Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Side 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 | 7 því hann er fæddur í Napolí þar sem íbúum þykir fátt sjálfsagðara en að yfirnáttúrlegir kraftar séu virkjaðir til hreinsunar og upp- ljómunar. Þar sleit hann barnsskónum innan um ofhlæðis veggmyndir frá spænska ný- lendutímanum, litríkar trúarhátíðir og götu- leikhús er búa yfir ríkri tónlistarhefð. Með þennan bakgrunn hélt hann til Rómar, þar sem hann kynntist fljótlega merkum lista- mönnum eins og Cy Twombly, Joseph Beuys, Alighiero Boetti og Luigi Ontani, en það voru einmitt þessir óþreytandi ferðalangar og galdramenn sem kynntu honum fyrst aust- ræna heimspeki og lífsviðhorf. Allt frá því að Clemente fór í sína fyrstu ferð til Austurlanda hefur hann verið þar með ann- an fótinn. Langdvalir hans þar hafa haft af- drifarík áhrif á myndlist hans sem einkalíf, en síðastliðin 30 ár hefur hann dvalið þar tölu- verðan hluta ársins í íbúð sinni og vinnustofu í Madras á Indlandi. Náin kynni hans og þekk- ing á austrænum trúarbrögðum og dulspeki hafa sannfært hann um fullkomið skilnings- leysi Vesturlandabúa gagnvart þessum heims- hluta. Á sín eigin tengsl kýs hann að líta án upphafningar og er óhræddur við að nýta sér þau í myndlist sinni til að vekja fram ann- arlega og töfrandi lífskrafta fulla af lækning- armætti og galdri. Hinn fótinn hefur hann að mestu haft í New York, þar sem hann á sitt annað heimili og vinnustofu síðan árið 1981, en þá flutti hann til stórborgarinnar heillaður af hennar marg- slungna og fjölþjóðlega bakgrunni. Í New York var hann fljótur að aðlagast listalífinu og var í slagtogi við alla helstu málara sinnar kyn- slóðar, allt frá Julian Schnabel og David Salle til Keith Haring og Jean-Michel Basquiat. En auk þeirra kynntist hann ýmsum goðumlíkum listamönnum eins og þeim Robert Mapple- thorpe og Andy Warhol, ásamt helstu skáldum Beat-kynslóðarinnar, þeim David Burroughs og Allen Ginsberg. New York tók því vel á móti hinum brottflutta Ítala og árið 1999 kór- ónaði borgin þessar móttökur sínar er Gugg- enheim-safnið stóð að veigamikilli yfirlits- ýningu á verkum hans. Þau verk sem nú birtast á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru um 60 talsins, málverk, vatnslitamyndir og pastelverk, sem öll hafa verið gerð á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan yfirlitsýningin í New York var haldin. Ólíkt því sem áður var virðist sem líkaminn í þessum nýju verkum hafi vikið af sjónarsviði um stund. Hann er þó ævinlega nálægur og nærvera hans birtist okkur m.a. í hlutum og táknmyndum er hann hefur skilið eftir sig. Bregði honum hins vegar fyrir sjáum við hann sjaldnast í heild sinni, við sjáum aðeins líkams- hluta; hendur, fætur, skilningarvit. Brotthvarf líkamans úr rammanum vekur upp sterka til- finningu fyrir sjúkdómum, dauða og söknuði. Þetta eru verk þroskaðs listamanns, manns með reynslu og skilning á því að ekki er mögu- legt að gera heilsteypta mynd af manneskj- unni. Sem fyrr tala verkin á tungumáli goð- sagna og táknmynda er þræða saman meiningu hins órökræna og rökræna í eina sjónræna heild. Í þeim birtist heimur myrkurs og gullgerðarlistar þar sem hvorki er pláss fyrir mælistikur né rökfræði. Raunveruleiki þeirra byggist á ferðalagi inn í goðsagnaheim hins ókunna og óvænta, þar sem ævintýri, draumar og martraðir stjórna ferðinni. Þetta er sýning sem tengist lífinu í gegnum veikindi og dauða. Það kann að virðast sem sitthvað sé farið að losna úr límingunni; en fremur en nokkrum öðrum listamanni tengdum hina Nýja mál- verki hefur Clemente tekist að endurnýja list sína á sama tíma og hann hefur haldið tryggð við þær grundvallar hugmyndir sem hann er sprottin úr. List hans skýtur sér hæglega und- an einföldum útlistunum; hún er full af mót- sögnum og er þeim fágætu kostum búin að vera í senn upprunaleg, einlæg og framandi. Framlag hans til málaralistar á seinni hluta tuttugustu aldar verður því seint ofmetið. Morgunblaðið/Þorkell Clemente Í verkum Clemente birtust umbreyt- ingar í hugmyndalífi póstmódernismans m.a. í sjálfsmyndum hans, en allt frá upphafi hefur óþrjótandi speglun hans í sjálfsmyndinni verið einkennandi fyrir feril hans. Höfundur er myndlistarmaður og prófessor við mynd- listardeild Listaháskóla Íslands. Áin brýtur sig. Vinalegt vor án trega og veröldin skriðin úr híði. Það glitrar á ósinn hann rennur til himins við hlustum sem fuglar á niðinn, þeir gleyma sér úti við jökul heilsa með himin í augum og hverfa til strandar, sandlóan keppir við sendling sem krafsar með löngu oddhvössu nefi en hafið sígur til himins, rís upp við þangbrúna kletta og margbarið grjót, þeir hlusta fjaran syngjandi bergmál af brothættu stefi þar sem úthafið hvíslar við langþreyttan fót. En jökullinn leggur kollhúfur, kærir sig ekki um kliðandi masið í fuglum við úthafssogið, hann horfir til sólar og svipast um auða bekki, en sólin kyssir þá vængi sem þar hafa flogið og skima við útfallið, eigna sér fjöruna alla. Matthías Johannessen Vorgleði Morgunblaðið/Ómar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.