Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 YFIRLITSSÝNING á verkum bandaríska listamannsins Ed- ward Hopper stendur þessa dagana yfir í Tate Modern safninu í London. En myndir Hoppers sem einkenndust að stórum hluta af einmanaleik og firringu hafa gert hann að einum vinsælasta listamanni 20. aldarinnar. Að mati gagn- rýnanda Daily Telegraph eru það hins vegar aðeins fyrri verk Hoppers sem eiga skildar slíkar vinsældir, en mörg þeirra verka er að finna á sýn- ingunni í Tate Modern. Sjálfsmyndir 20. aldar SJÁLFSMYNDIR listamanna er viðfangsefni sýningar sem nú stendur yfir í Musée du Luxembourg í París. Sýn- ingin nefnist MOI! Auto- portraits du XXe siécle og geymir 150 sjálfsmyndir ekki ómerk- ari lista- manna en Pa- blos Picassos, Françoise Gilots, Marcels Du- champs og Egon Schiele svo dæmi séu tekin. Og segir dag- blaðið Financial Times að vel sé virði að hafa í huga að myndirnar séu ekki aðeins minning um ytra byrði lista- mannanna heldur ekki síður um það hvernig þeir vildu láta minnast sín. Verkin eru ekki hengd upp í neinni ákveðinni tíma-, eða listastefnuröð, og við það skapast ákveðin óreiða innan sýningarsala safnsins sem gagnrýnandi blaðsins seg- ir góða leið til þess að kalla fram það hversu ruglingsleg og brotakennd arfleifðin er sem módernisminn og ein- staklingskennd 20. aldarinnar hefur eftirlátið okkur. Húsgagnalist METROPOLITAN listasafnið í New York hýsir þessa dagana sýningu á húsgagnahönnun Ruhlmans, eins helsta hönn- uðar þriðja áratugar síðustu aldar í Frakklandi – Art Deco tímabilsins svo nefnda. Sýn- ingin er fyrsta yfirlitssýning á verkum Ruhlmans í ein 70 ár, en í sönnum anda Art Deco listastefnunnar einkennist hún af miklum munaði þar sem íbenholt og gyllingar eru í að- alhlutverki. Þótti Ruhlmann einkar fær við að veita við- arhúsgögnum fágað og mun- úðarfullt yfirbragð og er yfir hundrað muni hans að finna á sýningunni. Að sögn New York Times hýsir Metropolitan einn- ig aðra minni og tengda sýn- ingu sem nefnist Art Deco Paris og geymir muni hannaða af samtíðarmönnum Ruhlmans, hönnuðum á borð við Puiforcat og Lalique. Hopper í Tate Modern ERLENT Skrifstofan að kvöldi til eftir Edward Hopper. Pablo Picasso Reuters YFIRLITSSÝNING á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar var opnuð síðustu helgi í Hafn- arhúsinu – Errósafni Listasafns Reykjavíkur og gefur að líta verk eftir listamanninn allt frá námsárum hans um miðjan níunda áratug síð- ustu aldar. Sýningin er unnin í samvinnu Þor- valdar og sýningarstjórans, Ágústu Krist- ófersdóttur, og ber yfirskriftina „Ég gerði þetta ekki“. Er hún í öllum salarkynnum safnsins utan þess hluta sem er tileinkaður verkum Erró. Fagna ég því mjög að núlifandi Íslendingi sé boðin þetta yfirgripsmikil sýning í safninu og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert, að undanskyldum Erró sjálfum og Ólafi Elíassyni sem telst varla Íslendingur nema í sviga. Þorvaldur er fæddur á Akureyri árið 1960. Hann nam myndlist í Myndlistar- og hand- íðaskólanum og svo í Jan Van Eycke-akademí- unni í Maastricht í Hollandi. Hann hóf mynd- listarferil sinn í málaralistinni eins og svo margir aðrir og þótti nokkuð snjall með pens- ilinn. Allavega svo snjall að mér skilst á þeim sem til þekkja að Akureyrarbær hafi lagst í sorg heilt sumar þegar fréttist að Þorvaldur, sem á unga