Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Síða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004
Á
rin á milli 1958 og u.þ.b. 1965, þegar Bítlarnir
bresku höfðu gersigrað Bandaríkin og
breytt sögunni svo um munar, hafa oft á tíð-
um, af misupplýstum fræðimönnum og
grúskurum, ekki þótt merkileg í annálum
dægurtónlistarinnar; Buddy Holly var dá-
inn, Elvis Presley hafði gengið í herinn og
hálfgleymdir, mishæfileikaríkir og umfram
allt snoppufríðir poppsöngvarar á borð við Bobby Vinton og
Bobby Vee (eða bara „Bobby þetta og Bobby hitt“, eins og rokk-
arinn Jerry Lee Lewis lét hafa eftir sér) höfðu komið í þeirra
stað í hjörtum og útvörpum amerískra unglinga. Og þó að sumt
það sem þessir sætabrauðsdrengir buðu upp á hafi svo sem verið
alveg ágætt jafnaðist auðvitað nákvæmlega ekk-
ert af því á við óheflaða rokkorku Presleys ellegar
hráan en örlítið mýkri sjarma Hollys.
Og þá er ónefnt það óuppfyllta skarð er aðrir
frumherjar rokksins, s.s. Chuck Berry, Lewis
sjálfur og Little Richard, skildu eftir sig á þessum árum þótt
þeir hafi allir átt við ýmis persónuleg vandamál að stríða.
Upphafið
Upp úr þessum fremur grýtta jarðvegi spratt samt býsna merki-
legt fyrirbæri: stúlknasöngsveitirnar („Girl Groups“) svokölluðu.
Ekki er vel merkjanlegt nákvæmlega hvar eða hvenær þær
komu fyrst fram, en auðvitað birtust þær ekki bara upp úr
þurru, fullskapaðar og til í tuskið. Þá voru þær síður en svo nýj-
ar af nálinni í sögu dægurtónlistarinnar.
Stúlknasöngsveitir á borð við hinar geysivinsælu Andrews-
systur höfðu t.a.m. verið móðins á árum síðari heimsstyrjald-
arinnar, þótt þessar stelpur sem hér er fjallað um væru af svolít-
ið öðru sauðahúsi og að þessi ár (síðla á sjötta áratugnum fram á
miðjan þann sjöunda) verði að öðrum tímabilum ólöstuðum að
teljast algert gullaldartímabil svona sveita sem urðu svo fyr-
irmyndir syngjandi stúlkna nútímans (Spice Girls, Destiny’s
Child og allra þeirra).
Hvað sem því líður stukku stöllurnar í Chordettes fram á sjón-
arsviðið árið 1954 – tveimur árum áður en Elvis setti allt á annan
endann – með óðinn um Óla lokbrá – „Mr. Sandman“ – sem var
svo líka barn þessa saklausa tíma og hafði „Lots of wavy hair
like Liberace“(!).
Chordettes voru um margt ekkert mjög ólíkar áðurnefndum
Andrews-systrum: hvítar á hörund, með snyrtilega uppsett hár
og í alveg mátulega siðlega síðum blúndukjólum.
Tónlistin sjálf var vita meinlaus poppfroða sem foreldrar gátu
ekkert atast út í, og gekk þ.a.l. vel í hvíta miðstéttar-Ameríkana
á fyrsta áratug unglingsins sem viðurkennds og marktæks neyt-
endahóps.
Chordettes nutu talsverðra vinsælda út áratuginn („Lollipop“
frá 1958 er líka minnisstætt; bo-bomm, bomm, bomm) og ruddu
vafalítið veginn fyrir svolítið safaríkara sánd sem svipaðar söng-
sveitir áttu síðar eftir að koma með.
The Chantels urðu einna fyrstar til að sýna lit í þeim málum
með sínu alveg óviðjafnanlega „Maybe“ (1958), en máttu samt
þola svo svívirðilegt kynþáttamisrétti að myndinni af þeim á
upprunalegu kápunni utan um fyrstu plötuna var breytt vegna
þess að svört andlit á svoleiðis varningi þóttu ekki auka á sölu-
möguleika innihaldsins!
Á þessum árum hafði rutt sér til rúms vestra svokölluð Doo
Wop-tónlist er varð til á götuhornum bandarískra stórborga þar
sem auralitlir (höfðu ekki efni á hljóðfærum) unglingar, mest af
minnihluta- og/eða innflytjendaættum (Ítalir, Portóríkanar,
blökkumenn), komu saman þegar kvölda tók til að syngja svarta
ryþma- og blústónlist „a capella“ (undirleikslaust) og skemmta
þannig sjálfum sér og öðrum.
