Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 Í september síðastliðnum tók ég þátt í alþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykja- vík. Þar sem opinberar samkomur, móttökur, fyrirlestrar, kurteisishjal og kvöldverðarboð eru mín veika hlið þá held ég mig yfirleitt víðsfjarri en þegar boð kom frá Íslandi þá hugsaði ég með mér: „Hmmm Ísland.“ Ég breiddi út verald- arkortið og skoðaði Ísland og eftir það lagði ég allt kapp á að komast af stað – vegna þess að ég taldi ólíklegt að ég færi nokkru sinni þangað gripi ég ekki þetta tækifæri. Þegar maður skoðar kortið er Ísland efst uppi – virðist vera á útjaðri veraldarinnar. Landið tyllir fæti inn- fyrir norðurheimskautsbaug. Það liggur í eðli mínu að leita uppi það sem er úr alfaraleið. Þar að auki var einmitt verið að gefa út íslenska þýðingu á skáldsögu minni Spútnik-ástin í september. Sú þýðing fylgdi í kjölfar Sunnan við mærin, vestur af sól. Á Ís- landi eru tæplega 300.000 íbúar svo það getur tæpast verið arðvænlegt að þýða skáldsögur mínar fyrir svo lítinn markað. Í ljósi þessa fannst mér eins og ég yrði að sæta færis og stíga fæti á þetta land. Ísland, hvers lags land ætli það sé? Hvernig ætli fólk þar hugsi og lifi? Bókelsk þjóð Það sem ég gerði á bókmenntahátíðinni var m.a. að lesa úr verkum mínum, sitja fyrir svör- um, fara í tvö blaðaviðtöl, halda (eins konar) fyrirlestur við Háskóla Íslands, árita verk mín í bókabúðum og að auki tók ég þátt í móttökum og kokteilboðum þar sem ég ræddi við aðra höf- unda. Maður þreytist óneitanlega á að gera hluti sem manni eru ekki tamir. En mér fannst mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að ræða við íslensk ungmenni augliti til auglitis. Ég ræddi vítt og breitt við vingjarnlega eldri konu sem var sessunautur minn. Hún færði mér gjöf en síðar var mér tjáð að þetta hefði verið hinn frægi fyrrverandi forseti Íslands – hún var blátt áfram og laus við tilgerð. Það sem kom mér mest á óvart í Íslandsferð- inni er hvað Íslendingar lesa bækur af miklum ákafa. Langir vetur og langvarandi innivera hafa líklega sitt að segja en bókalestur í landinu hefur gífurlega mikla þýðingu og gildi. Mér var sagt að verðleikar manna réðust af því hvað þeir ættu veglegt bókasafn. Það er líka mikið líf í íslenskum bókmenntum, Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Eins og segir í myndinni Á köldum klaka (eftir Friðrik Þór Friðriksson) með Masatoshi Nag- ase í aðalhlutverki þá er Ísland þekkt fyrir að eiga flesta rithöfunda í heimi miðað við höfða- tölu. Íslendingar tala svo góða ensku að segja má að þeir séu tvítyngdir. Samt sem áður fer ekki fram hjá ferðamanni eins og mér að Íslend- ingar eru hvort tveggja í senn stoltir og um- hyggjusamir um tungu sína og menningu. Ís- lenska er skyld fornnorrænu og hefur málkerfið tekið litlum breytingum síðan á ní- undu öld. Því má halda fram að tungumálið sem notað var í Íslendinga sögunum, sem voru í há- vegum hafðar í Evrópu sökum menningarlegs gildis, lifi enn þann dag í dag. Því mætti helst líkja við það að Japanir gætu enn lesið frum- texta hinnar rúmlega 1100 ára gömlu Sögu Genji – þetta er svo