C. Andersen því önnur ævintýri bókarinnar eru í sama dúr og textabrotið hér. Augljós og skýr höfundareinkenni eins og upphafsorð ævintýr- anna eru ekki til staðar. Í þessari útgáfu byrja þau iðulega á: „Einu sinni var“ eða eru útþynnt á annan hátt. Dæmi: „Það var einu sinni hermaður sem var að koma úr stríðinu. Hann var á leið til þorpsins þar sem hann átti heima. Hann hafði barist lengi og hraustlega en var feginn því að stríðið var á enda svo hann gæti snúið sér að einhverju öðru. Hann litaðist um glaður í bragði. Fugl- arnir sungu í trjánum, sólin skein og allt virtist leika í lyndi. Einn, tveir! Einn, tveir!“ Þarna ræður flatneskjan ríkjum þannig að öll höfundareinkenni hverfa, en þeir sem ekki vita betur halda að svona hafi H.C. Andersen skrif- að. Upphafsorð H.C. Andersen á Eldfærunum voru: „Der kom en Soldat marcherende henad Landevejen: Een, To! Een, To!“ Steingrímur þýðir þetta: „Dáti nokkur kom skálmandi eftir þjóðveginum, einn, tveir, einn, tveir!“ H.C. Andersen vindur sér beint að efninu en er ekki með inngang. Það tók hann reyndar langan tíma að vinna sig að þessum frásagnarstíl og er upphaf æv- intýra hans því mikilvægt einkenni á verkum hans. Útgáfa Vöku-Helgafells einkennist af miklum og grófum breytingum og er dæmigerð fyrir það sem Viggo H. Pedersen bendir á í sambandi við tilfæringar á enskum þýðingum ævintýranna. Bókin var gefin út 1998 og endur- útgefin 2000. Lesendur þurfa að geta treyst því að klass- ískar bókmenntir viðurkenndra höfunda gefnar út í þeirra nafni séu ekta. Það hlýtur líka að vera varasamt þegar viðurkenndur þýðandi eins og Sigrún leggur nafn sitt við útgáfu sem þessa. Þess má geta að ævintýri H.C. Andersen voru valin meðal hundrað bestu bóka allra tíma af alþjóðlegri nefnd rithöfunda árið 2002. Hver semur þýðinguna? Það er ekki á allra færi að þýða ævintýrin. Til þess þarf þýðanda sem þekkir og elskar stíl og takta H.C. Andersen. Mig langar til að benda á þýðingu Þórarins Eldjárns á ævintýrinu Nýju fötin keisarans sem Bjartur gaf út fyrir síðustu jól. Þórarni tekst þar bæði vel og skemmtilega að færa þetta ævintýri yfir á sprelllifandi og fjölbreytilegt talmál okkar tíma með fullri virð- ingu fyrir stíl ævintýrisins. Loksins er aftur gaman að lesa H.C. Andersen upphátt. Vonandi fáum við meira í þessum dúr því ævintýrin eiga fullt erindi við okkur vegna þess að í þeim er tekist á við lífið sjálft eins og það leggur sig. Ævintýri H.C. Andersen mega hvorki gleymast né verða útþynntri matreiðslu að bráð því þau eru hluti heimsbókmenntanna sem bæði börn og fullorðnir eiga að geta lesið uppi í rúmi sínu, sófa eða ruggustól. Gaman væri að sjá þann draum rætast á tvö hundruð ára afmæli æv- intýraskáldsins árið 2005. Greinin er unnin upp úr B.Ed.-ritgerð frá leikskólakenn- arabraut KHÍ vorið 2003. Leiðbeinandi var Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Helstu heimildir: Andersen, H.C. 2000. H.C. Andersen Vintereventyr. Villy Sörensen. Villy Sörensen og Aschehoug. Kaupmanna- höfn. Andersen H.C. 2000. H.C. Andersen glemte eventyr. Jens Andersen. Gyldendal. Kaupmannahöfn. Ástráður Eysteinsson. 1996. Tvímæli. Bókmenntafræði- stofnun, Háskólaútgáfan. Reykjavík. Hannes Pétursson. 