En á meðan hefðbundið Doo Wop var yfirleitt sungið af karl-
mönnum var fyrirbærið skírt „Girl Groups“ um leið og stúlk-
urnar hófu upp raustina.
The Shirelles
Fyrstar – og einna bestar – stúlknasöngsveitanna til að slá al-
mennilega í gegn voru the Shirelles.
Með hina silkimjúkrödduðu Shirley Owens í broddi fylkingar
þóttu Shirelles undir áhrifum frá Doo Wop-sveitum eins og
Little Anthony & the Imperials og auðvitað áðurnefndum
stúlknasöngsveitum frumkvöðla og brautryðjenda eins og the
Chantels – þótt Shirelles þættu nú alla tíð öllu mýkri.
Eftir að hafa notið einungis mátulegra vinsælda með lög á
borð við slagarann „Dedicated To The One I Love“ (1959 – síðar
vinsælt með Mamas and the Papas, 1967) slógu Shirelles ræki-
lega í gegn með hinu ljúfa „Will You Love Me Tomorrow“
(1961), sem skaust beina leið á toppinn vestra og verður að telj-
ast einn af hápunktum stúlknasöngsveitatímabilsins og, hvorki
meira né minna, eitt minnisstæðasta popplag fyrr og síðar.
Goffin & King
„Will You Love Me Tomorrow“ sömdu hjónin Gerry Goffin og
Carole King, en King er nú ekki síður þekkt sem slarkfær söng-
kona þó að á þessum árum og langt fram eftir sjöunda áratugn-
um hafi Goffin/King-tvíeykið verið eitt það afkastamesta í laga-
smíðum fyrir alla, frá stelpukornum á borð við the Shirelles,
Little Eve (barnfóstra Goffin-hjónanna, sem söng svo „The
Locomotion“ fyrst af mörgum árið 1962) og the Chiffons, til
strákabanda á borð við apakettina the Monkees.
The Byrds, Dusty Springfield, Aretha Franklin o.fl. nutu einn-
ig góðs af ótrúlegri vinnugleði hjónanna og hefur vafalaust
margur góður söngvarinn grátið söltum tárum þegar hjónin
skildu seint á sjöunda áratugnum og slitu fljótlega þar á eftir
þessu einu frjósamasta lagasmíðasamstarfi sögunnar. Líklega
eru það nú einungis Lennon & McCartney og máske líka Gibb-
bræðurnir blessuðu er hafa samið fleiri smelli.
Brill-byggingin og „blikkpönnuportið“
Goffin og King hófu samstarf sitt í Brill-byggingunni frægu í
New York, er hýsti víst nokkrar hæðir af tónlistarfyrirtækjum
ýmiss konar er öll höfðu á sínum snærum lagasmiði hverra hlut-
verk það var að semja sem flest lög á sem skemmstum tíma –
nokkurs konar popplagaverksmiðja. Þess konar vinnubrögð þótti
mörgum auðvitað eiga lítið skylt við tónlist og voru þau oft og
einatt fyrirlitin.
Orðatiltækið „Tin Pan Alley“ (blikkpönnuportið) festist í mál-
inu og þar þótti ekki fínt að vinna. Þrátt fyrir það sleit barns-
skónum í Brill-byggingunni ekki ómerkara hæfileikafólk en Neil
Diamond, Burt Bacharach (Bacharach samdi „Baby It’s You“
með the Shirelles árið ’62 – eitt af mörgum stúlknasöngsveita-
lögum í miklu uppáhaldi hjá Bítlunum, sem breiddu yfir það í
einni af sínum frægu BBC-upptökum), Harry Nilsson, Paul Sim-
on og Neil Sedaka – engir fúskarar það; auk auðvitað Goffin og
King svo og Ellie Greenwich og Jeff Barry og Barry Mann og
Cynthiu Weil, sem voru tvenn önnur hjón sem bæði sömdu heil-
mikið af lögum fyrir stúlknasöngsveitirnar og unnu síðar einnig
mikið með og fyrir hinn óviðjafnanlega Phil Spector.
Phil Spector
Spector sá hafði fyrst sem átján ára gamall pjakkur og þá með-
limur í tríóinu Teddy Bears náð toppnum með hinu undurljúfa
„To Know Him Is To Love Him“ (1958).
