Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 9 m - - n g a - - í - a - - t ð f á - m n r - í g - n á - - - Ég var hvatamaður að þessari ritröð og fékk síðan fjölda valinkunnra fræðimanna á ýmsum sviðum í lið með mér. Ég ákvað að gerast svo djarfur að skrifa sjálfur fyrsta heftið í rit- röðinni um eina flóknustu bókmenntagrein mið- alda, og samdi tæplega 100 blaðsíðna bók um forníslensku dróttkvæðin! Til að auðvelda les- endum að átta sig á flókinni orðaröð, setn- ingaskipan og „kenningum“ í dróttkvæðunum brá ég m.a. á það ráð að vitna í kvæði um strákapör félaganna Max og Moritz („Knoll & Tott“) þar sem skáldið og skopmyndateikn- arinn Wilhelm Busch beitir á stöku stað svip- aðri aðferð og fleygar einstakar setningar með innskotum líkt og þeir sem ortu dróttkvæðin forðum.“ Má ekki segja í framhaldi af þessari at- hugasemd um dróttkvæðin og „Knoll og Tott“ að þú hafir löngum lagt þig í líma við að draga fram skyldleika eða tengsl íslenskra fornbók- mennta við bókmenntir annarra þjóða, þ.e.a.s. að sýna að forfeður okkar sem skráðu umrædd- ar bækur voru alls ekki einangraðir og einir á báti, heldur þvert á móti í lifandi tengslum eða „samræðu“ við evrópska samtímamenningu? „Það er rétt. Ég hef t.d. mikið fjallað um skyldleika dróttkvæða og „trúbadúrakvæða“ miðalda, með hliðsjón af þeim listrænu með- ulum sem höfundar beggja þessara kveðskap- argreina beita. Í trúbadúrakvæðunum er að finna mjög líkan listrænan metnað, auk þess sem þau eru oft margslungin og „lokuð“ á svip- aðan hátt og dróttkvæðin. Af þessum ástæðum fékk ég líka virtan sérfræðing í rómönskum bókmenntum til að skrifa annað bindið í áð- urnefndri ritgerðasyrpu um heimsbókmennt- irnar – um „trúbadúrakvæði“miðalda, í beinu framhaldi af ritgerð minni um dróttkvæðin. Sem aðalritstjóri viðamikils uppsláttarverks um miðaldir beitti ég mér líka fyrir því á sínum tíma að norrænar fornbókmenntir væru skoð- aðar í samhengi við aðrar greinar miðalda- bókmennta. Þrátt fyrir allan skyldleika verður þó að taka það skýrt fram að með Íslendingasögunum varð til bókmenntagrein sem átti sér í raun engar hliðstæður í evrópskum bókmenntum þeirra tíma. Þessar sögur eru einfaldlega ein- stæðar, – sem listaverk bera þær af öllu öðru sem skrifað var í Evrópu á þessum dögum. Það er reyndar alls ekki söguefnið, víkingatíminn, sem gerir sögurnar að þeim meistaraverkum sem þær eru, heldur fyrst og fremst þau list- rænu tök sem höfundarnir hafa á efninu, þau háþróuðu listrænu meðul sem þeir beita í frá- sögninni. Fyrir mér er það ekkert höfuðatriði við rannsókn á þessum sögum að reyna að átta sig á því, hvort vissir atburðir hafi gerst á þessum eða hinum staðnum. Það sem gerir vík- ingatímann mikilvægan fyrir Norðurlandabúa eru ekki atburðirnir sjálfir, það sem gerðist á þessu sögulega tímabili, heldur hitt, hversu frá- bærlega snjöllum sagnamönnum tókst að end- urvekja þennan tíma í verkum sínum. Og svo að ég víki aftur að dróttkvæðunum þá má segja að hvað sem öllum skyldleika við trúba- dúrakvæði miðalda líður, þá er þessi kveð- skapur líka algjörlega einstakur. Og það á ekki síður við um Eddukvæðin. Það eru einfaldlega engar slíkar bókmenntir, enginn kveðskapur í sambærilegum listrænum gæðaflokki til frá miðöldum.