sannarlega aðdáunarvert. Ein af ástæðum þess að íslenska hefur varð- veist er lega landsins í „útjaðri“ Evrópu, sam- göngur til og frá landinu hafa verið erfiðar og menningarsamskipti fóru ekki að blómstra fyrr en nýverið. Íslendingar eru mjög meðvitaðir um sérstöðu eigin menningar og leggja sig fram við að nota sem fæst tökuorð. Óvenjuleg dýr á Íslandi Fyrst minnst er á litlar breytingar þá hafa ís- lensk dýr líkt og tungumálið haldist nánast óbreytt gegnum aldirnar. Ástæðan er strangt eftirlit með innflutningi dýra. Ég hef t.d. á til- finningunni að íslenskir kettir séu ólíkir köttum í öðrum löndum. Ég hrífst mjög af köttum og skoða nákvæmlega útlit og skapgerð kattanna þar sem ég ferðast. Mér fundust kettir á Íslandi sérlega áhugaverðir. Fyrst ber að nefna að kettirnir eru gífurlega margir miðað við fólks- fjölda. Á Sakalín sá ég ekkert nema hunda en á Íslandi var yfirgnæfandi fjöldi katta. Á göngu- ferðum um Reykjavík rekst maður alls staðar á ketti. Þeir eru frekar stórir með fallegan feld og gæfir. Þeir eru allir með ól um hálsinn þar sem nafn þeirra stendur skrifað. Enginn vafi leikur á því hvar þeir eiga heima. Það virðist vera hugsað vel um þá. Kettirnir rölta um bæinn eft- ir eigin geðþótta, tiltölulega frjálsir og mak- indalegir. Ef maður kallar á þá: „Oide!“ (á jap- önsku). Þá hlýða þeir umsvifalaust og koma til manns. Þótt ég segi að íslenskir kettir séu ólíkir öðrum þá vísa ég ekki sérstaklega til útlits heldur fremur til ljúflyndrar skapgerðar og þess að þeir eru óhræddir við menn. Kannski hefur innræti kattanna tekið breytingum á þessum norðlægu slóðum. Hvað sem öðru líður fer ekki á milli mála að Reykjavík er sælureitur fyrir fólk sem elskar ketti. Maður öðlast hug- arró af því einu að labba um borgina. Í lundaleit Eitt af sérteiknum Íslands eru lundar. Kannast þú við lunda? Lundinn er virkilega sérkenni- legur í útliti. Þrátt fyrir að hann lifi við norð- urheimskautsbaug þá er goggurinn litríkur eins og suðrænt blóm og fæturnir appels- ínugulir – hann lítur hreint ekki út fyrir að vera norrænn. Augnsvipurinn minnir á Hoshino, þjálfara Hanshin [innskot þýðanda: japanskt hafnaboltalið]. Á Íslandi er stærsta lundabyggð í heimi – þar er langmestur hluti stofnsins. Af þessum sökum er Ísland kölluð „höfuðborg lundastofnsins“. Sér í lagi eru Vestmannaeyjar við suðurströnd Íslands þekkt lundabyggð. Þar er sagt að á að giska sex milljón lundar hreiðri um sig og verpi. Heilar sex milljónir!!! Þess vegna fannst mér að ég yrði að sjá al- vöru lunda ef ég færi til Íslands. En þegar ég hringdi á staðinn og spurði: „Eru lundar hjá ykkur?“ Þá var svarað: „Nja, því miður eru lundarnir allir búnir að koma ungum á legg og flognir á haf út.“ Svo virðist sem allir lundar yf- irgefi lundabyggðina í síðustu viku ágúst og taki upp sjólifnað – þar fór í verra. Ég hafði ekki hugmynd um að lundar héldu á haf út á haustin. „En reyndar er soldið af ungum eftir ennþá.“ Ha! Ungar? Lundaforeldrar ala upp ungana þar til þeir ná vissum þroska en þá segja þeir: „Jæja nú sjáið þið um ykkur sjálfir.