1964. Steingrímur Thorsteinsson. Bókaútgáfa menningarsjóðs. Reykjavík. Möllehave J. 1985. H.C. Andersen salt. Lindhardt og Ringhof. Kaupmannahöfn. Möllehave J. 1995. Lystig og ligefrem. Lindhardt og Ringhof. Kaupmannahöfn. Högh, Carsten. 1996. Eventyr leksikon. Munksgaard Rosinante. Kaupmannahöfn. Petersen, Viggo Hjörnager. 1990. Oversættelse eller pa- rafrase? H.C. Andersen centret, Universitet og forfatteren. Odense. Silja Aðalsteinsdóttir. 1999. Raddir barnabókanna. Greinasafn. Mál og menning. Reykjavík. Auk þessa dönsk dagblöð á internetinu í desember 2000. Höfundur er bókavörður. S taðreyndin er sú, að Deborah Skinner Buzan hefur aldrei verið geðsjúk, ekki skotið sig og ekki heldur lögsótt föður sinn, heldur var sam- band þeirra náið og ástríkt.“ Þetta sagði meðal annars í innvirðulegri afsökunar- beiðni breska blaðsins The Daily Tele- graph til Deboruh Skinner Buzan í byrjun mars. Deborah þessi er dóttir hins fræga – sumir myndu segja alræmda – bandaríska sálfræðifrömuðar B.F. Skinners, og ástæð- an fyrir því að Daily Telegraph bað hana afsökunar var sú, að bókadómari blaðsins hafði í umsögn sinni um nýja bók end- urtekið umhugsunarlaust sögusagnirnar um að Skinner hefði notað dóttur sína sem tilraunadýr og þessar tilraunir hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir stúlkuna – hún hafi orðið geðveik, farið í mál við föður sinn og á endanum fyrirfarið sér með skotvopni. Bókin sem þessi athugunarlausi bóka- dómari Daily Telegraph hafði til umsagnar var Opening Skinner’s Box: Great Psycho- logical Experiments of the 20th Century eftir bandaríska sálfræðinginn Lauren Slater. Um þessa bók segir gagnrýnandi blaðsins The Guardian að í henni leitist Slater við að „segja skemmtilega frá“ tíu frægum tilraunum sem gerðar hafa verið í sálfræði. Hún reyni að „blása í þær lífi með því að finna út hvernig mönnum hug- kvæmdust þær, hvernig aðrir sálfræðingar brugðust við þeim og hvaða áhrif þær höfðu á þá sem tóku þátt í þeim“. Fyrsta tilraunin sem Slater fjallar um er „kassinn hans Skinners“, sem titill bók- arinnar vísar til, það er að segja búrin sem hann hafði dýr í á meðan hann rannsakaði skilyrt viðbrögð, og ekki síst „loftþétta vaggan“ sem var rúm dóttur hans, áður- nefndrar Deboruh, fyrstu æviárin. Í bréfi sem Deborah Skinner skrifaði í The Gu- ardian um miðjan mars undir fyrirsögninni „Ég var ekki tilraunadýr“ útlistar hún hvað þarna hafi í rauninni verið um að ræða og hvers vegna Slater fari með kolrangt mál. Samkvæmt bók Slaters, segir Deborah Skinner, notaði sálfræðingurinn Skinner – sem var prófessor við Harvard frá sjötta áratugnum þar til hann lést 1990 – dóttur sína til að sanna kenningar sínar með því að hafa hana nokkra tíma á dag í kassa á rannsóknarstofunni, þar sem allar þarfir hennar voru mótaðar og þeim stýrt. Sam- kvæmt „þjóðsögunni“, segir Slater, var Deborah „í búri í tvö ár“ þar sem fylgst var með henni og henni gefið að borða og henni ýmist refsað og veitt viðurkenning í því augnamiði að móta hegðun hennar. Skin- ner var jú atferlisfræðingur. „Og svo, þeg- ar hún var þrjátíu og eins árs og hreinlega orðin geðveik,“ skrifar Slater, „lögsótti hún [föður sinn] fyrir að hafa misþyrmt sér, tapaði málinu og skaut sig í keilusal í Bill- ings í Montana. Bang, bang.