“ Að þessum orðum sögðum tekur fræðimað- urinn Klaus von See flugið og rekur fyrir mér í löngu máli kenningar sínar um aldur og upp- runa Rígsþulu, Hávamála og annarra Eddu- kvæða, auk þess sem hann les mér langan og innblásinn pistil um Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en um verk Snorra hefur hann einmitt fjallað sem fræðimaður í löngu máli á liðnum árum. Hér er því miður ekki tóm til að rekja þær mörgu og áhugaverðu kenningar sem viðraðar eru í þessum mikla arnsúgi. Þess í stað bið ég eldhugann og fræðimanninn Klaus von See að segja mér í stuttu máli frá þeim merku rannsóknum á Eddukvæðum sem nú er verið að vinna undir forystu hans við háskólann í Frankfurt am Main og vakið hafa verðskuld- aða athygli víða um heim. „Kveikjan að þessu verki var eiginlega sú að minn gamli lærifaðir Hans Kuhn sem sjálfur gaf út Eddukvæðin á sínum tíma – ég vann ein- mitt með honum að þeirri útgáfu – sagði stund- um við mig, að ef farið yrði út í að vinna nýjar Edduskýringar, þá ætti ég að taka það að mér. Það óx mér reyndar lengi vel í augum að ráðast í þetta risavaxna verkefni. Það var ekki fyrr en mér tókst að finna gott samverkafólk hér í Frankfurt sem ég ákvað að láta slag standa. Þetta mikla verk er styrkt af þýska rannsókn- arráðinu (DFG) og hefur til þessa fengið mjög góðar viðtökur. Við völdum þá leið að setja saman inngang að hverju Eddukvæði sem skiptist í tíu greinar, þar sem fjallað er um ein- staka efnisþætti svo sem orðaforða, bragarhátt, seinni tíma áhrif o.fl. Þessar inngangsgreinar eru alltaf í sömu röð, þannig að sá sem vill afla sér vitneskju um einhvern þessara þátta er mjög fljótur að finna það sem hann leitar að. Nú eru komin sjötíu ár síðan samfelldar Eddu- skýringar komu síðast út á þýsku. Það var því orðið tímabært að ráðast í þetta verk og þýska rannsóknarráðið leggur í þetta verulega fjár- muni. Við erum með bjart og rúmgott húsnæði undir þessa rannsóknarvinnu í aðalbyggingu háskólans hér í Frankfurt. Þar vinna auk mín þrír fræðimenn í fullu starfi, og síðan höfum við nokkra stúdenta sem aðstoðarmenn. Samhliða því að semja sjálfar kvæðaskýringarnar höfum við reynt að safna saman öllu sem skrifað hefur verið um Eddukvæðin, ekki aðeins í Þýska- landi, heldur líka um víða veröld. Allt þetta efni höfum við látið binda inn, þannig að í hverju hefti eru að jafnaði 10–15 greinar, stundum færri. Þegar ég leit inn hjá bókbindaranum nýlega sá ég að hann var að ganga frá 393. heftinu! Ég held að þetta sé orð- ið stærsta safn ítarefnis um Eddukvæðin sem til er í heiminum, enda erum við búin að safna þessu í tíu ár. Það er ekki gott að segja hvað þetta verkefni á eftir að taka langan tíma enn; við fórum á sínum tíma rólega af stað og gáfum fyrst út skýringar við Skírnismál sem nokkurs konar „forsmekk“ að því sem koma skyldi. Við- brögðin við þeirri frumraun voru mjög góð, þannig að með fáeinum breytingum gátum við haldið ótrauð áfram á sömu braut. Ég hef beitt mér fyrir því að þegar þessu verkefni lýkur verði komið á laggirnar sérstakri rannsókn- arstöðu hér við háskólann, fyrir fræðimann, sem hefur það hlutverk eitt að gefa út viðauka við Edduskýringarnar þriðja hvert ár, þar sem eru teknar saman niðurstöður allra nýjustu rannsókna á þessu sviði.