Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Qupperneq 1
Laugardagur 3.7 | 2004 | 27. tölublað | 79. árgangur LesbókMorgunblaðsins [ ] Clinton Átakasaga í flatneskjulegri umgjörð „Ég veit að ég er hvorki eins góður og dyggustu stuðnings- menn mínir halda og ég vona að ég geti orðið, né jafn slæmur og mínir hörðustu gagnrýnendur halda fram,“ segir Bill Clinton í nýútkominni ævisögu sinni, Líf mitt. Pólitískir hæfi- leikar Clintons eru óumdeildir, en margt fór á annan veg en hann ætlaði í forsetatíð sinni. Karl Blöndal fjallar um bókina. R íkisstjórinn í Arkansas stendur á litlu sviði við Faneuil Hall í Boston. Forkosningar demókrata árið 1992 standa yfir og fram- bjóðandinn þykir eiga nokkra möguleika á að verða sér úti um tilnefningu demó- krata til forsetaframboðs. Ræða hans er ekkert sérstaklega eftirminnileg. Hann leggur áherslu á efnahagsmál, segist finna til með áheyrendum sínum, skynja raunir þeirra og vandamál. Hluttekningin í rödd hans virðist svikalaus. Það er ekki fyrr en hann stígur niður af sviðinu og ryður sér leið gegn- um þvöguna að það er ljóst að frambjóðandinn er í essinu sínu. Hann gefur sér góðan tíma, heilsar öllum, sem eru í seiling- arfjarlægð, brosir, segir nokkur orð og það er eins og hann dragi í sig kraft og eflist við að vera innan um fólkið – það dylst engum að hér er kominn stjórnmálamaður af guðs náð. Bill Clinton var kjörinn forseti þá um haustið og sat tvö kjör- tímabil, fyrsti demókratinn til að afreka það að vera endurkjör- inn síðan Franklin D. Roosevelt var forseti. Clinton var (og er) mjög umdeildur stjórnmálamaður. Hatur andstæðinga hans á honum og Hillary, konu hans, virtist takmarkalaust, en aðdáun stuðningsmanna hans var að sama skapi mikil, þótt hann ætti eftir að reyna verulega á þanþol þeirra. Andstæðingar Clintons reyndu allt hvað þeir gátu að finna á honum veikan blett og þegar upp komst um samband hans við Monicu Lewinsky, lær- ling í Hvíta húsinu, fengu þeir loks færi á honum. Hann stóðst þó tilraun repúblikana til að svipta hann embætti. Mörgum þótti hann standa laskaður eftir og sögðu að hann hefði glutrað tækifærinu til að skipa sér á bekk með helstu forsetum Banda- ríkjanna. Þessar tvær hliðar á Clinton hafa gert demókrötum erfitt fyrir. Það fer í taugarnar á mörgum að hann skuli ekki einfaldlega hafa látið sig hverfa af sjónarsviðinu og þeir vita ekki almennilega hvernig þeir eiga að nota hann sér til fram- dráttar. Því var haldið fram að Al Gore hefði skaðað sjálfan sig með því að nýta sér ekki Clinton og hampa samstarfi þeirra í kosningunum árið 2000, þótt það sé ekki einhlítt. Og nú stekkur hann fram á sjónarsviðið í aðdraganda kosninga og dregur að sér fleira fólk á kynningarfundum vegna nýrrar bókar sinnar, Líf mitt, en John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, á kosningafundum. Hann hefur reyndar sagt að hann ætli að passa sig á að yfirskyggja ekki Kerry, en spurning er hversu vel hann passar sig. Í það minnsta var til þess tekið að á fundi með Jesse Jackson á fimmtudag hafði hann talað í tæpar fjöru- tíu mínútur áður en Kerry bar á góma. Talið er að Clinton hafi fengið tíu milljónir dollara fyrirfram fyrir bókina og sagði hann sjálfur í útgáfuhófi fyrir tveimur vik- um að fyrirframgreiðslan væri „fáránleg“ og hefði hann áhyggjur af að útgefandinn, Knopf, myndi ekki endurheimta féð. Bókin hefur fengið fremur neikvæðar umsagnir og gagn- rýnendur jafnvel sagt að hún væri yfirþyrmandi leiðinleg. Það hefur hins vegar engin áhrif haft á söluna og tilkynnti Knopf á fimmtudag að á fyrstu átta dögunum eftir að hún kom út 22. júní hefði hún selst í milljón eintökum og væri hún því farin í þriðju prentun. Frásögn Clintons er oft og tíðum skipulagslaus. Hann segir sögu sína í tímaröð og stekkur úr einu í annað. Hún er endalaus runa af nöfnum þeirra, sem verða á vegi hans, en fæsta gæðir hann lífi. Það er eins og hann skuldi samferðamönnum sínum að nefna þá, segja um þá eitt, tvö orð af skyldurækni, og Haruki Murakami | Grein um Ísland og Íslendinga eftir einn kunnasta rithöfund Japans | 4 Matthías Johannessen | Áin brýtur sig. Vinalegt vor án trega og veröldin skriðin úr híði |7 Nylon | Fyrsta íslenska stúlknasöngsveitin er til umfjöllunar og gullöld slíkra sveita | 8  3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.