Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 MUSEO de Horne safnið í Flór- ens hefur nú til sýningar tré- skurðarmynd sem talin er verk ítalska end- urreisnameist- arans Michel- angelos. Trémyndin sýnir Krist í krossfesting- arstellingunni, en krossinn sjálfur er þó horfinn. Talið er að Miche- langelo hafi skorið út styttuna þegar hann var um tvítugt, jafn- vel fyrir klaustur, en styttunni þykir svipa til kalksteinsmyndar af Kristi í San Spirito kirkjunni í Flórens. Er ástæða þess að verk- in eru svo raunveruleg á að líta að sögn sérfræðinga sú að lista- maðurinn notaði lík nýlátins manns sem fyrirmynd. Að sögn breska dagblaðsins Guardian hef- ur ítalski endurreisnarsérfræð- ingurinn Giancarlo Gentilini fært sönnur á að trémyndin, sem er í einkaeigu, sé raunverulega verk Michelangelos. Hættuleg kynni í Metropolitan METROPOLITAN-listasafnið í New York hýsir þessa dagana sýninguna Dangerious Liaisons, eða Hættuleg kynni, mjög ítar- lega úr garði gerða sýningu á 18. aldar tísku, húsgögnum og hús- búnaði. Fatnaðurinn sem sýndur er er frá árunum fyrir bylting- una er nýklassík tók við af rók- ókó sem ríkjandi tískustraumur, en hugmyndanfræðin sem lá að baki nýklassíkinni var að sögn gagnrýnanda New York Times meðal undanfara falls bæði kirkju og ríkis. Hættuleg kynni er þá að mati blaðsins einkar vel uppsett sýning þar sem andrúms- lofti tímabilsins er vel komið til skila. Þar er dansað á barmi of- gnóttar og öfga og um leið látið glitta í þær miklu breytingar sem framtíðin og byltingakennd hug- myndafræði áttu eftir að hafa í för með sér. El Greco – fyrsti expressjónistinn SÝNING á verkum El Grecos í National Gallery-safninu í Lond- on er að mati gagnrýnanda Daily Telegraph einkar vel úr garði gerð og sýnir vel hvernig stíll, litanotkun og hlutfallagerð listamannsins þróaðist á ferli hans. Þykir sýningin leyfa gestum að rekja þróun listamannsins skref fyrir skref, en við upphengingar var þess líka gætt vandlega að halda birtu- og öðrum sýning- arskilyrðum jafnlíkum þeim og upprunalegar aðstæður í dimm- um kirkjum Spánar hefðu boðið upp á. Fyrir vikið glitri mynd- irnar og litríki þeirra í myrkrinu, líkt og eðalsteinar, í anda ex- pressjónismans þrátt fyrir að þær séu málaðar einum 350 árum áður en stefnan sjálf leit dagsins ljós. Tréskurðarmynd Michelangelos til sýnis ERLENT Tréskurðarmyndin af Kristi. Metropolitan-safnið. Ein af myndum El Grecos skoðuð af forvörðum. ÁRIÐ 1972 gaf Kristján Guðmundsson út bók- ina Punktar sem hugsuð var sem ljóðabók. Þrír punktar í ljóðasafni Halldórs Laxness voru ljós- myndaðir, stækkaðir þúsundfalt og prentaðir, hugsaðir eins og Kristján sagði sjálfur sem ljóð- rænar þagnir. Nú hefur Kristján gert aðra kynslóð punktanna, þrjú málverk, 140x120 cm hvert. Þessi síðari kyn- slóð punkta hefur tekið skrefið úr bókverki yfir í málverk. Í sýningarskrá kallar Kristján verkin ættfræðimálverk og veltir fyrir sér eiginleikum og eðli þessara verka, merkingu þeirra og tengslum við eigin bók og verk Halldórs. Fyrstu viðbrögð við bókverki Kristjáns eru kannski af húmorískum toga, punktar úr verkum Halldórs Laxness reynast raunverulegir punktar en ekki minnisatriði sem listamaðurinn hefur punktað niður hjá sér. Tengingin við verk Hall- dórs skapar síðan þessum amöbuformum á síðum bókarinnar ákveðið andrúm, skoðandi