aldri gat teiknað Matthías Joch- umsson þannig að hann þekktist á mynd, hefði snúið sér að konseptlist í framhaldsnámi í Hollandi. Þorvaldur hélt þó fjölþættu fígúra- tífu myndmáli og frásögn þrátt fyrir hug- myndarlega nálgun í list sinni, en í stað þess að nota eingöngu pensil eða penna hóf hann að nýta sér tilbúnar ljósmyndir og vinna í þær með ýmsum hætti, s.s. mála eða skera út. Að kunna að þakka fyrir sig Þorvaldur sló í gegn í íslenskum myndlist- arheimi á sýningunni Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 með verkinu „A-vaktin“, þar sem lista- maðurinn færði æfingasvæði slökkviliðs Reykjavíkur inn í listasafnið. Verkið markaði einnig kaflaskil í listsköpun Þorvaldar þar sem hversdagslegar aðgerðir urðu meginuppistað- an í listaverkum hans. Er óhætt að segja að Þorvaldur Þorsteinsson hafi þá skipað sér sæti í röð fremstu myndlistarmanna landsins og var næstu árin í algerum sérflokki, allavega fram yfir sýningu hans á Listasafni Akureyrar árið 1996. Eitt af markmiðum Þorvaldar hefur verið að virkja almenning í listsköpuninni og færa listina út í hvunndagslífið og öfugt. Er framlag hans til listahátíðar í þorpinu Kotka í Finn- landi árið 1995 gott dæmi um slíka aðgerð, en Þorvaldur lét smíða varðturn á torgi þorpsins og voru nöfn íbúanna lesin daglega í hátal- arakerfi og þeim bornar þakkir fyrir framlag sitt til listarinnar með skattgreiðslum sínum. Þar með voru þessir óþekktu styrktaraðilar listahátíðinnar gerðir ábyrgir sem/og virkir þátttakendur á sýningunni. Með álíka hætti getur þú lesandi góður verið virkur og ábyrg- ur þátttakandi í listaverkinu „Ósóttar pant- anir“ sem er til sýnis í Hafnarhúsinu og sam- anstendur af hlutum frá ýmsum fyrirtækjum á Íslandi sem hafa verið pantaðir en aldrei sótt- ir. Ísland er land þitt Áður en Þorvaldur sneri sér að myndlistinni hóf hann nám í bókmenntafræðum við Háskóla Íslands. Hefur talsvert borið á honum í ritlist- inni síðustu árin. Í fyrstu voru það örstutt leikverk sem vöktu athygli manna snemma á tíunda áratugnum. En þess- ir leikþættir voru upphaf- lega gerðir sem myndlist- arverk. Þorvaldur hefur nú gefið út fjölda skáldsagna fyrir börn og fullorðna og er á meðal vinsælli leikrita- skálda landsins um þessar mundir. Það er vissulega tímanna tákn að listamaður snerti þetta marga fleti list- sköpunnar og skeytir ekki um mörk þeirra. Hann er þó að fást við áþekka hluti í öllum listgreinunum og eitt hans meginþema síðustu ár- in er sjálfsmynd Íslendinga. Birtust þessar vangaveltur sterklega í leikritinu „And Björk of course“ sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu og í myndlistinni má nefna fjölmörg dæmi. s.s. ljósmyndaverk hans á sýningunni „Sjá-Myndlýs- ing“ sem var í Gerðarsafni árið 2002, en þar sýndi listamaðurinn prentaðar myndir frá Íslandi eins og þær birtast á Netinu sem ímynd Íslands út-á-við, „Frí ferð til Íslands“ (Reisen sie gratis nach Island) var inn- setning Þorvaldar í Kunstverein í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1999, en þar kynnti Þorvaldur ferða- mannaparadísina Ísland og tveimur sýningargestum gafst kostur að vinna ókeypis pakkaferð í 8 daga og viðtal listamannsins við Þvörusleiki sem er til sýnis í Hafnarhúsinu er líka háðs- legt skot á sjálfsímynd okk- ar þar sem lopaklæddur jólasveinninn situr í öngum sínum og grætur yfir því