Þrátt fyrir velgengnina sem flytjandi beindist áhugi hins unga
sveins fyrst og fremst að upptökutækni sem hann sótti villt í að
nema hjá þeim bestu í bransanum, samhliða því að semja lög fyr-
ir stórsöngvara eins og Gene Pitney og Ben E. King, er jók orð-
spor hans til muna.
Fyrstu stúlknasöngsveitina sína, hinar mjög svo settlegu Paris
Sisters, og hið aldeilis ágæta „I Love How You Love Me“ hljóð-
ritaði Spector – þá aðeins tvítugur – árið 1961. Síðar það sama ár
stofnaði hann svo, ásamt Lester nokkrum Still, óháða hljóm-
plötuútgáfufyrirtækið Philles og uppgötvaði og hljóðritaði fyrst
Crystals, eina af sínum frægustu stúlknasöngsveitum.
Þó að í fyrstu þættu vinnubrögð Spectors tiltölulega hefð-
bundin og hljómurinn bara svona eins og gekk og gerðist á þess-
um árum fór honum fljótlega að leiðast þófið og tók með hjálp
úsetjarans snjalla Jacks Nitzsches til við að gera alls kyns til-
raunir í upptökutækni og útsetningum. Útkoman óviðjafnanlega
hlaut fljótlega viðurnefnið „Wall of Sound“.
Þessi „hljóðmúr“ Spectors var hvorki ódýr né einfaldur í upp-
byggingu og virtist einna helst ganga út á að notfæra sér tak-
markaða möguleika upptökuhljóðversins til hins ýtrasta. Allar
hljóðrásir áttu að nýtast til hlítar og oftar en ekki voru fleiri en
eitt hljóðfæri (stundum af sömu tegund: tvö píanó, tvö trommu-
sett) tekin upp á sömu rásina. Þetta myndaði sánd, alveg ólýs-
anlegt með orðum öðrum en einfaldlega „hljóðmúr“ („Wall of
Sound“).
Einnig brúkaði Spector óhræddur einföld ásláttarhljóðfæri,
s.s. kastaníettur, tambúrínur og hrossabresti, sem gerir það að
verkum að yngra fólki í dag finnst hljómurinn oft örlítið „jóla-
legur“, en það gerir sér þá heldur ekki grein fyrir því að það var
akkúrat Spector sjálfur sem skapaði hefðina fyrir því mikið
stælda sándi með sinni einstöku „A Christmas Gift For You“-
plötu (1963).
Spector lagði alltaf ríka áherslu á veglega útfærslu strengja-
hljóðfæra, sem hafði ekki tíðkast mikið í dægurtónlist fram að
þessu.
Á árunum 1962 til 1966 átti Spector engan sinn líka og vann
með fjölda listamanna og gaf út mikið af eftirminnilegustu popp-
lögum þessara – ef ekki allra – tíma á Philles-merkinu sínu: „Be
My Baby“ og „Baby I Love You“ (the Ronettes); „You’ve Lost
That Loving Feeling“ og „Unchained Melody“ (the Righteous
Brothers); „River Deep – Mountain High“ (Ike & Tina Turner);
„Then He Kissed Me“ og „Da Do Ron Ron“(the Crystals) o.fl.
Þrátt fyrir að margir þessara listamanna væru vel þekktir áð-
Frá Andrew-systrum t
Sjötti og sjöundi áratugur síðustu aldar voru gullaldartímabil
stúlknasöngsveitanna sem urðu fyrirmyndir syngjandi stúlkna
nútímans, Spice Girls, Destiny’s Child og nú Nylons hér á landi.
Í tveimur greinum er fjallað um gullöldina, tilurð og eðli þess-
ara söngsveita nú um stundir og hvernig til hefur tekist með
Nylon.
Eftir Hannes
Axel Jónsson
hannes1909
@hotmail.com
Erfitt er að ímynda sér dægurtónlistina án áhrifa stúlknasöngsveitafársins á hana
Supremes, með Díönu Ross í broddi fylkingar, er líkleg stærsta og
langlífasta stúlknasöngsveit allra tíma.
Velvelettes voru á vegum Motown-fyrirtækisins.
Shirelles „Fyrstar – og einna bestar – stúlknasöngsveitanna til að slá
almennilega í gegn voru the Shirelles.“
Stelpubandið Nylon Eftirvæntingin eftir Nyloni byggðist jafnt og þétt upp
unblaðinu þennan dag. Í fréttatilkynningu var talað um „fyrsta smellinn