“ Þú hefur haldið því fram bæði í ræðu og riti að norræn fræði hafi í Þýskalandi þurft að líða önn fyrir það að viðhorf til norrænna forn- bókmennta hafi löngum verið háð duttlungum tíðarandans. Ef við nú horfum til þess tíð- aranda sem ríkir í Þýskalandi á okkar tímum, hvernig standa norrænar fornbókmenntir þá að vígi? Hver er m.ö.o. staða norrænna forn- bókmennta í andlegu lífi Þjóðverja á okkar dögum? „Við þurfum ekki lengur að hafa neinar áhyggjur af þeirri þjóðrembu sem tengdist fornnorrænum bókmenntum á sínum tíma. Það er allt löngu gleymt og grafið. Þrátt fyrir að fjölmiðlar, einkum erlendir, eigi það til að gera sér mat úr uppátækjum lítilla hópa á borð við þjóðernissinnaða rokkara í austurhéruðum Þýskalands, þá held ég að allir séu sammála um að sú þjóðremba sem við þekkjum úr þýskri sögu síðustu aldar er ekki lengur til sem vandamál í þessu landi. Og norræn fræði eru líka löngu hætt að líða fyrir fortíðina. Norræn- ar bókmenntir eru jafn gjaldgengar í Þýska- landi nútímans og bókmenntir annarra evr- ópskra þjóða, svo sem Frakka, Ítala og Breta. Það eru engir fordómar ríkjandi í garð bók- menntaverka á borð við Íslendingasögurnar og Eddukvæðin. Þvert á móti eru þýskir lesendur opnir og hleypidómalausir gagnvart þessum verkum. Auðvitað þarf að auðvelda fólki á hverjum tíma aðgang að þessum bókmenntum, en það gildir í sama mæli um fornar bók- menntir annarra þjóða. Kviður Hómers eru t.d. engar metsölubæk- ur; þær eru á hinn bóginn sígild listaverk sem eiga fullt erindi við lesendur á öllum tímum. Og nákvæmlega það sama gildir um Íslendingasög- urnar og Eddukvæðin; það eru sígildar heims- bókmenntir sem höfða til lesenda á öllum tímum.“ UR MÁLSVARI NNINGAR Höfundur er heimspekingur. Hann steig fram á sviðið með æskunnar óð, og eldmóð og karlmennsku’ í barmi. Og þjóðin varð hrifin og lærði hans ljóð, sem lýst gátu fögnuði’ og harmi. Og stórhuga var hann, um storminn hann kvað, er stofnana feysknu nam brjóta. Um úrhelli taumlaust og ískalt hann bað; hins óhefta þráði’ hann að njóta. Hann boðaði frelsi og framsækna tíð, að fullveldis skammt væri’ að bíða, þótt enn væri vorkalt og hafís og hríð, það hret mundi brátt yfir líða. Hann kenndi’, að þar dafnaði menningin mest, er mörkin sitt fagurlim breiddi, og víst efldist þróun á þjóðvori best, að þekkingin brautina greiddi. Hann forustu gegndi og farsæll æ var, af flokkserjum stundum þó mæddur; að dómgreind og framsýni flestum af bar og fullhugans eldmóði gæddur. Og foringinn hlaut bæði vegsemd og völd, en valt reynist mörgum slíkt gengi. Á tindinum hefðar er kyljan oft köld og kempunum vært þar ei lengi. Í höggi hann átti við öfundarmenn, og oft voru rimmurnar snarpar. Í minni er skerpa og orðsnilld hans enn, þá óvægir sóttu að garpar. Hann særðist á stundum, því hríðin var hörð og hart oft í stjórnmálum barist. Þótt kæmu í foringjans fylkingar skörð, af fræknleik þó lengi var varist. Í val loks hann hneig, en með skínandi skjöld, því skuggum í þjóðlífi’ hann eyddi. Hann boðaði nýja og bjartari öld og brautina fólkinu greiddi. Minning hans lifir, hans stórmerku störf þau standa, þótt aldirnar renni, sem varði um einstæðu afrekin þörf og hið ódeiga hugsjónamenni. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON FORINGINN Höfundur fæst við skriftir. Hannes Hafstein á yngri árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.