að finnski bærinn Rovianiemi hafi verið gerður að op- inberu heimili jólasveinsins. Nýjasta verk Þorvaldar nefnist „Sjálfs- mynd“ og er bein áskorun til Íslendinga að líta á þá mynd sem við höfum á landi okkar. Þetta er innsetning í stærsta sýningarsal Hafnar- hússins og er uppistaða hennar aðallega plak- öt og kynningarefni frá Icelandair framsett líkt og landkynning á vegum ferðaskrifstofa og flugfélaga. Vantar bara að teppaleggja sal- inn og smíða kynningarbása með tilheyrandi ljóskum til að fullkomna þá mynd. Til móts við plakötin teflir Þorvaldur fram ljóði eftir Jónas Hallgrímsson og málverkinu „Fjallamjólk“ eft- ir Jóhannes Kjarval. Gengur listamaðurinn út frá því að Jónas hafi fyrstur kynnt bændum og búalíði að fegurð landsins hefði sjálfstætt gildi og þannig gefið þeim sjálfsmynd og að Kjarval hafi kennt Íslendingum að horfa á náttúruna og sjálfa sig upp á nýtt í grýttu landslaginu. Þorvaldur situr klisjulegar kynn- ingarmyndir Icelandair fram sem sjálfsmynd nútímans þar sem harðger náttúran er máð út í lokkandi konfektkassamyndir sem ósnortinn Edengarður. Kenni Þorvaldur okkur eitthvað um sjálfsmynd okkar með þessu nýja lista- verki sínu er það að hún sé yfirborðsleg blekk- ingarmynd eins og raunin er með kynning- armyndir flugfélaga. Ekki hafinn yfir gagnrýni Þorvaldur spannar vítt svið í myndlistinni og hefur nýtt sér ólíkt myndmál. Skýr ein- kenni eru í mörgum verkum hans sem tengja má listamönnum eins og John Baldessari, Christian Boltanski og Guillaume Bijl. Sá síð- astnefndi er einmitt mjög mikill áhrifavaldur á það hvunndagsmyndmál sem Þorvaldur hefur aðallega tileinkað sér. Mörgum þykir hann ganga fullfrjálslega í myndmál þessara lista- manna og annarra. En það er varasamt að nálgast gagnrýni í samtímalistum með slíkum upptalningum og láta þar við sitja. Sérstak- lega þegar listamenn eru þetta þroskaðir í listinni og Þorvaldur sem hefur allt aðrar for- sendur að baki verkanna en áðurnefndir lista- menn. Mér finnst líka mjög eðlilegt í sam- tímalistum að listamaður gangi óhikað í það myndmál sem hann veit að virkar fyrir hug- myndir sínar vilji hann koma þeim skýrt til skila. Þorvaldur er jú sjaldnast að búa til hluti, eins og yfirskrift sýningarinnar gefur til kynna, heldur setur hann þá fram í samhengi sem fær okkur til að spyrja spurninga og end- urskoða. Í ritstörfum er Þorvaldur líka þekkt- ur fyrir hnitmiðað orðalag. Hann dansar ekki í kringum innihaldið með nýstárlegum orðasam- böndum sem leiða mann inn í ljóðræna draumaveröld. Hann kemur sér beint að efn- inu enda segist hann hafa lært að skrifa á aug- lýsingastofu en ekki í háskólanum. Þá hefur hann verið duglegur að greina frá því í við- tölum hvernig myndlistin hefur hjálpað sér sem rithöfundi. Spurning hvort ritstörfin hafi ekki líka hjálpað honum að nálgast mynd- listina með þessum sama hætti. Að gera eða gera ekki MYNDLIST Hafnarhúsið – Listasafn Reykjavíkur ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Opið alla daga kl. 10–17. Sýningu lýkur 15. ágúst. Með verki sínu „Ósóttar pantanir“ er Þorvaldur Þorsteinsson að virkja óþekkta einstaklinga, þeim óaðvitandi, í gerð listaverks. Auglýsingar Icelandair, sjálfsmynd Íslendinga í dag. Jón B.K. Ransu Jóhannes Kjarval átti þátt í að skapa sjálfsmynd Íslendinga hér áður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.