bókarinnar hugsar að öllum líkindum um verk Halldórs. Krist- ján nefnir bók sína ljóðabók en hvað gerir punkt- ana að ljóðum? Eru þeir það af því hann segir það, líkt og þegar listaverk verður listaverk af því það er unnið í listrænu samhengi? Eða er það dýptin í sorta þessara amöbulaga forma, óreglulegar og mjúkar útlínur sem gefa eitthvað í skyn? Minn- ingin um ljóð Laxness í huga þess sem skoðar? Einnig vaknar spurningin um formið – miðilinn sem felur í sér skilaboðin eins og Marshall McLuh- an sagði. Hvert er hlutverk leturgerðarinnar og hverju miðla hinar ýmsu leturtýpur? Kannski felst þó aðalatriðið í því að hér er um punkta að ræða, í þeim felst þögnin sem Kristján talar um. Hann er þá kannski að segja að merking ljóða felist í þögn- inni milli orðanna, milli línanna, kannski er hann jafnvel að segja hið ósegjanlega? Það er alla vega engin spurning að bækur Kristjáns eru enn frjó listaverk 32 árum eftir gerð þeirra. Svo má velta fyrir sér hverju málverkin bæta við þessi verk. Málverkin eru tölvuunnin en form þeirra og framsetning fylgir hefð málverksins og því rétt að nefna þau það. Ég reikna með að þau séu unnin upp úr bók Kristjáns sjálfs en ekki bók Laxness eins og hin verkin, séu þannig önnur kyn- slóð. Með því að kalla þau málverk staðsetur hann þau innan ákveðinnar hefðar og merking þeirra markast óhjákvæmilega af því. Það má spá í það hvort að með því merkingarleysi sem hann talar um í sýningarskrá eigi hann við að orðræða mál- verksins sé orðin merkingarlaus? Að núna þegar sífellt er vitnað í sögu málverksins í málverkum dagsins í dag þá sé samt sem áður ekki verið að koma fram með neitt nýtt? Að ofnotkun tákna hafi loks orðið til þess að merkingarleysið er algert? Mér finnst reyndar þetta margumrædda merking- arleysi í samtímanum ótrúverðugt, merkingar- leysið er kannski staðreynd þegar enginn er til að horfa eða hugsa en sú er ekki raunin í dag, amk. ekki að mínu mati. Málverk Kristjáns eru falleg verk og þau njóta sín einkar vel í salarkynnum Skugga sem eru full- komin fyrir þau. Ef eitthvað er þá gengur þessi sýning eiginlega of vel upp, allt er ákaflega slétt og fellt, engar misfellur eða óreiða sem koma upp- námi á hlutina. Þessi ljóðræna naumhyggja er form liðins tíma þótt það þýði ekki að hún eigi ekki rétt á sér lengur og þessi verk eiga kannski meira skylt með kynslóð mömmu sinnar, bókverkinu, en samtímanum. Þetta eru engu að síður margræð og opin verk, formin, liturinn og áferðin eru heillandi og svartholskenndin sem var til staðar í bókverk- inu er enn sterkari hér, áhorfandinn sogast inn í óskilgreint og óútskýrt rými. Ekki fyrir viðkvæmar sálir Finnur Arnar sýnir nú myndbandsverkið „Cod“, eða „Þorskur“. Hér er um að ræða ofur- einfalt en mjög áhrifaríkt verk, það sýnir dauða- stríð þorsks sem er tuttugu mínútur að geispa gol- unni á þurru landi. Myndbandið sýnir þetta stríð á tíu mínútum, tvær myndir hlið við hlið, önnur sýnir fyrri hlutann, hin síðari. Þorskurinn er að mestu kyrr, gapir svolítið en tekur síðan ægilega kippi svo maður hrekkur í kút þegar hann reynir að ná súrefni og mistekst. Mér leið illa að horfa á þetta verk, það kallar fram svo sterka tilfinningu fyrir viðkvæmni mannlegrar tilveru. Ég velti fyrir mér dýraverndunarlögum, þótt það sé auðvitað fráleitt miðað við þann fjölda þorska sem drepst, ég