“ Svo halda þeir sína leið. Eftir sitja ungarnir sem eru lítils vísir um gang heimsins. Einn morgun þegar þeir vakna gera þeir sér grein fyrir að foreldrarnir hafa yf- irgefið þá. Það er enginn sem færir þeim í gogginn lengur. Þeir bíða um sinn og hugsa með sér: „Mikið er maturinn lengi á leiðinni.“ En foreldrarnir koma ekki til baka og magarnir tæmast smám saman. Að lokum yfirgefa þeir hlýtt hreiðrið, baða út vængjunum af eðlis- ávísun og halda út á haf í fæðuleit. Þó að þetta sé samkvæmt lögmálum náttúr- unnar þá er ekki þar með sagt að allir ungarnir komist klakklaust út á haf. Að minnsta kosti gera margir þeirra þau mistök að fljúga í vit- lausa átt og beint inn í bæinn. Hann er bjartur, líflegur og spennandi, þannig að heillaðir halda þeir af stað. Mér finnst að ég skilji hvernig þeim líður. En þetta er ekki rétt ákvörðun. Að kvöldi vafra lundapysjurnar stefnulaust um bæinn, en þar lenda þær undir hjólum bíla, í klóm katta eða gini hunda. Þær sem sleppa hugsa: „Æ, hvað ég er svöng! Mig svimar.“ Áð- ur en þær svelta í hel. Þessum afvegaleiddu lundum safna krakkarnir í bænum saman, setja þá í kassa fara með þá heim, gefa þeim að borða og að lokum fara þeir með þá niður í fjöru næsta dag og lyfta þeim til flugs. Þetta er orðin föst hefð í bænum. Þessi „björgunaraðgerð fyr- ir afvegaleidda lunda“ brestur á einmitt í byrj- un september. Þetta fannst mér hljóma ótrúlega spennandi svo ég ákvað að leggja leið mína til eyjunnar. Nafn hennar er Heimaey, sú eina Vest- mannaeyjanna sem er byggð. Íbúafjöldinn er 4.400 manns. Þar er gífurlega öflugur sjávar- útvegur en á þessari litlu eyju er 15% af afla landsins landað. Bersýnilega laðar fiskurinn í sjónum fuglanna til eyjanna. Eyjan er vinsæl meðal ferðamanna meðan lundabyggðin er líf- legust en á þessum árstíma voru aðeins heima- menn og því fékk ég strax inni á hóteli. Við lögðum af stað frá litlum flugvelli rétt utan Reykjavíkur í gamalli lúinni tveggja hreyfla rellu sem hristist í vindinum alla leið til eyj- arinnar. Það bætti í vindinn eftir því sem nær dró eyjunum og vélin hristist uns ég var farinn að hugsa: „Ætli það sé nokkuð hægt að lenda?“ Vindinn lægði ekki alla nóttina. Við inngang hótelsins var ýmsum þjóðfánum flaggað og ég ætlaði aldrei að geta sofnað því þeir börðust með svo miklum látum í veðurofsanum. Starfs- maður hótelsins sagði mér: „Um tíuleytið í kvöld verða svangar lundapysjur um allan bæ.“ Ég brá mér út á götu en sneri strax aftur á hót- elið því það var hávaðarok og farið að rigna í of- análag. Ég hafði á tilfinningunni að fyrr myndi ég gera út af við sjálfan mig en bjarga einni ein- ustu pysju ef ég færi að hætta mér út í þetta veður um miðja nótt. Af þessum sökum var eini lundinn sem við sáum þann daginn pysja sem var dauð í höfninni. Ólíkt foreldrunum eru lundapysjurnar hreint ekki litskrúðugar. Þær eru eins og fullorðnir lundar í svarthvítu. Í hreinskilni sagt þá verður maður fyrir von- brigðum þegar maður sér lunda í svarthvítu: „Ha! Er þetta virkilega lundi?“ En fábreyttir litirnir eru engin tilviljun því ef ósjálfbjarga ungarnir væru litskrúðugir myndu þeir vekja á sér athygli og verða máfum eða öðrum dýrum að bráð. Eftir því sem þeir þroskast komast þeir smám saman í lit og eftir u.