“ „En þetta er ekki satt,“ skrifar Deborah (og bætir því við að hún hafi aldrei komið til Billings í Montana). „Faðir minn gerði ekkert þessu líkt.“ Loftþétta vaggan, sem Skinner sjálfur kallaði reyndar „the baby tender“, mun hafa verið sérhannað rúm fyrir Deboruh, ekki ósvipað súrefnisköss- um á sjúkrahúsum, loftþétt, með einni hlið úr plexígleri og botni úr strengdu lérefti sem auðvelt var að þrífa. Hitastiginu inni í vöggunni var stýrt og loftinu þar haldið hreinu með síum. Þetta gerði Skinner til að dóttir hans þyrfti ekki að sofa kappklædd – fjölskyldan bjó í Minnesota á þessum árum og veturnir þar voru kaldir – og ætti auð- veldara með að hreyfa sig. Í hlýjunni í þessari nýstárlegu vöggu þurfti Deborah ekki að vera í öðru en bleiunni. Ástæðan fyrir því að úr þessu varð líf- seig flökkusaga mun vera sú (samkvæmt ýmsum heimildum, til dæmis vefsíðunni Urban Legend Reference Pages, snop- es.com) að Skinner var ánægður með upp- finninguna sína og sendi tímaritinu Ladie’s Home Journal grein um loftþéttu vögguna í október 1945. Greinin birtist með breyttri fyrirsögn: Barn í kassa. Þá fóru sögusagn- irnar af stað, og bendir bók Slaters til að þær séu greinilega enn við hestaheilsu. Það mun Deborah einnig vera. Hún er listamaður og búsett í London. Hún segir í bréfinu til Guardian að hún hafi heyrt þetta flest áður. „Einhverju sinni kom pabbi heim úr fyrirlestrarferð og sagði að þrír hefðu spurt um líðan aumingja dóttur hans.“ Ókunnugt fólk tjáði vinum Skinner- fjölskyldunnar, sem voru á ferðalagi í Evr- ópu, að Deborah hefði dáið fyrir ári. Og svo framvegis. „Barnæska mín var svo sann- arlega óvenjuleg – en því fer fjarri að ég hafi ekki notið ástúðar,“ segir Deborah. Hún hafi verið ánægt og hraust barn. „Mér þótti afskaplega vænt um föður minn. Hann var sérstaklega trúr og ástríkur.“ En, segir hún, hann var ekki sérlega lunk- inn í að koma sér upp ímynd. Líklega þess vegna sem sögurnar spruttu upp. „Hann var of mikill vísindamaður og of lítið gefinn fyrir að koma sjálfum sér á framfæri.“ Slater segir fleiri sögur af frægum til- raunum í bók sinni. Og það hafa fleiri en Deborah Skinner Buzan orðið til að gagn- rýna hana fyrir slök vinnubrögð. Þannig segir The New York Times frá því um miðjan apríl, að fimm manns, að minnsta kosti, sem Slater nefni í bókinni, hafi lýst því yfir að hún hafi rangtúlkað orð þeirra eða beinlínis farið frjálslega með stað- reyndir. Sálfræðingurinn Jerome Kagan segist til dæmis ekki hafa farið undir skrif- borðið sitt til að sýna fram á frelsi viljans, svo sem Slater fullyrði í bókinni, heldur einungis sagt að hann gæti gert það. Aðrir hafa fundið bókinni – og Slater – það til foráttu að hún fari rangt með nöfn þekktra fræðimanna. Slater er tveggja barna móðir, doktor í sálfræði og hefur skrifað fjölda tímarits- greina, segir New York Times, þar á meðal í New York Times Magazine. Blaðið hefur eftir Slater að bókin sé ekki fræðirit, held- ur sé hún að reyna að ná utan um það flókna fyrirbæri sem vísindi séu, dramað í þeim og ofvaxnar persónurnar sem taki þátt í því. BARNIÐ Í KASSANUM Flökkusögur geta orðið ótrúlega lífseigar. KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON rifjar hér upp eina slíka að gefnu tilefni. kga@mbl.is B.F. Skinner

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.