veit ekki hvernig, daglega. Að ekki sé talað um litlu lömbin og svo framvegis og ég er ekki grænmet- isæta. Engu að síður fannst mér óþægilegt að horfa á þetta. Ekki af því að mér fannst þetta ekki spennandi verk, þvert á móti er einföld hugmynd sett fram á sterkan og tæran hátt svo úr verður eftirminnilegt verk, upplifun sem situr í manni. Það má tengja myndbandið á ýmsan hátt við fyrri verk listasögunnar, spá í tengsl manns og náttúru, velta fyrir sér grimmd og ljóðrænu en ekkert af þeim hugmyndum jafnast á við myndbandið sjálft og upplifunina af því. Finnur Arnar er tvímæla- laust einn okkar áhugaverðustu samtímalista- manna, í verkum hans kemur fram einstök tilfinn- ing fyrir íslenskum veruleika og miklir hæfileikar til að koma hugmyndum sínum í sjónrænt form. Brot af stærri heild Á lipurlega dreginni veggteikningu stingast tær undan dúnsæng, dúnmjúkir ungar stinga sér und- an heimagerðu húsi úr gömlu veggfóðri en komast ekki í róluna með blöðrumunnstykkjunum sem hangir hátt fyrir ofan þá. Stór uppblásinn bolti gnæfir einnig yfir ungunum en úti í horni eru tveir gamaldags svartir slöngubútar sem minna á kút- ana í sundkennslunni í gamla daga. Hvað eigum við að lesa úr þessu? Ég er ekki viss en hrífst af þessari innsetningu engu að síður. Á einhvern hátt tekst Margréti Blöndal að draga upp óreiðu- kennda mynd sem minnir mig meðal annars á im- pressionískt málverk, umhverfið sem hún skapar er heimilislegt en „unheimlich“ eða ókennilegt um leið, þó er það ekki óhugnanlegt. Margrét notar hversdagslega hluti í verk sín en þó verða þau ekki beinlínis til út frá daglegum aðstæðum eða hlutum sem fólk notar hversdagslega. Öllu heldur er líkt og í þeim sé að finna hliðarveruleika, líf sem maður gæti ímyndað sér að væri að finna á háaloftinu sem maður hefur aldrei kíkt upp á, eða í rýminu undir súðinni sem ekki hefur verið opnað síðan maður flutti inn. Þetta eru skringilegar vistarverur en þrungnar ljóðrænu lífi. Eitthvað við innsetningu hennar í Safni, kannski fagurfræði veggfóðursrifr- ildisins eða teikningin af tásunum sem stingast undan sænginni minnti mig á fallega birtuna og friðsældina sem finna má í mörgum verkum im- pressionistanna og málverkum Skagamálaranna. Hér eru viðkvæm fegurð og sterk verk á ferð. Starfsemi Safns er ekki gömul í hettunni en er þegar orðin ómissandi hluti af listaflórunni í borg- inni. Fyrir utan þessar tímabundnu minni sýning- ar er hluta fastasýningarinnar skipt út reglulega, ákveðinn kjarni verka er uppistaða safnsins en öðrum verkum er skipt út. Framsetning og upp- hengi er jafnan til fyrirmyndar og þess gætt að öll verk njóti sín og að lifandi samtal skapist þar á milli. MYNDLIST Gallerí Skuggi STÖKKBREYTING Í ÞÖGN, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Til 23. maí. Gallerí Skuggi er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. COD, MYNDBAND, FINNUR ARNAR BLÖNDUÐ TÆKNI, MARGRÉT BLÖNDAL Safn Til 9. maí. Til 20. júní. Safn er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Viðkvæmni mannlegrar tilveru endurspeglast í myndbandi Finns Arnars í Safni. Hvað er það við þetta verk Margrétar Blöndal sem minnir á impressionistana og skagamálarana? Sogast inn í svarthol, frá sýningu Kristjáns Guðmundssonar í Skugga. Vistar- verur Ragna Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.