þ.b. ár eru þeir í öllum regnbogans litum. En það var sem sagt einn dáinn svarthvítur ungi við bryggjuna. Dánarorsökin er ókunn en líklega drapst hann úr hungri þar sem engir áverkar sáust á hon- um. Í bænum er lítið náttúrugripasafn og þar eru til sýnis uppstoppuð dýr úr náttúru Íslands og lifandi fiskar. Safnstjórinn (eini starfsmaður safnsins) var mjög vingjarnlegur og gaf sér góðan tíma til að svara spurningum okkar. Þeg- ar ég spyr hann hvort það séu lundapysjur á eyjunni þá svarar hann: „Já það er enn hell- ingur. Ég er að passa einn hérna núna. Viltu klappa honum?“ Svo kom hann með einn unga í kassa úr einu af herbergjunum. Ég fékk að halda á honum. Þeir eru mjög sætir í návígi. Unginn var mjög gæfur og alveg rólegur þó að maður héldi á honum. Hann var glorsoltinn og gleypti af mikilli áfergju smásílin sem safn- stjórinn gaf honum. Safnstjórinn sagði: „Á morgun ætla ég að fara með greyið niður að sjó og sleppa því.“ Svo virðist sem vindurinn á eyjunni sé svo sterkur að það sé nóg að lyfta þeim á loft til að þeir taki flugið. Það kemur sér vel við þessar aðstæður að vindurinn skuli vera mikill. Safnstjórinn sagði: „Þegar sædýrasafnið í Tókýó var opnað þá fór ég þangað með lunda frá eyjunni. Þeir lundar sem eru á safninu eru allir héðan. Mér var líka boðið af þessu tilefni og ég fór til Japan. Ég var þar í viku og fór líka til Kýótó. Hmmm það var mjög skemmtilegt. Það var reyndar ótrúlega mikið af fólki …“ Á þilfarinu á ferjunni heim varð ég vitni að því þegar krakkarnir sendu lundapysjurnar á loft. Strákur sem kom um borð í ferjuna með pabba sínum tók kolsvartan lundaunga upp úr kassa sem hann hafði með sér, strauk á honum kollinn til hughreystingar og kastaði honum upp í regnmettaða vindkviðu. Unginn baðaði klaufalega út vængjunum svolitla stund en inn- Eyja full af mosa, þögn Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami er einn vinsælasti og frumlegasti rithöfundur heims um þessar mundir. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál en verk hans höfða jafnt til hins almenna lesanda sem og virtustu bókmenntagagnrýnenda, þó má segja að áköf- ustu lesendur hans séu ungt fólk. Þetta sann- aðist eftirminnilega síðastliðið haust á Bók- menntahátíð Reykjavíkur og á opnum fyrirlestri sem Murakami hélt við Háskóla Íslands. Hvar sem hann kom fram fylltu aðdáendur hans sal- inn. Eftir að dagskrá bókmenntahátíðar lauk ferðaðist Murakami ásamt eiginkonu sinni Yoko Murakami um Ísland. Greinin hér að neðan er að stofni til ferðalýsing hans sem birtist í jap- anska tímarinu Title í febrúar síðastliðnum. Murakami er afar hlédrægur og veitir ógjarna viðtöl og því gefur einlæg ferðalýsing hans sjaldgæft tækifæri til að kynnast höfundinum. Alla jafna veitir Murakami ekki heimild til að þýddar séu og birtar greinar sem þessi en gerði góðfúslega undan- tekningu að þessu sinni. Hluti greinarinnar birtist hér í fyrsta sinn á prenti. Tvær bækur eftir Murakami hafa verið þýddar á íslensku, skáldsög- urnar Spútnik-ástin og Sunnan við mærin, vestur af sól. Eftir Haruki Murakami

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.